Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 l I i I I i I I Vegna ummæla bor gar fulltrúans — eftir Steinunni Bjarnadóttur í Morgunblaðinu 11. þessa mán- aðar segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarfulltrúi Kvenna- framboðsins í athugasemd við frétt blaðsins af málefnum Sam- taka um kvennaathvarf, að mér væri lítill greiði gerður með því að upplýst yrði um orsakir þess að mér var sagt upp störfum í Kvennaathvarfinu í Reykjavík. 1 þessum orðum Ingibjargar felast aðdróttanir sem kalla á svör. Fram að þessu hef ég ekki tjáð mig við blaðamenn um mál þetta, en að svo komnu máli verður ekki hjá því komist af minni hálfu. Þegar starfsemi Kvennaat- hvarfsins hófst 6. desember 1982 var ég fastráðinn starfsmaður í athvarfinu og gegndi ég þeim störfum til ársloka 1984. Sam- kvæmt lögum Samtaka um Kvennaathvarf eru starfsmenn ekki ráðnir til lengri tíma en eins árs í senn en þar sem starfsemi athvarfsins var nýjung var undan- tekning gerð og starfaði ég í tvö ár. Í júní síðastliðnum sótti ég um endurráðningu í Kvennaathvarfið í eitt ár, ekki síst vegna þess að fjölmargar konur hvöttu mig til þess. Var ég ráðin í starfið frá og með fyrsta október sl. 10. sept- ember fékk ég heimsókn þriggja kvenna, þeirra Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, Alfheiðar Ingadóttur og Elísabetar Gunn- arsdóttur. Erindi þeirra var að ræða um bréf skrifað í mars af svokölluðum húshópi samtakanna, sem ég hef átt sæti í. I því bréfi kom fram gagnrýni á ólýðræðisleg vinnubrögð innan Samtaka um kvennaathvarf, og þó einkum og sér í lagi það sem hópurinn taldi vera alræðisvald fjármálahóps samtakanna. Ennfremur óánægja með misnotkun á athvarfinu sem upphaflega var ætlað sem neyðar- athvarf fyrir konur sem sætt hafa ofbeldi. Óánægja með fjárhagsleg- an rekstrargrundvöll athvarfsins og að enginn áhugi virtist vera á fjárhagslegu sjálfstæði samtak- anna. Þá var deilt á tilhögun fé- lagsstarfsins í samtökunum, sem við teljum hringlandalega og orsaka áhugaleysi félagsmanna. Töldum við að full ástæða væri til að taka þessa þætti til athugunar innan samtakanna. Óskuðu þær stöllur skýringa af minni hálfu um efni þessa bréfs, sem ég og svaraði. Niðurstaða þessa fundar okkar var sú eftir nokkrar umræð- ur, að ég skyldi taka svokallaðar lausavaktir sem fyrst, til að tengj- ast inn í athvarfið fram að því að ég byrjaði störf. Sunnudaginn 15. september knúði dyra á heimili mínu Mar- grét Pála Ólafsdóttir, og afhenti mér afrit af bréfi sem Fram- kvæmdanefnd samtakanna hafði fengið í hendur. Var bréf þetta undirritað af tólf konum, og þær eins og segir í texta bréfsins „mót- mæla harðlega að haldið verði til streitu ráðningu Steinunnar Bjarnadóttur í athvarfið." Ástæð- urnar séu skoðanir mínar, sem getið er í framangreindu bréfi húshóps og að þær samrýmist ekki svokölluðum samstarfsgrundvelli samtakanna. Ennfremur „slæm reynsla margra okkar (undirrit- aðra) af samstarfi við Steinunni". f niðurlagi textans sagði: „Þess má geta að nokkrar okkar íhuga nú að hætta við að starfa í athvarfinu í vetur, verði ekki fallið frá ráðn- ingu Steinunnar." Ekki var skýrt nánar frá hver hin slæma reynsla væri af samstarfi við mig, svo sem síðar verður komið að. Engin skilaboð fylgdu frá Framkvæmda- nefndinni með bréfi