Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985 Minning: Matthías K. Krístjáns- son togarasjómaður Látinn er hér í Reykjavík Matth- ías Knútur Kristjánsson togara- sjómaður, en hann lést á DAS Hrafnistu hér í bænum 29. sept- ember síðastliðinn. Þar hafði hann þá verið vistmaður um árabil. Matthías var sjómaður í þess orðs besta skilningi. Hann var kominn af kunnum sjósóknurum vestur í Arnarfirði en þar fæddist 7. janúar árið 1900. Faðir hans var Kristján Kristjánsson er bjó í Stapadal. Móðir hans var Símonía Pálsdóttir og var hún frá Dynj- anda. Ég vil skjóta því inn hér að Matthías gat í móðurætt sinni rakið ætt sína til Markúsar Bjarnasonar hins fyrsta skóla- stjóra Stýrimannaskólans. Matth- ías var ættstór maður. Kynni okkar hófust fyrir ára- tugum. Sá kunningsskapur þróað- ist upp í vináttu og náið samstarf á togurum og síðar einnig í landi og spannaði yfir rúmlega hálfa öld. Ég man glöggt er fundum okkar bar fyrst saman. Var það í byrjun ársins 1925. Þá hafði það ráðist að ég skyldi taka við skip- stjórn á togaranum Imperialist, sem þá var verið að smíða úti í Bretlandi fyrir Hellyersbræður er þá ráku útgerð í Hafnarfirði. Matthías var kominn til þess að falast eftir skiprúmi á togaranum, en hún var öll skipuð íslenskum mönnum. Ég man ég spurði hann um reynslu hans af sjómennsku á togurum. Hann taldi hana ekki mikla. — En hann sagði mér að hann hefði verið í skiprúmi á skútu hjá Jóni nokkrum Magnússyni á Bíldudal. Hann var kunnur skip- stjórnarmaður. — Þetta nægði mér. Þarna fór þá þegar fram milli mín og Matthíasar munnleg- ur ráðningarsamningur. Samning- ur þessi stóðst allt í þau full 44 ár, sem segja má að samstarf okkar hafi staðið óslitið. Þetta lýs- ir vissulega nokkuð manngerðinni og tíðarandanum. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HELGI FINNBOGASON fró Hítardal, Álftamýri 46, andaöist í sjúkrahúsi í London 27. september veröur jarösunginn þriöjudaginn 8. október kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Svava Guðbergsdóttir, Sigríður Helgadóttir, Helgi Fannar, Sigurrós Helgadóttir, Þorateinn Guölaugsson, Anna Garðarsdóttir, Guðrún Karitas Garöarsdóttir. + Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HELGU SIGURD ARDÓTTUR, óður til heimilis é Vesturgötu 54, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. október kl. 15.00. Alda Pótursdóttir, Sigríöur Pétursdóttir, Agnar Ólafsson, Sæmunda Pétursdóttir, Guðmundur Þórðarson, Sigríður Pétursdóttir, Sóley Brynjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir okkar. tengdafaöir, afi og langafi, JÓHANN EIRÍKSSON, Héteigsvegi 9, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 7. október kl. 13.30. Helga Björnsdóttir, Jónína Jóhannsdóttir, Úlfar Guöjónsson, Guörún Jóhannsdóttir, Auðunn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Bróöirokkar, JAKOB BJARNASON, bakarameistari, éöur til heimilis é Ásvallagötu 11, Rvk., veröur jarösunginn þriöjudaginn 8. október kl. 15.00 frá Fossvogs- kapellu. Systkini hins létna. + Útför bróöur míns, JÓHANNS HJELM, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 8. október kl. 15.00. F.h. aðstandenda. Herborg Hjelm. Ekki hafði Matthías verið lengi á Imjjerialist er hann hafði náð mikílli færni í störfum togarasjó- mannsins, sem eru mörg og marg- vísleg. Hann hafði á undraskömm- um tíma tileinkað sér eftirtektar- verða verklagni í störfum, dugnað- ur hans og smviskusemi var ein- stök, að því þurfti aldrei að spyrja. Hann var og búinn þeim líkamlegu kröftum að með ólíkindum var. Gæti ég sagt sögur af því. Læt ég nægja að segja þar frá einu atviki. Það átti sér stað í þýsku hafnar- borginni Bremerhaven. Við höfð- um farið þangað á Júpiter í sölu- ferð. Við vorum að heita má ferð- búnir að lokinni söluferð og búið að gera sjóklárt. Kom þá í ljós að gleymst hafði að láta smurolíu- tunnu ofan á afturdekkið. Þegar komið var með tunnuna niður að skipi, var þar ekki mættur til skips maður sá, sem ég hafði talið að tekið gæti á móti tunnunni. Man ég að Matthías gekk þá fram og tók á móti olíutunnunni ótrúlega léttilega og setti á sinn stað. Reyndar veit ég að annar togara- maður gerði slíkt hið sama á öðru góðu skipi, reyndar ekki í sömu hafnarborg heldur í Hull. Þeim er voru með Matthíasi á sjónum mun trúlega seint gleym- ast ósérhlífni hans og dugnaður í öllum störfum, og einstök reglu- semi. Aldrei þurfti að efast um hvar þessi hægláti og yfirlætis- lausi maður var er t.d. var látið úr höfn. Búinn að hafa fataskipti og farinn að vinna, því að mörgu þarf ætíð að hyggja svo ekki valdi vandræðum eða slysi eftir að komið er á haf út. Slíkir menn eru ætíð mikils metnir í skipshöfn. Þeir urðu