Morgunblaðið - 13.10.1985, Side 30
30 B
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
ée fiEiMi rvirnyNDANNA
Haskolabio: theemerald forest
Sönn
saga
um dreng
sem týnist
í frum-
skógum
Amazon
John Boorman hefur alltaf veriö
lengi af staö meö nýja kvikmynd og
The Emerald Forest, hans allra
nýjasta, var engin undantekning.
Hann var þrjú ár aö gera Excalibur
loksins þegar hann fékk grænt Ijós
frá peningamönnunum, en þaö tók
hann enn lengri tíma aö þræla sér
ígegnum hinn ótrúlegaþykkafrum-
skóg baktjaldamakks og samninga
íHollywood.
Rospo Pallenberg, sem skrifar
handrit fyrir Boorman, lét hann fá
hugmyndina að The Emerald For-
est um þaö leyti sem Boorman var
aö leggja síöustu hönd á Excalibur.
Rospo haföi fundiö stutta frétt i Los
Angeles Times um sjö ára dreng
sem var á ferö meö fjölskyldu sinni
inn ífrumskóga Brasilíu. Þar rændu
indíánar drengnum beint fyrir fram-
an nefiö á foreldrum hans. En þaö
Charley Boorman leikur drenginn sem týnist, en hér sést hann ésamt stúlkunni sem hann gengur aö eiga.
sem vakti mesta athygli Boormans
var staöfesta fööurins, sem ár eftir
ár fór inn í frumskóginn i sumarleyf-
um sínum til aö leita aö syninum —
án árangurs.
Rospo og Boorman spunnu
kringum þessa sögu. Hvarf drengs-
ins er aöeins upphafiö. Drengurinn,
Tommi, elst upp hjá friösömum
ættbálki, Ósýnilega fólkinu, sem á
í erjum viö aöra ættbálka, sér í lagi
Grimma fólklö. Faöirinn heldur inn
Feögarnir, eftir að leiöir liggja saman é ný, lenda í miklum átökum
viö grimman ættbólk. Leikstjórínn Boorman treysti sér ekki til að
leikstýra neinum nema syni sínum í glæfraatriðum myndarinnar.
Sonurinn, Charley Boorman, er hér ásamt fööurnum, Powers Boothe.
John Boorman undirbýr hér atriöi í nýju myndinni The Emerald For-
est, sem Hóskólabíó sýnir.
í skóginn tíu árum eftir hvarfiö, finn-
ur ættbálkinn og soninn, kynnist
lífsviðhorfum þessa fólks. En
spurningin er: tekst fööurnum aö fá
soninn aftur inn i heim hvíta manns-
ins?
Þetta er alltaf sama sagan: Boor-
man, sem hefur gert fjöldann allan
af myndum, nokkrar stórmerkileg-
ar elns og Point Blank, Leo the Last
og Deliverance, aörar ekki eins
merkilegar, Zardoz, The Exorcist II,
varö aö gjöra svo vel aö fara á
hnjánum milli Bandaríkjanna og
Bretlands í leit aö fjármagni. Þaö
tókst honum loks eftir rúmlega
tveggja ára þrotlausa sókn — á
endanum fékk hann sirka 15 milljón
dali, sem aö sjálfsögöu er mikill
peningur í augum okkar flestra, en
er í rauninni aöeins skiptimynt í
samanburöi viö stærri myndir
(margar strákar/stelpur myndir
kostajafn mikiö).
Boorman fjaliar ekki aöeins um
soninn sem týndist og fööurinn sem
leitar, heldur vekur hann athygli á
hlutskipti indíánans, hins innfædda
sem sífellt lifir í ótta viö yfirgang
hvíta mannsins, sem telur sig eiga
hverja einustu spildu sem hann
stígur á. Amazon-beltiö minnkar
meö degi hverjum, trén eru höggvin
— þaö eru ekki ýkja mörg ár sföan
milli fimm og sex milljón indíánar
liföu á Amazon-beltinu, nú áætla
menn aö þeir séu ekki fieiri en
200.000. Þaö út af fyrir sig er ófyrir-
gefanlegt, en máliö veröur enn al-
varlegra þegar haft er í huga aö 40%
alls súrefnis jaröarbúa myndast
einmitt á þessu síminnkandi skóga-
belti.
HJÓ
Eddie Murphy
Næsta mynd
Eddie Murphy
Þá hefur Paramount-kvik-
myndafyrirtækiö í Hollywood
loksins ákveðiö hver skuli vera
næsta mynd þess meö grínar-
anum dæmalausa, Eddie
Murphy.
Hann mun halda áfram í
sömu sporum og í síöustu
mynd sinni, Beverly Hills Cop
(Löggan í Beverly Hills), sem
var gríöarlega vinsæl austan-
hafs og vestan og safnaöi
milljónum dollara í kassann.
Þeir hjá Paramount hafa hugs-
aö sem svo aö engin ástæöa
væri til aö hætta aö græöa á
góöri hugmynd. Ef Eddie er
vinsæll í lögguhlutverkinu er
ágætt aö hafa hann í því á
meöanþaövarir.
