Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985 VERALDLEGAR SUNNUDAGSPRÉDIKANIR Ekki varð Guði haggað hann var í þjóðarsálinni 1' sunnudagspistlum mínum hef ég rifjað upp sitthvað um mannlíf undir heilbrigðri skyn- semi fyrri tíðar og borið það sam- an við mannlíf undir sérfræðinga- viti nútímans. Eitt var það, sem svo var fyrrum, að fólk reyndi að lifa meira i andlegheitunum á sunnudögum en á virkum dögum, þótt það væri þá sem alla tíma að andlegheitin væri ekki öllum gefin og margur notaði sunnudaginn til að bjástra líkt og á virkum degi, nema hafði hægt um sig um messutímann og flestir reru á sunnudögum í góðum gæftum ef fiskur var á miðunum. Það gat ekki verið Guði þóknanlegt að sitja af sér gott sjóveður og eftir Asgeir góðan afla. Jakobsson Hún er áreið- anlega ekki vit- laus sú forna venja að leggja frá sér vandamál hins daglega brauðstrits á helgum degi og hugsa þá heidur um eilífð- armálin, hver uppá sinn máta, eins og gengur. Ég ætla að nota eins og tvo sunnudaga til að rifja ýmislegt upp um Guð í plássi í æsku minni. Ekki er það nú svo, að ég sé orðinn svo gamall að árum, að ég geti af minni eigin reynslu rakið langt aftur i öldina, en ég man aðra öld en þá sem við nú lifum á, vegna þess að við íslendingar skiptum um mannlífsöld á miðri tímatalsöld. Það er svo með reynslu æskunn- ar, að hún verður eiginlega eina reynsla mannsins, sem stendur með honum, öll önnur reynsla kemur og fer. Maðurinn lifir mörg æviskeiðin og það er dálítið hlá- legt finnst mér sjálfum, að ég skuli nú prísa þetta mannlíf æsku minnar sem ég var ekki sáttari við en svo, þegar ég lifði því, að ég vildi ákaft bylta því; ég var viss um að aldrei gæti svo vont upp- komið úr byltingu, að það yrði aumara mannlíf en það sem ég lifði. Nú held ég aftur á móti að þetta hafi verið ágætt yfirleitt, en ég bara einhvern veginn ekki pass- að í það og er það svo sem ærin ástæða til að vera á móti tilteknu mannlífi að passa ekki í það sjálf- ur. Nú get ég litið á þennan liðna tíma öðrum augum en ég gerði þá ég lifði í honum og sé nú, að þetta var allt harla gott. Mér hefur orðið tíðrætt um „heilbrigða skynsemi", sem við ís- lendingar lifðum í fyrir mann- lífsskiptin um miðja öldina, og var það eina, ásamt guðstrúnni, sem fólkið hafði að styðjast við í lífs- baráttunni. I þessu sambandi ber auðvitað að hafa í huga, að „heil- brigði" er afstætt hugtak háð tíma og rúmi. Hér er það notað í þeirri merkingu, að fólk noti þá skyn- semi, sem hverjum og einum er gefin, ótruflaða af kenningum eða ofsatrú eða ekki kúgað af annarra skynsemi, svo sem nú gerist að al- þýða manna er undir sérfræðinga- vitinu og þorir varla að hugsa sjálfstætt um, hvað eigi að kaupa í matinn. Heilbrigð skynsemi vann orust- una um Guð í minu plássi og reyndar á íslandi öllu og verður nú rakin sú saga og þá fyrst stutt- ur almennur kafli um það tíma- skeið, þegar sótt var hart að Guði víða um lönd. Sérfræðingar skiptast í tvo hópa, þótt þeir beri sömu lær- dómstitla, vísindasérfræðinga og fagsérfræðinga og eru það þeir síðari sem eru okkur þjóðarplága, en hér áður fyrr ollu hinir fyrr- nefndu miklum óróa í trúmálum pg verk þeirra komu hart við Guð. í þeirri orustu sýndi heilbrigð skynsemi, hvers hún er megnug, ef hún fær að njóta sín. Um Guð er það almennt að segja, að hann hefur verið til með manninum frá því maðurinn hefur sögur af sér. Menn deila oft um það, hvort Guð skapaði manninn eða maðurinn Guð, en það breytir engu um þá staðreynd, að Guð er óumdeilanlega raunveruleiki mannsins. Maðurinn þekkir ekki sjálfan sig án Guðs. Vissulega hafa Guðir mannsins verið af ýmsu tagi, allt frá algóðum Guði niður í Hitler og Stalín og ótelj- andi Belsebubba. Allar tilraunir mannsins til að losa sig við einn Guð hafa endað í öðrum Guði og allt þetta brölt hef- ur jafnan valdið vandræðum þar sem Guð er kjölfesta í lífi manns- ins og það er aldrei gott að kasta kjölfestunni, skipið þá kjölfestu- laust meðan fenginn er nýr Guð í kjölfestu. Verst hefur til tekizt þegar maðurinn hefur gert sjálfan sig að Guði, þar sem maðurinn er sjálfum sér verstur og hættu- legastur og honum því nauðsyn- legt að trúa á betri og skynsamari veru en hann er sjálfur. Af þessu er ég einn þeirra manna, sem stend með mínum gamla Guði, sem ég hef reynt að góðu einu. Á 19du öldinni var gerð hörð hríð að Guði af leikmönnum, sem töldu rannsóknir náttúrufræðinga sanna að Guð væri ekki til. Nátt- úrufræðingarnir hefðu rannsakað allar lifverur niður í smæstu ör- verur og hvergi fundið nein merki um Guð í sköpunarverkinu, en menn hafa ævinlega hugsað sér Guð sem höfuðsmið allrar skepnu og hnatta. Náttúrufræðingarnir sjálfir létu sér hægar en leikmenn sem kynntu