Morgunblaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985
Vlorgunbladid/Sverrir Pálsson
Bfllinn vó salt á burðarbitunum. Á minni myndinni er ökumaður flutningabflsins, Svavar Cesar-
Bíll féll niður í ræsi á Öxnadalsheiði:
„Það var eins og
vegurinn félli niöur“
— segir bflstjórinn, Svavar Cesar Kristmundsson
Akurejri, 15. okk
ÚRHELLISRIGNINGU gerði í nótt á fjalllendinu milli Eyjafjarðar og
Skagafjarðar (Tröllaskaga) svo að hrokavöxtur hljóp í ár og læki. Það
jók enn á vatnavextina að í gær var 15-20 stiga hjti og við það tók upp
að mestu þann snjó sem festi í fjöll um daginn. Öxnadalsá og Norðurá
í Skagafirði voru í morgun eins og stórfljót og byltust fram kolmórauðar.
Litlir lækir sem venjulega eru bláir og sakleysislegir fóru að dæmi þeirra,
ruddu fram aur og grjóti og fylltu farvegi sína.
í þeirra hópi var lækur nokkur
skammt vestan við sýslumörkin á
Öxnadalsheiði. Hann stíflaði ræsi
sem þar er á þjóðveginum og gróf
undan því, þannig að það skekkt-
ist og bilaði í vatnsflaumnum, en
hékk þó uppi, svo að ekki bar
neitt á neinu.
Síðla nætur átti Svavar Cesar
Kristmundsson leið vestur yfir
Öxnadalsheiði á stórum flutn-
ingabil frá Húsavfk. Hann vissi
ekki fyrri til en vegurinn datt
niður og framendi bílsins með.
Hjólin snerust í lausu lofti, en
bíllinn vó salt á burðarbitunum
og fór ekki lengra að sinni. Svavar
segir sj álf ur svo frá:
Eg var að koma frá Húsavík
þar sem ég á heima og var búinn
að keyra í sudda alla leið úr Ljósa-
vatnsskarði. En uppi á heiðinni
herti rigninguna og nóttin var
eins svört og nokkur haustnótt
getur verið. Eg fór fram hjá Sess-
eljubúð klukkan 3.20 og allt gekk
vel.
Þegar ég kom nokkuð vestur
fyrir Grjótá, sá ég allt í einu
einhverja misfellu á veginum
hinu megin við þetta ræsi svo að
ég dró úr hraðanum sem reyndar
var ekki mikill. En þá var allt í
einu eins og vegurinn félli niður.
Brúarflekinn sporðreistist undir
framhjólunum og hvarf. Ég var
kominn of langt til þess að geta
stoppað. Ég gat ekkert gert annað
en haldið mér í stýrið en það
bjargaði mér hvað ég var á lítilli
ferð. Annars hefði bíllinn nátt-
úrulega endastungist ofan í gilið
og ég hefði áreiðanlega ekki orðið
jafn góður á eftir, svo ég segi nú
ekki meira. En ég meiddi mig
ekkert.
Ég taldi mig ekki í neinni hættu
þarna, svo ég var kyrr í bílnum
enda svartamyrkur úti og ég sá
lítið hvað við tók utan við stýris-
húsið, en það var komið fram af
brúninni og allt á lofti.
Nú kom sér vel að hafa bíla-
síma. Ég tók bara upp tólið og
hringdi beint til lögreglunnar á
Akureyri og sagði hvernig komið
var.
Þeir komu svo ásamt mönnum
frá Vegagerðinni eftir einn eða
tvo tíma og hjálpuðu mér út úr
bílnum. Það varð ekkert að mér
og ég vona að bíllinn sé ekki mikið
skemmdur. Og nú er kominn
veghefill og bómubíll til að kippa
honum upp á jafnsléttu aftur.
Hræddur? Nei, ég varð ekkert
hræddur. Ég er aldrei hræddur,
það er alltaf einhver sem fylgir
mér og gætir mín, ég er aldrei
einn. Hver það er? Eg veit það
ekki með vissu, en bæði nöfnin
mín eru draumnöfn, ætli það sé
ekki annar hvor þeirra sem báru
þau nöfn, best gæti ég trúað því.
En hitt þótti mér ónotalegt að
ég heyrði í morgunfréttum út-
varpsins að slys hefði hent á
Öxnadalsheiði flutningabíl úr
Þingeyjarsýslu og með bílasíma.
Þá vissi ég að konan mín legði
saman tvo og tvo ef hún heyrði
þetta, enda var svo. Henni hafði
brugðið ansi illa. Ég rauk strax í
bílasímann hringdi til hennar og
sagði að ég væri heill og ómeidd-
ur. Mér datt ekki í hug að fréttin
gæti borist svona fljótt. En þetta
fór allt betur en á horfðist. Ég
sá fyrst eftir að birti af degi hvað
ég hafði verið háskalega staddur.
