Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTOBER 1985 7 HHHHHCMHHKá^SíflP .'HkP1' ••H3, . Æ' m** HHHHHHHHHHI'-- -«* X? HB Jónas Pétursson bóndi á Syóri-Hói Morgunbiaíií/Halldór Gunnarsson Sreitungar f Vestur-Eyjafjallahreppi brugóu skjétt vié og aóstoóuóu við Þriðja tjónið að Syðra-Hóli á þessu ári Holti, 13. október. TILFINNANLEGT tjón varó í bruna að Syðri-Hól í Vestur-Eyjafjalla- hreppi á laugardag, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu. Allt brann sem brunnió gat af hlöóu og vióbyggðu fjósi. Jónas Pétursson, bóndi á Syðri- Hól, sagði að hér væri um tilfinn- anlegt tjón að ræða, hið þriðja i röðinni það sem af er árinu. í vor hefði maðkur eyðilagt um 18 hekt- ara af túni og í sumar hefði hann misst í miklu roki hey af um sjö hekturum, sem hefðu verið á að giska um 2 þúsund baggar. Hann hefði því orðið að kaupa hey fyrir veturinn og stæði nú uppi heylítill og húslaus. Gagnvart þessum tjónum í vor og sumar hefði hann leitað fyrir sér um bætur, en engar virtist vera að fá. Erfitt væri að sætta sig við þetta á meðan bændur væru látnir greiða 0,6% af öllum afurðum sínum í Bjargráðasjóð, sem að hans mati hlyti að eiga að koma til styrktar, þegar bændur yrðu fyrir svona þungu tjóni. Hann horfðist nú í augu við að húsin hefðu verið lágt metin og tryggingabætur myndu ekki greiða nema lítinn hluta af nýjum húsum. Von hans væri að hann gæti keypt með góðum kjörum stálgrindahús nálægt 8x20 metra, og gert við fjósið. Fólk hefði drifið að úr sveit- inni og heimilisfólkið hefði notið mikillar hjálpar, sem hann vildi þakka fyrir. Það væri mikill styrk- ur að finna samhjálp sveitunga sinna og vilja til hjálpar. Fréttaritari Bílvelta í Heiðmörk UNGUR maður slasaðist á baki þegar bifreið, sem hann ók, valt á Heiðmerkurvegi, norð- austur af Elliðavatni, um hál- fellefu að morgni sunnudags- ins. Óttast er að maðurinn hafi skaddast alvarlega á hrygg. Stúlka, sem var farþegi í bif- reiðinni, reyndi að hlúa að manninum, en fór síðan fót- gangandi eftir hjálp. Ökumaðurinn missti vald á bifreiðinni þegar hann kom að hæð og beygju á veginum norð- austur af Elliðavatni. Hann barðist nokkra stund við að ná valdi á bifreiðinni en tókst ekki. Bifreiðin valt á veginum og síðan útaf. Stúlkan kastaðist útúr bif- reiðinni, en slapp við meirihátt- ar meiðsli. Maðurinn skaddaðist hins vegar á baki og fór stúlkan eftir hjálp. Bifreiðin er mikið skemmd. Þú svalar lestrarþörf dagsins Tveggja víkna skíðafrí á nýjum Úrvalsstað, Dachsteín, fyrír aðeíns li. 23.136.- í kjölfar þess að heimsmeistarakeppnin í Alpagreinum skíðaíþrótta var haldin í bænum Schladming í Dachstein dalnum í Austurríki árið 1982 er svæðið nú að verða eitt hið vinsælasta í Ölpunum. Úrval býður þér að sannreyna dýrðina og setjast uppí eina af 50 lyftum svæðisins og renna þér afturábak og áfram niður þá 120 km af troðnum brautum sem þar liggja. Úrvalsféu'þegum er auk þess boðið að taka þátt í svigmóti í tæpl. 3000 m hæð uppi á Dachstein jöklinum - auðvitað verða Dachstein skíðaskór í verðlaun. Það eru umboðsmenn Dachstein á íslandi - Fálkinn hf., sem sjá um fjörið á Jöklinum. Schladming bærinn er vinalegur austurrískur Alpabær sem býr yfir ýmsum leyndarmálum handa lífsglöðu fólki - þar eru t.d. 32 veitingahús og barir, 4 diskótek, keiluspil, tennisvöllur, sundlaug og sleðabrautir. í Schladming getur þú valið á milli þriggja ósvikinna Alpagistihúsa, og íslenskur fararstjóri tryggir þér þægilega og hnökralausa dvöl. f boði eru tvær 2ja vikna ferðir; 18. janúar næstkomandi á verði frá kr. 23.136.- og 1. febrúar á verði frá kr. 24.636.-. Einnig er mögulegt að skreppa í vikuferðir til Schladm- ing á verði frá kr. 19.954.- Innifalið er flug, Keflavík - Salzburg - Keflavík, gisting, morgunverður, ferðir að og frá flugvelli erlendis og fararstjórn. FHNMSKRIFSTOMN ÚRVAL Ferðaskrifstofan Úrval við Austurvöll, sími(91)-26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.