líka hinir bestu kennarar hinna yngri manna með allri fram- göngu sinni og verkkunnáttu á skipunum. Lestarmenn á togurun- um voru og eru trúlega enn menn í lykilstöðum á skipinu. ísun aflans er þrátt fyrir allar umbreytingar mikilvægt starf og á þeirra herð- um hvílir mikil ábyrgð á meðferð aflans eftir að hann er kominn í lestina. Söluverð erlendis t.d. fer mjög eftir því hvernig þetta hefur verið leyst af hendi. Þetta gerði Matthías sér ætíð ljóst og það voru mikil verðmæti sem fóru um hans hendur og ætíð til fyrirmyndar. En hann var ekki síður öruggur pokamaður. Þeir voru mjög eftir- sóttir í skiprúm á togurunum. Að leysa frá 10—18 pokum úr einu hali er ekki heiglum hent, það vitum við sem til þekkjum. Það fór Matthías létt með eins og önnur + Minningarathöfn um fööur okkar, ÖRN SNORRASON, fyrrverandi kennara, Akureyri, fer fram í Langholtskirkju þriöjudaginn 8. október kl. 10.30 árdegis. Jaröaö veröur í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 10. október kl. 13.30 stödegis. Guörún Arnardóttir, Hjalti Arnarson. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, MATTHÍAS KNÚTUR KRISTJÁNSSON, Laugarésvegi 25, veröur jarösunginn frá Áskirkju mánudaginn 7. okt. kl. 13.30. Guöríöur Guömundsdóttir, Matthías Matthíasson, Guðrún Matthíasdóttir. + Föðurbróöir minn, SKÚLI ÓLAFSSON fré Borgum i Hrútafiröi, sem andaöist 28. september sl. veröur jarösettur frá Fossvogskirkju mánudaginn7. októberkl. 10.30. Fyrir hönd aöstandenda Þórir Daníelsson. + Innilegustu þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vinarhug í minningu móöur okkar og tengdamóöur, HANNESÍNU ÁGÚSTU SIGURÐARDÓTTUR, Sólvallagötu 39. Siguróur Óskar Jónsson, Anna Linnet, Jóhanna Guórún Jónsdóttir, Ólafur Mariusson, Símon Jónsson. + Einlægar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför mannsins míns, EINARS CARLSSON, Grethe Carlsson. störf á togurunum. Ég hef hér í ekki of löngu máli dregið fram ýmislegt af því sem mér þykir eftirminnilegt frá sjómannsárum okkar Matthíasar, fyrst á togaran- um Imjærialist, en síðan á Júpiter. Er mér ljúft að minnast þess nú er ég kveð hann, hvílíkur styrkur það var fyrir mig er hann og þeir úrvalsmenn sem þar voru í skip- rúmi sögðu ekki skilið við mig er ég hætti skipstjórn á Imperialist og tók við Júpiter, heldur fylgdu mér allir sem einn. í gamla daga hefðu sjómenn á áraskipum orðað þetta eitthvað á þessa leið: Úrvals- menn voru á úrvalsskipum. Matthías var vel meðalmaður á hæð, kraftalega vaxinn og þykkur undir hönd. Svipur hans var mild- ur. Fas hans allt og framkoma í senn örugg og stillileg. Þegar að því kom að ég hætti skipstjórn á Júpiter og vinur minn Bjarni Ingimarsson skipstjóri og aflakóngur tók við skipinu, vildi Matthías áfram vera á því og fylgja. Hann vissi þó ofurvel að hann gat hægt ferðina og farið í rólegra skiprúm, en hjá þeim dugmikla skipstjóra sem kominn var í brúna á Júpiter. Vissulega gladdi þetta mig. Þegar hér var komið sögu í hinum langa sjó- mannsferli Matthíasar hafði hann verið 16 ár með mér á hinum tveim fyrrnefndu togurum. í skiprúmi hjá Bjarna Ingimarssyni átti hann þá eftir að vera óslitið á þriðja tug ára og fylgdi hann Bjarna af einum togaranum á annan: Júpiter, Úr- anusi, Neptúnusi og svo aftur á Júpiter yngri, er við keyptum tog- arann Gerpi frá Neskaupstað. Framlag Matthíasar til þjóðar- búsins með störfum sínum tel ég vera einsdæmi, sem ekki má falla í gleymsku. Þegar að því kom að Matthías ákvað að hætta sjómennsku og fara í land var ekki slakað á í kröfunum til sjálfs sín. Hann kaus áfram að starfa í tengslum við sjó og sjósókn. Það var auðsótt fyrir hann að fá störf í fiskverkunarstöð okkar á Kirkjusandi. Þar vann hann sín síöustu starfsár, áður en hann settist í helgan stein á heim- ili sínu og eiginkonu sinnar Guð- ríðar Guðmundsdóttur, hér inni á Laugarásnum. Hinn aldna vin minn Matthías Knút Kristjánsson sem nú hefur lagt upp í hina hinstu ferð kveðjum við Júpiter- og Mars-menn með innilegu þakklæti fyrir langa samfylgd til sjós og lands eftir- minnilegt samstarf og kynni. Mannkostir hans voru ótvíræður. Ég veit að gamlir vinir hans, samstarfsmenn á löngum starfs- ferli og kunningjar munu taka undir þau orð mín að hann mun ætíð vera okkur kær er við hugsum til hans og við biðjum Guð að leiða vin okkar um hina ókunnu stigu og blessa minningu hans. Fjöl- skyldu Matthíasar, eiginkonunni Guðríði og börnum þeirra Guð- rúnu og Matthíasi skipstjóra vott- um ég og samstarfsmenn mínir einlæga samúð, svo og öðrum ættingjum hans. Tryggvi Ófeigsson Blómastofa Fnðfinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavlk. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.