Morgunblaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985 ÚTVÁRP / S JÓN VARP Fræðslu- sjónvarp Nú á mánudagskveldið var á dagskrá sjónvarpsins fyrsti þáttur af tíu sem íslenska sjón- varpið hefir látið gera um fram- burð móðurmálsins. Umsjónar- maður þessara þátta er Árni Böðv- arsson málfarsráðunautur ríkisút- varpsins en honum til aðstoðar Margrét Pálsdóttir. Er ætlunin að skýra hvernig einstök málhljóð myndast í töluðu máli og styðst Árni við svokallaðar „hljóðstöðu- myndir" er Jón Júlíus Þorsteins- son, fyrrum kennari, hefir teiknað eftir röntgenmyndum. Það er spurning hvursu mikið gagn hinn almenni sjónvarpsáhorfandi hefir af slíkri hljóðfræðikennslu. Sjálf- ur á ég bágt með að dæma um slíkt þar sem ég hef örlítið fengist við að kenna unglingum undirstöðuat- riði í hljóðfræði og kem því eigi alveg óundirbúinn til leiks. Þannig fundust mér persónulegar skýring- ar Árna ljósar, hljóðmyndun Margrétar var auðskilin og sömu- leiðis voru „hljóðstöðumyndir" Jóns allgreinilegar. Ég er samt þeirrar skoðunar að heppilegt væri að gefa út smábækling er skýrði nánar „hljóðstöðumyndirnar". Slíkur bæklingur ætti helst að vera til reiðu í sölubúðum tímanlega svo menn gætu haft hann við höndina í sjónvarpsstólnum þegar Moður- málsþættina ber fyrir á skjánum. Kennslusjónvarp: Kennslusjónvarp nefni ég milli- fyrirsögnina og ekki út í bláinn, því það er bjargföst trú mín að einmitt slíkir fræðsluþættir sem Móðurmálið komi til með að gegna veigamiklu hlutverki í fræðslukerfi voru og kennslustarfi á næstu árum og áratugum. Hugsum okkur til dæmis að þeir hjá Iðnskólaút- gáfunni eða M/M, en þessi forlög hafa undanfarið þeyst fram á bókamarkaðinn með mikinn fjölda kennslubóka, tækju sig nú til og gerðu samning við Árna og félaga um samningu handbókar er fylgdi fyrrgreindum móðurmálsþáttum. En forlögin létu ekki þar við sitja held. r gerðu þau einnig samning við sjónvarpið um afnot af móður- málsþáttunum. Og hér er ég ein- mitt kominn að kjarna málsins, kæri menntamálaráðherra, út- varpsstjóri, fræðslumyndasafns- forstjóri, bókaútgefandi, það dugir ekki lengur að bjóða nemendum á barmi 21. aldar einvörðungu kennslubækur til aflestrar, þeir verða að eiga kost á myndbandi þar sem við ,á. Því verðum við að höggva á hinn lagalega rembihnút er hindrar bókaútgefendur í að fjölfalda hið ótrúlega fjölbreytta fræðslumyndasafn sjónvarpsins. Ef Iðnskólaútgáfan vill gefa út fyrrgreinda móðurmálsþætti þá á ekkert að vera því til fyrirstöðu að bókinni fylgi myndband með þáttunum tíu. Skólabókasöfnin verða síðan að eiga þess kost að kaupa slík myndbönd. Að mínu mati er Fræðslumyndasafnið steindauð stofnun þar til hún hefir frjálsan aðgang að kvikmynda- sjóði sjónvarpsins. Og er mér til efs að slíkt dugi til. Kjarni málsins er sá að við verðum að gera mynd- bandinu jafn hátt undir höfði og bókinni á skólabókasöfnum. Fyrsta skrefið í þá átt er máski að skipta um nafn á skólabóka- söfnunum og nefna þau þess í stað: Gagnabanka. Ég gæti hæglega skrifað tíu greinar í viðbót um þetta áhugamál mitt, en eitt er víst að á þessu sviði er mikið verk að vinna fyrir nýjan menntamála- ráðherra og bókaútgefendur, það vitum við kennararnir manna best. ólafur M. Jóhannesson. • i1 