Morgunblaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985 45 + Faöirokkar, tengdafaöir, fósturfaðir, afi og langafi, EYJÓLFUR ÞÓRARINN JAKOBSSON, Hraunbœ 50, er lést laugardaginn 12. október verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju mánudaginn21.þ.m. kl. 13.30. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, Axel Eiríksson, Magnús Eyjólfsson, Alda Þ. Jónsdóttir, Olöf Eyjólfsdóttir, Elías Eínarsson, Rúna Jónsdóttir, Jón Þór Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróöirokkar, SIGURGEIR FALSSON, Ljósheimum 4, Reykjavík, verður jarösunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 17. október kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hans láti Krabbameinsfélagið eða Langholtskirkju njóta þess. Rósa Falsdóttir, Mildríður Falsdóttir, Jakob Falsson og aörir aöstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúö við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU SIGURDARDÓTTUR Alda Pétursdóttir, Sigríöur Pétursdóttir, Agnar Ólafsson, Sæmunda Pétursdóttir, Guömundur Þóröarson, Siguröur Pétursson, Sóley Brynjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, NÖNNU GUDMUNDSDÓTTUR, fré Hóli, Stöðvarfiröi. Hjördís Stefónsdóttir, Berta Stefánsdóttir, Guömundur Stefénsson, Maggy Ársælsdóttir, Arthur Stefénsson, Helga Þorsteinsdóttir, Carl Stefénsson, Ásta Tómasdóttir, Stefén Stefénsson, Ragnheiöur Pélsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU SIGURLAUGAR GUDLAUGSDÓTTUR, Gnoöarvogi 16, Reykjavík. Stefén Ö. Jónsson, Ólafur H. Jónsson, Elín Þórarinsdóttir, Þórdís M. Jónsdóttir, Brynjólfur Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug vö andlát og jaröarför, BERENTS MAGNÚSSONAR fré Krókskoti, Sandgeröi. Fyrir hönd aöstandenda. Sveinbjörn Berentsson. Lokað Lokað eftir hádegi í dag, miövikudaginn 16. október,- vegna jarðarfarar Haröar Thors Morthens. Mát hf. Ármúla 7. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Hörður Thor Morthens Fæddur 31. desember 1954 Dáinn 7. október 1985 Hvers vegna minn kæri frændi? Hvers vegna? Dauða hans bar að á fögrum haustdegi, þegar sólin skein í heiði. En daginn var tekið að stytta. Laufin féllu af trjánum, eitt og eitt. Þó skörtuðu þau marg- breytilegum litum og fegurð gróð- urs og jarðar var meiri en oftast. Hvers vegna eru forlögin svona grimm, að hann í blóma lífsins skyldi þurfa að falla frá; á tindi lífs og orku. Kannske var sam- hljómur með honum og haustlauf- unum. Má vera að lífsins sól hafi aldrei náð að skína með þeirri birtu, að hamingjusprotar hans næðu að springa út. Þó var hamingja hans mikil, þegar hann eignaðist litlu dóttur sína, sem nú er tveggja ára. Það var hans gleði og hans framtíðar- draumur, að fá að annast hana og lifa fyrir hana. Aldrei sá ég lífsins sól skína eins bjart og skært, eins og úr augum hans, þegar hann talaði um hana. Þá var ekki haust íaugum. Líklega voru þeir ekki margir sólardagarnir í lífi hans. Ég held ég hafi skilið hann. Við skildum hvor annan. Guð hafði gefið hon- um djúpa og sterka eðlisgreind. Hann velti fyrir sér lífsgátunni, en var sjaldnast ánægður með ár- angurinn. Hann vildi vita meira, og kom mér svo oft á óvart með þekkingu sinni og miklum bók- lestri. Hugur Harðar stóð ekki til mennta eða langskólanáms, þótt greind hans hefði komið honum langt. Hann var skapstór og stund- um þvermóðskufullur. Það varð ekki við allt ráðið. Hinn vildi sjálf- ur og einn ráða lifsgátuna. Um það var ekki deilt. Það er stundum erfitt að vera ungur og fullur af orku, sem eng- inn vill nýta. Hver tekur mark á þeim ungu? Við, hinir gömlu, þykjumst hafa vitið og reynsluna. En við höfum ekki tíma til að hlusta á æskuna. Við erum svo uppteknir af okkur sjálfum og efnishyggjunni. Þó berum við ábyrgð á því hvernig fór um þitt líf, og svo margra annarra, sem falla í blóma lífsins. Við höfum ekki tíma né umburðarlyndi. Frændi minn sæll var alltaf að leita að kærleikanum, eins og milljónir annarra ungra manna og kvenna. Svarið við þeirri lífs- gátu, var hans eigið líf. Það greiðir enginn hærra verð fyrir þá leit en með lífi sínu. Hann átti kærleika til að gefa. Ég minnist þess fyrir nokrum árum, þegar ég átti hvað bágast, hversu fljótt hann skynjaði að eitthvað amaði að Didda frænda. Þá var Hörður 15 ára með hjartað á réttum stað. Hann tók um herðar mér hlýjum höndum og hvíslaði að mér huggunarorðum, sem ég gleymi aldrei. Og síðasta ferð hans var til að heimsækja mig í bústað- inn á fögrum haustdegi. En ég var ekki