Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið. Viðeyjarstofa Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta gera áætlun um endurreisn Viðeyj- arstofu og lendingarbætur á eynni í samráði við borgarstjórn Reykjavíkur. Áætlunin verði við það miðuð að verkinu verði að fullu lokið fyrir 18. ágúst 1986. Kostnaðaráætlun verksins verði lög fram í tæka tíð fyrir af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1986. Þannig hljóðar þingsályktun — viljayfirlýsing Sameinaðs þings — um endurreisn Viðeyj- arstofu frá 9. mai í vor. Flutn- ingsmenn tillögunnar, sem sam- þykkt var, vóru úr öllum þing- flokkum; tíu þingmenn úr Reykjavíkur- og Reykjanes- kjördæmum. Fyrsti flutnings- maður var Jón Baldvin Hanni- balsson. Viðey var lengi og ríkulega tengd bæði þjóðarsögu og borg- arsögu Reykjavíkur. Viðey er tengd þjóðarsögunni allar götur síðan efnt var til klausturhalds þar 1226, að frumkvæði Þorvald- ar, föður Gissurar jarls. Viðeyj- arklaustur var vígt reglu svartmunka (Ágústínusarreglu). Klausturhald hélzt í eyjunni fram undir siðaskipti. Viðureyjarklaustur var talið auðugast hinna níu klaustra, sem störfuðu á íslandi í kaþ- ólskum sið. Helztu bújarðir, þar sem nú stendur höfuðborg landsins, Reykjavík, sem og sveitarfélögin Seltjarnarnes og Mosfellssveit, heyrðu klaustrinu til. Meðal sögufrægra ábóta í Viðey var Ögmundur Pálsson, síðasti biskup í Skálholti í kaþ- ólskum sið. íslandssagan geymir þau tíð- indi er Jón Árason, Hólabiskup, flæmdi hirðstjóra Dana, Laren- tíus Mule, burt úr Viðey í átök- um siðaskipta, sem og lýsingu biskups sjálfs í bundnu máli á þeim viðburði: „Víkur hann sér í Viðeyjar- klaustur / víða trúi ég hann svamli, sá gamli. / Við Dani var hann djarfur og hraustur. / Dreifði hann þeim í flæðar- flaustur / með brauki og bramli." Frá siðaskiptum er hljótt um Viðey unz Skúli landfógeti gerði garðinn frægan á ný. Skúli valdi Innréttingum sínum samstað þar sem nú er hjarta Reykjavík- ur. „Stofnanir Skúla fógeta vóru fyrsti vísir Reykjavíkurbæjar," segir Jón Aðils, sagnfræðingur. „Var þar eigi önnur bygging fyrir en bæjarhús nokkur og hrörlegir kofar." í greinargerð flutningsmanna þeirrar þingsályktunar, sem tí- unduð er hér að framan, segir orðrétt: „Fyrir skömmu eignaðist Reykjavíkurborg bróðurpart eyjarinnar. í borgarstjórn eru uppi hugmyndir um að gera eyna að fólkvangi og útivist- arsvæði borgarbúa ... Sjálf Viðeyjarstofa og nokkur landspilda umhverfis hana er hins vegar ríkiseign. Viðeyjar- stofa er í umsjá þjóðminjavarð- ar og miðar hægt endurreisn stofunnar. Fyrir flutnings- mönnum þessarar tillögu vakir að hraða þessu endurreisnar- starfi enda verði veittir til þess nauðsynlegir fjármunir á fjár- lögum.. Þann 18. ágúst 1986 verða liðnar tvær aldir frá því að Reykjavíkurborg fékk kaupstað- arréttindi. Af því tilefni væri við hæfi, þótt seint komi til ákvörðunar, að íslenzka ríkið færi höfuðborg sinni að gjöf eingarhluta sinn í Viðey og að endurreisa Viðeyjarstofu til minningar um Skúla fógeta, föð- ur Reykjavíkur." Morgunblaðsmenn gerðu sér ferð til Viðeyjar fyrir skemmstu. Fararlýsing er í grein í blaðinu 29. september sl.: „Tímans tönn nagar Viðeyjar- "stofu — meðan fjármagn skortir til viðgerða." Þar segir m.a.: „Aðkoman er vægast sagt dapurleg og flest að sjá í meiri og minni niðurníðslu... En þarna hefur aðeins verið skipt um tvær brotnar gluggarúður síðustu tvö árin... Kirkjan stendur við hlið stofunnar. Það nægir næstum að blása á girð- inguna til þess að fúnar flísarn- ar rjúki út í veður og vind ... Á vetrum fennir inn í kirkjuna og vatnið sígur óheft niður í brot- inn steininn. Á tveimur árum hefur þarna einungis verið hresst upp á eystra þakskeggið, en verkinu er ekki einu sinni lokið. Uppi á lofti kirkjunnar er allt á rúi og stúi.