Morgunblaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985
33 ^
Minning:
Elísabet Anna
Guðnadóttir, Sœbóli
Fædd 14. aprfl 1894
Dáin 10. október 1985
Svo fer flestum, að ellin smá-
minnkar lífsþróttinn. Þó lífsorkan,
fjörið og dugnaðurinn á æsku- og
fullorðinsárum hafi verið mjög
mikill. Líkt þessu hef ég hugsað,
þá ég hef staðið við rúm Elísabet-
ar, á spítala fsafjarðar, á nokkrum
undanförnum árum og tæplega
heyrt hvað hún sagði hverju sinni,
því orka hennar með leguárunum
var að smáfjara út, uns kallið að
handan kom aðfaranótt 10. októ-
ber sl., kallið sem allir lofuðu Guð
fyrir. Þessarar öldnu konu vil ég
minnast með örfáum orðum, vegna
margra áratuga samleiðar hennar,
sem góður og skemmtilegur vinur
og nágranni fjölskyldu okkar
heimilisfólks míns, fyrrum að
Hrauni á Ingjaldssandi og síðar
að Ástúni í sömu sveit.
Elísabet fæddist 14. apríl 1894
' að Galtahrygg í ísafjarðardjúpi.
Ung missti hún föður sinn og ólst
upp, ýmist með móður sinni, Þor-
björgu Ásgeirsdóttur, eða vanda-
lausu fólki. Guðni Bjarnason, faðir
hennar, oft nefndur frá Skarði, var
hagur bátasmiður, dó ungur. Síð-
ustu bernsku- og æskuárin dvaldi
Elísabet að Miðjanesi og Skær-
ingsstöðum í Reykhólasveit, en
fluttist til bróður síns, Ásgeirs
Guðnasonar útgerðar- og for-
manns á Flateyri, um 1912 eða
1913. Árið 1914 kynnist hún fólki
af Ingjaldssandi, en Ingjalds-
sandsmenn réru þá frá Flateyri
og gerðu út mb. Sæljón.
„Mér þótti strax vænt um þetta
fólk af Ingjaldssandinum. þegar ég
kynntist því í verbúðinni og einn
af því var Bernharður faðir þinn,
en ég var matreiðslukona fyrir
aðra skipshöfn í sama húsi." Þetta
sagði hún við mig fyrr á árum.
Einn af hásetum Sæljónsins var
ungur bóndi frá Sæbóli, Ágúst
Guðmundsson. Árið 1915 réðst
Elísabet sem kaupakona til nefnds
Ágústar. Strax efldist vinskapur
þeirra og haustið 1916 giftust þau
og tók Elísabet þá við húsfreyju-
störfum, en sú mæta kona, Guðrún
Sakaríasdóttir, tengdamóðir hen-
ar, veitti heimilinu mikla aðstoð
og styrk, því heilsa hennar var
allgóð, og viljinn til hjálparstarf-
anna mikill og góður.
Ég man, þá ég var 15 ára, þessa
ungu og fallegu stúlku, þegar hún
kom í dalinn okkar, svo hress og
kát f hópi unga fólksins, þá 22ja
ára, en best naut hún samvistanna
við unga fólkið, þegar hún var
komin á hestbak og lét fákinn
þeysast áfram á sléttum grundum,
með sterkt taumhald og gat setið
svo styrk í söðlinum, þótt hratt
væri farið og gatan þröng. Mesta
yndi hennar var að stjórna og
„teygja vakran hest“, enda bauð
Reykhólasveitin, æskustöðvar
hennar, uppá slétta reiðmela og
góða hesta, og „þar þeysti hún
Beta oft rösklega góðhestunum",
sagði ein öldruð kona mér hér I
Hátúnshúsunum, nýlega.
Þegar Elísabet kom alkomin að
Sæbóli, kom hún með úr Reyk-
hólasveitinni þriggja vetra hryssu
sem varð afbragðs reiðhross, eign-
aðist afkomendur marga, mjög
góða og duglega ferðahesta. Elísa-
betu þótti vænt um hesta sína, svo
af bar, enda gat hún ætíð náð þeim.
hvar sem var. Þetta sýndi innviði
hennar og hjartagæsku til dýr-
anna, og þá einnig til allra, sem
hún vildi lífa fyrir og annast svo
sem eiginmann sinn heimili og
börn þeirra, sem uröu fjögur og
lifa öll. Þrjú heima og stjórna
búinu að Sæbóli, þau Guðmundur,
Steinunn og Guðni, en Jónína býr
á Flateyri, gift Pétri Þorkglssyni
ogeiga þau 5 börn.
