Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 60
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. I framhaldi af samningi BSRB og fjármálaráðherra: ASÍ og VSÍ ' hefja viðræður Yfir 20 stiga hiti ÞEGAR þad spurðist inn á fund í öryggismálanefnd sjómanna á föstudaginn, að verið væri að draga varðskipið Þór suður í Straumsvík- urhöfn rifjaðist það upp fyrir nefnd- armönnum að fyrir fáum missenim höfðu þeir reynt í félagi við Slysa- varnafélagið og samtök sjómanna að fá skipið keypt til að nota sem þjálfunar- og fræðslumiðstöð fyrir íslenska sjómenn. Einn nefndarmanna, Árni Johnsen alþingismaður, hugsaði með sér að nú væri að hrökkva eða stökkva. Hann skaust því út af fundinum, hringdi til Alberts Guðmundssonar fjármálaráð- herra og lagði að honum að láta skipið af hendi til þessara nota. Albert tók því ekki ólíklega og þeir Árni og Haraldur Henrys- son, forseti Slysavamafélagsins, fóru þegar á fund ráðherrans. Hálftíma síðar var það nánast frágengið að Slysavarnafélagið fengi skipið keypt á þúsund krón- ur. í gær borgaði Haraldur svo skipið upp í topp, eins og sagt er, og í reiðufé að auki. Myndin var tekin þegar fjármálaráð- herra hafði tekið við þúsund króna seðlinum og rétti hann áfram til Höskuldar Jónssonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu um leið og hann lagði að ráðuneytisstjóranum að passa peningana vel. - Sjá nánar á bls. 5 Eskifirði, 14. október. í DAG ríkir sumarveðrátta á Austur- landi og hefur hiti farið yfir 20 stig í forsælu. Haustið hefur verið gott eftir erfitt sumar og hitastigið undan- farið verið 5—10° á daginn flesta daga. Þeir voru ekki margir dagarnir í sumar, þegar hitinn fór yfír 20 gráð- ur. Menn hafa notað góða veðrið vel til útiveru, að minnsta kosti þeir sem ekki eru á kafi í síld og öðrum önnum. Verið er að salta síld í þremur söltunarstöðvum, en lítið á hverri. Saltað hefur verið flesta daga, mest er búið að salta hjá Friðþjófi hf. — hátt í fjögur þús- und tunnur. Þá var mikil loðnulöndun f vik- unni og hafa nú komið yfir 40 þúsund tonn af loðnu á land. Ævar. GERT er ráð fyrir að forystumenn Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasam- bandsins hittist á morgun til viðræðna um hugsanlega breytingu á launaliðum kjarásamninga aðilanna í framhaldi af nýgerðum samningi BSRB og fjár- málaráðherra. Framkvæmdastjórn VSÍ mun væntanlega taka formlega ákv- örðun um að ganga til þessara viðræðna á fundi sínum í hádeginu í dag, enda telur VSl sér afar óhægt um vik að standa gegn því að launþegar almennt fái samsvarandi hækkun á launum og ríkisstarfsmenn í BSRB. Af hálfu ASÍ hefur ítrekað komið fram, að sambandið telur augljóst að samsvarandi hækkun eigi að ganga til félaga í Alþýðu- sambandinu. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, hefur sagt Vjm að fyrirtækin í landinu rísi ekki undir þeim launahækkunum, sem muni kosta atvinnureksturinn 1,2-1,3 milljarða króna árlega. Nýkjörin stjórn Launamálaráðs ríkisstarfsmanna í Bandalagi há- skólamanna mun koma saman til fyrsta fundar síns á morgun, m.a. til að ræða hvernig bregðast eigi við samningi BSRB og fjármála- ráðherra. , Á aðalfundi ráðsins um helgina var samþykkt ályktun, þar sem ~ segir á þá leið, að vegna samnings BSRB