“ Við eigum, íslendingar, fátt fornra söguríkra bygginga. En meðal þeirra er Viðeyjarstofa og fornfræg kirkja við hlið hennar. Það er ekki að sjá á viðhaldi þeirra að söguþjóðin láti sér annt um þessi mannvirki, þó Viðey sé jafn tengd bæði þjóðar- og höfuðborgarsögu og raun ber vitni. Hér þarf að gera á skjóta bragarbót. Það er fyrst og fremst hlutverk eigandans, rík- isins. Það væri vissulega við hæfi að ríkið færi höfuðborginni að gjöf eignarhluta sinn í Viðey, á tveggja alda kaupstaðar- afmæli borgarinnar 1986, — og láti endurreisa stofu og kirkju. Við þurfum líka að greiða skuldir okkar við fortíðina. Þannig styrkjum við stoðir þjóð- ernis og þjóðarvitundar til framtíðar. Breytingar í sjávarútvegi argt bendir til þess, að grund- vallarbreyting sé að verða í sjávar- útvegi okkar og fiskvinnslu. Tvennt markar þessa breytingu. í fyrsta lagi stóraukn- ar siglingar íslenzkra fiskiskipa og kaupskipa með ferskan fisk á erlendan markað, sérstaklega til Bretlands. í öðru lagi hagstæð rekstrarafkoma frystitogara. Hvoru tveggja dregur úr mikilvægi frystihúsa í atvinnulifi okkar. Siglingar með ferskan fisk á Bret- landsmarkað hafa reynzt mjög hag- stæðar á þessu ári. Yfirleitt hefur feng- izt margfalt verð fyrir fiskinn miðað við það sem frystihúsin hér heima geta borgað. Þessar sölur hafa gjörbreytt rekstrarafkomu margra útgerðarfyrir- tækja. Dæmi eru um smábáta sem stóðu höllum fæti fyrir ári, en hafa siglt reglulega á Bretland og selt afla sinn þar í stað þess að leggja hann upp til vinnslu hér heima. Útgerð, sem áður var í bullandi taprekstri hefur snúið dæm- inu við með þessum siglingum. Þær hafa einnig leitt til bættrar afkomu sjó- manna og í einni verstöð a.m.k. er orðið erfitt að manna báta nema tryggt sér, að þeir sigli að mestu með aflann. Fyrsta spurningin er auðvitað sú, hvort þetta sé einungis tímabundið ástand og verðið muni lækka verulega. Raunar var frétt í Morgunblaðinu í dag, laugardag, þess efnis. Fróðir menn eru hins vegar þeirrar skoðunar, að þótt bú- ast megi við sveiflum í verðlagi á fersk- um fiski á Bretlandsmarkaði hafi að- stæður breytzt svo í Norðursjónum að gera megi ráð fyrir því, að Bretlands- markaður verði mjög góður um fyrir- sjáanlega framtíð. Þess vegna megi gera ráð fyrir að siglingar með ferskan fisk þangað haldi áfram og verði ríkur þátt- ur í sjávarútvegi okkar á næstu árum. Reynslan af rekstri frystitogara það sem af er, sýnist vera mjög góð. Dæmi er um það að frystitogarar veiði og vinni afla á einu ári fyrir brúttóupphæð sem nemur % til % af ársveltu stórs frysti- húss, sem hefur margfalt fleira fólk í vinnu og hefur fest mun meira fé í hús- næði og tækjabúnaði en nemur kaup- verði togarans. Þá er augljóst hve rekst- ur frystitogara er margfalt hagstæðari en rekstur frystihúss. Fleiri og fleiri út- gerðarmenn sýna áhuga á því að fara út í rekstur frystitogara og margir telja það einu leiðina til þess að finna rekstr- argrundvöll fyrir skip sín eins og t.d. Ólafsfirðingar hafa gert. Afleiðing þessarar þróunar er hins vegar sú, að minna magn af fiski berst á land í frystihúsin, vinnsla þeirra minnkar og umsvif öll og þar með þýð- ing þeirra í íslensku atvinnulífi. I sum- um tilvikum hafa siglingar með fisk komið til bjargar, þegar ekki hefur reynzt mögulegt að fá fólk til starfa í frystihúsum. Raunar er spurning, hvað þorp þarf að vera stórt til þess að standa undir útgerð togara og rekstri frystihúss, einfaldlega frá því sjónar- miði, hvort vinnuafl sé til staðar. Um