Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985 T* Gjöf frá íslensk- um konum afhentí Nairobi HINN 19. júlf sl. afhenti María Pét- ursdóttir í Nairobi í Kenýa fjárupp- hæð sem íslenskar konur höfðu safnað í tilefni kvennaáratugar SÞ til styrktar kynsystrum sínum í þróunarlöndum. Auk Maríu voru við þessa athöfn Esther Guðmundsdótt- ir og Þuríður Þorsteinsdóttir, en all- ar voru þær fulltrúar í íslensku sendinefndinni á Kvennaráðstefnu SÞ Avanthi Sahabandu frá Sri Lanka veitti framlaginu móttöku að viðstöddum fleiri frammákonum frá ýmsum löndum og sagði María að það hefði vakið athygli og verið vel metið að konur svo langt í burtu sem á íslandi tóku svo vel undir að veita aðstoð. Sjálf kvaðst hún sannfærð um mikilvægi verkefnisins, ekki síst eftir að hafa sjálf séð þær fræðslu- myndir sem konur í Kenýa eru að vinna. „Myndband sem samskiptaleið í dreifbýli" er kjörorð þessa átaks sem samtökin WFI hafa tekið upp í samvinnu við Samtök fjölmiðla- kvenna í Afríku og miðar það að því að koma á nýrri og brúklegri samskiptaleið við ólæsar konur í þorpum þróunarlandanna í þeim tilgangi að dreifa til þeirra fræðslumyndum um hollustu- hætti, varnir gegn sjúkdómum, hreinlæti, gott vatn, meðferð ungbarna o.fl. Gengur söfnunar- féð til þess að þjálfa konur í lönd- unum sjálfum í að gera og sýna slíka fræðslumyndir og til að kaupa myndbandstæki, sem ganga fyrir sólarrafhlöðum og auðvelt er að nota á þorpstorginu. Fjallaði sérstakur umræðuhópur á kvennaráðstefnunni Forum í Nairobi um þessa nýju tækni og notkun hennar í þessu skyni. Meira fé í alþjóðahópi íslensku fram- kvæmdanefndarinnar vegna kvennaáratugs Sameinuðu þjóð- anna var ákveðið að leggja þessu máli lið, er þróunarhjálpin ís- lenska gat ekki sinnt því og safna til þess minnst 5000 dollurum eins og beðið var um sem lágmark. Þessu fé söfnuðu konur á lslandi fyrri hluta árs á samkomum sín- um m.a. á vel heppnuðum fundi 19. júní á Þingvöllum og í félögunum en kvenfélögin um allt land voru þar drýgst. Afhenti María Pét- ursdóttir, formaður Kvenfélaga- sambandsins gjafabréf fyrir 5000 dollurum í Kenýa í aðalstöðvum umræðuhópsins eða svokölluðum „Tækni og tóla skála". Enn er eftir fé á söfnunarreikningum og verð- ur það og þaö sem kann að bætast við sent áfram síðar. f tækniskálanum á Kvenna- ráðstefnunni fór allan tímann fram kynning á því hvernig myndband er notað í fræðsluskyni fyrir konurnar í þorpunum. Ekki er miðað við staði með rafmagni en þarna voru sýndir sólskermar sem hlaða sig til fimm tíma notk- unar á sex tímum og eru þegar notaðir til þessara þarfa í Bangla- desh og í Sri Lanka. Voru sýndar myndir gerðar af Kenýakonum sem þjálfaðar hafa verið af sam- tökunum sem að standa. Var „samskiptatjaldið" á Forum 85 í Nairobi ávallt fullt af konum, sem voru ákafar í að læra þessa nútímatækni og notkun hennar i þriðja heiminum, þar sem ekki hefur tekist með öðrum aðferðum að ná til fólksins og þá einkum kvennanna. Þú svalar lestrarþörf dagsins á sKfum Moggans!____________x María Pétursdóttir og Esther Guðmundsdóttir, ásamt konum frá þróunar- löndunum þegar gjafafé frá íslenskum konum var aflient þeim við athöfn í tækniskálanum á kvennaráðstefnunni í Nairobi. Hjálparstofnunin WIF og samtök fjölmiðlakvenna í Afríku stóðu fyrir kynn- ingu og umræðuhópi um notkun nýrrar tækni til fræðslu í þróunarlöndum á kvennaráðstefnunni í Nairobi. Hér eru í tækniskálanum frá vinstri: Roberta Borg frá Kanada, Avanthi Sahabandu frá Sri Lanka, sem veitti móttöku íslenska framlaginu, ónafngreind kona, Subhadra Bel Base frá Nepal, Elín Bruusgaard frá Noregi og Elisabeth Kirkby frá Ástralíu. Hópferð á Smithfield landbúnaðarsýninguna í London 1.-8. desember Við fullyrðum að vísu ekki að á sýningunni verði kýr sem skila af sér kældri mjólk í fernum! En við, eins og þeir fjölmörgu sem farið hafa með okkur á Smithfield á undanförnum árum, vitum að sýningin er hafsjór af fróðleik fyrir alla þá sem fylgjast með því nýjasta og besta í landbúnaði - full af nýjungum tengdum skepnuhaldi, ræktun, vélum og tækjum. í ferðinni verður einnig boðið uppá skemmti- og skoðunarferð tengda land- búnaði undir stjórn fararstjórans, Guð- mundar Stefánssonar, sem verður með hópnum alla dagana til ráðlegginga og leiðbeininga. Og auðvitað skartar London sínu fegursta fyrir jólin, með alla sína skemmtistaði, veitingahús, listasöfn, leikhús og verslan- ir. (Við útvegum miðana!) Verð kr. 21.800 ( Miðað við 2 manna herbergi) Innifalið: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting með morgunverði á Hotel Metropol, akstur á sýninguna, skoðunarferð, íslensk fararstjórn. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.