Morgunblaðið - 13.10.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
B 7
• Guðmundur skoradi í fyrsta
skipti í meistaraflokki Vals
laugardaginn 14. júní 1975 og þá
skoraði hann hvorki tleiri né
færri en þrjú í.3:0-sigrði i FH í
Hafnarfirði. Hér er hann í þeim
leik, i þarna í höggi við Janus
Guðlaugsson, síðar samherja
sinn í landsliðinu.
0 Guðmundur
i Valsbúningnum
sumarið 1978.
sjónarhóli og þú ert á. Ég met þessa
viðurkenningu því þá mestu sem
einstaklingur getur hlotið á þessum
vettvangi. En það er alveg ljóst að
svona markmiðum ná menn aldrei
einir. Og þú verður að falla vel inn
í liðsheild til að ná svona markmið-
um. Leikmaður sem er í lélegu liði,
liði sem gengur illa jafnvel þó hann
sé mjög góður, hann á enga von til
að hljóta viðurkenningu sem þessa.
Það er eiginlega ekki hægt að meta
framlag hans — hverju hefur það
skilað? Hann hefur staðið sig vel
en þegur þú lítur á árangur liðs-
heildarinnar, sem alltaf hlýtur að
skipta mestu máli, ber svo lítið á
hans framlagi."
Magakrampi!!
Þú hefur spilað lengi í meistara-
flokki. Eru einhverjir sérstakir sam-
herjar og mótherjar sem eru þér sér-
staklega minnisstæðir?
„Mér eru náttúrulega minnis-
stæðir eldri leikmennirnir í Valslið-
inu þegar ég var að byrja. Hemmi,
Siggi Dags, Ingi Björn, Bergsveinn...
Fyrir ungan leikmann að koma inn
i svona hóp er alveg ómetanlegt.
Að hafa t.d. sprelligosa eins og
Hemma og Sigga. Það lá við að
menn kviðu meira fyrir „magaæf-
. ■ v !
, / | ÍÁ m • \
/ j/j ; m /. 1 5 ■
\
0 Guðmundur hlaut bronzskó
Adidas í sumar, skoraði 12
mörk í 18 leikjum 1. deildar.
Hann er hér isamt Ómari
Torfasyni, markakóngi íslands-
mótsins (hann skoraði 13 mörk)
og Ragnari Margeirssyni sem
hlaut silfurskóinn fyrir 12 mörk
í 16 leikjum.
ingunum" í búningsherberginu fyrir
leikinn en á æfingunni sjálfri. Menn
fengu svo mikinn krampa í magann
af hlátri að það var stundum erfitt
að koma sér út úr klefanum!! Það
var ekkert til sem þeir gátu ekki
tekið upp á. Hermann var til dæmis
mjög stríðinn og bitnaði það oftast
á Albert Guðmundssyni, yngsta
manninum í liðinu. Gengi Hermann
hins vegar of langt í þessari stríðni
svöruðum við með því að fela nær-
buxurnar hans meðan hann var í
sturtu - og þá sat hann einn og
yfirgefinn eftir í búningsklefanum
þegar allir aðrir voru farnir! Þá er
ómetanlegt að hafa mann eins og
Bergsvein, sem er kannski alveg
hinn póllinn — mjög samviskusam-
ur og góður maður, sem gerði allt
til að liðinu gengi sem best. Algjör
gæðamaður. Hann er mér mjög
minnisstæður einnig. Nú, að horfa
á Inga Björn þegar hann spilaði
með okkur — það var eiginlega
ævintýri líkast. Hann er hreint
ótrúlega markheppinn, það hefur
sannast bæði fyrr og síðar. Að hafa
mann eins og hann í liði er ómetan-
legt því það er sama hvernig gengi
liðsins er, þú getur alltaf átt von á
því að vinna! Þannig var það oft á
þessum árum — við unnum oft leiki
þrátt fyrir að vera ekki betri. Við
höfðum bara rétta einstaklinga í
liðinu. Kannski sterka varnarmenn
og svo menn sem gátu knúið fram
sigur.
Einstakur hópur
En vænst þykir mér nú samt um
þessa drengi sem komu upp með
mér. Magnús Bergs, Atla, Guðmund
Kjartans, Albert og þá stráka sem
ég fór með upp um alla flokka.
