Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fuiltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakið. Tvö hundruð míiur tíu ára Jóhanm Kjarval hundrað að var stór stund í ís- landssögu þegar ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar færði fiskveiðilögsögu okkar út í 200 mílur 15. október 1975. Matthías Bjarnason, þá sjáv- arútvegsráðherra, undirritaði reglugerð nr. 299 um fiskveiði- landhelgi íslands 15. júlí 1975. Hún kvað á um útfærslu í 200 mílur 15. október það sama ár. „Þessi útfærsla lögsögunnar í 200 mílur skapaði alger þáttaskil í yfirráðum okkar yfir fiskimiðunum — og höfð- um við þó staðið í stórræðum áður,“ segir Matthías Bjarna- son í viðtali við Morgunblaðið í dag. Þorskastríðið svokallaða, sem hófst á ný í kjölfar út- færslunnar, var um síðir leyst með fullum sigri íslendinga, máske fyrst og fremst innan vébanda Atlantshafsbanda- lagsins. Geir Hallgrímsson, þá for- sætisráðherra, segir m.a. í við- tali við Morgunblaðið í dag: „Einn af lokaþáttum máls- ins átti sér síðan einmitt stað í tengslum við utanríkisráð- herrafund Atlantshafsbanda- lagsins í Osló vorið 1976. Þá áttum við Einar Ágústsson, þáverandi utanríkisráðherra, fund með Anthony Crosland, sem þá hafði rétt áður tekið við embætti utanríkisráðherra í Bretlandi... Þar vóru lögð drögin að því samkomulagi sem undirritað var í Oslo mánuði síðar. Með því sam- komulagi var fullur sigur unn- inn í þessu mikla hagsmuna- máli okkar“. Hugmyndin um útfærslu í 200 mílur fær fyrst verulegan byr undir vængi í júlímánuði 1973. Þá afhenda fimm þjóð- kunnir menn ( Eiríkur Kristó- fersson, skipherra, Magnús Sigurjónsson, Guðjón B. Ólafsson, Einar Sigurðsson og Hreggviður Jónsson) þáver- andi forsætisráðherra áskorun fimmtíu forvígismanna í sjáv- arútvegi og landhelgisgæzlu. Áskorunin hvatti til þess að íslendingar krefðust 200 mílna fiskveiðilögsögu á þá væntan- legri hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna og skipuðu sér þar á bekk með þeim þjóð- um, sem þegar höfðu tekið ákvörðun um slíka landhelgi. Morgunblaðið fylgdi þessari kröfu fast eftir, m.a í fjölda forystugreina, og hún fékk al- mannastuðning. Andstaða sagði einkum til sín í Alþýðu- bandalaginu og á síðum Þjóð- viljans. Hún koðnaði síðan smám saman niður. Þigflokkur og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins taka ein- arða afstöðu til stuðnings við 200 mílna útfærslu á fundi, sem haldinn var í Borgarnesi 30. ágúst 1973. Málið setur síð- an svip á þingkosningar 1974. Flokkurinn gekk þá til kosn- inga undir formennsku Geirs Hallgrímssonar og vann einn sinn glæsilegasta sigur. Þeim sigri var síðan fylgt eftir með útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur, sem fyrr segir. Þegar til lokaákvörðunar og framkvæmda kom stóð ein- huga þjóð að baki þessu stóra máli, sem var í raun beint framhald af sjálfstæðisbar- áttu hennar, sem leitt hafði til fullveldis 1918 og lýðveldis- stofnunar 1944. Sem fyrr segir vannst síðan fullnaðarsigur, þ.e. viðurkenn- ing umheimsins á 200 mílna íslenzkri fiskveiðilögsögu, með Oslóarsamkomulaginu, sem gert var innan vébanda Atl- antshafsbandaiagsins, og framvindu og lyktum mála á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Erlendum fiskveiðiflotum var þar með endanlega stugg- að af íslandsmiðum og íslenzk yfirráð þeirra fulltryggð til frambúðar. Land og sonur Jóhannes S. Kjarval var listamaður landsins alls, þjóðarinnar allrar. Engu að síður gera borgarbúar sér- stakt tilkall til hans. Hann var með sínum hætti listamaður Reykvíkinga... Borgin var önnur meðan hann bjó þar og starfaði og einkum og sér í lagi meðan ára hans magnaði undarlega stemmningu í hjarta borgar- innar. Borgarbúar vissu af nálægð hans, og þeir fundu, að þar fór snillingsmenni af stærstu gerð, sem hvarvetna í heimin- um hefði skagað upp úr ...“ Það er Davíð Oddsson, borg- arstjóri, sem þannig kemst að orði í formála ævisögu Jó- hannesar S. Kjarval, listmál- ara, sem kemur út í tilefni þess að í dag eru hundrað ár liðin frá fæðingu meistarans. Reykjavíkurborg stóð fyrir ritun ævisögunnar. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Höf- undur Indriði G. Þorsteinsson. Borgarstjóri segir í formála að saga listamannsins verði „aldrei skráð í eitt skipti fyrir öll“. Það sé hinsvegar fagnað- arefni, „að góður maður og góður rithöfundur tókst á hendur hluta af því ægiverk- efni, og skilar því vel“. Jóhannes Sveinsson Kjarval fæddist að Efri-Ey í Meðal- landi 15. október 1885. Hann flytzt til Reykjavíkur á morgni nýrrar aldar, 1901. Þar stundar hann sjósókn á vertíð- um, en nýtir hverja stund sem gefst til þess að mála. Það er þó ekki fyrr en 1908 að hann heldur fyrstu málverkasýn- ingu sína í „Gúttó“. „Eðlisgáf- an og lærdómsleysið mest áberandi" sagði þeirrar tíðar gagnrýnandi. Árið 1912 hefur Kjarval nám í tækniskóla í Kaup- mannahöfn. Hann hefur mikið saman að sælda við ljóðskáld- ið og leikritahöfundinn Jó- hann Sigurjónsson. Gerir meðal annars leiktjöld við Fjalla-Eyvind eftir Jóhann sem Dramaten-leikhúsið í Stokkhólmi sviðsetti. Á þess- um árum kynnist hann öðru stórskáldi, Einari Benedikts- syni. Árið 1914 hefur Kjarval nám í Akademíunni í Kaup- mannahöfn og brottskrifast þaðan fullveldisárið 1918. Árið 1915 kvænist hann Tove Mer- ild, dönskum rithöfundi og rit- stjóra menningartímarits. Ár- ið 1917 heldur hann fyrstu einkasýningu sína ytra í Det Frie Galleri í Kaupmanna- höfn. „Myndir hans stafa frá sér brotageislum sólarupprás- ar og kvöldroða," segir í um- sögn frá þessum tíma, „og sagna- og ævintýraheimur ís- lands hefur léð huga hans vængi til flugs ...“ Næstu allmörg ár stendur hann sitt hvorum fæti, bæði í lífi og list, erlendis, í iðu evr- ópskrar menningar, og heima, í íslenzku landslagi og lita- dýrð. Hann dvelur löngum á Þingvöllum, t.d. allt alþingis- hátíðarsumarið 1930. List hans var fyrst og fremst ís- lenzk en hafði alþjóðlega dýpt. Kjarval varð þjóðsagnaper- sóna löngu áður en hann lézt 86 ára 1972 — og fór ekki troð- nar slóðir. En hann gerði sam- tíð sína ríka, í listrænu tilliti, og gaf eftirkomendum arf, sem virtur verður meðan ís- land verður byggt. Höfuðborgin tjaldar fjöl- mörgu í tilefni 100 ára fæð- ingarafmælis meistara Kjarv- als, auk ævisögunnar. Nefna má stórsýningu á Kjarvals- stöðum og sérsýningu í Lista- safni íslands. Og sýning, tengd starfi meistarans, er í Háholti í Hafnarfirði. „í myndum Kjarvals birtist landslag íslands, hinar eilífu sýnir fólksins af landi sínu, ekki aðeins í meiri fjölbreytni, heldur einnig í tröllauknari listrænni túlkun en hjá nokkr- um öðrum snillingi...,“ sagði Halldór Laxnes. — eftir Valtý Pétursson Það er eitthvað á reiki með dagsetningu hingaðkomu meistara Kjarvals. Kirkjubækur tapaðar eða vanræksla klerks að skrásetja þennan merka atburð. Hvernig svo sem í þessu máli liggur mun ártal- ið vera rétt, en þegar Kjarval var heiðraður með yfirlitssyningu í Menntaskólanum gamla í tilefni af fimmtugsafmæli, var það afráð- ið, að hann væri fæddur 15. októ- ber, og síðan hafa menn haldið sig við þá dagsetningu. Það voru góð- vinir hans, er gengust fyrir þeirri sýningu, og fremstir fóru þar í flokki Guðbrandur Magnússon og Magnús Kjaran. Allir eru þessir menn nú komnir undir græna torfu og enginn raunverulega til frásagnar um, hvernig þessi dag- setning varð til. Þetta litla atvik kennir okkur, hve fljótt er að fenna yfir hlutina bæði í tíma og rúmi. Áður en nokkur veit af, þynnist flokkurinn og lítið verður eftir nema endurminning, sem oft á tíðum vill brenglast furðu fljótt. En hvernig svo sem þessi dagsetn- ing hefur orðið til, var Jóhannes Sveinsson Kjarval dús við hana og notfærði 15. október sem fæð- ingardag sinn, og nú verður mikil hátíð í tilefni dagsins. Engan mun á því furða, sem gert hefur sér grein fyrir, hver Jóhannes Sveins- son Kjarval var og raunverulega er í tilveru þessarar litlu en gömlu þjóðar, sem byggt hefur tilverurétt sinn á listum fremur en veraldleg- um auði, þjóðar sem fundið hefur tilveru sína í bókum og bundnu máli og nú í seinni tið í