Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985
r*
O
ÚTVA.RP / S JÓN VARP
Kristján
Af mörgu er að taka í helgar-
dagskránni en ég held að
ekki verði undan vikist að minnast
á hinn ágæta þátt Guðna Braga-
sonar af Kristjáni Jóhannssyni
óperusöngvara á ferð í Bandaríkj-
unum. Ég hef víst áður slegið því
fram hér í þætti að sennilega væri
Kristján sá eini úr hópi íslenskra
listamanna er ætti nú möguleika á
að sigra heiminn, en í því sam-
bandi bar einnig nafn Errós á
góma, en heimsfrægð hans má
þegar merkja af ofsafengnum við-
brögðum íslensks „listpáfa" í
ónefndu vikublaði.
Nú en svo við hefjum hugann
yfir forarvilpur útnesjamennsk-
unnar og kotasælu styrkjaklík-
unnar er lætur lárviðarsveiginn
ganga í hinn eilífa hring í kring-
um rauða logann, sem virðist
dvína stöðugt, þrátt fyrir að þurf-
alingarnir mestu kasti þurru taði í
gríð og erg — en lítum þess í stað
til hins glæsilega fulltrúa íslands í
Bandaríkjum Norður-Ameríku,
Kristjáns Jóhannssonar. Ýmsir
virðast halda að Kristján Jó-
hannsson hafi hreinlega flogið á
þingeyska loftinu inn á frægustu
svið óperunnar — nú síðast
Metropolitan, en mér sýnist að
hinn ótrúlega skjóti frami Krist-
jáns hafi nánast kostað hann blóð,
svita og tár. Vissulega hefir
Kristján sjálfstraust enda þýðir
lítt að spígspora inn í frægustu
óperuhús heims með útnesja-
mennskusvip og sultardropa
dinglandi á nefinu.
Það er samt ekki sjálfgefið að
Kristján okkar Jóhannsson sé að
springa af þingeyskum fídónsanda
þá hann gengur inn um gullin for-
hlið óperuhúsanna, en hann geisl-
ar af sjálfsöryggi heimsmannsins
og ekki spillir að hann hefir glímt
við sjálfa listagyðjuna með næsta
ótrúlegum árangri. Eða skyldi
nokkurn hafa grunað að bifvéla-
virkinn er hvarf úr hinum akur-
eyrska náðarfaðmi fyrir nokkrum
árum, að þenja lungun á Ítalíu,
skuli í dag lyfta símtóli og á hin-
um enda línunnar situr fram-
kvæmdastjóri sjálfrar Metropolit-
an í New York: Kristján, okkur
vantar söngvara í eitt aðalhlut-
verkið í óperu Verdis ... Kæru les-
endur, hvaða íslenskur listamaður
haldiði að fái slíka upphringingu
nema máski Erró, sem hefir verið
beðinn að skreyta Vísindasafnið í
París, en Frakkar telja hann nú
einu sinni einn af hinum innvígðu.
Kannski málar Erró Kristján þeg-
ar hann hefir vígt svið La Scala,
Parísaróperunnar og Carnegie
Hall? Listasafn Islands mætti
gjarnan festa kaup á þeirri mynd
nema við fengjum Erró til að
skreyta Tónlistarhöllina nýju?
Bókaspjall
Á sunnudaginn voru þrír ágætir
spjallþættir um bókmenntir á
dagskrá rásar 1. Að morgni mætti
Einar Karl Haraldsson og flutti
Sagnaseið. En i þeim þætti velja
gestir kafla úr fornsögunum til
upplestrar og umræðu. Síðdegis
var svo Bókaspjall Áslaugar Ragn-
ars er fjallar almennt um bækur á
svipuðum nótum og Sagnaseiður
Einars Karls. Um kveldið var svo
alveg splúnkunýr þáttur á dag-
skránni, Betur sjá augu. f þætti
þessum er rabbað vítt og breitt
um bækur, kvikmyndir og leikhús.
Þær Magdalena Schram og Mar-
grét Rún Guðmundsdóttir leiða
spjallið, sem á að vera eins konar
kaffihúsaspjall. Þáttur þessi verð-
ur á dagskrá háifsmánaðarlega og
er hann vissulega nýstárlegur og
allrar athygli verður. Hafði ég
raunar ómælda ánægju af þáttun-
um þremur og fór fróðari af fundi.
Ólafur M.
