Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 41
MORGWíBLAÐIÐ, BUNNUDAGUR 6 OKTÓBER1985 Skrásetja þarf kvikmyndasögu- legar heimildir, en heimildasöfn- un Kvikmyndasafnsins hefur ver- ið miðuð við að safnið geti í náinni framtíð orðið vettvangur fræði- manna og nemenda, sem legðu stund á kvikmyndasögu og kvik- myndafræðirannsóknir af ýmsum toga. Á vegum safnsins hjfur ver- ið gefinn út bæklingur, sem m.a. hefur að geyma yfirlitsgrein um islenska kvikmyndasögu og skrá yfir íslenskar og hálfíslenskar leiknar kvikmyndir. Kvikmyndasýningar — þjónusta Söfnun, varðveisla, skrásetning og þjónusta, m.a. kvikmyndasýn- ingar, öflun myndefnis og upplýs- inga, þessi er hinn fjórþætti grundvöllur, sem starfsemi kvik- myndasafna út um allan heim byggist á. Töluvert upplýsinga- starf hefur verið innt af hendi og kvikmyndaframleiðendum á ís- landi, þar á meðal sjónvarpinu, í Bandaríkjunum og Japan hefur gefist kostur á að kaupa efni úr safninu til nota í heimildamyndir og sjónvarpsdagskrár. Kvikmyndasýningar, sem skipu- lagðar voru á vegum safnsins í samvinnu við Gamla Bíó og Nýja Bíó í tilefni af 75 ára afmælisári kvikmyndasýninga á fslandi 1981, komust næst því að vera í líkingu við það sem safnið hefur haft hug á að gera á þessu sviði. Hins vegar leiddi reynslan af þessum sýning- um það í ljós, að útilokað er fyrir Kvikmyndasafnið að halda uppi blómlegu sýningarstarfi nema með auknu starfsliði. Safnið hefur mikla möguleika á þessu sviði, þar sem því stendur til boða að fá lán- aðar kvikmyndir úr söfnum er- lendis. Persónuleg kynni við for- stöðumenn kvikmyndasafna víða um heim, og þá ekki hvað síst á Norðurlöndunum, sem ræktuð hafa verið á ársfundum hjá Al- þjóðasambandi kvikmyndasafna, hefðu átt að koma Kvikmynda- safni íslands til góða þegar að- stæður sköpuðust til þess að hefja sýningarstarf. f þessu sambandi er rétt að minnast á þátttöku Kvikmyndasafnsins í Alþjóðasam- bandi kvikmyndasafna (FÍAF), sem er öflugur félagsskapur 70 kvikmyndasafna frá öllum heims- hlutum. Alþjóðasamband þetta hefur miðlað Kvikmyndasafninu mikilvægum upplýsingum og á þeim þremur ársfundum sem und- irritaður hefur átt kost á að sækja hafa fulltrúar annarra safna verið ósparir á hvatningar- og hug- hreystingarorð. Ársskýrslur Kvikmyndasafns fslands hafa birst frá upphafi í sérstakri árs- skýrslubók, sem Alþjóðasamband- ið gefur út og greinar um Fjala- kattarmálið birtust í fréttabréfum þess. Forseti Alþjóðasambandsins hvatti borgaryfirvöld í Reykjavík á sínum tíma til þess að beita sér fyrir varðveislu gamla bíósins í Fjalakettinum, þar sem Kvik- myndasafnið hafði látið sig dreyma um að geta efnt til reglu- bundinna kvikmyndasýninga. Verður sú harmsaga ekki rifjuð upp hér en ástæða er samt til að menn hafi hana í huga í sambandi við það, sem hér fer á eftir og varðar það mikilvæga verkefni Kvikmyndasafnsins að fara að koma á reglubundnum kvik- myndasýningum. Hér mætti skrifa langt mál um nauðsyn þess, að íslendingar, sem verja drjúgum hluta tómstunda sinna fyrir fram- an sjónvarps- og myndbandstæki og eru með duglegustu þjóðum heims að fara i bíó, þurfi nauð- synlega að eiga þess kost að kynn- ast kvikmyndaklassíkinni, stefn- um, höfundum, greinum, lögmál- um myndmálsins o.s.frv. og að tengja þurfi slíka fræðslu mennta- kerfinu. Ég lít svo á að hér sé um svo augljós sannindi að ræða, að ekki þurfi að rökræða þau í þvf samhengi, sem hér um ræðir. Ný kvikmyndalög Ástæðan fyrir því, að ég hef gerst nokkuð langorður um starf- semi Kvikmyndasafnsins er sú, að í ljósi þessarar starfsemi er rétt Kort af hinu nýja miðbæjarskipulagi Hafnarfjarðar. 