myndlist ýmiss konar og farið nútímalegar leiðir til að tjá reynslu og hug sinn. Sá maður, sem einna mest hefur lagt af mörkum í því undri, sem er að gerast meðal íslendinga, er horfinn fyrir nokkrum árum af sjónarsviðinu. Hann var ekki ein- vörðungu mikill og frjór listamað- ur í málverki sínu. Hann var einnig litríkur skrifari og orti einkennileg ljóð. Öllu er frá hans hendi kom á prenti hefur verið vel haldið til haga, og einn góðan veðurdag verður því öllu gert skil. Það er ég viss um, að í skrifum Kjarvals leynast gimsteinar, og til stuðn- ings máli mínu minni ég á bréfið fræga frá London á sínum tíma — stórkostlegt listaverk, sem er á mælikvarða við sumar af myndum meistarans. Nú eru hundrað ár frá fæðingu Jóhannesar. Já, það er sannarlega ástæða til að minnast þess sérstæða fyrir- bæris í íslenskri þjóðarsögu, sem Jóhannes Sveinsson Kjarval er. Hann var þjóðsaga í lifanda lífi, og hann fór allt aðrar leiðir en samtíð hans og gerði stundum að gamni sínu á þann veg, að fólk vissi ekkert, hvernig það átti að bregðast við. Margur kynntist við Kjarval á langri ævi, og hann átti aðdáendur og vini um allt land. Sumir héldu, að þeir þekktu hann nokkuð vel, þar á meðal ég, en ég fullyrði þó, að flestir ef ekki allir sem höfðu af honum einhver af- skipti, ráku sig sí og æ á nýjar hliðar á þessum undramanni. Ég man til að mynda eitt sinn, er fundum okkar bar saman og við vorum tveir einir í vinnustofu hans við Njálsgötuna. Þar sýndi hann mér eftirprentun af frægu mál- verki, sem hann lék sér að gagn- rýna á svo snilldarlegan hátt, að enginn sérfræðingur hefði koinist betur frá þeirri greiningu. Ég varð mjög hissa, þvi að ég hafði ekki gert mér nokkra grein fyrir því, hve vel Kjarval var að sér í lista- sögunni. Eftir þessa kvöldstund fór ég stundum í smiðju til Kjar- vals um hvert álit hann hefði á þessu og hinu, en það varð að gerast undir fjögur augu. Ef þau urðu sex, vildi sjónarspil blandast í málið, og þá varð Móri laus, eins og ég heyrði hann eitt sinn segja. Uppákomur Kjarvals voru oft á tíðum mjög skemmtilegar, en samt voru þær nær ætíð með einhverj- um broddi. Oft var erfitt að kyngja sumu af því, sem hann bar á borð, en væri betur að gáð, mátti oftast komast að einhverri niðurstöðu. Sérviskan og látalætin voru ekki alltaf ekta, og viss er ég um, að oft komst hann hjá því að svara heimskum spurningum með því að ganga fram af viðkomandi og tala í austur, þegar talað var við hann í vestur. Fyrir slíkt varð hann þjóðsaga í lifanda lífi, og urmull af skrítnum sögum er til um Jó- hannes Sveinsson Kjarval. Hann var visst landamerki í miðbænum í Reykjavík, og hans herradæmi voru hornin á Austurstræti og Pósthússtræti. Þar mátti hérumbil ganga að honum visum um árabil, og svo hvarf hann inn á Hótel Borg, þegar kreppan var á enda og hann hættur að gera dýrðleg listaverk á maskínupappa, bæði með olíulitum og svörtu bleki. Það þykir ef til vill saga til næsta bæjar, að Kjarval átti ekki fyrir efni til að vinna með í eina tíð. Nú er hver smásnepill, sem hann rissaði á sér til hugarfróunar hér og þar, stakk síðan á sig og hélt til haga, seldur fyrir stórar fúlgur — að vísu í verðbólguþjóðfélagi. Hann sagði eitthvað í þá veru eitt sinn er hann var spurður, hvort hann kynni ekki eins vel við sig út í sveit eins og í bænum: Satt að segja finnst mér ég alltaf vera innsta húsið við Laugaveginn. Manni dettur stundum i hug, að íslendingar álti listastarf vera fyrst og fremst hjáverk. Snorri á að hafa skrifað bækur sínar milli þess, sem hann vafstraði í pólitík. Steingrímur og Matthías ortu báð- ir í hjáverkum, og svo mætti lengi telja. Örfáir íslendingar gérðu listina að aðalstarfi og það ekki fyrr en á tuttugustu öld. Einn þeirra var Jóhannes Sveinsson Kjarval. öll framaganga hans á Hstabrautinni var, ef svo mætti að orði komast, þyrnum stráð lengi vel, og hefði hann ekki notið ein- stakrar umhyggju og velvildar samtíðarmanna sinna sumra, má guð einn vita, hvernig farið hefði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.