Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR15. OKTÓBER1985 29 Bók Arne Treholts komin út í Noregi: Almenningur hvattur til að kaupa hana ekki Osló, 14. október. Frá Jan Erik Laure, fréltarit ara Morgunbladsina. I DAG kemur út í Noregi bók Arne Treholts, sem dæmdur var fyrir njósnir, og nefnist hún Aleinn. Hafa þegar risið úfar út af innihaldi bókar- innar og útkomu. Tuttugu frammámenn í norsku atvinnulífi og her landsins mælast til þess í auglýsingu i fjölmiðlum í dag, að almenningur kaupi ekki bókina, en hún fékk sérstök verð- laun Cappelen-forlagsins að upp- hæð 25.000 norskar krónur (um 130.000 ísl. kr.) í samkeppni fyrir- tækisins um bestu heimildaskáld- söguna. Fyrrnefndir tuttugu einstakl- ingar halda því fram, að Treholt beri að taka út refsingu sína í stað þess að vera umbunað, og þeir telja vitavert, að bókin skuli gefin út, áður en hæstiréttur hefur lokið umfjöllun um mál Treholts. í bókinni lýsir Arne Treholt til- finningum sínum og umþenking- um, frá því að hann var hand- tekinn og fram að réttarhöldunum. Sá sem fær hörðustu útreiðina af hálfu höfundar er Örnulf Tofte, er stjórnaði rannsókn njósnamáls- ins af hálfu leyniþjónustunnar, en hann er aðeins nefndur „E“ í texta bókarinnar. Treholt telur vinnuaðferðir Toftes hafa verið gjörræðislegar og hann hafi gert allt sem í valdi hans stóð til að gera sakborning- inn tortryggilegan, meðan á yfir- heyrslunum stóð. Eru lýsingar Treholts á Tofte með þeim hætti, að margir telja þær ganga langt út yfir meiðyrðalöggjöfina. Og eiginkona Treholts, Kari Storækre, fær einnig harðan dóm. Einkum er Treholt bitur yfir, að hún skyldi gefa út bók sína, áður en réttarhöldin yfir honum hófust, og birta þar viðkvæm bréf sem hann skrifaði henni i fangelsinu. Indland: Kona kveikir í eiginmanni sínum Nýju Dehlí, Indlandi, 14. október. AP. REIÐ eiginkona indversks eit- urlyfjaneytanda, hellti yfír hann steinolíu og kveikti í honum í gær. Maðurinn brenndist illa, en slapp þó lif- andi. Konan hefur verið ákærð fyrir morðtilraun, en hún hafði verið gift manninum í tíu ár. Á Indlandi er algengt að eiginmenn brenni konur sín- ar, verði misbrestur á því að þeir fái þann heimanmund, sem þeir telja sig eiga að fá með konunni. Aðeins í Nýju Dehlí dóu 350 konur vegna brunasára á síðasta ári, vegna mála af þessu tagi. Reiði konunnar stafaði af heróín- neyslu eiginmannsins og hún gerði einungis það, sem eigin- menn gera konum sínum venjulega, sagði lögfræðingur konunnar í samtali við frétta- menn. Kari Storækre Bók Arne Treholts, Aleinn, er gefin út í metupplagi, eða 50.000 eintökum, og hefur þegar verið seld til Norðurlandanna og nokk- urra landa í Evrópu. Búist er við, að Treholt fái a.m.k. eina milljón n.kr. fyrir bókina. En ólíklegt er, að hann fái notið þess fjár. Hluti þess gengur beint til skattyfir- valda, og þar að auki hefur Treholt verið dæmdur til að endurgreiða norska ríkinu rúma milljón n.kr. eða jafnvirði þess fjár, sem hann fékk að launum fyrir njósnir sínar í þágu Sovétríkjanna og Iraks. Fyrir helgina fengu verjendur Treholts þeirri kröfu sinni fram- gengt, að ákæruvaldinu verði gert að færa sönnur á að nýju, að unnt hafi verið að koma 15.000 dollurum í seðlum fyrir í umslagi, sem sagt var, að fundist hefði í fórum sak- bornings. Vegna þessa verða tveir lögreglumenn yfirheyrðir á nýjan leik. Þar að auki greindu verjendurn- ir frá því í dag, að þeir mundu höfða mál á hendur yfirmanni norska hersins. Halda þeir fram, að hann hafi tekið allt of djúpt i árinni, er hann lýsti, hversu mikl- um skakkaföllum herinn hefði orðið fyrir vegna njósna Treholts. Fara verjendurnir fram á, að yfir- maðurinn, sem heldur hefur viljað draga úr fyrri yfirlýsingum sínum, verði yfirheyrður á ný. Á hverjum degi birtast nýjar fregnir eða athugasemdir um Tre- holts-málið í norskum fjölmiðlum. Ekki hefur verið ákveðið, hvenær málið verður tekið fyrir í hæsta- rétti. En áhugi almennings er svo sannarlega ennþá til staðar. þjónusta E” _A/ SKIPTU ÚT GÖMLU HURÐUNUM! Við bjóðum viðskiptavinum á Suður- nesjum og Stór-Reykjavíkursvæðinu, sem eiga gamlar hurðir og vilja skipta um, nýja þjónustu frá Tré-X Keflavík. Svona auðveld eru hurðaskiptin frá TRÉ-X. 1. Þið hafið samband við sölumann okkar í síma 92-4700 eða 92-3320. 2. Við mætum heim til þín með sýnishorn af fjöl- breyttu úrvali viðartegunda, tökum mál af hurðunum og göngum frá samningi á föstu verði. 3. Við sendum uppsetningarmenn á staðinn með nýju hurðirnar og fjarlægja þeir þær gömlu. Við ábyrgjumst að öll vinna við innihurðirnar ' verði fagmannlega unnin. Staðgreiðsluafsláttur eða greiðsluskilmálar, sem allir ráða við. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR hf. IÐAVÖLLUM 6 KEFLAVÍK. Símar 92-4700 og 3320. Hvað kostar að fara út að borða? Könnun á verði á 14 sambærilegum 1 réttum 1 18 veitingahúsum í Reykjavík. Niðurstaðan er svolítið óvænt. W? NÝR OG HRESS I Á BLAÐSÖLUSTÖÐUM ■ ALLT LAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.