Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985 57 Við stöndum frammi fyrir því, þrátt fyrir strangt aðhald í ríkis- búskapnum gengin tvö ár — og þrátt fyrir það að ráðgerð ríkis- útgjöld hækka ekki sem hlutfall af þjóðarframleiðslu — að endar nást ekki saman í fjárlagagerð 1986 nema annað tveggja komi til: verulegur viðbótarniðurskurður ríkisútgjalda eða aukin skatt- heimta í einhverri mynd. Kaupmátturinn eða ríkisbúskapurinn Það var þessi spurning, þetta val, milli frekari niðurskurðar eða aukinnar skattheimtu, sem fyrst og fremst var fundað um á þing- flokks- og miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins í Stykkis- hólmi. Þetta val, í skugga erlendra skulda, viðskiptahalla, veikrar stöðu útflutningsgreina og nýrra verðbólguteikna. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram bókun á fundinum, þar sem lögð er áherzla á þá stefnu flokks hans, að utanríkisviðskipti verði því sem næst hallalaus og að skuldasöfnun erlendis verði stöðvuð. Efna- hagsstefna ríkisstjórnarinnar verði að þjóna þessum megin- markmiðum, þar á meðal í gerð og framkvæmd fjárlaga, lánsfjárlaga og þjóðhagsáætlunar. Flokksformaðurinn lagði í senn áherzlu á nauðsyn þess að ná jafn- vægi milli gjalda og tekna ríkis- sjóðs, án þess að brúa bilið með auknum erlendum lántökum, og ná niður allt of miklum viðskipta- halla við umheiminn. Orðrétt sagði hann: „Það hlýtur að kalla á endurmat á útgjaldaáformum ríkisbúskap- arins. Ekki sízt vegna þess að frá okkar bæjardyrum séð er nauðsyn á miklu aðhaldi í útgjöldum þjóð- arbúsins í heild. Aðhaldi sem komi meira niður á ríkisbúskapn- um sjálfum, en ekki á kaupmátt- arstigi, þannig að kaupmáttur lækki ekki frá því sem nú er. Við verðum miklu fremur að vinna að auknum kaupmætti, jafnhliða aukinni framleiðslu." f bókun á greindum þingflokks- fundi segir: „Formaðurinn taldi að með samdrætti opinberra útgjalda væri bezt stuðlað að jafnvægi á vinnumarkaði og þannig sköpuð skilyrði fyrir því að þensla og launaskrið spilli ekki viðleitni til að bæta kjör þeirra lægst laun- uðu“. Þessi sjónarmið eiga ótvírætt hljómgrunn í þjóðfélaginu. Framtíd stjórnar- samstarfsins Fjölmiðlar hafa fléttað bolla- leggingar um líklega lífdaga nú- verandi ríkisstjórnar og/eða upp- stokkun hennar í einni eða ann- arri mynd inn í umfjöllun um fundinn í Stykkishólmi. Sterkar líkur standa til að þessi mál skýr- ist allra næstu daga, jafnvel á morgun, er þingflokkur Sjálfstæð- ismanna fundar á ný. Meginmáli skiptir, hver stjórn- arstefnan er og hvern veg hún verður framkvæmd; eða réttara sagt, hverning stjórnvöld og hags- munasamtökin í landinu, þunga- vigtaröflin, hanna framtíð fólks- ins. Heildarhagsmunir eiga að ráða ferð. Drengskapur að móta vinnubrögð. Málefni að vega þyngra en menn. Það sem skiptir máli er, hvernig stjórnarflokkarnir vinna saman. Samstarfsheilindin. Sá árangur sem stjórnarsamstarfið skilar. Nái þingflokkar stjórnarinnar ekki saman um markmið og leiðir, ákvarðanir og framkvæmd þeirra, er einfaldlega komið að punkti í enda setningar. Hinsvegar er það stór spurning, hvort skammdegiskosningar séu það sem þjóðin hefur brýnasta þörf fyrir í augnablikinu. Metsölublað á hverjum degi! Hitaeiningar kolvetnisinnihald á augabragði Langar þig til þess aö vita hve margar hitaeiningar eru í eplinu sem þú ert aö fara aö boröa — eöa hve mörg kolvetni eru í því? Kannski langar þig til aö vita hve miklar hitaeiningar eru í lambakótelettunni sem þú ert aö fara aö leggja þér til munns, nú eöa einum disk af kornflögum. Þetta og margt fleira færöu aö vita á augabragði meö nýrri rafeindavog sem komin erá markaöinn. Þetta er eldhúsvog sem gerir ýmis- legt fleira en aö mæla hveiti og sykur. • Hún gefur upp hitaeiningar-, fitu-, kolvetna- og trefjainnihald teg- unda. • Breytirgrömmumíúnsurogöfugt á augabragöi. • Hefur tímastilli frá 30 sek. upp í 99 mínútur. • Hægt er aö vigta margar tegundir samtímis. Vogin gengur fyrir venjulegri 9 volta rafhlööu, sem á aö duga í eitt ár. Meö henni fylgir bók á ensku bar sem er aö finna kóöa til aö finna út næringargildi nokkur hundruö fæöutegunda. íslensk býöing á bókinni er væntanleg innan skamms. Útsölustaöir; Clóey, Ármúla, H. Biering, Laugavegi, H. C. Guðjónsson, Stigahlíö, Hagkaup, Skeifunni, Heimilistæki, Sætúni, Rafbúö Domus Medica, Egilsgötu, versl. Rafmagn, vesturgötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.