Morgunblaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985
27
*
Lán frá Húsnæðismálastjórn:
253 milljónir til 944 aðila
LÁNVEITINGAR til 944 adila sam-
tals að upphæð 253 milljónir króna
voru samþykktar á fundi Húsnæðis-
málastjórnar 9. október síðastliðinn.
Lánin eru í sjö flokkum og koma til
greiðslu í þessum mánuði og þeim
næsta. Lánveitingar þær sem hér um
ræðir eru:
Námsgagnastofnun:
Kynning á
nýju náms-
efni í skrift
UNDANFARIN ár hefur farið fram
gagnger endurskoðun á námsefni í
skrift á vegum skólaþróunardeildar
menntamálaráðuneytisins. Niður-
stöður voru m.a. þær að nauðsynlegt
væri að gefa út skriftarefni sem
byggðist á annarri skriftargerð en
áður hefur verið notuð hérlendis.
Nú hefur Námsgagnastofnun
gefið út nýjar skriftarkennslubæk-
ur. Höfundar þeirra eru Björgvin
Jósteinsson, Kristbjörg Eðvalds-
dóttir og Þórir Sigurðsson.
Miðvikudaginn 16. október kl.
16.30 verður efnt til kynningar á
efninu í Kennslumiðstöð Náms-
gagnastofnunar, Laugavegi 166.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm
leyfir. Þeir kennarar sem eru að
taka efni þetta í notkun eru sér-
staklega hvattir til að koma á
fundinn.
(Fréttatilkynning)
1. Frumlán „(fyrri hluti)“ þeim til
handa, er gerðu íbúðir sínar
fokheldar í ágúst 1985 og eru
að eignast sína fyrstu íbúð. Lán
þessi skulu koma til greiðslu
eftir 15. október 1985. Hér er
samtals um 70 lán að ræða,
samtals að fjárhæð 31 milljón
króna.
2. Lokalán „(þriðji hluti)" þeim til
handa, er fengu frumlán sín
greidd fyrir 20. september 1984
og miðlán sín greidd eftir 22.
maí 1985. Lokalán þessi skulu
koma til greiðslu eftir 15. októ-
ber 1985. Þar er um að ræða 65
lán, samtals að fjárhæð 13
milljónir króna.
3. Lán til viðbygginga og endur-
bóta á eldra húsnæði munu
koma til greiðslu eftir 15. októ-
ber 1985 þeim til handa, er
sendu stofnuninni fullgildar
umsóknir fyrir 1. júlí sl., enda
hafi framkvæmdum verið lokið
fyrir þann tíma, eða viðbygg-
ingar orðið fokheldar. Hér er
samtals um að ræða 27 milljónir
króna til 75 aðila.
4. Lokalán „(þriðji hluti)“ þeim
byggjendum einingahúsa til
handa, er fengu frumlán sín
greidd eftir 1. nóvember 1984
og miðlánin í apríl 1985. Lán
þessi skulu koma til greiðslu
eftir 1. nóvember 1985. Hér er
um að ræða samtals 9 milljónir
króna til 40 aðila.
5. G-lán þeim kaupendum eldri
íbúða til handa, er sóttu um lán
til stofnunarinnar frá 1. janúar
til loka marz mánaðar 1985,
munu koma til greiðslu eftir 1.
nóvember 1985. Hér er um að
ræða samtals 113 milljónir
króna, sem veitt eru 520 aðilum.
6. Frumlán þeim húsbyggjendum -»
til handa, sem átt hafa íbúðir
áður, en gerðu nýbyggingar
sínar fokheldar í apríl, maí og
júní 1985, munu koma til
greiðslu eftir 10. nóvember 1985.
Hér er samtals um 30 milljónir
króna að ræða til 105 aðila.
7. Frumlán þeim húsbyggjendum
til handa, sem eru að eignast
sína fyrstu íbúð, en gerðu ný-
byggingar sínar fokheldar í
september 1985, munu koma til
greiðslu eftir 15. nóvember 1985.-
Hér er samtals um 30 milljónir
króna að ræða til handa 70
aðilum.