Jóhannesson
Stjórnmálaástandið
við upphaf nýs þings
— fulltrúar allra stjórnmálaflokka í beinni útsendingu
„Stjórnmála-
OO 20 ástandið við
LaÆí— upphaf nýs
þings" nefnist umræðu-
þáttur sem verður í beinni
útsendingu í kvöld kl.
22.20. Umsjónarmaður
þáttarins er Páll Magn-
ússon.
Þátttakendur í umræð-
unni eru fulltrúar allra
stjórnmálaflokka á Al-
þingi: Þorsteinn Pálsson,
Sjálfstæðisflokki, Svavar
Gestsson, Alþýðubanda-
lagi, Steingrímur Her-
mannsson, Framsóknar-
flokki, og Jón Baldvin
Hannibalsson, Alþýðu-
flokki. Ekki var ákveðið
hverjir yrðu í þættinum
fyrir hönd Kvennalistans
og Bandalags jafnaðar-
manna er Morgunblaðið
hafði samband við um-
sjónarmann þáttarins.
Páll sagði að hverjum
þátttakanda yrði gefinn
þriggja mínútna fram-
sögutími þar sem hann
leitaðist við að meta
stjórnmálaástandið frá
eigin bæjardyrum séð.
Síðan verður rætt um
stjórnmálaástandið og
landsmálin vítt og breytt
og jafnvel komið inn á
ástandið innan flokkanna
sjálfra.
Páll sagði að þátturinn
væri klukkutíma langur.
Þátttakendur í umræðun-
um eru sex talsins og væri
tíminn sem hver hefði til
umráða þvi mjög stuttur.
„Vargur í véumu
21M
flokksins
Annar þáttur
breska saka-
málamynda-
„Vargur í véum“
— annar þáttur
er á dagskrá sjónvarpsins
kl. 21.30 í kvöld, en á
frummálinu nefnist þátt-
urinn „Shroud for a
Nightingale".
I aðalhlutverkum eru
Roy Marsden, Joss Ack-
land og Sheila Allen.
Adam Dalgliesh, lög-
reglumaður, rannsakar
morð sem framin eru í
sjúkrahúsi einu og hjúkr-
unarskóla í nágrenninu.
Þýðandi er Kristrún
Þórðardóttir. Alls eru
þættir þessir fimm tals-
ins.
„Rostungar
í ríki sínu“
— bresk dýralífsmynd
Bresk dýra-
OD 55 lífsmynd er á
dagskrá sjón-
varps kl. 20.55 í kvöld.
Hún ber nafnið „Rostung-
ar í ríki sínu“.
Þýðandi og þulur er
óskar Ingimarsson.
Barnaútvarpið
■■■■ Barnaútvarpið
1700 er á dagskrá
1 * — rásar 1 í dag kl.
17.00 í umsjá Kristínar
Helgadóttur. Henni til að-
stoðar eru þau Orri
Hauksson og Ljósbrá
Baldursdóttir, bæði 14
ára.
í barnaútvarpinu í dag
verður blandað efni í
beinni útsendingu. M.a.
koma meðlimir Bifhjóla-
samtaka lýðveldisins í
heimsókn í útvarpið, en
það eru mótorhjólasam-
tök í Reykjavík. Samtökin
hafa nýverið gefið út
plötu og verða lög af
henni leikin í þættinum.
UTVARP
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins.
22.15 Veöurfregnir. Orð
kvöldsins.
win Nemendatónleikar I út-
varpssal
Framhald á efni sem var út-
varpað á alþjóðlegum tón-
listardegi æskufólks 1.
október.
Kynnir: Ýrr Bertelsdóttir.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
15. október
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
720 Morguntrimm.
7J30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Sætukoppur" eftir Judy
Blume.
Bryndls Vlglundsdóttir les
Þýðingu slna (14).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar. Þulur velur
og kynnir.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál
Endurtekinn þáttur Guðvarð-
ar Más Gunnlaugssonar frá
kvöldinu áður.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Lesið úr forustugr. dagbl.
10.40 „Ég man þá tlð"
Hermann Ragnar Stefáns-
son kynnir lög frá liönum ár-
um.
11.10 Dr atvinnullfinu — Iðnað-
arrásin
Umsjón: Gunnar B. Hinz,
Hjörtur Hjartar og Páll Kr.
Pálsson.
11J0 Úr söguskjóöunni —
Hreinlæti I aldamóta-
bænum Reykjavlk
Þórunn Valdimarsdóttir
cand. mag. stjórnar þætti
sagnfræðinema.