í nýjustu myndinni, sem
heitir The Golden Child (Gull-
barniö), leikur Murphy löggu í
Los Angeles er leitar aö barni
sem rænt hefur veriö í borg-
inni, en meira hefur ekki veriö
gefiö upp um söguþráðinn.
Leikstjóri myndarinnar er
Michael Ritchie.
— ai.
Guinness skrifar sjálfsævisögu
Sir Alec Guinnes hefur löngum
veriö tregur aö segja frá sjálfum
sór, veita viötöl viö blaöamenn eöa
koma fram í sjónvarpi og útvarpi
og segja frá lífinu og tilverunni frá
sínum sjónarhóli. Ekkert er honum
meira aö skapi en aö flýja ys og
þys fræðgarinnar meö konu sinni
Merula til heimilis þeirra i
Hampshire.
En svo bregöur viö aö núna al-
veg á næstunni mun Bretum gef-
ast kostur á aö kynnast þessum
einum frægasta leikara sínum bet-
ur því væntanleg er á markaöinn
sjálfsævisaga leikarans og mun
bókin bera heitiö „Blessings in
Disguise'. Hinn sihógværi Guinn-
ess segir sjálfur aö sagan sé „örlítil
endurminningabrot sem öll snúast
um sjálfan mig“. Svo mun ekki
vera. Bókin ku sérlega vel skrifuö
og opinská (sem er þegar öllu er á
botninn hvolft þaö dýrmætasta viö
æviminningabækur) og hann seglr
á skemmtilegan hátt frá samferöa-
„Aftur til fram-
tíðarinnar“ nr. 1
Því var lengi spáö aö Rambo:
First Blood Part Two (I greipum
dauöans, annar hlutí) yröi metsölu-
mynd sumarsins i Bandaríkjunum.
Stefndi enda framanaf í aö Stall-
one skyti hetju sinni á toppinn yfir
vinsælustu kvikmyndirnar.
En nú er Rambo fallinn úr fyrsta
sæti og í staöinn er komin mynd,
sem Steven Spielberg kynnti og
hefur lítillega veriö minnst á hér
áöur. Back to the Future (Aftur til
framtíöarinnar) heitir hún og þaö
er ungur og óreyndur leikari, sem
leikur aöalhlutverkiö í henni,
Michael J. Fox aö nafni. Aörir leik-
arar i myndinni eru litiö frægari.
Hún er, eins og einhverjir
kannski muna, gamanmynd um
timaferöalang og ævintýri hans.
Ungur strákur þekkir vísindamann,
sem bariö hefur saman tímavél.
Stráksi fær sér far og hittir móöir
sina þegar hún var ung og sæt pía
í menntó og ekki vill betur tll en
svo aö mamman fer aö reyna vlö
þennan tiivonandi son sin. Er rétt
hægt aö ímynda sér hverskyns
vandræöum drengsi lendir í og
ekki batnar þaö þegar ...
Nóg um þaö. Ekkert lát viröist
vera á aösókn aö myndinni vestra
og hefur hún halaö inn litlar 155
milljónir dollara. Sviki tölvan mig
ekki því meir gerir þaö svo mikiö
sem 6,3 milljaröa íslenskra króna.
Þaö ætti aö nægja til aö gera
hvern mann hamingjusaman í
nokkra daga.
Á sama tima haföi fólk keypt
miöa á „Rarnbo" fyrir samanlagt
149 milljónir dollara, sem gerir 6,1
milljarö ísl. kr. Þannig er mjótt á
mununum en Aftur til framtíöar-
Rambo er dottinn úr fyreta saeti (Bandarfkjunum.
innar ku enn vera á uppieiö á
meöan „Rambo“ viröist ekki ætla
aö hala meira inn. Hann má svo-
sem vera nógu ánægöur meö
hlutskipti sitt.
Þaö má þó Ijóst vera aö auö-
veldara er fyrir „Rambo“ aö vinna
Víetnamstríöiö en leikstjóra og
kvikmyndagerðarmann aö nafni
Steven Spielberg. — ai.
Breeki leikarinn Alec Guinnees.
mönnum sínum frægum og ófræg-
um er höföu mest áhrif á hann á
leikarabrautinni.
Sir Alec er nú 71 árs og hann
hefur alltaf passaö sig á aö takast
á viö hin fjölbreytilegustu hlutverk,
í nútímaleikritum, í mjög vinsælum
kvikmyndum (margar gerðar undir
leikstjórn David Leans) og í sjón-
varpsþáttum, þótt ekki hafi mikiö
fariö fyrir því hjá honum. Sjálfsagt
er hann þekktastur sjónvarps-
áhorfendum fyrir túlkun sína á
njósnaveiöaranum George Smiley.
Nýlega lauk hann viö aö leika í
kvikmynd sem gerö er eftir einni af
nýjustu bókum landa hans, Gra-
hams Green, „Monsignor Quixotr„.
Sú hefur komiö út í íslenskri þýö-
ingu Áslaugar Ragnars undir heit-
inu „Monsjör Kíkóti" (AB 1983).
— ai