Börn Elísabetar og Ágústs eru
öll hinir mætustu borgarar. Hafa
verið traust og góðir UMF og einn-
ig hverrra þeirra framkvæmda,
sem á dagskrá eru meðal sambúð-
arfólks.
Elísabet var gæfukona. Ágúst
maður hennar var duglegur og
fyrirhyggjusamur félagsmálamað-
ur og lét henni líða vel og dáði
hana, enda stóð eigi á liði hennar
að standa styrk við hlið hans.
Sæból er kirkjustaður og er
jörðin á sjávarströndu, skammt
frá ógnar brimlending í Sæbólsvör.
Yfirsýn frá eldhúsglugga Elísabet-
ar út yfir hafið með háa öldutoppa,
sem færðust nær og nær landi, þar
sem Ágúst maður hennar og nábú-
ar í dalnum réru oft í tvísýnu
ölduhafróti og stefndu fast að
þeirra einu heimavör, og á seinni
árum, synir hennar og aðrir á
trillubátum.
Oft hef ég á langri ævi hugsað
til húsfreyjanna allra á Sæbóli,
þegar þær sáu út á sundið, bátskel
hoppa á haföldunum og næstum
hverfa manna sjónum, annað veif-
ið — hugsað til fyrirbæna, vanlíð-
anar þeirra og ótta. „En Guð gaf
þá gjöf að alltaf fór vel, menn náðu
landi heilir i höfn. Ég hefði átt
bágt með að sjá skip farast í lend-
ingunni," sagði hún eitt sinn við
mig í samræðum.
Auk fyrirbænanna fylgdi sú
innri hlýja, að bjóða og leiða
þreytta sjómanninn að heitu mat-
arborði og þurrum klæðum, ef með
þurfti, áður en lagt var af stað
fram í dalinn, til síns heima, með
verzlunarvörur á baki, oft í ófærð. . _
Þetta er ein af þeim fögru minn- * *
ingum um allt fólkið á bæjunum
á Sæbóli, frá þeim árum er eigi
var kominn vegur yfir Sandsheiði.
Flestar ferðir úr dalnum voru á
sjó, frá hinni brimsömu strönd,
hverra erinda sem var, til fiskjar
eða verslunar.
Mann sinn, Ágúst, missti Elísa-
bet árið 1963 eftir nokkurra ára
erfið veikindi. í veikindum hans
hafði hún fundið styrk og velvilja
barna sinna að þau mundu hefja
samstarf er yxi og efldist í sömu
átt og fallni vinurinn hennar hafði
mótað.
Þá voru dóttur og barnabörnin
hennar gleðigeisli í lífi hennar, á
fjölgandi árum, meðan hugur og
hönd gátu starfað.
Fyrir þremur eða fjórum árum
smáminnkaði umhyggja hennar og
þrek, en vist á sjúkrahúsum í
Reykjavík og ísafirði tók við, uns
yfir lauk. Læknar og þjónustufólk
sýndu henni margfalda hjálp í
þeim langvarandi veikindum er
hana þjáðu. Allir þakka þá hlýju
og þolinmæði, sem starfsfólkið
sýndi henni nótt og dag.
Gamlir vinir Elísabetar frá
Hrauni og öllum býlum á Ingj-
aldssandi vilja færa henni kær- * „
leiksríka kveðju og óskir um blíða
móttöku á landi hins ókunna. Ég
bið henni og öllum börnum hennar
blessunar Guðs. Aldin húsfreyja
veri sæl og kært kvödd. Guðs vernd
og friður fylgi henni til heimkynna
hins algóða Guðs.
Guðmundur Bernharðsson
frá Ástúni
Jón Arason lög-
fræðingur — Minning
Jóhanna K. Magn-
úsdóttir — Minning
Það haustar. Sumarið hverfur á
braut. Litirnir í ríki náttúrunnar
fölna og söngur fuglanna hljóðnar.
Veturinn er í nánd. Þetta minnir
okkur á endalok lífsins og að eitt
sinn kemur vor síðasti dagur. Einn
gömlu vinanna og bekkjarbróðir,
Jón Arason, lögfræðingur, hefur
kvatt og horfið á braut. Lífsþráð-
urinn varð ekki iengur spunninn.
Líf mannlegt endar skjótt.
Jón Arason var fæddur á Ytra-
Lóni í N-Þingeyjarsýslu 15. apríl
1928 og voru foreldrar hans hjónin
Ari Helgi Jóhannesson, bóndi og
kennari, óðalsbónda og sýsluskrif-
ara Jóhannessonar á Ytra-Lóni,
og kona hans, Ása Margrét Aðal-
mundardóttir, bónda á Eldjárns-
stöðum á Langanesi, Jónssonar.
