Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985 „Ég á mér þennan draum um það þegar ég dey,“ segir Roger Vadim, „og kem að hliðum himna- ríkis og Lykla-Pétur tekur á móti mér, og segir hann: Við erum mjög ánægð að sjá þig. Þú hefur verið góð- ur maður og eftir augna- blik sýni ég þér hvar þú átt að vera. Én segðu mér fyrst (Vadim hallar sér fram í stólnum og setur upp svip eins og væri hann sjálfur Lykla-Pétur) hvern- ig voru Bardot, Fonda og Deneuve þegar þær voru ungar? Hvernig litu þær út? Þegar þær koma hing- að verða þær gamlar konur og við fáum aldrei að vita það. Segöu mér því, hvern- ig voru þær?“ og konur Um Roger Vadim, sem gerði Bardot, Fonda og Deneuve að stjörnum að eru sjálfsagt margir sem áhuga hafa á konum Vadims, vand- ræðabarni frönsku ný- bylgjunnar í kvik- myndagerð seint á sjötta áratugn- um og stjörnugerðarmanni extra- ordinaire. Vadim giftist Brigitte Bardot, bjó með Catherine Dene- uve og skóp Jane Fonda áður en hún snéri sér að pólitík, kvenfrels- isbaráttu og að græða peninga á líkamsrækt. Hann giftist líka Annette Stroyberg og stóð í nánu sambandi við hertogaynju að nafni Catherine Schneider, auk þess að vera orðaður við ástarsambönd við fjöldan allan af öðrum fallegum stúlkum. Og nú er hann orðinn skáldsagnahöfundur og vill verða metinn að eigin verðleikum. En hann veit það alltof vel að fáir mundu sýna sögum hans nokkurn áhuga ef ekki væri fyrir konurnar fræ.gu í lífi hans. Þegar minnst er á þetta við hann segist honum vera alveg sama. „Það er óumflýjanlegt að maður, sem gifst hefur frægustu og falleg- ustu konum veraldar, verður að borga fyrir það. Hjónabönd mín vekja meiri áhuga blaðamanna en sú staðreynd að ég er kvikmynda- leikstjóri. Þetta veit ég; ég var eitt sinn blaðamaður á Paris-Match. En ég er ekki bitur þótt ég sé svolítið leiður yfir því að fólk skuli ekki tala meira um myndirnar mínar. Þrjár þeirra — Et Dieu Crea la Femme, Les Liaisons Dangereuses og Barbarella — er hluti af námskeiði við Kalíforníu- háskóla. En í 99 prósent tilvika spyr fólk mig um fyrrverandi eig- inkonur mínar. Og nú er ekki einu sinni nóg að skrifa sig frá þeim hans Birgitte Bardot (hann glottir) sjáðu til, þótt ég skrifaði skáldsögu um þrjá karl- menn á Norðurpólnum, yrði ég samt spurður út í hjónabönd mín og einhver mundi koma með þá tilgátu að ég skrifaði um þrjá karlmenn vegna þess eins að ég átti þrjár eiginkonur og að ég hefði fengið nóg af konum.“ Þannig grínist Vadim en er ekki skemmt. Sjálfsævisaga Vadims (útg. 1976) hét „Minningar skrattans". Fyrsta skáldsaga hans, sem komið hefur út í Frakkiandi, Ameríku og nú nýlega Bretlandi, heitir „Hungraði engillinn". Báðar eru bækurnar sannsögulegar og að stór- um hluta um hann sjálfan. Núna vildi hann að hann hefði verið hreinskilnari í sjálfsævisögulegu bókinni en hann hikaði við að segja allt um uss-þú-veist-hverjar — jafnvel þótt myndir af þeim öllum Catherine Deneuve Jane Fonda Annette Stroyberg hefðu birst á bókarkápunni. Þegar bókin kom út, var haft eftir Vadim að hann vildi fá viðurkenningu sem rithöfundur og útgefandi * nokkur gerði samning við hann um útgáfu á skáldsögu. Hann segist hafa endurskrifað fyrsta kaflann í „Hungraða englinum" fimm sinn- um vegna þess „að mig skorti sjálfstraust" og fjórum árum seinna fékk útgefandinn handritið. „Bókin er um 16 ára strák, sem hungrar eftir frelsi, tilfinningum og ást, eftir fjögurra ára hersetu þjóðverja í landinu ...“ Allt í einu er leikstjórinn orðinn afar Vadim- ískur í orðum og talar um ástina og eldheitar tilfinningar á hinn sérstæða franska máta eins og íslendingar myndu tala um veðrið: líkt og eitthvað sem þeir einir eiga. Vadim segist vera feiminn en það losnar aðeins um málbeinið þegar hann fer að tala um nýjustu myndina sína — ekki þessa sem Christian sonur hans og Deneuve leikur í, heldur þá sem hann hefur nú í undirbúningi. „Það er saga um mjög sérstaka unga konu. Hún er afar mótsagnakennd, meðvituð og skapandi persóna en sérlega frjálslynd í ástarmálum. Ég hélt að kvikmyndaverið fengi áhuga ef ég segði að þetta væri einskonar Et Dieu Crea la Femme — 1985. Ég hélt að það yrði álitin sæmileg söluvara.“ Vadim hefur gert 22 kvikmyndir og virðist vera í sömu sporum og 1956 þegar hann gerði Bardot fræga í Et Dieu Crea la femme (Og guð skapaði konu). Hann neitar því að hann hafi ráðið öllu í fari stjamanna sem hann skóp; að hann hafi steypt þær í mót, sem hann valdi. „Að hjálpa fólki er ekki það sama og að stjórna því,“ segir hann. „Ég veitti þeim það sjálfstraust sem þær þurftu, fékk þær til að trúa á sjálfar sig. Hvað Brigitte Bardot snerti þá var hún kornung, 15 ára, þegar ég hitti hana en ég sagði aldrei við hana „gerðu þetta, gerðu hitt“. Það sama á við um börn. Þau verða að fá að ráða sinni eigin persónugerð. Eins og til dæmis þegar Brigitte
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.