Morgunblaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985 Mesti fíkniefnafundur í Noregi til þessa: Hasshundur þefaði tólf kíló af amfetamíni uppi Osló, 15. október. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. í FRAMSÆTINU sat ung kona med kornabarn sitt á brjósti. Við hlið hennar sat velklæddur karlmaður og ók bílnum frá borði. Hasshundur átti leið framhjá bflnum og nusaði grunsamlega að bflnum. Vakti það grunsemdir lögreglunnar svo hún hóf leit í bflnum með þeim afleiðingum að hún fann þar 12 kfló af amfeta- míni. Talið er að söluverðmæti þess séu 12 milljónir króna, eða 65 millj- ónir íslenzkra. Fíkniefnafundur þessi er hinn mesti í Noregi og er talið að hjúin, með ungabörnin tvö, hefðu sloppið í land ef hasshundurinn Pinto hefði ekki verið settur um borð í ferjuna við komuna til Noregs. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann kemur upp um stórsmyglara. Að sögn lögreglunnar er það ný Brezka sam- veldisráð- stefnan hefst í dag Namau, Bahamaiyjum, 15. október. AP. GERT ER ráð fyrir að á ráðstefnu brezku samveldisríkjanna í Nassau á Bahamaeyjum verði lagt hart að Bret- um að þrýsta enn frekar á stjórn Suður-Afríku í þeim tilgangi að binda enda á kynþáttaaðskilnaðinn í land- inu. Skýrði Shridath S. Ramphal, að- alframkvæmdastjóri samveldisins, frá þessu í dag. Ramphal sagði, að samstaða væri um það innan samveldisins að fá Suður-Afríku til þess að falla frá kynþáttastefnunni. Ágreiningur væri aðeins um leiðir og aðferðir til þess að koma þessu markmiði fram. Hann gagnrýndi hins vegar Bandaríkin fyrir að hafa aðeins viljað beita stjórnmálaaðgerðum gegn Suður-Afríku, þar til fyrir skömmu, en þá sneri Bandaríkja- stjórn við blaðinu og ákvað að taka upp refsiaðgerðir gagnvart stjórn- inni í Pretoríu. Ráðstefnan hefst á morgun, mið- vikudag og sitja hana fulltrúar 49 samveldisríkja. aðferð fíkniefnasmyglara að taka börn sín með sér í ferðir og láta líta út fyrir að fjölskyldan sé að koma úr fríi til þess að vekja síður grunsemdir. Segir lögreglan að þetta sé andstyggileg misnotkun Veður víða um heim Laglt Hæil Akureyri 6 súld Amsterdam S 15 Skýjaó Aþena 10 15 skýjað Barcelona 23 hálfskýjað Berlín 6 13 skýjað Brúasel 3 14 rigning Chicago 9 16 heiðskírt Dublín 6 16 heiðskírt Feneyjar 16 þokumóða Frankfurt 12 16 skýjað Genf 9 20 skýjað Helainki 2 8 heiðskírt Hong Kong 26 28 skýjað Jerúsalem 15 25 heiðskírt Kaupmannah. 8 14 heiðskírt Lissabon 16 32 heiðskírt London 11 16 skýjað Los Angeles 16 32 heiðskírt Lúxemborg 12 súld Malaga 25 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Miami 26 30 heiðskírt Monlreal 6 12 rigning Moskva 5 9 skýjað NewYork 16 24 heiðskírt Osló 5 18 skýjað París 9 18 skýjað Peking 8 20 rigning Reykjavík 10 súld Ríó de Janeiro 16 30 skýjað Rómaborg 11 23 heiöskírt Stokkholmur 7 15 skýjað Sydney 16 22 skýjað Tókýó 12 19 skýjað Vínarborg 7 9 rigning Þórshöfn 10 súld ungbarna. Hjúin höfðu með sér tvö börn, 8 mánaða og hálfs annars árs. Þau eru hollenzk. Sitja hjúin í fangelsi og bíða dóms en börnin eru á sérstakri barnastofnun. Móð- irin fær lögreglufylgd þangað nokkrum sinnum á dag til að annast yngra barnið. Ekki hefur verið ákveðið hvort börnin verði send aftur til Hollands eða höfð í vörzlu á barnastofnun í Noregi meðan foreldrarnir afplána þann langa fangelsisdóm, sem þau eiga í vændum. AP/Símamynd Rajiv Gandhi skenkir frú Margaret Thatcher te í embættisbústað brezka forsætisráðherra að Downingstræti 