Morgunblaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985
Fjárlagafrumvarpið 1986:
Tekjur 33,5
miUjarðar kr.
Lánsfjárþörf ríkissjóðs 4,5 milljarðar kr.
SAMKVÆMT fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram á Alþingi í gær verða
heildartekjur ríkissjóðs á árinu 1986 33,540 milljaröar króna. Heildargjöld
verða 33,417 milljarðar kr. og er tekjuafgangur því um 122 milljónir kr.
Samhliða fjárlögunum var lagt fram frumvarp til lánsfjárlaga fyrir árið 1986
og kemur þar fram, að heildarlánsfjárþörf ríkissjóðs verður um 4,5 milljarðar
króna. Veitt er heimild til erlendrar lántöku að upphæð um 2,7 milljarðar og
innlendrar lánsfjáröflunar að upphæð um 1,8 milljarða króna.
1 athugasemdum við fjárlaga-
frumvarpið segir, að það einkennist
af áframhaldandi viðleitni ríkis-
stjórnarinnar til að draga úr þenslu
í þjóðarbúskapnum og sporna gegn
viðskiptahalla og verðbólgu, ná
jafnvægi í fjármálum ríkisins og
hamla gegn vexti opinberra um-
svifa.
Ennfremur segir í athugasemd-
Albert Gudmundsson
fjármálaráðherra:
Flýtti greiðslum
til KR og Fram
„ÉG FLÝTTI greiðslu til tveggja
íþróttafélaga í Reykjavík, þannig
að það er ekki um eiginlega styrki
að ræða,“ sagði Albert Guðmunds-
son fjármálaráðherra í samtali við
Morgunblaðið í gær, og upplýsti
jafnframt að hann hefði flýtt
greiðslu um tveggja milljóna
króna til Knattspyrnufélags
Reykjavfkur og hálfrar milljón
króna greiðslu hefði hann (lýtt til
Knattspyrnufélagsins Fram.
Fjármálaráðherra sagði að
hér væri um fé að ræða, sem
félögin ættu að fá samkvæmt
lögum, en hefðu að öðru jöfnu
ekki fengið vegna niðurskurðar
til Félagsheimilasjóðs. Hann
hefði ákveðið að KR fengi þessa
fjármuni til þess að geta lokið
við æskulýðsmiðstöð þá sem er
nú á lokastigi, og Fram fengi
hálfa milljón til þess að hægt
væri að halda áfram fram-
kvæmdum, sem hefðu legið niðri
vegna þess að fjármagn skorti
til efniskaupa. Albert lagði
áherslu á að hér væri um félags-
starf íþróttafélaganna að ræða,
sem að mestum hluta væri unnið
í sjálfboðavinnu.
Fjármálaráðherra sagði að
hér væri ekki um aukafjárveit-
ingu til félagsheimilasjóðs að
ræða, því hann ráðstafaði ekki
þessu fé, heldur sæi einungis um
afgreiðslu til íþróttafélaganna.
unum, að með frumvarpinu náist
þrjú meginmarkmið. í fyrsta lagi
sé erlendum lántökum stillt í hóf,
þannig að nýjar erlendar lántökur
opinberra aðila verði ekki meiri en
nemi afborgunum eldri gengis-
bundinna lána. í öðru lagi sé með
frumvarpinu séð til þess að sem
næst jöfnuður verði á rekstri ríkis-
ins. í þriðja lagi er stefnt að því
að umsvif ríkisins verði ívið minni
en á yfirstandandi ári. Hlutfall
ríkisútgjalda af þjóðarframleiðslu
verði þannig 27,6% miðað við hið
nýja uppgjör þjóðhagsreikninga, en
sé áætlað 27,9% í ár.
Sjá nánar á þingsíðu á bls. 29.
Farþegi höfuðkúpubrotnaði
Mortrunbladið/Júlíus
GEYSIHARÐUR árekstur varð í Kópavogi á gatnamót-
um Borgarhólsbrautar og Urðarbrautar kl. 19.50 í
gærkvöldi. Mazda skutbíll sem var að koma suður
Urðarbrautina ók í veg fyrir Citroen-bifreið sem kom
á miklum hraða vestur Borgarhólsbraut.
Ökumaður Mazda-bifreiðarinnar hafði numið
staðar við stöðvunarmerki, en ók síðan hægt af stað
yfir Borgarhólsbrautina, og að sögn lögrelgunnar
hefur hann greinilega ekki gert sér grein fyrir því
hversu hratt Citroén-bifreiðina bar að. Höggið þegar
bílarnir lentu saman var svo mikið að Mazda-bifreið-
in hentist um 15,. metra vegalengd. Ökumaður
Mazda-bifreiðarinnar slapp þó ómeiddur, en þrír
menn voru í Citroén-bílnum og slösuðust þeir allir,
farþegi í framsæti alvarlega. Hann höfuðkúpubrotn-
aði, en er ekki talinn í lífshættu. Grunur leikur á
að ökumaður Citroén-bílsins hafi verið undir áhrif-
um áfengis.