'I «1li UWIm i • - IHf' ■ .;*ti:~***-,_r.»»'v>W»!i ■ '***. » ■ ■-» ' ■ --Tfl^ÍlflÉÉMMhAÍÉMtfi^Miaiiiriíii ’ ' - ■ðMÉI mM amaiiiwwrSfcnfoMw......................... - Pam (Victoria Principal) með Kristófer litla. Dallas — dómur ■■■■ Bandaríski 01 05 framhalds- ^ 1 — myndaflokkur- inn Dallas er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld að vanda og nefnist sá þáttur „Dómur". Þýðandi er Björn Bald- ursson. Þjóðverjar og heimsstyrjöldin síðari þriðja ríkið hrynur ■■■B Lokaþátturinn Ol 50 um Þjóðverja Li L — og heimsstyrj- öldina síðari hefst kl. 21.50 í sjónvarpi í kvöld. Þáttur þessi heitir „Þriðja ríkið hrynur“. Þættir þessir hafa þá verið sex talsins og hafa leitast við að lýsa gangi heimsstyrjaldarinnar 1939—1945 af sjónarhóli Þjóðverja. Þýðandi er Veturliði Guðnason og þulir eru Guðmundur Ingi Krist- jánsson og María Maríus- dóttir. Aftanstund ■■■■i Aftanstund, 1 Q 25 harnaþáttur 1«/ — með innlendu og erlendu efni, er á dag- skrá sjónvarpsins kl. 19.25 í kvöld. í þættinum verður fyrst Söguhornið á sínum stað. Anna Sigríður Árna- dóttir les söguna um drenginn og norðanvind- inn. Þá er teiknimynda- flokkurinn frá Tékkóslóv- akíu á dagskrá Aftan- stundar, um það sem ekki má í umferðinni, „Maður er manns gaman" og „Forðum okkur háska frá“. Sögumaður er Sigrún Edda Björnsdóttir. Óperettutónlist ■■■■ Óperettutónlist 1 t 30 hefst í hljóð- 14r — varpi, rás 1, kl. 14.30 í dag. Fyrst eru lög úr óperett- unum „Nótt í Feneyjum" eftir Johann Strauss yngri og „Brosandi landi" eftir Franz Lehar. Söngvarar og kór Ríkisóperu Vínar- Barnaútvarpið l7oo í Barnaútvarpi qq í dag kl. 17.00 er m.a. tónlist- arþáttur. Leikin verður karnivaltónlist, en Suð- ur-Ameríkubúar eru hvað frægastir fyrir slíka tón- list og leika hana mikið á kjötkveðjuhátíðum sínum. Þá heldur Knútur R. Magnússon áfram lestri framhaldssögunnar, „Bronssverðið", eftir Jo- hannes Heggland í þýð- ingu Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka. Þetta er fjórði lestur. Stjórnandi Barnaút- varpsins er Kristín Helga- dóttir og henni til aðstoð- ar eru þau Orri Hauksson og Ljósbrá Baldursdóttir, bæði 14 ára gömul. borgar og Fílharmóníu- sveit Vínar flytja und'ir stjórn Wilhelms Loibners. Þá eru „Sögur úr Vínar- skógi“, vals op. 325 eftir Johann Strauss yngri. Fílharmóníusveit Lund- úna leikur undir stjórn Antal Dorati. Síðast verða leiknir valsar og polkar einnig eftir Johann Strauss yngri. Víndardrengjakór- inn syngur með konsert- hljómsveit Vínar. Ferdin- and Grossmann stjórnar. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 16. október 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Sætukoppur" eftir Judy Blume. Bryndls Vlglunds- dóttir les þýðingu slna (15). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9A5 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Oaglegt mál. Endurtekinn þáttur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöldinu áöur. 10.10 Veðurfregnir. 10ÚŒ Lesiö úr forustugreinum dagblaöanna. 10.40 Land og saga. Umsjón: Ragnar Agústsson. 11.10 Úr atvinnullfinu. Sjávarútvegur og fiskvinnsla. Umsjón: Glsli Jón Kristjáns- son. 11M Morguntónleikar. Þjóölög frá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 1245 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 f dagsins önn. Heimili og skóli. Umsjón: Bogi Arnar Finnbogason. 