leið og þessi þróun vekur athygli, veldur hún vandamálum annars staðar og þá sérstaklega á mikilvægasta fisk- markaði okkar, Bandaríkjamarkaði. Þar hafa margvíslegar breytingar verið að gerjast á undanförnum árum, sem vert er að gefa gaum. Heilsuræktarbylgjan Á síðasta einum áratug eða svo hefur heilsuræktarbylgja riðið yfir hinn vest- ræna heim. Hún átti upptök sín í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Kali- forníu, eins og raunar flestir tízkufar- aldrar síðari tíma. Hún hefur markað varanleg spor í bandarísku þjóðlífi og setur svip á Vestur-Evrópu og þar með ísland í auknum mæli. Heilsuræktar- bylgjan birtist í ýmsum myndum. Fólk er skokkandi um stræti og torg og hvergi er hægt að koma vestan hafs án þess að verða þess áþreifanlega var. Fólk stundar eimýg æfingar í heilsu- ræktarstöðvum, dans og leikfimi, fer á skíði o.fl. Þessum nýja lífsstíl fylgir breytt mataræði. Þetta kemur glögglega fram á matseðlum veitingahúsa í Bandaríkjunum, sem leggja aukna áherzlu á heilsufæði og megrunarmat. Drykkjusiðir hafa einnig gjörbreytzt. Áfengisdrykkja í hádegi hefur minnkað mjög. í mörgum tilvikum þykir beinlínis ókurteisi að bjóða viðskiptavinum áfengi með hádegisverði og koma til vinnu síðdegis undir áhrifum áfengis. Sala á flestum sterkum drykkjum hefur minnkað mjög í Bandaríkjunum. Neyzla bjórs er að breytast. Á sama tíma og við íslendingar stefnum að framleiðslu og sölu á sterkum bjór eru bjórframleið- endur vestan hafs að auka mjög fram- leiðslu á léttum bjór með litlu áfengis- magni, eins og við þekkjum bezt. Þessir nýju lífshættir Bandaríkja- manna og raunar vestrænna þjóða yfir- leitt og aukin áherzla á heilsufar hefur mikla þýðingu fyrir okkur íslendinga. f leit að breyttu og betra mataræði beim ist athygli þessara þjóða mjög að fiski. í Bandaríkjunum er mjög um það rætt að neyzla á fiski sé að aukast. Þess hefur enn ekki séð stað í raunverulega aukinni sölu en margir telja, að umtalið sé und- anfari þess. En á sama tíma og þessi breyting er að verða á stærsta fiskmarkaði okkar eiga íslenzku fyrirtækin í Bandaríkjun- um í vaxandi erfiðleikum með að fá fisk frá íslandi til þess að selja. Fyrir einu og hálfu ári höfðu menn áhyggjur af of mikilli birgðasöfnun vestan hafs. Nú hafa menn þungar og vaxandi áhyggjur af því, að fyrirtæki okkar fyrir vestan fái ekki nægan fisk. Straumar og stefnur á fiskmarkadnum í Bandaríkjunum Magnús Gústafsson, forstjóri Cold- water Seafood, dótturfyrirtækis SH, fjallaði um strauma og stefnur á fisk- markaðnum i Bandaríkjunum á fundi með umboðsmönnum fyrirtækisins í Boston sl. vor, sem höfundur þessa Reykjavíkurbréfs hafði tækifæri til að fylgjast með. I þeirri ræðu taldi Magnús Gústafs- son stóraukinn áhuga á fiskneyzlu ein- kenna markaðsþróunina. Umtalið væri meira en veruleikinn en væntanlega fylgdi aukin sala á eftir. Bandarískir neytendur leggja áherslu á næringar- gildi fæðunnar og vilja fá náttúrulegan mat án ýmissa aukaefna. Einn helzti framtíðarspámaður vestan hafs um þessar mundir, John Naisbitt, höfundur bókarinnar Megatrend, sem margir þekkja hér, telur að eitt helzta mál, sem verði til umræðu í Bandaríkjunum á næstu árum verði fæðumengun, mengun í mat af völdum margvíslegra efna, sem blandað er saman við hann eða lyfja, sem gefin eru með fóðri. í fyrrnefndri ræðu sagði Magnús Gústafsson, að neytendur vestur þar fylgdust betur með sjálfum sér en áður og legðu t.d. áherzlu á að halda eðlilegri þyngd. Annað einkenni á markaðsþróun í Bandaríkjunum er að neytendur vilja einfaldan mat, sem fljótlegt er að mat- reiða. Athugun hefur leitt í ljós, að minna er um formlega málsverði á