sér kenningar nátt- úrufræðinganna, þar sem heimur- inn var fyrir náttúrufræðingum jafnóendanlegur og hann hafði verið, þótt þeir hefðu fikað sig hænufet inní óendanlegt myrkviði. Auk þess svara rannsóknir mannsins engu um Guð, ef Guð er í manninum sjálfum, sem margir trúa. Menn finna ekki hinn týnda á víðavangi þótt þeir horfi í allar áttir ef þeir eru með hann í sjálf- um sér. Svo einföld getur sú orsök verið til þess, að maðurinn finnur ekki Guð með tækjum sínum, hvorki smásjá né kíki. Darwinism- inn svonefndur veikti þó trú margra á tilveru Guðs og rann- sóknir vísindamannanna urðu stórum hópi á 19. öld mikill hval- reki. Það var hópur mannfélags- arkitekta, svonefndra marxista. Þessir ætluðu að reisa mikla mannfélagshöll og hana dýrlega, svo gott sem paradís á jörðu. Guð reyndist marxistunum afleitur þrándur í götu við hailarsmíðina. Almenningur var trúaður á para- dís á himnum með Guði og hana eilífa, en marxistarnir gátu ekki lofað nema paradísarævi hér á jörð og mannsævin er stutt miðað við eilífðina. Það þótti almenningi því slæm býtti að láta eilífa- paradís fyrir skammtíma-paradís, jafnvel þótt hinni eilífu fylgdi sá hængur að menn yrðu helzt að líða þjáningar í jarðneska lífinu til að öðlast hana. Hallarreisendum var af þessu nauðsynlegt að losa almenning við trúna á hina eilífu paradís og þar með Guð. Þeir tóku því darwin- ismann uppá arma sína og notuðu hann gegn Guði og með verulegum árangri. Það horfði illa fyrir Guði um skeið í menningarríkjum Evrópu. Þeir urðu margir, sem töldu lítið vit í því að þjást hér á jörðu fyrir paradís hjá Guði, jafnmikil óvissa og orðin væri um tilveru hans og mönnum hitt nær að snúa sér að bygKÍiRii hinnar jarðnesku para- dísar, sem marxistar lofuðu að reisa mönnum, ef þeir fengju hjálp til þess. Orustan um Guð barst svo með marxismanum hingað út til ts- lands, en var seint á ferð, eins og fleira í þann tíma hingað út og það gat varla heitið að neitt yrði úr orustu. tslendingar hafa aldrei verið heittrúarmenn en afturámóti tryggir Guði sínum, sem þeir höfðu íslenzkað í góðlyndan hreppstjóra, eða þannig kynntist ég honum og þannig finnst mér einnig af sögunni, að hann hafi snemma orðið með alþýðu manna. Vissulega var það gott fólki í þessu harðbýla landi, meðan það bjó undir náttúrufarinu, að eiga athvarf hjá þessum góða kalli, sem tók létt á smáyfirsjónum og gerði sig ánægðan með, að menn signdu sig á morgnana og tuldr- uðu eitthvað gott fyrir sér, læsu guðsorðapostillur á kvöldum eða að minnsta kosti á sunnudögum og færu í kirkju í stórhátíðum og blótuðu ekki á helgum degi. Þá var og gott að eiga þennan karl að þegar farið var á sjó á opnum fleytum eða um fjöll að vetrarlagi. fslenzkar konur sáu um Guð á virkum dögum og ákölluðu hann kvölds og morgna og oft um miðj- an dag, sjálfum sér, mönnum sín- um og börnum til halds og trausts. Þar sem þjóðin hafði lagað guð að landsháttum og þjóðháttum voru engir árekstrar við hann, aðeins notaleg tilfinning að vita þennan kall yfir sér með vakandi auga. Framh. næsta sunnudag Rannveig Guöný Pét ursdóttir - Minning Fædd 4. aprfl 1936 Dáin 29. september 1985 Hún Agga er dáin. Það er varla hægt að trúa því að hún Agga systir okkar sé dáin, ekki nema 49 áragömul. Hún sem var svo hress og kát fyrir þremur mánuðum, en þá kom í Ijós sjúkdómur sá sem leiddi hana til dauða á svo skömmum tíma. Rannveig Guðný Pétursdóttir, eins og hún hét fullu nafni, fæddist 4. apríl 1936 á Akureyri. Eftirlif- andi manni sínum, Guðlaugi Gísla- syni, kynntist hún 17 ára gömul og fluttust þau suður til Reykja- víkur og hófu búskap í Vallargerði 8. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn, Kristjönu, f. 1955, og Gísla Viðar, f. 1960. Síðar fékk hún þrjú lítil barnabörn, sem voru henni afar kær, þó sérstaklega Rannveig litla, sem öllum stundum vildi vera hjá ömmu sinni. Sakna börnin hennar nú sárt. Á stundum sem þessari hrannast minningarnar upp hjá okkur systkinunum þegar við vorum öll í foreldrahúsum heima á Akureyri. Oft var glatt á hjalla í Eiðsvallagötunni meðan foreldrar okkar lifðu. Þau létust með stuttu millibili fyrir allnokkr- um árum, og vitum við að þau hafa tekið vel á móti elsku systur okkar núna. Agga og Bói, eins og Guðlaugur var oftast kallaður, bjuggu sér fagurt heimili í Vallar- gerði og vitnaði þar allt um frá- bæran smekk hennar og natni. Að endingu viljum við þakka eiginmanni Oggu og börnum fyrir frábæra umönnun i veikindum hennar og biðjum við góðan guð að gefa þeim styrk í þeirra miklu sorg. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Systkini Bladburóarfólk óskast! ij i Austurbær Leifsgata Barónsstígur JH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.