14.00 Miödegissagan: ,A ströndinni'' eftir Nevil1 Shute. Njörður P. Njarðvlk les þýöingu slna (18). 14.30 óperettutónlist. a. Lög úr óperettunum „Nótt f Feneyjum" eftir Jóhann Strauss yngri og „Brosandi landi“ eftir Franz Lehar. Söngvarar og kór Rlkisóperu Vinarborgar og Fllharmonlu- sveit Vlnar flytja undir stjórn Wilhelms Loibners. b. „Sögur úr Vlnarskógi", vals op. 325 eftir Johann Strauss yngri. Fflharmonlu- sveit Lundúna leikur. Antal Dorati stjórnar. c. Valsar og polkar eftir Jo- hann Strauss yngri. Vlnar- drengjakórinn syngur meö konserthljómsveit Vlnar. Ferdinand Grossmann stjórnar. 15.15 Sveitin mln. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akureyri). 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Slödegistónleikar. a. Kvintett I a-moll eftir Friedrich Kalkbrenner. Mary Louise Boehm leikur á pl- anó, Howard Howard á horn, Fred Sherry á selló og Jeffrey Levine á bassa. b. Trló I G-dúr fyrir þrjár flautur eftir Ludwig van Beethoven. Jean Pierre Rampal og Christian og Alain Marion leika. 17.00 Barnaútvarpiö. Meöal efnis: „Bronssverðið" eftir Johannes Heggland. Knútur R. Magnússon les þýöingu Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka (4). Stjórn- andi: Kristln Helgadóttir. 17A0 Slödegisútvarp. — Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur. 19.50 Eftir fréttir. Bernharður Guðmundsson sér um þátt um mannréttindamál. 20.00 Hálftlminn. Elln Kristinsdóttir kynnir tón- list. 20.30 Iþróttir. Umsjón: Ingólfur Hannes- son. 20.50 Hljómplöturabb. Þáttur Þorsteins Hannesson- ar. 21.30 Flakkaö um Itallu. Thor Vilhjálmsson lýkur lestri ferðaþátta sinna (7). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veöurfregnir. Orö kvöldsins. SJÓNVARP 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur með ínnlendu cg erlendu efni. Söguhorniö — Dreng- urinn og norðanvindurinn. Sögumaöur Anna Sigrlður Arnadóttir. Maður er manns gaman og Forðum okkur háska frá — teiknimynda- flokkur frá Tékkóslóvaklu um þaö sem ekki má I umferð- inni. Sögumaður: Sigrún Edda Björnsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. MIÐVIKUDAGUR 16. október 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kvikmyndahátlð Listahá- tlðar kvenna. Kynningarþáttur. Umsjón: Margrét Rún Guðmunds- dóttir og Oddný Sen. Stjórn upptöku: Kristln Pálsdóttir. 21.05 Dallas. Dómur. Banda- rlskur framhaldsmyndaflokk- ur. Þýöandi Björn Baldurs- son. 21.50 Þjóðverjar og heimsstyrj- öldin slöari. (Die Deutschen im Zweiten Weltkrieg.) Lokaþáttur — Þriöja rlkið hrynur. Nýr þýsk- ur heimildamyndaflokkur I sex þáttum sem lýsir gangi heimsstyrjaldarinnar 1939- 1945 af sjónarhóli Þjóðverja. Þýöandi Veturllöi Guðnason. Þulir: Guömundur Ingi Krist- jánsson og Marla Marius- dóttir. 23.15 Fréttir I dagskrárlok. 22.25 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvlk. 23.05 A óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperutónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 16. október 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leopold Sveins- son. 17.00—18.00 Úr kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.