Sv.P
Niðurstöður könnunar embættis skattrannsóknarstjóra á bókhaldi fyrirtækja:
Bókhald 276 fyrirteekja af
423 reyndist vera í óíestri
Gera þarf ftarlegri rannsókn á bókhaldi nokkurra fyrirtækja,
að sögn skattrannsóknarstjóra, Garðars Valdimarssonar
I KÖNNUN sem embætti skattrannsóknarstjóra lét nýlega gera á bókhaldi
423 fyrirtækja í Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmum og Norðurlandskjör-
dæmi eystra, kom í Ijós að hjá 276 fyrirtækjum reyndist bókhaldið vera í
ólestri, eða 65% þeirra sem könnunin náði til. Svo mikið ólag reyndist vera
á bókhaldi nokkurra fyrirtækja að nauðsynlegt þykir að gera ítarlegri rann-
sókn á því, að sögn skattrannsóknarstjóra, Garðars Valdimarssonar.
1 könnuninni var farið eftir þeim
reglum sem gilda um skyldu til að
skrá viðskipti á nótur, reikninga
og önnur gögn, svo og hvort þau
gögn uppfylltu þær kröfur sem til
þeirra eru gerðar. Niðurstöður
könnunarinnar voru kynntar
fréttamönnum 1 gær. Kannað var
bókhaldið í einu teppalagningarfyr-
irtæki, einni ferðaskrifstofu, einu
fyrirtæki sem annast innheimtu-
þjónustu og fjórum fyrirtækjum í
leirsmíði og postulínsgerð, og
reyndist bókhaldið í öllum tilfellum
vera í ólagi. Af 14 fyrirtækjum sem
taka að sér húsamálun voru tvö í
lagi, eða 14%; af 15 fyrirtækjum
sem taka að sér múrun voru tvö í
lagi, eða 13%; af sjö fyrirtækjum
sem veita persónulega þjónustu var
eittílagi, eða!4%.
Af 11 fyrirtækjum sem annast
rafmagnsviðgerðir voru þrjú í iagi,
eða 27%; af 48 fyrirtækjum sem
annast húsasmíði voru 12 í lagi, eða
25%; af sjö fyrirtækjum sem annast
veggfóðrun og dúklagningu höfðu
tvö bókhaldið í lagi, eða 29%; af
22 fyrirtækjum sem veita lögfræði-
þjónustu reyndust fimm í lagi, eða
23%; af 59 fyrirtækjum sem veita
tækniþjónustu höfðu 15 bókhaldið
í lagi, eða 25%. Af 38 fyrirtækjum
sem annast málmsmíði reyndust
15 hafa bókhaldið í lagi, eða 39%;
af 54 verktakafyrirtækjum reyndist
bókhald 20 þeirra í lagi, eða 37%;
af 26 fyrirtækjum sem veita bók-
haldsþjónustu reyndust 10 vera í
lagi, eða 38%; af 10 ljósmyndstofum
reyndist bókhald fjögurra vera í
lagi,eða40%.
54% trésmiðja reyndust hafa
bókhaldið í lagi, eða 15 af 28; 67%
bólstrunarfyrirtækja voru í lagi,
eða tvö fyrirtæki af þremur; 67%
fyrirtækja sem vinna við stein-
steypugerð voru í lagi, eða tvö af
þremur; 50% fyrirtækja sem veita
bifreiðaviðgerðaþjónustu reyndust
með bókhaldið í lagi, eða 13 af 26;
50% pípulagningarfyrirtækja
höfðu bókhald sitt í lagi, eða fimm
af tíu; 53% fyrirtækja sem taka að
sér rafvikjun voru í lagi, eða 10 af
19; 50% tannlækna höfðu bókhaldið
í lagi, eða sjö af 14. Þau tvö gleriðn-
aðarfyrirtæki sem könnunin náði
til reyndust bæði hafa bókhaldið í
lagi.
128 af fyrirtækjunum 423 reynd-
ust vera með rekstrartekjur 0-500
þús. og voru 27 þeirra með bók-
haldið í lagi, eða 21%; 144 fyrirtæki
reyndust vera með rekstrartekjur
500 þús.-1.500 þús. og voru 42 þeirra
með bókhaldið í iagi, eða 29%; 151
fyrirtæki reyndist vera með 1.500
þús eða meira í rekstrartekjur og
voru 78 þeirra með bókhaldið í lagi,
eða 52%.