Aðkoman að slysstaðnum var mjög ljót, að sögn
lögreglunnar, og segir hún að þessi gatnamót séu
ein þau hættulegustu í Kópavogi. Árekstrar voru
sérlega tíðir þarna áður fyrr en ástandið lagaðist
eftir að sett var stöðvunarskylda á Urðarbrautina.
Á hinn bóginn verða árekstrar þarna iðulega mjög
harðir. Ekki er vitað um sjónarvotta að slysinu og
biður lögreglan í Kópavogi þá sem kynnu að hafa
orðið vitni að því að gefa sig fram.
Már sleginn Ríkisábyrgða-
sjóði á 110 milljónir króna
Bæjarsjóður og 6 stærstu fiskvinnslufyrirtækin í Ölafs-
vík og á Hellissandi gætu tapað stórum fjárhæöum
Ólafsvík, 15. október. Frá Hirti Gíslasyni, blaðamsnni Morgunblaosins.
TOGARINN Már SH frá Olafsvík
var í dag sleginn Ríkisábyrgðasjóði
fyrir 110 milljónir kr. á fyrra uppboði
á skipinu hér í Ólafsvík. Annað og
síðara uppboð verður 16. desember
næstkomandi. Fiskveiðasjóður bauð
106 milljónir kr. í skipið og Lands-
bankinn 107 og fór auk þess fram á
annað og síðara uppboð. Skuldir að
upphæð um 260 milljónir kr. hvfla á
skipinu, sem kostaði um 26 milljónir
komið til heimahafnar 1980.
Útgerðarfélag skipsins, Útver
hf., er í eigu Olafsvíkurbæjar að
40 hundraðshlutum, þrjú fisk-
vinrislufyrirtæki í ólafsvík eiga 15
hundraðshluta hvert og þrjú fisk-
vinnslufyrirtæki á Hellissandi eiga
5 hundraðshluta hvert. Skuldir á
fyrsta veðrétti í skipinu við Fisk-
veiðasjóð nema 105 milljónum, á
öðrum veðrétti við Ríkisábyrgða-
sjóð 73 milljónum og við Lands-
bankann með sjálfskuldarábyrgð
eigenda um 80 milljónum. Ljóst er
að kaupi Landsbankinn ekki skipið
verður hann að ganga eftir úti-
standandi skuldum sínum við eig-
endur skipsins. Með því móti fellur
Morgunblaðid/Friðþjófur
Jóhannes Árnason, sýslumaður Snæfellinga, slær Ríkisábyrgðasjóði togar-
ann Má í gær.
Smiðjuvegsmálið:
Játar á sig öll ákæruatriði
SIGURÐUR Adolf Frederiksen játaði sig sekan af ákæruatriðum ríkissak-
sóknara við dómsyfirheyrslur í Sakadómi Kópavogs í gær — fyrir að
hafa þann 15. mars síðastliðinn orðið Jósef Liljendal Sigurössyni að
bana í trésmiðju í Kópavogi; slá hann að minnsta kosti þrisvar í höfuðið
með járnröri svo Jósef féll í gólfið, stungið hann tvívegis með skrúfjárni
— í kvið og andlit, síðan hellt lakkþynni eða öðrum eldfimum vöka yflr
Jósef heitinn og lagt að eld, sem leiddi Jósef heitinn til dauða.
Þá er Sigurður Adolf ákærður trésmiðjuna JHS-innréttingar,
fyrir að hafa kveikt í Boða GK
24, sem er liðlega 200 lesta stál-
skip, þar sem það lá í Keflavíkur-
höfn og valdið verulegu tjóni, auk
þess að hafa stofnað lífi tveggja
manneskja í hættu.
„Ég sá rautt“
Sigurður Adolf lýsti fyrir dómi
aðdraganda manndrápsins.
Hann kvaðst hafa hitt Jósef
heitinn í veitingastaðnum Ypsil-
on í Kópavogi og hefði Jósef boðið
honum í partí. Sigurður Adolf
kvaðst hafa verið mjög drukkinn.
Þeir hefðu gengið yfir götuna í
sem Jósef var eigandi að. Þar
hefði Jósef hringt þrjú til fjögur
símtöl, en enginn svarað hring-
ingum hans og síðan sofnað fram
á borðið. Sigurður Adolf kveðst
hafa ýtt við Jósef, sem hefði
brugðið og slegið hann í andlitið.
„Ég sá rautt — tók járnrör og
sló hann og síðan man ég lítið
eftir mér fyrr en í Smiðjukaffi
þegar ég var að þvo blóð af
höndum mér,“ sagði Sigurður
Adolf.