þessu. Hóf ég störf í Kvennaathvarfinu 1. október sl. eins og ráðningar- samningur minn gerði ráð fyrir. Laugardaginn 5. október barst mér uppsagnarbréf undirritað af Ólöfu Briem, fyrir hönd Fram- kvæmdanefndar, eftir félagsfund þann í samtökunum, sem haldinn var þennan dag og verið hefur til umfjöllunar í dagblöðunum. Skyldi uppsögnin taka gildi þá þegar. Frekari skýringar voru ekki gefnar í bréfinu. „Þau eru ótrúlega sterk ELGO stálgólfin. Eftir meira en 10 ára notkun sér ekki á þeim Ég mæli með ELGO stálgólfum Gunnar Guömundsson Vélav. Dugguvogi 2 R. Stórhöföa 16, símar 83340—84780 Steinunn Bjarnadóttir Félagsfund þennan sat ég sjálf fram að því að mælendaskrá um mál þetta var lokað, en ég vildi vera á staðnum til að svara fyrir- spurnum ef einhverjar yrðu og snéru að mér. 1 upphafi fundarins var málið „ráðning starfsmanns í athvarfið" tekið til umræðu. Elísabet Gunnarsdóttir hóf um- ræðurnar fyrir hönd Fram- kvæmdanefndar. Gerði hún grein fyrir þeirri stöðu sem upp væri komin, samanber undirskriftirnar tólf og kynnti tillögu nefndarinn- ar þess efnis, að mér skyldi sagt upp störfum strax, með þriggja mánaða launum, en tólfmenning- arnir sem gegna lausum vöktum skyldu ekki ganga vaktir næstu sex mánuði. Eftir að Elísabet hafði lokið máli sínu báru nokkrir fundarmenn, m.a. Björg Einars- dóttir, fram ítrekaðar fyrirspurn- ir um hver væri hin eiginlega orsök þess að undirritaðri skyldi sagt upp störfum. Engum gögnum var dreift á fundinum um málið og þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fengust engin svör við því hver orsök uppsagnarinnar væri. Eftir sem áður var til þess ætlast að fundurinn, sem var í raun fundur vinnuveitandans i málinu, skyldi hafa úrskurðarvald um niðurstöð- ur, en án þess að skýringar væru lagðar fram um málavexti. Ein tólfmenninganna, Anna Magnea Hreinsdóttir, tók þó til máls og sagði að undirskriftunum væri ekki persónulega beint gegn mér, heldur væri ástæðan umrætt bréf húshóps, en af því væri ljóst að skoðanir mínar gengju þvert á samstarfsgrundvöll samtakanna. Samstarfsgrundvöllur þessi hefur verið til endurskoðunar í starfs- hópum samtakanna og á þessum fundi var dagskrárliður nr. tvö samkvæmt fundarboði umræður um endurskoðun hans. Eins og áð- ur sagöi fór ég af fundi er mæl- endaskrá var lokað þar sem eng- inn beindi fyrirspurnum til mín um mál þetta. Það sem gerðist eft- ir það á fundinum hefur verið reif- að í dagblöðum. María Pétursdótt- ir, formaður Kvenfélagasambands íslands, bar fram tillögu, þegar ljóst var að engar skýringar fengj- ust á uppsögn minni, um að utan- aðkomandi sáttaaðili yrði fenginn í málið. Þessi tillaga Maríu var felld og lét Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir það meðal annars viðgang- ast að tólfmenningarnir tækju þátt í þeirri atkvæðagreiðslu. Fyrir atkvæðagreiðsluna las fundarstjóri upp bókun þess efnis að þeir fundarmenn, sem ekki væru virkir í starfshópum sam- takanna eða sæktu reglulega fé- lagsfundi, mættu ekki greiða at- kvæði. Þegar ljóst var að sáttatil- lagan var felld gekk stór hluti fundarmanna af fundi í mótmæla- skyni. Þá var borin upp tillaga Álfheiðar Ingadóttur, Elísabetar Gunnarsdóttur og Jennýar Bald- ursdóttur um að undirritaðri skyldi strax sagt upp störfum, með þriggja mánaða launum en