Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985
59
... þrjú börn.
hefi heyrt. Sælir mega menn þínir
og sælir þessir þjónar þínir, sem
stöðugt standa frammi fyrir þér
og heyra speki þína. Lofaður sé
drottinn, guð þinn, sem hafði
þóknun á þér, svo að hann setti
þig í hásæti sitt sem konung drott-
ins, guðs þíns, af því að guð þinn
elskar ísrael, svo að hann vill láta
hann standa að eilífu. Gjörði hann
þig að konungi yfir þeim til þess
að iðka rétt og réttvísi.
Síðan gaf hún konungi hundrað
og tuttugu talentur gulls og afar
mikið af kryddjurtum og gimstein-
um. Hefir aldrei síðan verið annað
eins af kryddjurtum og drottning-
in af Saba gaf Salómon kon-
ungi... Salómon konungur gaf
drottningunni af Saba allt, er hún
girntist og kaus sér, auk þess er
hún hafði fært konungi. Hélt hún
síðan heimleiðis og fór í land sitt
með föruneyti sínu.“
Vel er hægt að ímynda sér að
Mareb hafi ekki síður verið mikil-
vægur staður kaupahéðna á leið-
inni yfir Arabíuskaga og því ekki
óeðlilegt að borgin yrði ekki aðeins
höfuðborg Sabakonungdæmisins
og heldur einnig fyrsta höfuðborg
landsins.
Að því er maður getur lesið sér
til um var ummál hinnar fornu
Mareb-borgar — það er borgarinn-
ar i sandinum — um 1 ferkílómetri
og umhverfis hana var eins metra
þykkur veggur og á múrnum átta
hlið.
En löngu eftir að Mareb hafði
lokið hlutverki sínu sem dýrð og
djásn fornaldarsögu Jemen varð
borgin á hæðinni lifandi borg, sem
litið var til í lotningu, enda voru
þar hús vegleg og háreist. Þar
blómstraði viðskiptalíf og þaðan
mun hafa verið farið að undirbúa
borun eftir vatni, sem svo sárlega
skortir. En í borgarastyrjöldinni
milli norðurs og suðurs og þó
kannski sérstaklega milli ættbálk-
anna innbyrðis var Mareb sprengd
í loft upp. Það hafði enginn minnst
á það við okkur, að við værum að
fara í dána borg — kannski brá
okkur meira í brún þess vegna.
Og það sem meira er: jemenska
stjórnin hugsar sér ekki að gera
neitt til að endurreisa Mareb —
hefur gefið hana endanlega upp á
bátinn svo það fara að verða síð-
ustu forvöð að sjá þennan undar-
lega og máttuga og ömurlega stað.
Ekki ýkja fjarri er að rísa önnur
borg sem menn kalla Nýju Mareb.
Þar er flugvöllur, svo að Yemenia
getur þjónað svæðinu, þar er búið
að byggja hótel og spítala. Þar
hafa bækistöðvar tyrknesku
verkamennirnir sem eru að bora
eftir vatni og einhvers staðar í
grenndinni eru líka starfsmenn
bandaríska olíufélagsins sem
minnzt hefur verið á og eru vel á
veg komnir í olíuleitinni. Sagt er
að í Nýju Mareb sé mikið svarta-
markaðsbrask, þar er vopnamark-
aður þar sem hægt er til dæmis að
kaupa sér skriðdreka, ef maður á
fyrir honum. Á hinn bóginn er
ekki vel séð að útlendingar fari til
Nýju Mareb, enda höfðum við Jos
ekki hugmynd um að hún væri til
fyrr en okkur var sagt frá henni
um kvöldið.
En ég er sem sagt enn að ráfa
um í rústunum og þögninni. Allt
í einu er hún rofin og ég lít upp:
í húsi sem einu sinni hefur liklega
verið upp á fjórar eða fimm hæðir
og vantar framhliðina á og aðeins
tímaspursmál hvenær hin hrynji,
birtist andlit á manni. Hann hróp-
ar eitthvað og bendir, það er
greinilegt að hann skilur að ég finn
ekki Ieiðina að stígnum. Þessi góði
maður sem kom að vísu aldrei
niður til mín enda hafa kannski
stigarnir verið hrundir, hann
hætti þó ekki fyrr en hann hafði
vísað mér réttan veg og ég dróst
örmagna niður í „söluskúrinn" þar
sem Jos var í hróka samræðum
við Ali bílstjóra og hafði hvorugur
haft nokkrar minnstu áhyggjur af
mér. Svo að hefði maðurinn sem
sagt ekki birzt í glugganum, hugs-
aði ég með mér. Ali staðhæfði ég
hefði séð ofsjónir: í Mareb byggi
ekki sála ...