Stráka sem hafa síðan gert það
hver öðrum betra. Ég held að þessi
hópur hafi verið einstakur á sinn
hátt. Þegar við vorum að koma upp
tókum við knattspyrnuna alveg gíf-
urlega alvarlega. Allt sem við gerð-
um miðaðist við þetta. Mér er það
t.d. mjög minnisstætt að þegar við
fórum á útihátíðir, sem voru mjög
vinsælar á þessum árum, á miðjum
áttunda áratugnum, þá vorum við
alltaf mættir á staðinn með sprell
og fjör en munurinn á okkur og
andstæðingunum, sem þarna voru
yfirleitt mættir, var sá að þeir ultu
yfirleitt í grasinu á meðan við vor-
um að velta bolta á grasinu!! Það
liggur við að mér hrylli við því hve
við vorum hreinir og tærir á þessum
árum! Og ungu drengirnir sem eru
að koma upp í dag — þó þeir hafi
margt til brunns að bera — hafa
ekki þetta hugarfar. Og <ég álasa
þeim ekki fyrir það!
Tvisvar rekinn af velli
Það er nú frekar erfitt að nefna
einhverja minnisstæða mótherja.
Ég hef raunar lítið velt þessu fyrir
mér. Þessa stundina man ég þó vel
eftir miðvörðum Þórsliðsins á Akur-
eyri. Ég hef tvisvar verið rekinn af
leikvelli á mínum ferli — og í bæði
skiptin gegn Þór — en annars man
ég varla eftir því að hafa fengið
gult spjald. í bæði skiptin var þetta
á Akureyri. I fyrra skiptið, á þeim
árum sem ég var nýbyrjaður, lenti
mér og Gunnari Austfjörð mjög illa
saman skulum við segja og við
vorum báðir reknir af velli. Ég
skammaðist mín mikið fyrir þetta
og hét því að þetta skyldi aldrei
koma fyrir mig aftur. Síðan gerðist
þetta aftur í sumar. Ég veit ekki
hvort þetta táknar að tími sé kom-
inn til að hætta þessu — að enda
ferilinn eins og hann byrjaði!!
Upp í hugann í þessu sambandi
kemur nú einnig Kenny Dalglish,
skoski landsliðsmaðurinn hjá Liv-
erpool. Hann lék með Celtic ásamt
Jóhannesi Eðvaldssyni þegar við
Valsmenn lékum gegn liðinu í Evr-
ópukeppni bikarhafa árið 1975. Við
stóðum okkur ágætlega í fyrri leikn-
um á Laugardalsvellinum en í þeim
síðari má hins vegar segja að Dalgl-
ish hafi sýnt hvers hann er megnug-
ur. Við töpuðum 7:0 en munurinn á
liðunum var (nær) eingöngu Dalgl-
ish.
En um mótherja almennt get ég
sagt að mér er mjög illa við að leika
gegn litlum og snöggum mótherjum.
Bæði varnar- og sóknarmönnum.
Mér finnst mjög þægilegt að spila
á móti stórum varnarmönnum sem
maður finnur vel fyrir — veit hvar
eru. Þessir litlu eiga það til að skjóta
upp kollinum alls staðar. Maður
veit aldrei hvar þeir eru.“
Skrautlegir þjálfarar
Þjálfararnir hafa verið margir ...
„Já, þjálfararnir hafa nú verið
mjög skrautlegir. Ég hef haft mjög
færa þjálfara og einnig menn sem
ég skil ekki hvernig hægt var að fá
hingað til lands. Alla mína tíð —
ef frá er skilinn stuttur tími haustið
1983 er Siggi Dags tók við — hafa
verið erlendis þjálfara hjá Valslið-
inu. Ég byrjaði hjá Joe Gilroy sem
var Skoti og á þeim tíma leit ég
mjög upp til hans. Bar mikla virð-
ingu fyrir honum.
Eftir það tók Youri Ilitchev við
liðinu og var með okkur í tvö ár.
Það held ég að hafi valdið algjörum
tímamótum. Hann hafði bæði mjög
góðan mannskap í höndunum og
maðurinn var algjör alfræðibók um
knattspyrnu. Hann kenndi manni
eiginlega öll undirstöðuatriði — allt
sem maður hefur byggt á siðan.
Eftir að Youri var með okkur hef ég
ekki lært neitt nýtt „taktískt" — í
sambandið við hugsunina og hreyf-
ingu í leiknum. í þessum efnum var
hann hreinlega frábær. Hann vann
líka mjög mikið með okkur — eyddi
miklum tíma í þetta. Hann náði líka
árangri og þess vegna voru menn
umburðarlyndir gagnvart honum
lengst af, en það endaði þó með því
árið 1977 að menn voru búnir að fá
nóg af tímanum sem fór í þetta og
þess vegna var hann látinn fara.
