Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985 Maður á að gera kröfur til sjálfs sín en ekki annarra kosið sér annað hlutskipti? „Það væri þá kannski helst að hafa orðið bóndi í sveit, fjárbóndi. Ég hef alltaf verið hrifinn af fénu. Það voru um hundrað ær í Kollafirði þegar ég var þar. Ég þekkti þær allar með nafni, en beljur var ég aldrei mikið gefinn fyrir." Stjórnmálin. Hverjar eru skoð- anir þessa lífsreynda manns á þjóðmálunum? „Ég hlusta oft á pólitíkina í útvarpi en mér finnast þessar ræður allar keimlíkar. Ég hef alltaf keypt Morgunblaðið og það gerði móðir mín líka á undan mér. Þá hef ég alltaf kosið Sjálf- stæðisflokkinn. Það er mín lífs- skoðun en ég hef ekki tekið virkan þátt í þessu. Bjarna Benediktsson tel ég litríkasta stjórnmálamann aldarinnar. Ég fór á fundi sem hann hélt í Reykjavík. Þá fannst mér mikið koma til Eysteins, þó hann væri í Framsókn. Pólitíkin var og er biendin." Kommúnisti hefég aldrei verið — Hvað með verkalýðspólitík- ina, tókstu ekki þátt í henni? „Ég var í Dagsbrún og borgaði alltaf félagsgjöldin á meðan ég var ekki orðinn of gamall til að fá að borga. Ég hef alltaf gaman af að hlusta á Jakann en kommmúnisti hef ég aldrei verið. Félagsstörfun- um hef ég ekki tekið þátt í, aldrei haldið ræðu nema þá kannski í bundnu máli.“ — Þú hefur þó ekki tekið þátt í 1. maí-hátíðarhöldum verkalýðs- ins? „Nei, kröfugöngum hef ég aldrei tekið j>átt í. Þær eru á skjön við mig. Ég tel að maður eigi að gera kröfur til sjálfs sín en ekki ann- arra. Það versta sem ég hef séð um ævina er þegar menn hafa reynt að koma sér undan verki. Það er eitt sem mér finnst að í þjóðfélaginu í dag, en þáð er að ungt fólk mætti vera ráðdeildar- samara. Ég tel að það eyði of miklu og oft um efni fram.“ — Ólafur er vel minnugur eins og kemur fram hér að framan. Þá á hann aldrei í vandræðum með að muna kveðskap sinn og að- spurður um hvort eitthvað hafi komið á prenti af kveðskap hans segir hann: „Það er nú bara ein vísa, sem kom einu sinni í Morgunblaðinu. Þó ég vildi, hefði ég ekki efni á að gefa þetta út, en safnið er stórt. Þó held ég að ég eigi allt að 200 vísur — svona nokkuð prent- og leshæfar að gæðum. Vísan sem kom í Morgunblaðinu var í tilefni af erindi sem Lárus Salómonsson flutti í útvarpinu í þættinum Um daginn og veginn fyrir 15-20 árum og ég var verulega sammála hon- um um efni þess. Því samdi ég og sendi Morgunblaðinu: Vel úr ffrasi vaxinn er visku jrinnarforbi. Guö er aö verki, gefi þér gidl í hverju oröi. Ég frétti síðar að Lárus hefði eitthvað við fyrstu línuna „Vel úr grasi vaxinn" að athuga," og ólafi er auðsjáanlega skemmt. Kvíði ekki dauðanum Ellin getur ekki verið kvíðvæn- leg, ef menn eru svo lánsamir að upplifa hana með því hugarfari sem Ólafur Þorkelsson gerir ní- ræður. Hann segir enda, að hann kvíði ekki dauðanum. Dauðanum muni hann taka á móti þegar þar að kemur „kvittur og skuldlaus við alla nema Guð mi*’.n“. „Ég hef haft meira af góðu fólki að segja en illu,“ segir hann tilírekari skýr- ingar. Hann lýsir sjálfum sér sem blómabarni og segir að fegurð ís- lenskrar náttúru hafi gefið sér ómældar unaðsstundir, enda