Sigurður Adolf var spurður
hversu oft hann hefði slegið Jósef
heitinn. „Ég lamdi hann í höfuðið
— þrisvar, fjórum sinnum. Hann
sat við borðið og féll í gólfið. Ég
man ég tók skrúfjárn og stakk
hann,“ sagði Sigurður Adolf, en
kvaðst ekki muna hvar. Hann
kvaðst ekki hafa vitað til þess
að hafa stungið Jósef heitinn í
andlitið fyrr en hann hefði lesið
um það í blöðum.
Ætlaði að fela
ummerki
„Ég kíkti í veski hans — af
hverju veit ég ekki, kveikti í og
fór út. Ég veit ekki af hverju —
ætli ekki til að fela ummerki."
Sigurður var spurður hvort hann
hefði ekki gert sér grein fyrir
því, að Jósef heitinn var lifandi
þegar eldur var borinn að honum.
„Ég hugsaði ekki út 1 þetta —
maður er í sjokki." Dómari
spurði Sigurð Ádolf þá hvort
hann hefði kannað hvort Jósef
hefði verið lifandi. „Nei,“ var
svarið.
Sigurður Adolf kvaðst hafa
farið út og þvegið hendur sínar
og síðan hitt félaga sína. „Ég
ætlaði heim, en þoldi ekki við —
þoldi ekki hvað ég hafði gert og
hugsaði um eldinn og lét vita að
eldur væri laus í húsinu. Mig
rámar i að hafa hringt og látið
vita,“ sagði Sigurður Adolf.
Dyraverðir í Ypsilon brugðust
skjótt við og slökktu eldinn og
slökkvilið og lögreglan í Kópa-
vogi kom á vettvang. Lögreglu-
menn tóku niður nöfn manna á
staðnum — þeirra á meðal Sig-
urðar Adolfs. Hann var síðan
kallaður til yfirheyrslna hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins
daginn eftir og þá vaknaði grun-
ur um að hann hefði verið valdur
að dauða Jósefs Liljendal Sig-
urðssonar.
um 32 milljóna kr. greiðsla á bæjar-
sjóð, 12 milljónir á hvert fyrirtækj-
anna þriggja í Ólafsvík og 4 milljón-
ir á fyrirtækin þrjú á Hellissandi.
Gjaldþrot vofir því yfir 6 stærstu
fiskvinnslufyrirtækjunum í Ólafs-
vík og á Hellissandi og fram-
kvæmdastöðvum hjá Ólafsvíkurbæ
næstu árin. Áætlað árlegt fé til
framkvæmda á vegum ólafsvíkur-
bæjar er um 8 milljónir kr. í ár og
næstu ár en heildartekjur álíka
miklar og skuldin við Landsbank-
Víglundur Jónsson eigandi Hróa
hf., eins þriggja umræddra fyrir-
tækja í Ólafsvík, segist engan veg-
inn borgunarmaður 12 milljóna kr.
með litlum fyrirvara. Bankinn geti
því alveg eins hirt eignir fyrirtæk-
isins og sett þar upp útibú með
fiskverkun i hjáverkum, eins og að
ætla sér innheimtu þessarar fjár-
hæðar á skömmum tíma. Bárður
Jensson, formaður Verkalýðsfé-
lagsins Jökuls, segir afleiðingar
þess að skipið hverfi í byggðarlag-
inu ófyrirsjáanlega erfiðleika og
atvinnuleysi. Að öllum líkindum
munu yfir 100 manns missa atvinn-
una fari svo að skipið verði selt úr
byggðarlaginu. Kristján Pálsson
framkvæmdastjóri Utvers segir
stööuna svona slæma í dag vegna
svikinna vilyrða síðustu ríkis-
stjórnar og gengisþróunar síðustu
ára þar sem áhvílandi lán hafi öll
verið f dollurum. Samkvæmt yfir-
lýsingum stjórnvalda hafi lán úr
FÍ8kveiðasjóði átt að nema 67% af
kaupverði skipsins og 10% úr
Byggðasjóði. Ekkert hafi komið úr
Byggðasjóði og um 50% úr Fisk-
veiðasjóði. Þetta tvennt hafi gert
gæfumuninn því bilið hafi orðið að
brúa með erlendum lánum með
sjálfskuldarábyrgð í gegnum
Landsbankann með mun hærri
vöxtum en á lánum Byggðasjóðs og
Fiskveiðasjóðs. Stefán Jóhann Sig-
urðsson, forseti bæjarstjórnar og
stjórnarformaður Útvers, segir
heimamenn ákveðna í þvf að halda
togaranum sé þess nokkur kostur.
í því skyni muni þeir stofna hluta-
félag til kaupa á togaranum að
loknu uppboði. Svo það gangi verði
að afskrifa eitthvað af skuldum
skipsins eins og þegar hafi verið
gert við uppboð á öðrum skipum.
Skip eins og Má verði ekki hægt
að reka fari kaupverð þess upp fyrir
190 rrtilliónir.