10 í gær. Vilja herða aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum London, 15. október. AP. FRÚ Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, og Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, sem nú er í sinni fyrstu opinberu heimsókn í Bretlandi, áttu í dag viðræður um aukna samvinnu landa sinna í þá átt að vinna bug á alþjóðlegri hryðju- verkastarfsemi. „Þau ræddu um þá aukningu, sem orðið hefur á skipulagðri hryðjuverkastarfsemi og þær af- leiðingar sem slíkt kann að hafa í för með sér fyrir frið og lýðræði í heiminum," sagði talsmaður brezku stjórnarinnar eftir fund þeirra. Talsmaðurinn sagði enn- fremur, að forsætisráðherrarnir tveir hefðu orðið sammála um, að sérf-æðingum yrði falið að ranns- aka, hverra ráðstafana væri þörf til þess að þeir menn, sem dæmdir hefðu verið fyrir glæpi í öðru hvoru landinu, kæmust ekki hjá því að verða framseldir með því að bera það fyrir sig, að afbrot þeirra væru stjórnmálalegs eðlis. Gandhi hefur hvað eftir annað gagnrýnt brezku stjórnina fyrir að gera ekki nóg til þess að hindra hryðjuverk öfgamanna úr röðum síkha sem búsettir eru í Bretlandi. Hryðjuverkamenn síkha stóðu að morði frú Gandhi, móður Rajivs, en hún var myrt fyrir um ári. í veizlu, sem haldin var til heið- urs Gandhi í gærkvöldi, sagði frú Thatcher í ræðu, að stjórn hennar myndi gera allt, sem unnt væri innan marka laganna til þess að tryggja það, „að hryjuverkastarf- semi verði útrýmt og að þeir sem hvetja til hennar eða vinna að henni, fái réttmæta refsingu". í ræðu sinni sagði Gandhi m.a. að binda yrði skjótan endi á það sem hann nefndi „óþolandi lífsskil- yrði“ þeirra, sem verða að búa við aðskilnaðarstefnuna í Suður- Afríku. í dag efndu um 200 síkhar, sem búsettir eru í Bretlandi, til mót- mælaaðgerða í Hyde Park í Lon- don í því skyni að tjá andstöðu sína við heimsókn Gandhis. Helsinki-ráðstefn- an hafín í Budapest Basel og Búdapest, 15. október. AP. I DAG átti að hefjast menningarmálaráðstefna 35 þjóða í Budapest. Gert var ráð fyrir miklum deilum þar milli austurs og vesturs um ýmis mikilvæg atriði varðandi mannréttindi eins og ritskoðun og skerðingar á ferðafrelsi. Yfir 800 stjórnarfulltrúar, sendistarfsmenn, rithöfundar og listamenn sækja þessa ráðstefnu, sem á að standa yfir í 6 vikur og fer fram innan vébanda Helsinki- sáttmálans svonefnda, sem undir- ritaður var af 35 ríkjum árið 1975, þar á meðal Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Er þetta fyrsta Helsinki-ráðstefnan, sem fram fer í Austur-Evrópu Svissneski rithöfundurinn Fri- edrich Durrenmatt, einn vinsæl- asti leikritahöfundur heims, bæði í austri og vestri, sagði í dag, að Utanríkisráðherrafundiir NATO: Sammála um málsmeðferð á leiðtogafundinum í Genf Brussel, 15. október. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. BANDARÍKJASTJÓRN hefur hlotið samþykki bandamanna sinna innan Atlantshafsbandalagsins við málsmeðferðinni á fundi þeirra Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, og Mikhails S. Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna, í Genf í næsta mánuði. Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna hittust á aukafundi hér í Brussel í dag til að fjalla um þetta mál. Að fundinum loknum sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra að fram hefði komið víðtæk samstaða og stuðningur við sjónarmið George Shultz utanrfkisráð- herra Bandaríkjanna. Á fundi með blaðamönnum sagði George Shultz að líta bæri á tillögur Sovétmanna um niður- skurð kjarnorkuvopna sem gagntillögur við hugmyndum, sem lengi hafa legið fyrir, frá Bandaríkjamönnum. Banda- ríkjastjórn hafnar sumu í sovézku tillögunum fullkomlega, óskar skýringa á öðru, en telur tillögurnar í heild vera skref í rétta átt og gefa von um að samkomulag takist í Genf um að halda efnislegum viðræðum um takmörkun vígbúnaðar áfram. Geir Hallgrimsson sagði að menn mættu ekki vænta þess að á leiðtogafundinum i Genf yrði komizt að endanlegri niðurstöðu um ráð til að takmarka vígbúnað og draga úr vopnabúnaði, heldur bæri að líta á viðræður leið- toganna sem skref á lengri ferð, sem vonandi leiddi til góðs að lokum. Um afstöðuna til geimvarn- aráætlunar Bandaríkjamanna sagði Geir Hallgrímsson að menn hefðu fagnað þeirri ákvörðun Reagans að hverfa ekki frá „þröngum skilningi" á ABM- samningnum um takmörkun á varnarkerfum gegn eldflaugum. George Shultz lagði á það ríka áherzlu að ABM-samningurinn ogfylgiskjöl hans sýndu að aðilar samningsins, Bandaríkjamenn og Sovétmenn, gætu rannsakað, þróað og gert tilraunir með varn- arvopn gegn eldflaugum. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu lögfræð- inga hefði Bandaríkjastjórn ákveðið að túlka samninginn á þann veg að hann heimilaði aðeins rannsóknir að óbreyttu. Á fundinum með Gorbachev ætlar Reagan ekki einungis að ræða takmörkun vígbúnaðar, heldur einnig svæðisbundin vandamál og deilur, svosem stríðið í Afganistan og spennuna i Mið-Ameríku. Þá verða mann- réttindamál einnig á dagskrá og tvíhliða samskipti Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. Er það ætlun Bandaríkjastjórnar að líta á öll dagskrármálin í heild og meta árangur viðræðnanna í samræmi við það. Sovétmenn leggja á hinn bóginn höfuðkapp á að Bandaríkjastjórn falli frá áætluninni um geimvarnir gegn eldflaugum. Þegar Geir Hallgrímsson var spurður hvort hann hefði rætt sérstaklega við George Shultz sagði hann að þeir hefðu átt stutt samtal í fundarhléi. Þar hefði komið fram að Shultz væri bjart- sýnn vegna Rainbow-málsins, þ.e. vegna sjóflutninga fyrir varnarliðið. Málstaður Banda- ríkjastjórnar væri sterkur fyrir dómstólunum og hvað sem mála- ferlum liði yrði með einum eða öðrum hætti fundin farsæll endir á málið. hann hygðist segja sig úr sviss- nesku sendinefndinni á ráðstefn- unni og fara hvergi, sökum þess að það væri „til einskis". I viðtali við blaðið Basler Zeit- ung, sem er óháð, sagði Diirren- matt: „Ég fæ ekki séð, hvaða gagn er í þessari ráðstefnu. Hvað hefur Helsinki-sáttmálinn leitt af sér? Ekkert nema erfiðleika. Hver sá í Austur-Evrópu, sem ber hann fyrir sig, er óvinur ríkisins. Austrið er meira menningarlega sinnað en við, bæði í góðum og vondum skilningi. Það er menning í fangelsi. En hvað höfum við? Við tökum hvaða breytingu sem verður í bókmenntatízkunni. Við lítum á vonleysi og frelsi sem sama hlut- inn - sem stefnuleysi." Díirrenmatt sagði ennfremur, að örinur ástæðan fyrir því að hann hyrfi frá þátttöku í ráðstefnunni væri sá mælikvarði, sem þátttak- endurnir væru valdir eftir. „Hverjir koma þangað? Ekki þeir, sem þörf er á að tali þar, heldur þeir, sem leyft er að tala,“ var haft eftir Durrenmatt. Friedrich Diirrcnmatt. „Hver sem ber fyrir sig Helsinki- sáttmálann í Austur-Evrópu, er óvinur ríkisins," segir Durren- matt, sem neitar að sækja ráð- stefnuna þar sem það sé „til einsk- is“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.