Morgunblaðið - 15.10.1985, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 15.10.1985, Qupperneq 60
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. I framhaldi af samningi BSRB og fjármálaráðherra: ASÍ og VSÍ ' hefja viðræður Yfir 20 stiga hiti ÞEGAR þad spurðist inn á fund í öryggismálanefnd sjómanna á föstudaginn, að verið væri að draga varðskipið Þór suður í Straumsvík- urhöfn rifjaðist það upp fyrir nefnd- armönnum að fyrir fáum missenim höfðu þeir reynt í félagi við Slysa- varnafélagið og samtök sjómanna að fá skipið keypt til að nota sem þjálfunar- og fræðslumiðstöð fyrir íslenska sjómenn. Einn nefndarmanna, Árni Johnsen alþingismaður, hugsaði með sér að nú væri að hrökkva eða stökkva. Hann skaust því út af fundinum, hringdi til Alberts Guðmundssonar fjármálaráð- herra og lagði að honum að láta skipið af hendi til þessara nota. Albert tók því ekki ólíklega og þeir Árni og Haraldur Henrys- son, forseti Slysavamafélagsins, fóru þegar á fund ráðherrans. Hálftíma síðar var það nánast frágengið að Slysavarnafélagið fengi skipið keypt á þúsund krón- ur. í gær borgaði Haraldur svo skipið upp í topp, eins og sagt er, og í reiðufé að auki. Myndin var tekin þegar fjármálaráð- herra hafði tekið við þúsund króna seðlinum og rétti hann áfram til Höskuldar Jónssonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu um leið og hann lagði að ráðuneytisstjóranum að passa peningana vel. - Sjá nánar á bls. 5 Eskifirði, 14. október. í DAG ríkir sumarveðrátta á Austur- landi og hefur hiti farið yfir 20 stig í forsælu. Haustið hefur verið gott eftir erfitt sumar og hitastigið undan- farið verið 5—10° á daginn flesta daga. Þeir voru ekki margir dagarnir í sumar, þegar hitinn fór yfír 20 gráð- ur. Menn hafa notað góða veðrið vel til útiveru, að minnsta kosti þeir sem ekki eru á kafi í síld og öðrum önnum. Verið er að salta síld í þremur söltunarstöðvum, en lítið á hverri. Saltað hefur verið flesta daga, mest er búið að salta hjá Friðþjófi hf. — hátt í fjögur þús- und tunnur. Þá var mikil loðnulöndun f vik- unni og hafa nú komið yfir 40 þúsund tonn af loðnu á land. Ævar. GERT er ráð fyrir að forystumenn Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasam- bandsins hittist á morgun til viðræðna um hugsanlega breytingu á launaliðum kjarásamninga aðilanna í framhaldi af nýgerðum samningi BSRB og fjár- málaráðherra. Framkvæmdastjórn VSÍ mun væntanlega taka formlega ákv- örðun um að ganga til þessara viðræðna á fundi sínum í hádeginu í dag, enda telur VSl sér afar óhægt um vik að standa gegn því að launþegar almennt fái samsvarandi hækkun á launum og ríkisstarfsmenn í BSRB. Af hálfu ASÍ hefur ítrekað komið fram, að sambandið telur augljóst að samsvarandi hækkun eigi að ganga til félaga í Alþýðu- sambandinu. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, hefur sagt Vjm að fyrirtækin í landinu rísi ekki undir þeim launahækkunum, sem muni kosta atvinnureksturinn 1,2-1,3 milljarða króna árlega. Nýkjörin stjórn Launamálaráðs ríkisstarfsmanna í Bandalagi há- skólamanna mun koma saman til fyrsta fundar síns á morgun, m.a. til að ræða hvernig bregðast eigi við samningi BSRB og fjármála- ráðherra. , Á aðalfundi ráðsins um helgina var samþykkt ályktun, þar sem ~ segir á þá leið, að vegna samnings BSRB og fjármálaráðherra sé ástæða fyrir BHM-R að óska end- urskoðunar á launalið gildandi samnings síns. Var stjórn ráðsins falið að fylgja málinu eftir, að sögn Þorsteins A. Jónssonar lögfræð- ings, sem kosinn var formaður ráðsins á aðalfundinum í stað Stefáns ólafssonar, ólafur Karlsson viðskiptafræð- ingur var kosinn varaformaður ráðsins en aðrir í stjórn þess eru Jón Hannesson kennari, Már Ár- sælsson tækniskólakennari, Auðna Ágústsdóttir hjúkrunar- fræðingur, Eydís Arnviðardóttir hjúkrunarfræðingur og Haraldur Sigursteinsson tæknifræðingur. • Ljósm. Arni Sœberg Flugvirkjarnir Kristján Svavarsson (tv.) og Theódér Brynjólfsson halda á skemmda burðarbitanum sem tekin var úr DC-8 þotu Flugleiða. Bitinn er 3 metra langur og tengja fjórir svona bitar skrokk vélarinnar við væng og hjólabúnað. Spninga finnst í burð- arbita Flugleiðaþotu Mesta viðgerð á þotu hérlendis Tæplega fímm tommu sprunga fannst í einum burðarbita Flugleiða- þotunnar Vesturfara sem undan- farnar þrjár vikur hefur verið í svo- kallaðri C skoðun í flugskýli á Kefla- víkurflugvelli. Flugvélin er af gerð- inni Douglas DC-8. Unnið er að því að skipta um bitann og reiknað með að verkinu Ijúki um næstu helgi. Einnig leiddi skoðunin í Ijós að skipta varð um einn af fjórum hreyfíum þotunnar. Þessi annars Morgunblaöid/RAX. Varðskipið Þór borgað á borðið reglulega skoðun, sem fer fram á þrjú þúsund tíma fresti, er því orðin að mestu viðgerð sem fram hefur farið á flugvél á íslandi. Burðarbitinn sem skipt var um er þrír metrar á lengd og er einn af fjórum sem ásamt fleiru tengir skrokk vélarinnar við væng og hjólabúnað. Henning Finnbogason verk- stjóri í tæknideild Flugleiða sem hefur yfirumsjón með skoðun þot- unnar sagði í samtali við Mbl., að sprungan hefði strax sést með berum augum en síðan hefði burð- arbitinn verið skoðaður með svo- kallaðri „Eddy Current" aðferð, en með henni er hægt að kanna styrkleika ýmissa málma í flug- vélum þó að skemmdirnar sjáist ekki með berum augum. „Flugvél- ar Flugleiða eru skoðaðar eftir mjög ströngu kerfi og mér finnst þetta einmitt sýna hvað eftirlitið er nákvæmt", sagði Henning Finnbogason. Samkv. heimildum Morgun- blaðsins er ekki óalgengt að sprungur sem þessar finnist í burðarbitunum fjórum og vegna þess að stórskoðanir á DC-8 þot- um eru nýbyrjaðar hérlendis var sérfræðingur frá Mc Donnel Douglas flugvélasmiðjðunum fenginn til ráðgjafar. Varð að smíða sérstaklega undir flug- vélina og stífa hana algjörlega svo hún skekktist ekki þegar bita- skiptin viku vegna bitaskiptanna, en Henning sagði að verkið hefði gengið ágætlega og sýndi að ís- lenskir flugvirkjar væru fullfærir um að vinna svona stórverk. Nýr burðarbiti kostar tæpar 700 þúsund krónur og eru þá ekki meðtaldar festingar og annað til- heyrandi. Sjá nánar grein á bls. 34. wrw r v Sá stærsti til þessa EIÐUR Guðjohnsen hlaut hæsta vinning sem til þessa hefur unnist í íslenskum getraunum um helg- ina. hann hlaut 893 þúsund krónur fyrir eina röó meó 12 réttum og 14 með ellefu réttum. Potturinn var vel yfir eina milljón að þessu sinni. Eiður hefur áður unnið í getraunum en aldrei eins mikið og að þessu sinni. Sjá nánar á blaðsíðu B 8. Eskifjörður:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.