1200 Dagskrá. Tilkynningar.
1220 Fréttir.
1245 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar
1300 I dagsins önn — Heilsu-
vernd
Umsjón: Jónlna Benedikts-
dóttir.
14.00 Miðdegissagan: .A
ströndinni" eftir Nevil Shute.
Njörður P. Njarðvlk les pýð-
ingu slna (17).
1400 Miðdegistónleikar
Sinfónla nr. 6 I F-dúr op. 68
(„Pastorale") eftir Ludwig
van Beethoven.
Franz Liszt raddsetti fyrir
planó.
Cyprien Katsaris leikur.
15.15 Bariö að dyrum
Umsjón: Einar Georg Ein-
arsson.
1545 Tilkynningar. Tónleikar.
18.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
1600 Hlustaðu meö mér
— Edvard Fredriksen. (Frá
Akureyri).
17.00 Barnaútvarpið
Stjórnandi: Kristln Helga-
dóttir.
1740 Tónleikar.
17.50 Slðdegisútvarp
— Sverrir Gauti Diego.
Tónleikar. Tilkynningar
1845 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
1940 Tilkynningar.
1940 Daglegt mál.
Sigurður G. Tómasson flytur.
19.50 Tónleikar
20.00 Ur heimi þjóösagnanna
— „Stúlkurnar ganga sunn-
an með sjó"
Anna Einarsdóttir og Sólveig
Halldórsdóttir sjá um þátt-
inn.
Lesari með þeim: Arnar
Jónsson.
Val og blöndun tónlistar:
Knútur R. Magnússon og
Sigurður Einarsson.
2000 „Saga úr strlöinu", smá-
saga eftir Jónas Guö-
mundsson
Baldvin Halldórsson les.
20.50 „Dagskrá kvöldslns"
Kristján Kristjánsson les úr
óprentuðum Ijóðum slnum.
21.05 Islensk tónlist
Trló fyrir fiðlu, selló og planó
eftir Hallgrlm Helgason.
Þorvaldur Steingrlmsson,
Pétur Þorvaldsson og höf-
undur leika.
21.30 Útvarpssagan: „Saga
Borgarættarinnar" eftir
Gunnar Gunnarsson
Helga Þ. Stephensen les (4).
SJÓNVARP
I
19.00 Attundi þáttur. Franskur
brúðu- og teiknimyndaflokk-
ur I þrettán þáttum um vlð-
förlan bangsa og vini hans.
Þýðandi Guðni Kolbeinsson,
lesari með honum Bergdls
Björt Guðnadóttir.
19.25 Aftanstund. Endursýning
þáttarins 9. október.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
2040 Kvikmyndahátlð Listahá-
tlðar kvenna.
ÞRIÐJUDAGUR
15. október
Kynningarþáttur. Umsjón:
Margrét Rún Guðmunds-
dóttir og Oddný Sen. Stjórn
upptöku: Kristln Pálsdóttir.
20.55 Rostungur I rlki slnu.
Bresk dýrallfsmynd. Þýðandi
og þulur Öskar Ingimarsson.
21.30 Vargurlvéum.
(Shroud for a Nightingale.)
Annar þáttur. Breskur saka-
málamyndaflokkkur I fimm
þáttum geröur eftir sögu eftir
P.D. James. Aðalhlutverk:
Roy Marsden, Joss Ackland
og Sheila Allen. Adam
Dalgliesh lögreglumaður
rannsakar morð sem framin
eru á sjúkrahúsi einu og
hjúkrunarskóla. Þýöandi
Kristrún Þórðardóttir.
22.20 Stjórnmálaástandiö viö
upphaf nýs þings.
Umræða I beinni útsendingu
með þátttöku formanna eða
fulltrúa allra stjórnmála-
flokka á Alþingi. Umsjón Páll
Magnússon.
23.20 Fréttir I dagskrárlok.
10.00—10.30 Kátir krakkar
Dagskrá fyrir yngstu hlust-
endurna frá barna- og ungl-
ingadeild útvarpsins.
Stjórnandi: Ragnar Sær
Ragnarsson.
10JO—1200 Morgunþáttur
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
14.00—16.00 Blöndun á staðn-
um
Stjórnandi: Sigurður Þór
Salvarsson.
16.00—17.00 Frlstund
Unglingaþáttur.
Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs-
son.t
17.00—18.00 Sögur af sviöinu.
Stjórnandi: Þorsteinn G.
Gunnarsson.
Þriggja mlnútna fréttir sagð-
ar klukkan: 11:00, 15:00,
16:00 og 17:00.