Garðar Valdimarsson, skatt-
rannsóknarstjóri, sagði að bókhald
hefði reynst vera í ólestri hjá fleiri
fyrirtækjum en búist hefði verið
við, og bentu niðurstöður til al-
menns trassaskapar. Tók hann það
skýrt fram að niðurstöður könnun-
arinnar væru mælikvarði á tiltekið
ástand reikninga og að ekki þyrfti
að vera bein fylgni á milli þess og
skattsvika. Sagði Garðar að þeim
sem hefðu haft bókhaldið i ólagi
yrði sent bréf þar sem skorað yrði
á þá að koma lagi á bókhaldið hið
fyrsta. þá þætti nauðsynlegt að
rannsaka nánar bókhald nokkurra
fyrirtækja, sem fyrr sagði. I fram-
haldi af könnuninni hefur embætti
skattrannsóknarstjóra látið gera
leiðbeiningarbækling um skrán-
ingu staðgreiðsluviðskipta og
reikningsútgáfu og verður hann
sendur til allra þeirra sem eru bók-
haldsskyldir. Þá verður tekin sam-
an skýrsla um niðurstöður könnun-
arinnar og hún send fjármálaráðu-
neytinu.
Síldar-
bátarnir
sigla hrað-
byri í ísaí
fjarðardjúp
Guðmundur Kristinn SU
aflahæstur, Arney
KE með hæsta meðal-
verð og Fáskrúðsfjörður
hæsta löndunarhöfnin
SÍLDARBÁTARNIR sigla nú hrað-
byri af Austfjörðum í ísafjarðardjúp
en þar fékkst dágóð veiði í fyrrinótt.
Sfldin er góð, og fer 98-100%af henni
í stærsta fiokk. Guðmundur Kristinn
SU 404 landaði 40 tonnum á Fá-
skrúðsfirði í gær og hefur þar með
lokið við kvóta tveggja báta, sem er
660 tonn, fyrstur báta. Guðmundur
Kristinn er afiahæsti sfldarbáturinn.
Örn Traustason veiðieftirlits-
maður í sjávarútvegsráðuneytinu
hefur tekið saman yfirlit um afla-
hæstu bátana og löndunarstaðina
til 14. október. Síldaraflinn er
orðinn 4.963.662 kg úr 118 löndun-
um á 15 höfnum. Mestu hefur verið
landað á Fáskrúðsfirði, 938.255 kg,
og næstmestu á Eskifirði, 906.605
kg. Síðan koma: Vopnafjörður
(454.966), Djúpivogur (436.970),
Seyðisfjörður (406.250), Stöðvar-
fjörður (276.770), Grindavík
(227.690), Keflavík (221.400), Þor-
lákshöfn (215.390), Norðfjörður
(200.808), Hornafjörður (190.448),
Breiðdalsvík (183.490), Reyðar-
fjörður (138.590), Sandgerði
(124.440) og Borgarfjörður eystri
(41.590).
Guðmundur Kristinn er afla-
hæsti síldarbáturinn, með 648.796
kg brúttó, fram til síðastliðins
mánudags. Hann fékk 5,70 kr. að
meðaltali fyrir hvert kíló. Annar
var Geiri Péturs ÞH 344 með
473.110 kg (5,62 kr. meðalverð),
þriðji Sólborg SU 202 með 243.627
kg (5,53 kr. að meðaltali) og fjórði
Sigþór ÞH 100 með 273.418 kg (5,75
kr. að meðaltali). Arney KE 50 er
með hæsta meðalverð síldarbá-
tanna til þessa. Fyrir 124.440 kg
hefur hann fengið 778.749 kr., sem
er 6,59 kr. að meðaltali fyrir hvert
kíló, og hefur næstum allur afli
bátsins því farið í fyrsta flokk.
Eftirtaldir bátar fengu síldar-
afla í ísafjarðardjúpi í fyrrinótt:
Hrafn Sveinbjarnarson III GK 150
tonn, Vörður ÞH 70 tonn, Gaukur
GK 70 tonn, Arney KE 80 tonn og
Skírnir AK 110 tonn. Einnig höfðu
veiðieftirlitsmenn frétt af Hafnar-
vík með 50 tonn og Eliiða með 35
tonn en þeir héldu áfram veiðum.
Fyrir austan fengu aðeins tveir
bátar afla: Guðmundur Kristinn
SU 40 tonn og Geiri Péturs ÞH 40
tonn.
Góðar sölur í
Bretlandi og
Þýskalandi
ÍSLENSK fiskiskip hafa fengið ágætt
verð fyrir afla sinni í Þýskalandi og
Bretlandi undanfarna daga. í gær-
morgun seldi Keilir RE 64,9 tonn í
Grimsby fyrir 3.710 þúsund kr., eða
57,17 kr. að meðaltali fyrir hvert
kfló. Kambaröst SU seldi 142,1 tonn
í Bremerhaven fyrir 6.515 þúsund
kr.. eða 45,85 kr. að meðaltali.
í fyrradag seldu tvö skip í Vest-
ur-Þýskalandi. Dagrún ÍS seldi
166,7 tonn í Bremerhaven fyrir
6.610 þúsund kr., eða 39,66 kr. að
meðaltali fyrir hvert kíló. Uppi-
staðan var karfi. Þá seldi Birtingur
NK 122,4 tonn í Cuxhaven fyrir
4.873 þúsund kr., eða 39,80 kr. að
meðaltali.