1) Hafnarfjarðarbíó, 2) Lista- og menningarmiðstöð Hafnarfjarð- ar, 3) Nýja miðbæjartorgið, 4) Bílastæði. __________________________41$ að skoða tvennt: Hin nýju lög um kvikmyndamál og möguleikann, sem nú býðst á því að stofnanir þær, sem þessi lög fjalla um, Kvikmyndasjóður og Kvikmynda- safn, eignist hentugt húsnæði undir starfsemi sina í Hafnar- fjarðarbíói, þar sem 240 fermetra íbúð er til staðar auk biósins. Þetta er hægt ef samstaða skapast um það hjá þeim félagasamtökum, sem eiga fulltrúa i stjórn Kvik- myndasjóðs. Ég tel að sú lýsing, sem nú hefur verið gefin af starf- semi Kvikmyndasafnsins réttlæti nauðsyn þess að safnið eignist húsnæði undir starfsemi sína. Af upptalningunni hér að framan ætti að vera ljóst, að til að Kvik- myndasafnið geti gegnt hinu mik- ilvæga hiutverki sínu í íslensku menningarlífi þarf það bæði að- stöðu og velmenntað og þjálfað starfsfólk uppfullt af áhuga og hugsjónamennsku. Ef í staðinn fyrir einn starfsmann i hálfri stöðu með aðstöðu í Hafnarfjarð- arbió, þá er það bjargföst trú mín að slíkt þríeyki gæti lyft grettis- tökum. Hin nýju kvikmyndalög skilja starfsemi Kvikmyndasafns- ins að vísu eftir í mikilli óvissu og full ástæða er til að endurskoða þau mál nú í vetur, þar sem lögin gera ráð fyrir að endurskoðun jjeirra eigi að vera lokið fyrir 30. maí næstkomandi. Hitt stendur eftir, að samkvæmt hinum nýju lögum er gert ráð fyrir auknu starfsliði til að vinna að verkefn- um Kvikmyndasafnsins. Færi svo að þessi nýju kvikmyndalög stuðl- uðu að því að efla starfsmanna- hald Kvikmyndasafns og Kvik- myndasjóðs og leiddu til þess að Hafnarfjarðarbíó yrði keypt fyrir starfsemina þá tel ég að opinber gagnrýni á þessi ófullkomnu kvikmyndalög ætti að víkja en uppbyggilegar tillögur að sendast menntamálaráðuneyti til úr- vinnslu fyrir þá endurskoðun, sem Ferðaskrifstofan Úrval v/Austuvöll. Sími 26900. Þeir sem reynt hafa, þekkja þá sérstöku til- finningu að vétkna á ensku úrvalshóteli og skipuleggja daginn við girnilegt morg- unverðarborðið. Óhætt er að mæla með verslunarferð um morgun- inn með viðkomu f Oxford Street eða á Portobelio Road og Haymarket. Þeir yngri ættu hik- laust að kíkja í tísku- ' verslanirnar á Kings Road. Sjálfsagt er síðan fyrir alla að líta inn í stóru versl- anahúsin. Á útsölunum er oft hægt að gera frábær kaup. __ - T/n - 0 000 FRA KR. 13.822 ódýrog góður og andrúmsloftið engu líkt. Eftir hádegið er tilvalið að sig um og heimsækja eitthvert af 400 söfnum borgarinnar eða lista- miðstöðina Barbican. Þótt knattspyrna sé ekki eitt af áhugamálun- um ættirðu endilega að fara á heimaleik URVALSFRI IHEIMSBORGINNI FYRIR VERÐ skoða Hótelin House, sem við Cranley Arsenal eða Tottenham - þú athugar bara að sýna rétt- an lit! Kvöldinu er vel varið á ein- hverjum góðum veitinga- stað. Þú notar bara næsta kvöld til að sjá leikritið, baiiettinn, fara á tónleika eða söngíeik - þú getur valið á milli Starlight Express, Chess, Mutiny og ótal fleiri. Starfsfólk Úrvals annéist miðapantanir. Þegar dimma tekur opnar Pétur í Stringfellow dyrnar á næturklúbbi sfnum - þar eru íslendingar velkomnir. Kvöldinu má Ijúka í spilavíti - þú ert nú einu sinni í London. bjóðum uppá eru m.a. Whfte Gardens, London Metropole og Selfridge - allt ósvikin úrvalshótel. Dæmi um verð: Helgarferð (3 dagar) kr. 13.822 pr. mann Vikuferð (7 dagar) kr. 18.919 pr. mann FERÐASKRIFSTOFON URVAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.