kveð- skapur hans að stórum hluta óður til lands og þjóðar. ólafi þykir sérstaklega vænt um eftirfarandi vísur — sem hann segist hafa ort á Skólavörðuholtinu á fagurri júnínótt fyrir nokkrum áratugum, og við setjum hér á prent að lokum: En sú fegurð alla vega, eyjan glœst við spegluð sund. Eiga dýrð svo dásamlega daggartárum baðast grund. Er þaðfurða upp þó ætli allt það fagra, er í mér býr. Endurnýjuð gildi gefa gömulfjalla œvintýr. Júnínótt á nœgtarfeldi numdu mig úr borgarsýn. Svífðu á móti sólarveldi svæfðu mig við brjóstin þín. Útsýn fær einkaumboð fyrir íbúðahótel á Costa del Sol: „Það besta á markaðnum með hagstæðustu kjörum“ Morgunblaðið/RAX Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar, og Xavier Botet, framkvæmda- stjóri Penarroya S.A., kynna blaðamönnum íbúðahótelið á Benal Beach — segir Ingólfur Guðbrandsson Á FÖSTUDAG undirritaði Ferða- skrifstofan Útsýn samning til tveggja ára við fyrirtækið Penarro- ya SA á Costa del Sol um sölu og leigu á gistihúsnæði, sem að sögn Ingólfs Guðbrandssonar, forstjóra Útsýnar, uppfyllir ströngustu kröf- ur hvaö snertir búnað og aðstöðu fyrir fólk á öllum aldri til lengri eða skemmri dvalar. Húsnæði það, sem um er að ræða, er íbúðahótelið Benal Beach, sem stendur rétt við ströndina með 1051 íbúð af mis- munandi stærðum en með öllum nútímaþægindum og fullbúnum húsgögnum og öllum áhöldum. „Garðar með gosbrunnum, pálmatrjám og öðrum suðrænum gróðri umlykja þennan sérkenni- lega gististað, sem líkist ævin- týraveröld í fjölbreytni sinni og glæsileik,“ segir í fréttatilkynn- ingu Útsýnar. Mun staður þessi framvegis ganga undir nafninu „Draumaströndin" í auglýsing- um Útsýnar og kvað Ingólfur Guðbrandsson það nafn engar ýkjur. „Hér er um að ræða það besta á markaðnum með hag- stæðustu kjörum,“ sagði hann. í frétt frá Útsýn segir enn- fremur: „í garðinum er stórt úti- vistarsvæði og risastórar sund- laugar, alls 4 á þremur hæðum, samtengdar með vatnsrenni- brautum. í einni lauginni er bar í suðurhafseyjastíl, þar sem gest- irnir geta synt upp að barnum á Costa del Sol. til að svala þorstanum. I bygg- ingunni er einnig hituð innisund- laug, sauna og fullbúinn salur til llkamsræktar, vel búnar setu- stofur, barir, kaffibar, veitinga- salir, spilasalir, veggtennis og verslanir. Byggingin er sérstak- lega vel hönnuð fyrir hreyfi- hamlað fólk með þægilegum akbrautum um alla bygginguna." Að sögn Ingólfs Guðbrands- sonar hefur Útsýn fengið einka- boð á íslandi fyrir Benal Beach og gildir það bæði um sölu og leigu á íbúðum með tilheyrandi aðstöðu. Enn eru nokkrar íbúðir óseldar og er verð þeirra frá kr. 940.000, en fyrir slíkum kaupum verður að fá leyfi Seðlabanka íslands og gjaldeyrisyfirvalda. Til að auðvelda kaupin útvegar seljandi 50% lán til 10 ára. Framkvæmdastjóri byggingar- og leigufyrirtækisins Penarroya SA, Xavier Botet, er staddur hér á landi og mun ásamt starfsfólki Útsýnar veita nánari upplýsing- ar um allt er viðkemur þessum viðskiptum á kaffifundi í Átt- hagasal Hótel Sögu nk.sunnudag 13. október kl. 3 e.h. Pottþéttar perur á góðu verði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.