tólfmenningarnir ynnu ekki á vöktum næstu sex mánuöi. Var til- laga þessi í samræmi við tillögu Framkvæmdanefndar, en Anna Sigurðardóttir, hjá Kvennasögu- safninu, hafði áður en hún gekk af fundinum gert athugasemd um að tillaga Framkvæmdanefndar væri formlega röng. Þessi tillaga Álf- heiðar o.fl. var felld og tillaga um að eingöngu mér skyldi sagt upp störfum var að lokum samþykkt, meðal annars með atkvæðum tólf- menninganna. Það vakti þó óneit- anlega athygli að í lok fundarins greiddi Álfheiður allt í einu at- kvæði gegn einhliða uppsögn minni, en hún sat langa fundi Framkvæmdanefndar þar sem leitast var við að fá einhuga niður- stöðu um einhliða uppsögn mina til að málið færi ekki fyrir félags- fund. í Framkvæmdanefnd hafði Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir ekki viljað fallast á að nefndin af- greiddi málið á svo þröngum vettvangi. Starfsmenn Kvennaathvarfsins eiga ekki aðild að verkalýðsfélagi, vinnuveitandinn er Samtök um- kvennaathvarf. Á félagsfundinum töluðu fulltrúar Framkvæmda- nefndar samtakanna á þann veg að uppsögn mín væri ekki af þeirri rót að vera persónuleg en hvað snertir persónu meira en uppsögn úr starfi! Hver orsökin er fyrir því að tólf konur sem taka að sér laus- ar vaktir á vinnustað geta þrýst svo á vinnuveitandann að hann segi upp föstum starfsmanni með atkvæðagreiðslu á félagsfundi, — án þess að þeim sem greiða at- kvæði sé með greinargóðum hætti skýrt frá málavöxtum — hlýtur að vera mörgum hulin. Ekki sist þeg- ar litið er til þess markmiðs Sam- taka um kvennaathvarf að vinna gegn ofbeldi, — bæði andlegu og Hkamlegu. Það hlýtur að vera mönnum umhugsunarefni þegar kona eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Kvennaframboðsins, tjáir sig í blöðum eins og hún gerði í Morg- unblaðinu 11. október í minn garð, þar sem hún er með aðdróttanir um að best sé fyrir mig að mál þetta liggi í þagnargildi. Þvi fer fjarri að ég hafi vanmetakennd vegna starfa minna við kvenna- athvarfið, — þvert á móti þætti mér fengur að því að sem flestir þættir í því sambandi yrðu dregn- ir fram í dagsljósið. Höfundur hefur rerið starfsmaður Kvennaaíhrarfsins í Reykjavík. Aðalfundur Bátatrygg ingar Breiðafjarðar Stykkúbólmi, 3. október. AÐALFUNDUR Bátatryggingar Breiðafjarðar var haldinn í Stykk- ishólmi í gær. Á fundinum kom fram að afkoma ársins 1984 var góð. Hagnaður var tæpar 2 millj. kr. og ráðstafaði fundurinn honum þannig að lagt var í áhættusjóð 198 þús., varasjóð 895 þús. og óráðstaf- að til næsta árs 893 kr. Bátatryggingin var stofnuð árið 1938 og hefir starfað með ágætum siðan. Á árinu voru tryggðir 58 bátar hjá félaginu og þar af 9 opnir bátar, en þeim fjölgar nú að mun á þessu ári. Tjón urðu á árinu 29 en engin sérstaklega stór. Skrúfu- tjón urðu mest, eða 10, en spil og vélatjón 9. Samtals námu uppgerð tjón á árinu 7,7 millj, en þar af hluti endurtryggjenda 7,5 millj. Bókfærð frumtryggingariðgj. voru 17,4 millj. þar af til endurtryggj- endal6,9 millj. Einn starfsmaður er hjá félag- inu, Gissur Tryggvason, sem sér um allan rekstur. Stjórn Bátatryggingar Breiða- fjarðar skipa nú: Soffanías Cesils- son, Grundarfirði, formaður, Her- mann Hjartarson, ólafsvík og Kristján Lárentsinusson, Stykkis- hólmi. Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.