Geðhjálp:
Fyrirlestur
um ofnotkun
róandi lyfja
HANNES Pétursson, yfirlæknir á
geðdeild Borgarspítalans, heldur
fyrirlestur um ofnotkun róandi
lyfja á geðdeild Borgarspitalans
annað kvöld, fimmtudagskvöld, og
hefst hann kl. 20.30. Fyrirlestur
þessi er sá fyrsti í röðinni sem
Geðhjálp gengst fyrir I vetur.
Fréttatilkynning
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA
Starfsemi Kanaríklúbbsins
hefst í nóvember með sérlega
hagstæðum ferðatilboðum.
Nú er stutt í að starfsemi hefjist í
einum skemmtilegasta klúbbi
landsmanna. Tilgangur starfsins
verður enn sem áður að njóta lífsins
á Kanaríeyjum og vegna hagstæðra
fargjalda má búast við blómlegu
starfi í vetur.
Sértilboð á fyrstu ferðum
13. nóvember er fyrsta brottför í 5
vikna ferð. Verð pr. mann í tvíbýli
er aðeins kr. 35.000,- og í þríbýli kr.
32.270.-. 20. nóvember er önnur
brottförin í 4 vikna ferð, verð pr.
mann í þríbýli í þá ferð er aðeins kr.
29.700.- og í tvíbýli kr. 32.000.-. í
báðum ferðunum er heimkoma 17.
des. Gist verður í hinum vinsælu
smáhýsum San Valentino Park á
Playa del inglés. Verðdæmi fyrir
hjón með eitt bam, 2-6 ára: aðeins
kr. 27.180,- pr. mann í 5 vikna ferð
(án flugvallarskatts).
Beint í sólina
í beinu leiguflugi
í brottförunum 13. og 20. nóv. er
flogið út í áætlunarflugi en heim í
leiguflugi. Eftir það bjóðum við bæði
ferðir í áætlunarflugi um
London og beinu leigu-
flugi. Beint út og beint
heim! Þeir sem þekkja ---------------
leiguflugið vita hve þægilegt það er
að þurfa ekki að miliilenda og skipta
um vél.
smátíma fyrir sólböðin! Kynnisferð-
irnar, skemmtanimar, íþróttirnar og
veitingahúsin taka jú sinn tíma.
Frábær fararstjórn
Fyrir reynda Kanarífugla
nægir að segja að Auður
Sæmundsdóttir og Klara
Baldursdóttir séu farar-
stjórar. Nýir félagar Kanarí-
klúbbsins mega treysta
því að Auður og Klara eru sérlega
hjálpsamar og gera vel við sína.
Það er beðið eftir
okkur á Kanarí
Veðurguðimir hafa verið varaðir við
komu okkar. Hótelin eru stífbónuð
og fægð. Ströndin og sjórinn hreint
yndisleg, svo nú er ekki til setunnar
boðið.
í vetur verða höfuðstöðvar Kanarí-
klúbbsins á Playa del Inglés. Þar
geta allir fundið gistingu við sitt hæfi
á einhverju hótelanna eða í smáhýs-
um. Á Playa del lnglés eru ótæm-
andi möguleikar á útiveru og dægra-
styttingu - mundu bara að gefa þér
Mikill afsláttur
fyrir böm og unglinga
Nú geta heilu fjölskyldurnar gengið
í klúbbinn því fjölskylduafsláttur er
óvenju mikill. Börn á aldrinum 2-6
ára greiða aðeins kr. 19.000.-, 7-11
ára fá kr. 6.500,— í afslátt og börn og
unglingar 12-16 ára fá kr. 4.500,- í
afslátt.
Brottfarir í leigufiugi eru 17. des., 7.
jan., 28. jan., 18. feb., 11. mars og 1.
apríl.
lnnifalið í verði er flug (án flugvallar-
skatts), gisting, ferðir að og frá flug-
velli á Kanarí og fararstjóm.
ÚRVAL ÚTSÝH Samvinnuferóir-Landsýn FLUGLEIDIR
Gottfólk