Hann er tvímælalaust besti „takt-
íski“ þjálfari sem ég hef haft en
hann hafði sálfræðilegu hliðina hins
vegar ekki í lagi. Hann hafði ekki
alltaf full tök á mönnum. Réði ekki
við einstaka leikmenn — þó ekki
þannig að það væri til vandræða
beinlinis. En hann kunni allt sem ég
a.m.k. þurfti að vita um knatt-
spyrnu.
Síðan þá hafa þjálfararnir verið
mjög upp og ofan — og enginn
afgerandi. Af þeim þjálfurum sem
við höfum verið með síðan, fyrir
utan þennan sem við erum með
núna, er Jire Pezek, Tékki sem var
með okkur 1981, minnisstæðastur.
Hann fékk mjög góð meðmæli og
menn voru bjartsýnir að þarna
værum við að finna góðan mann
eftir að hafa aðeins haft meðal-
þjálfara eftir að Youri fór. Það var
kannski erfitt fyrir þá vegna þess
að alltaf var miðað við það besta —
við Youra.
Föst horn á nærstöngina
— í snjó og byl!
En Jire er okkur alltaf minnis-
stæður. Vegna þess hvernig aðstæð-
ur eru hér á landi yfir vetrarmánuð-
ina nýta þjálfarar sér þann tíma
alltaf i úthaldsæfingar, en það gerði
Jire ekki. Hann hafði sko aðrar
hugmyndir! Strax á einni af fyrstu
æfingunum, í snjó og byl, stóðum
við við hornfánann á gamla Vals-
malarvellinum, og æfðum horn-
spyrnur! Og hann lagði áherslu á
fasta snúningsbolta á nærstöngina!!
Það voru 20 til 30 manns á æfing-
unni og þarna stóðum við í röð —
hver maður tók tvær til þrjár spyrn-
ur og síðan tók næsti við. Fljótlega
var líka farið að æfa rangstöðutakt-
ík, áður en maðurinn þekkti mann-
skapinn! Þetta gaf tóninn. Jire var
indælis maður en þvílíkur þjálfari!
Einfalt hjá Ross
Nú, Ross hefur verið með okkur
í tvö ár og staðið sig frábærlega
vel. Hann hefur það sem þjálfarar
á íslandi þurfa til að bera. Hann
hefur virðingu leikmanna, getur
haldið aga, trúir því sem hann er
að gera og er samkvæmur sjálfum
sér. Stendur og fellur með sínum
gjörðum. Þetta eru fyrst og fremst
hans kostir að mínu mati. Hann
hefur einfaldar hugmyndir um fót-
boltann, en um leið árangursríkar.
Og hann hefur tröllatrú á þeim.“
Til Bandaríkjanna
Guðmundur lærði verkfræði í
Háskóla íslands og eftir að hann
útskrifaðist þar fór hann til Banda-
ríkjanna til framhaldsnáms í tvö
ár. Hann og Jóhanna dvöldu í Se-
attle í tvo vetur. Guðmundur fékk
Fullbright styrk til námsins þannig
að næsta spurning var, ertu góður
námsmaður?
„Já, ja styrkurinn er veittur góð-
um námsmönnum en ég hef nú grun
um að fleira hafi komið til samt sem
áður. Það er nú þannig með Banda-
ríkjamenn að þeir líta ekki bara á
námsárangur heldur er þeim tamt
að líta á heildarlífsferil manna og
hvað þeir hafa tekið sér fyrir hendur
um ævina — og það höfðu þessir
menn í huga þegar þeir veittu mér
þennan styrk. Ég er sannfærður um
að þeir hafa ekki aðeins litið á ein-
kunnirnar því þá hefði ég vafalaust
ekki fengið styrkinn, þrátt fyrir að
ég væri með ágætis einkunnir. Og
ég efast ekkert um að knattspyrnan
hefur haft sitt að segja fyrir mig.“
lækstu eitthvað þarna úti?
Ég hafði nú áhuga á að spila
þarna með skólaliði — það hefði nú
ekki verið hægt að fara út í neitt
alvarlegra vegna námsins því ferða-
lögin eru svo gífurleg hjá atvinnu-
liðunum. En þegar til kom var ég
ekki löglegur með skólaliðinu þar
sem ég var í framhaldsnámi. Þeir
gátu aðeins leikið með sem voru í
grunnnáminu. Hins vegar lék ég
með liði úr 3. deild Washington-
fylkis og komumst við upp í 2. deild.
Ekki var það þó vegna þess að
árangurinn í knattspyrnunni væri
svo einstakur heldur vegna þess að
við urðum okkur úti um fjársterkari
stuðningsaðila!