heima. Ég hef velt því fyrir mér: hvers vegna? Hefði öðruvísi farið? Slíkt veldur heilabrotum. Það er komið að vegamótum. Það vissu fáir hvað í huga hans bjó. Hann unni fögrum Iistum. Hann dró línu á milli kjarna og hismis í málaralist á þann hátt að undrum sætti. Þessi minningarbrot eru sund- urlaus. Þetta er bra skrifað fyrir hann. Sárast finnst mér, að litla dóttir hans skyldi ekki fá að njóta blíðu hans. En ég vil þakka honum elskuleg og drengileg kynni. Það er verst að þau skyldu ekki vara lengur. Um leið vil ég þakka mönnunum, sem komu á slysstað- inn og reyndu allt til bjargar. En það nægði ekki og varð þeim mikið áfall. Þeim þakka ég fyrir hönd fjölskyldunnar. Svo bið ég góðan Guð að styrkja þig kæra Alda, og líta til með þér og litlu stúlkunni ykkar um ókom- in ár. Fari frændi minn í friði. Diddi frændi Félag smábátaeigenda á Austurlandi: Mótmælir hömlum sem settar hafa verið á veiðar smábáta á árinu EFTIRFARANDI ályktun var sam- þykkt á stjórnarfundi Félags smá- bátaeigenda á Austurlandi sem hald- inn var 6. október sl. „Félag smábátaeigenda á Aust- urlandi mótmælir harðlega þeim hömlum sem settar hafa verið á veiðar smábáta á þessu ári og átelur sérstaklega allt of harðar aðgerðir sem settar voru eftir 20. september og bendir á að skammdegið samfara risjóttum haustveðrum sjái alveg um tak- markanir á sjósókn þeirra. Ráðherra getur ekki ábyrgst sjóveður þá daga sem róa má. Kemur þetta hart niður á þeim sem eingöngu hafa af þessu sitt lifibrauð. Félagsmenn séu alfarið á móti þeim valkostum sem sjáv- arútvegsráðuneytið hefir nýverið lagt fram varðandi stjórnun á veiðum smábáta, en þær stefna eingöngu í þá átt að takmarka enn frekar veiðar þeirra, þrátt fyrir tillögu fiskifræðinga um þriðjungs aflaaukningu á næsta ári, og að einnig er viðurkennt að afli smá- báta vegur létt hvað varðar fisk- verndun. Félagið bendið á nýsamþykkta ályktun Félags smábátaeigenda á íslandi og telur hana ganga nógu langt varðandi takmarkanir á veiðum smábáta. Félagið hvetur verkalýðsfélög, sveitarstjórnir og þingmenn til að standa með trillukörlum í þessari baráttu þeirra við ofstjórn sjávar- ú tvegsráðherr a.“ (FrétUtilkjriMÍBg.) Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins: Guðlaugur Þorvaldsson var kjörinn formaður AÐALFUNDUR Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins var haldinn í Norræna húsinu í Reykjvík 4. októ- ber sl. Formaður Revkjavíkurdeild- arinnar, dr. Gylfi Þ. Gíslason, flutti starfsskýrslu stjórnar. Síðan var menningar- og kynningardagskrá endurtekin frá árinu 1984 vegna mikillar aðsóknar þá, en hún var í samvinnu við efsta bekk Leiklistar- skóla íslands, en Páll Líndal og Stefán Baldursson sömdu dag- skrána. Kalevala-þjóðkvæðin voru flutt í framhaldi af námsstefnu sem Há- skóli íslands efndi til um kvæðin í ár. Þá efndi Reykjavíkurdeildin til lýðháskólakynningar í Norræna húsinu veturinn 1985 og stóð auk þess fyrir höfuðborgarráðstefnu í Reykjavík á sl. vori, en slíkar ráð- stefnur eru árlegur viðburður I samstarfi deilda norrænu félag- anna í höfuðborgum Norðurlanda. Að lokinni skýrslu formanns gerði Jóna Hansen, gjaldkeri, grein fyrir reikningum deildarinn- ar, en félagsmenn eru nú 4.200. Undanfarin þrjú ár hefur deildin gefið út tímaritið Norræn jól, sem gefið var út á stríðsárunum og fyrstu árunum þar á eftir af Nor- ræna félaginu en Reykjavíkur- deildin endurreisti fyrir þremur árum. Fráfarandi formaður Reykja- víkurdeildarinnar, dr. Gylfi Þ. Gislason, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Formaður var kjörinn Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, en aðrir í stjórn eru: Gils Guðmundsson, Jóna Hansen, Svava Storr, Arnheiður Jónsdótt- ir, Úlfur Sigurmundsson og Har- aldur Ólafsson. í varastjórn voru kjörin: Jónas Eysteinsson, Einar Laxness, Matt- hías Haraldsson og Ingibjörg Björnsdóttir. Endurskoðendur voru kjörnir: Stefán ólafur Jóns- son og Árni Brynjólfsson. Fundar- stjóri á aðalfundi var Gils Guð- mundsson og fundarritari Jónas Eysteinsson. (FrétUtilkynnínj;.) Þingflokkur Kvennalistans: Sigríöur Dúna formaður SIGRÍÐUR Dúna Kristmundsdóttir hefur nú tekið vió starfi formanns þingflokks Kvennalistans af Krist- ínu Halldórsdóttur. Svo sem tilkynnt var I upphafi þessa kjörtímabils munu þing- menn Kvennalistans skipta með sér formennsku þingflokksins og er slík verkaskipting I samræmi við hugmyndir og stefnu Kvenna- listans um valddreifingu. (FrétUUIkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.