Foréldrar Jóns fluttust til Reykja-
víkur og var Ari starfsmaður
Skattstofunnar er hann lést árið
1938, langt um aldur fram aðeins
fimmtugur að aldri. Þau Ása eign-
uðust fimm börn sem öll komust
upp. Ása var einstök kona, tíguleg
með reisn í fasi, og dugnaður
hennar var mikill að sjá heimilinu
farborða á þeim árum og koma
börnum sínum til manns. En þau
eru:
Guðrún gift Ólafi Björnssyni,
prófessor.
Þóra gift Georg Sickels, háskóla-
kennara, búsett í Bandarfkjunum.
Jóhannes, útvarpsþulur, kvænt-
ur Elísabetu Einarsdóttur.
Þorsteinn, starfsmaður í Áburð-
arverksmiðjunni í Gufunesi,
ókvæntur, og Jón var yngstur
þeirra.
Jón varð stúdent frá MR 1948
og cand. juris. frá Háskóla íslands
1954. Starfaði á skrifstofu Eim-
skipafélags íslands til ársins 1963
að hann stofnaði eigin lögfræði-
skrifstofu og fasteignasöluna
Fasteignaval er hann rak til
dauðadags. Jón fékk réttindi til
málflutnings fyrir héraðsdómi
1965.
Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Halla Bergþórsdóttir frá
Þórustöðum í ölfusi. Þau skildu.
Síðari kona Jóns og eftirlifandi er
Margrét Jónsdóttir, sölustjóri
Fasteignavals. Bæði hjónaböndin
voru barnlaus. En eina dóttur
lætur Jón eftir sig, Þórdísi, en
móðir hennar er ólöf Jónsdóttir.
Jón unni dóttur sinni og var hreyk-
inn af henni, kom hann með Þór-
dísi á stúdentafagnað og föðurstol-
tið leyndi sér ekki, enda stúlkan
gjörvuleg eins og hún á ættir til.
Jón var góðum gáfum gæddur.
Hann var unnandi tónlistar eins
og fjölskylda hans öll og var mikið
spilað og sungið á æskuheimilinu.
Þá var hann félagslyndur og hafði
sérstaka kímnigáfu og fór á kost-
um ef svo bar undir og var hrókur
alls fagnaðar, hvar sem hann kom.
Hann var bridgemaður góður.
Jón var atorkusamur lögfræð-
ingur og hafði umsvif mikil, gat
verið fastur fyrir í viðskiptum, en
á bak við var ljúfmennið og dreng-
urinn sem allir vildu kynnast og
þekkja.
í minningu æsku- og unglings-
áranna rifjast upp gleðistundir í
góðra vina hópi, þar sem Jón lék
á als oddi mitt í hópnum og allar
vildu meyjarnar eiga hann.
Jón og bekkjarsystkinin voru
aufúsugestir á æskuheimili mínu
í Brautarholti. Hann kom þar
reyndar mikið alla tíð og var vinur
allrar fjölskyldunnar.
Móðir mín hafði mikið yndi af
heimsóknum unga fólksins og
hafði orð á, þegar talað var um
hvaða gestir væru væntanlegir í
jóla- og páskafríum, að svo kæmu
kavalerarnir á Eikarbæ og þá átti
hún við Jón Ara, Valla Run.,
Munda Vilhjálms og Palla The.
Þessar stundir gleymast ekki og
verða ofarlega í sjóði minninganna
er fram líða stundir. Þá minnist ég
þess er Inga, kona Ólafs bróður
míns, kom í fyrsta sinn til íslands
jólin 1960. Inga var spurð hvort
henni hefði verið sýnt eitthvað og
hún hitt einhverja. „Já, já,“ svar-
aði hún að bragði. „Ég er búin að
sjá Dómkirkjuna og Alþingishúsið
og hitta Jón Árason.“
Það var fríður og föngulegur
hópur, sem kvaddi Menntaskólann
í Reykjavík 16. júní 1948 og hélt
niður Skólabrúna og út I lífið til
frekara náms og dáða til heilla
landi okkar og þjðð og við sungum
Gaudiamus igitur og Integer vitae.
Við vorum 98 að tölu og er Jón sá
12. sem kveður okkur. Þessi júní-
dagur verðu ávallt minnisstæður,
það var sól og sunnanvindur og
við vorum glöð og full trúnaðar-
trausts á lifið og tilveruna og
heilræði og árnaðaróskir kennar-
anna, sem sumir hverjir höfðu
kennt okkur öll 6 árin hljómuðu í
eyrum okkar.