og fjármálaráðherra sé ástæða fyrir BHM-R að óska end- urskoðunar á launalið gildandi samnings síns. Var stjórn ráðsins falið að fylgja málinu eftir, að sögn Þorsteins A. Jónssonar lögfræð- ings, sem kosinn var formaður ráðsins á aðalfundinum í stað Stefáns ólafssonar, ólafur Karlsson viðskiptafræð- ingur var kosinn varaformaður ráðsins en aðrir í stjórn þess eru Jón Hannesson kennari, Már Ár- sælsson tækniskólakennari, Auðna Ágústsdóttir hjúkrunar- fræðingur, Eydís Arnviðardóttir hjúkrunarfræðingur og Haraldur Sigursteinsson tæknifræðingur. • Ljósm. Arni Sœberg Flugvirkjarnir Kristján Svavarsson (tv.) og Theódér Brynjólfsson halda á skemmda burðarbitanum sem tekin var úr DC-8 þotu Flugleiða. Bitinn er 3 metra langur og tengja fjórir svona bitar skrokk vélarinnar við væng og hjólabúnað. Spninga finnst í burð- arbita Flugleiðaþotu Mesta viðgerð á þotu hérlendis Tæplega fímm tommu sprunga fannst í einum burðarbita Flugleiða- þotunnar Vesturfara sem undan- farnar þrjár vikur hefur verið í svo- kallaðri C skoðun í flugskýli á Kefla- víkurflugvelli. Flugvélin er af gerð- inni Douglas DC-8. Unnið er að því að skipta um bitann og reiknað með að verkinu Ijúki um næstu helgi. Einnig leiddi skoðunin í Ijós að skipta varð um einn af fjórum hreyfíum þotunnar. Þessi annars Morgunblaöid/RAX. Varðskipið Þór borgað á borðið reglulega skoðun, sem fer fram á þrjú þúsund tíma fresti, er því orðin að mestu viðgerð sem fram hefur farið á flugvél á íslandi. Burðarbitinn sem skipt var um er þrír metrar á lengd og er einn af fjórum sem ásamt fleiru tengir skrokk vélarinnar við væng og hjólabúnað. Henning Finnbogason verk- stjóri í tæknideild Flugleiða sem hefur yfirumsjón með skoðun þot- unnar sagði í samtali við Mbl., að sprungan hefði strax sést með berum augum en síðan hefði burð- arbitinn verið skoðaður með svo- kallaðri „Eddy Current" aðferð, en með henni er hægt að kanna styrkleika ýmissa málma í flug- vélum þó að skemmdirnar sjáist ekki með berum augum. „Flugvél- ar Flugleiða eru skoðaðar eftir mjög ströngu kerfi og mér finnst þetta einmitt sýna hvað eftirlitið er nákvæmt", sagði Henning Finnbogason. Samkv. heimildum Morgun- blaðsins er ekki óalgengt að sprungur sem þessar finnist í burðarbitunum fjórum og vegna þess að stórskoðanir á DC-8 þot- um eru nýbyrjaðar hérlendis var sérfræðingur frá Mc Donnel Douglas flugvélasmiðjðunum fenginn til ráðgjafar. Varð að smíða sérstaklega undir flug- vélina og stífa hana algjörlega svo hún skekktist ekki þegar bita- skiptin viku vegna bitaskiptanna, en Henning sagði að verkið hefði gengið ágætlega og sýndi að ís- lenskir flugvirkjar væru fullfærir um að vinna svona stórverk. Nýr burðarbiti kostar tæpar 700 þúsund krónur og eru þá ekki meðtaldar festingar og annað til- heyrandi. Sjá nánar grein á bls. 34. wrw r v Sá stærsti til þessa EIÐUR Guðjohnsen hlaut hæsta vinning sem til þessa hefur unnist í íslenskum getraunum um helg- ina. hann hlaut 893 þúsund krónur fyrir eina röó meó 12 réttum og 14 með ellefu réttum. Potturinn var vel yfir eina milljón að þessu sinni. Eiður hefur áður unnið í getraunum en aldrei eins mikið og að þessu sinni. Sjá nánar á blaðsíðu B 8. Eskifjörður:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.