heimilum en áður var, þar sem öll fjöl- skyldan borðar saman en meira um það, að hver og einn fjölskyldumeðlimur borði, þegar hann kemur heim úr vinnu eða skóla. Fiskneyzla á mann er mun meiri í veitingahúsum en á heimilum að sögn Magnúsar Gústafssonar eða þrjú pund á móti einu. Talið er, að takmörk- uð fiskneyzla í heimahúsum byggist ein- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985 33 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 5. október faldlega á því, að bandarískar húsmæð- ur kunni ekki að matreiða fisk, þær eigi ekki uppskriftir af fiskréttum og fisk- lyktin, sem berst um heimilið, þegar fiskur er í pottum, þykir vond. í sam- ræmi við þetta leggja fisksalar áherzlu á að dreifa uppskriftum með fiskréttum. Nýjar aðstædur Augljóst er, að þeir straumar, sem Magnús Gústafsson lýsti á þessum fundi, kalla á breytingar í rekstri ís- lenzku fyrirtækjanna þar. Framleiðslu- vörur verksmiðja Coldwater og Sam- bandsverksmiðjunnar hafa sennilega ekki fylgt þessum breyttu markaðsað- stæðum nægilega vel. Bæði fyrirtækin hafa unnið að breytingum á framleiðslu verksmiðjanna undanfarin misseri til þess að laga hana að nýjum kröfum en líklega er stöðnun í sölu á framleiðslu- vörum þessara verksmiðja. Coldwater rekur nú tvær verksmiðjur vestan hafs og álitamál, hvort fyrirtækið kæmist ekki af með eina. Um leið þýða breyttar markaðsað- stæður í Bandaríkjunum að kröfur verða gerðar um breytt vinnubrögð frystihúsanna hér heima, sem framleiða fyrir Bandaríkjamarkað. Fróðir menn telja, að sérhæfing hljóti að aukast í frystihúsunum hér, ef þau eigi á annað borð að verða hlekkur í þeirri keðju, sem nýir forystumenn Coldwater telja að skapa verði hér heima og vestan hafs til þess að ná sem beztum árangri í sölustarfsemi. Sérhæfðari framleiðsla frystihúsanna kallar að öllum líkindum á aukið starfs- fólk í frystihúsunum en vandamál þeirra nú er að fá nægilegt starfsfólk til þess að halda uppi rekstri í sinni núver- andi mynd. Sölukerfi íslenzku fyrirtækjanna í Bandaríkjunum byggist á umboðs- mönnum í hverju ríki Bandaríkjanna. Þessir umboðsmenn hafa byggt upp lítil fyrirtæki eða stór í kringum sölu á fiski frá íslandi. Afkoma þeirra og fjöl- skyldna þeirra byggist á þessari sölu. Ef þessir menn standa allt í einu frammi fyrir því, að þeir fái ekki nægilega mikið af fiski frá íslenzku fyrirtækjunum er það alvarlegt mál. Þeir freistast þá til að leita annað til þess að fá fisk og um leið byrjar sölukerfi okkar íslendinga að brotna niður, ef þeir telja að ekki sé á okkur að byggja. M.a. af þessum ástæð- um hefur Coldwater og vafalaust Sam- bandið líka farið út í að kaupa fisk frá öðrum löndum til þess að sjá umboðs- mönnum sínum fyrir nægum fiski. Þannig selur Coldwater fisk frá Færeyj- um og kaupir lýsing frá Uruguay og for- ráðamenn fyrirtækisins hafa leitað til Danmerkur og Hollands eftir kola, sem ekki er hægt að fá héðan frá íslandi, vegna þess að verðið er hærra í Bret- landi. Erfitt val Af þessu er ljóst að hörð átök eru milli markaða um fisk frá Islandi. Á annan veginn er Bretlands- og Evrópu- markaður, sem kallar á ferskan fisk. Rökin fyrir því að sigla með fiskinn þangað eru augljós. Á hinn veginn er hinn hefðbundni markaður í Bandaríkj- unum, þar sem fiskneyzla er að aukast. Mun erfiðara er að koma ferskum fiski á markað þar en frystum fiski. Ekki er endilega víst, að eftirspurn eftir fiski muni leiða til verðhækkunar, þegar til lengri tíma er litið. Matvælaverð í Bandaríkjunum hefur fremur lækkað en hitt. Fiskur er þegar mjög dýr. Þegar gengið er um matvörubúðir í Bandaríkj- unum er augljóst, að kjúklingar, nauta- kjöt og svínakjöt