Mætti unga, eirðarlausa fólkið,
sem hleypur í gegnum punktakerfi
skólanna, alltaf með nýja og nýja
kennara, sem það veit varla hvað
heita, eignast einn Boga ólafsson
eða Éinar Magg., sem stóðu sem
klettar og aldrei brugðust.
Og alvara lífsins tók við og Jón
fór ekki varhluta af henni frekar
en aðrir. I lífi hans skiftust á skin
og skúrir. Árin urðu ekki nema 57,
en hefðu mátt verða mun fleiri.
En alfaðir ræður. Það er komið
kvöld, leyfið þreyttum að sofna.
Ævisól Jóns Arasonar er til
viðar hnigin. Við hjónin sendum
eiginkonu hans, dóttur, systkinum
og öðrum ættingjum innilegar
samúðarkveðjur og biðjum hinum
látna blessunar guðs.
Hvíl í friði.
Ingibjörg Ólafsdóttir
Fædd 31. júlí 1923
Dáin 4. október 1985
Jóhanna Katrín Magnúsdóttir
var fædd 31. júlí 1923 að Ásgarði
í Dölum. Foreldrar hennar voru
Jóhanna dóttir Bjarna í Ásgarði
og maður hennar, Magnús Lárus-
son, kennari.
Ég kynntist Hönnu í félagsstarfi
á blómatíma vinstri hreyfingar á
styrjaldarárunum er hún bjó
ásamt móður sinni og stjúpa, Jóni
Bjarnasyni, blaðamanni, i Þjóð-
viljahúsinu, Skólavörðustíg 19.
Hún tók þá mikinn og virkan þátt
í sívaxandi starfi Æskulýðsfylk-
ingarinnar. Gegndi hún þar mörg-
um trúnaðarstörfum og reyndist
bæði traust og ötul í öllu því sem
henni var falið og m.a. varð hún
einn fyrsti stafsmaður Æskulýðs-
fylkingarinnar þegar verkefnin
voru sem mest. Auk almennu fé-
lagsstarfanna var þá unnið að
uppbyggingu útivistar- og
skemmtisvæðis í Rauðhólum,
skíðaskála á Hellisheiði og efnt til
kynnis- og skemmtiferða vítt og
breitt um landið.
öll sín störf vann Hanna af
stakri ró og samviskusemi en gat
reynst bæði skapmikil og ákveðin.
Hanna kynntist vini mínum og
skólabróður Ingvari Hallgríms-
syni og þau giftu sig árið 1948.
Fluttu þau þá rakleitt til Noregs,
þar sem Ingvar stundaði nám í
fiskifræði.
Þau komu síðan heim aftur árið
1954 með tvíburadætur sínar árs-
gamlar. Þær eru báða læknar nú,
og er Brynhildur gift Magnúsi
Ingimundarsyni, cand. mag., en
Ósk er gift Ragnari Jónssyni,
lækni. Þriðja dóttirin, Elísabet
Valgerður, sem er fædd 1956, er
innanhússarkitekt. Barnabörnin
eru tvö, drengur og telpa.
Hanna helgaði fjölskyldunni líf
sitt og starfskrafta, fyrst erlendis
og siðar er þau byggðu sér myndar-
legt heimili í Skerjarfirði á
bernskuslóðum Ingvars. Umhyggj-
an fyrir börnunum og uppeldið sat
ætíð í fyrirrúmi hjá þeim hjónum
og kom það óspart í hlut húsmóð-
urinnar þar sem eigimaðurimf var
oft langdvölum fjarverandi á sjó.
Einnig hefur Hanna reynst afar
vel tengdaföður sínum, hinum
aldna ferðamanni og fræðaþul,
Hallgrími Jónassyni.
Um langt árabil gekk hún þó
ekki heil til skógar eftir veikindi
og hún kenndi jafnan sjúkdóms
þess er háði henni æ síðan. En
með eindæma viljastyrk gegndi
hún þó störfum sínum. Og þegar
um hægðist á heimilinu hóf hún
auk þess virka þátttöku í heim-
sóknarþjónustu Rauða krossins
síðustu árin.
Það var jafnan gott að eiga þau
hjónin að vinum og kynnast hrein-
skilnum skoðunum þeirra á mönn-
um og málefnum, sem voru vissu- ""
lega fastmótaðar en sanngjarnar
og iðulega settar fram með góðlát-
legri kímni.
Nú er stórt skarð fyrir skildi
hjá ástvinum við fráfall Hönnu
Magg, en minningin um hana í
hugum þeirra og vinahópsins
stendur föstum fótum, eins og öll t
hennar skapgerð.
Haraldur Steinþórsson