Við héldum frá Mareb og áðum
á litlum veitingastað sem heitir
Radaa og pöntuðum okkur hádeg-
isverð, hrísgrjón og te. Strákurinn
sem gekk um beina fyrir gesti og
reyndar voru þeir ekki fleiri þar
að sinni en við, var fimmtán ára
og bar Kalysnikov-riffilinn sinn
eins og hann væri þægileg hliðar-
taska. Við höfðum veitt því athygli
að þeir menn sem þarna voru á
ferð — og þar á ég ekki aðeins við
hermenn — báru allir riffla. Þeir
sögðust hafa fengið þá frá Búlgar-
íu, en þeir væru búnir til í Sovét-
ríkiunum.
A leiðinni hingað hafði bíllinn
verið stöðvaður með reglulegu
millibili og Ali afhenti æ fleiri
eintök af leyfinu frá Túrista-skrif-
stofunni um að við mættum fara
til Mareb. Ýmist voru það her-
menn með alvæpni, eða bedúínar
sem önnuðust þessa gæzlu. Skýr-
inguna fáum við ekki fyrr en við
komum aftur til Sanaa. Leiðin til
Mareb sem liggur upp að jaðri
Landsins tóma er talin bráðhættu-
leg. Utan úr eyðimörkinni komu
oft ræningjar og stöðvuðu öll far-
artæki, höfðu á brott með sér allt
fémætt, skutu stundum farþegana;
í bezta falli þeir væru skildir eftir
allslausir í eyðimörkinni. Því
ákvað stjórnin í Sanaa að bregðast
nú snöfurmannlega við. Séu því
útlendingar eða aðrir með ferða-
leyfi ekki komnir á ákveðna varð-
stöð fyrir ákveðinn tíma fara leit-
arflokkar hermanna og vopnaðra
bedúína að leita að þeim. Þetta
hefur borið þann árangur, að ribb-
aldalýðurinn hefur haldið sér
meira á mottunni, en leiðin til
Mareb er samt sögð vera einhver
sú hættulegasta í landinu.
Við spurðum hverjir þessir
ræningjar væru og hvaðan þeir
kæmu. Þá varð fátt um svör, það
er ekki beinlínis hagstætt að kveða
upp úr með það að þeir séu Saudar.
Hins vegar er sennilega engin
önnur skýring til, og enda landa-
mæri Norður Jemens og Saudi
Arabíu á þessum slóðum aldrei
verið ákveðin.
Ég hafði aldrei farið á eyðimerk-
urslóðir í orðsins fyllstu merkingu
áður. Ég vissi heldur ekki um að
ræningjar gætu verið á næsta leiti.
Svo að ég naut ferðarinnar og
fannst tignarlegt að keyra af slétt-
unni, gegnum skörðin, þar sem
hamraveggirnir eru ekki bara blá-
ir og svartir, heldur rauðir og
brúnir og sums staðar eins og
rúnaristur séu á klettunum. Og svo
þegar niður kemur og eyðimerkur-
hitinn skellur á mann eins og gusa.
Á stöku stað rísa sandstrókar
marga metra upp í loftið. Þetta
er líkast hveragosum að sjá. Sums
staðar eru bedúínar á ferð með
úlfalda sína og geitahjarðir þótt
mér sé óskiljanlegt hvað skepnurn-
ar geta lagt sér til munns hér, þar
sem sandauðnin er, svo langt sem
augað eygir.
Innileyar þakkir sendi éy bömum mínum,
tenydabömum, bamabömum, barnabama-
bömum, œttinyjum, vinum oy fyrrverandi
samstarfsmönnum sem ylöddu miy á áttræöis-
afmæli mínu þann 11. september meö skeytum
oy yjöfum. Sérstakar þakkir sendi éy öllu
starfsfólki Hátúni 10. U- hæö.
GuÖ blessi ykkur.
lárus Salómonson.
Tonskoli ,*u<v
Emils
Kennslugreinar:
• pianó
• harmoníka
• rafmagnsorgel
• gitar
• munnharpa
• blokkflauta
• hóptímar og einkatimar
Allir aldurshópar
%
«
Nýjar sendingar af ieöursófasettum. Hagstætt
verö.
Nýkomin rokokkó- og barokk-sófasett með pluss-
áklæöi, dralon og mohair.
Vönduö sófasett á hagstæöu verði.
VALHÚSGÖGN
Ármúla 4, símar 685375 og 82275.