er svo ódýrt að sterk rök þurfa að vera fyrir því að kaupa heldur fisk. Auðvitað geta menn sagt sem svo, að Bandaríkjamarkaður geti einfaldlega ekki keppt við Evrópumarkaðinn í verði og þess vegna hljóti þýðing Bandaríkja- markaðar að minnka. Á hinn bóginn Látrabjarg. MorgunblaftiS/Ól.K.M. megum við ekki gleyma því, að á undan- förnum áratugum hafa margvíslegar sveiflur verið á ferskfiskmarkaði í Bretlandi. Bandaríkjamarkaður hefur verið áreiðanlegri og betri, þegar yfir lengri tíma er litið. Er þorandi fyrir okkur að snúa baki að einhverju leyti við þessum trausta markaði vegna ávinnings í Evrópu, sem enginn veit hversu lengi verður til staðar? Þetta eru viðhorf, sem frystihúsa- menn og sölusamtök okkar þurfa að fjalla um. Þeir, sem hafa keypt af okkur fisk um langan aldur vilja geta treyst því, að við sjáum þeim fyrir fiski. En breytingarnar, sem eru að verða í ís- lenzkum sjávarútvegi ýta á ferskfisksöl- ur til Bretlands og Evrópulanda. Þetta er erfitt val og þeim mun erfiðara, sem við höfum tiltölulega lítið magn af fiski að bjóða. íslenzk spor vestan hafs íslendingur á ferðalagi í Bandaríkj- unum verður víða var við land sitt og landa. Mikið umstang var á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í New York á dögunum vegna 40 ár afmælis samtak- anna. Mikill fjöldi þjóðhöfðingja sótti þingið af því tilefni og margar ræður voru haldnar og standa þau ræðuhöld sjálfsagt enn yfir. Þeim mun athyglis- verðara var, að ræða Geirs Hallgríms- sonar, utanríkisráðherra, á þinginu á þriðjudag í síðustu viku vakti þá eftir- tekt, að stórblaðið New York Times gat hennar sérstaklega og birti tilvitnun í hana, sem er óvenjulegt, þegar um ræðu utanríkisráðherra smáþjóðar er að tefla. Það sem vakti athygli blaðsins var, hversu harðorður utanríkisráð- herra var í garð Sovétríkjanna, sem ekki er algengt á þessum samkomum. Þá vakti það ekki síður athygli og ánægju ferðalangs að finna í bókasafni lítils sveitahótels upp í fjöllum í Vermont-ríki, eintak af Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness og skömmu síðar mátti sjá eintak þessarar bókar í öðru bókasafni á sömu slóðum. Vera má, að þessi bók hafi höfðað sérstaklega til þess dreifbýlisfólks, sem byggir eitt fámennasta ríki Bandaríkjanna. Ekki er mikið um það, að fjölmiðlar í Bandaríkjunum fjalli um ísland eða að starfsmenn þeirra þekki til íslenzkra málefna. Þess vegna er það afar mikil- vægt, ef einhverjir slíkir hafa tekið ást- fóstri við land og þjóð. Svo er um áhrifamikinn blaðamann hjá einu helzta blaði Bandaríkjanna, Chicago Tribune, Michael Kilian að nafni. Þessi blaðamaður, sem starfar á skrifstofu blaðs síns í Washington og er jafnframt einn af leiðarahöfundum blaðsins, kom hingað til íslands í þorskastríðinu 1976 og fór þá m.a. út á miðin með íslenzku varðskipi. Hann skrifaði fjölmargar greinar og fréttir í blað sitt, sem lýstu slíkum stuðningi við málstaö íslands, að brezki ræðismaðurinn í Chicago mót- mælti þessum skrifum kröftuglega við stjórnendur blaðsins. Sl. vetur birti Chicago Tribune leiðara um Rainbow- málið, þar sem stuðningur kom fram við sjónarmið Islands. Leiðari þessi var skrifaður af þessum blaðamanni. Það er mikilvægt fyrir íslendinga að eiga slík- an stuðning á áhrifamiklu blaði í Bandaríkjunum og fyllsta ástæða til þess fyrir Islendinga að rækta samband við slíkan mann. „Þeir, sem hafa keypt af okkur físk um langan aldur vilja geta treyst því, ad við sjáum þeim fyrir fiski. En breytingarnar, sem eru að verda í íslenzk- um sjávarút- vegi ýta á ferskfisksölur til Bretlands og Evrópulanda.“ r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.