Morgunblaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 34
v
34
MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985
Aðalfundur Sambands iðnfræðsluskóla:
Samræma þarf endur-
'* menntun m.t.t. tækni-
þróunar atvinnulífsins
Á AÐALFUNDI Sambands iðn-
fræðsluskóla, sem haldinn var fyrir
„Broadway
Danny Rose“
í Háskólabíói
í HÁSKÓLABfÓI standa nú yfir sýn-
ingar á kvikmyndinni „B.oadway
Danny Rose“. Leikstjóri og höfundur
handrits er Woody Allen og leikur
hanrf jafnframt aðalhlutverkið. Aðrir
leikendur eru Mia Farrow, Nick
Apollo Forte, Craig Vandenburgh og
fleiri.
Efnisþráður myndarinnar er á
þá leið að gamalreyndir grínistar
sitja saman í veitingastofu í New
York og rifja upp liðna tíð. Talið
berst að Danny Rose, sem var á
sínum tíma umboösmaður
skemmtikrafta á Broadway og eng-
an veginn meðal stærri spámanna
á því sviði. Danny hafði þó alltaf
trú á sínu fólki.
Danny fær það verkefni að
hjálpa Lou Canova, fyrrum söngv-
ara, til að ná sér á strik á ný. Lou
er kominn nokkuð til ára sinna, er
drykkfelldur i þokkabót en Danny
berst fyrir því að koma Lou í þátt
hjá Milton Berle, þeim ágæta
skopleikara.
Úr þessu verður eltingarleikur
mikill en um síðir er þó greitt úr
öllum flækjum.
skömmu, var samþykkt tillaga í
endurmenntunarmálum starfsfólks
fyrirtækja og í eftirmenntun verk-
menntakennara - vegna tækniþróun-
ar atvinnulífsins þess efnis að stjórn-
völd móti ákveðna stefnu í endur-
menntunarmálum starfsfólks fyrir-
tækja, faglærðra sem ófaglærðra.
Boðið verði upp á ókeypis nám-
skeið og skilyrði sköpuð til að fólk
geti notfært sér þau. Sérstök
áhersla verði lögð á þær greinar
þar sem atvinnuöryggi starfs-
manna er í hættu vegna tæknivæð-
ingar. Búið verði þannig að skólum
iðnfræðslunnar að þeim verði gert
mögulegt að sinna því hlutverki
sínu að bjóða faglærðum starfs-
mönnum fyrirtækja upp á endur-
menntun. Því verður að stórauka
eftirmenntun verkmenntakennara
og þeim gert fjárhagslega kleift
að sækja innlend og erlend nám-
skeið svo þeir verði færir um að
annast leiðbeinendastörf á hinum
ýmsu tæknisviðum.
Formaður sambandsins, Ingvar
Ásmundsson, gat þess að starfandi
væri nefnd, skipuð af mennta-
málaráðherra, til að endurskoða
iðnfræðslulögin. Sambandið rekur
Iðnskólaútgáfuna, sem annast út-
gáfu á kennslubókum fyrir iðn-
fræðslustigið og er hún í örum
vexti. Stjórn sambandsins skipa
auk Ingvars, Sigurður Þórarinsson
og Þorlákur Helgason. Stjórn Iðn-
skólaútgáfunnar skipa: Hjálmar
Árnason, formaður, Ágúst B.
Karlsson og Þórir ólafsson.
Frá Stykkishólmi.
MorgunblaðiÖ/Árni
Haustveður í Hólminum
StykkLshólmi, 8. október.
HAUSTIÐ færist yfir. Litir í hlíðum
og fjöllum bera þess vott. Fagurt
kvöld á haustin, segir Steingrímur
Thorsteinsson í sínu fagra haustljóði
og þarf ekki kvöld til. Það sem af
er hausti hefir veðrátta verið góð og
ekki frost komið að neinu ráði, helst
er það næturfrostið sem hefir látið
til sín taka. Samgöngur eru eins og
best verður á kosið.
annað, stjórntæki séu góð og nú
þurfi ekki nema handtak til að
kveikja á ljósunum sem umlykja
völlinn og leiðbeina flugvélum i
myrkri. Flugkennsla hefir verið
hér i sumar og margir notað sér
að læra að flj úga. ^rnj
Myndabók
um Akranes
Akranesi, 8. október.
Um þessar mundir er í
undirbúningi útgáfa á
myndabók um Akranes og
nágrenni og verður hún
kynnt síðar og óskað eftir
samvinnu við eigendur
mynda.
Markmið með þessari út-
gáfu er að gefa út vandaða
bók með litmyndum af
mannlífi á Akranesi og
markverðum stöðum sem
gott sé að senda vinum
erlendis og ferðamenn gætu
keypt þegar þeir koma til
Akraness. Hörpuútgáfan á
Akranesi mun gefa bókina
út.
J.G.
Félag íslenskra nuddara stofnað:
Vinnur að lámarkstöxtum og
auknum framförum í faginu
Um leið og vegir batna verður
áætlunarbíllinn fljótari í förum og
nú tekur ferðin milli Reykjavíkur
og Stykkishólms 3xk klst. með
stoppi á tveim stöðum, þ.e. í Borg-
arnesi og Vegamótum, ef allt er
eðlilegt. Þetta hefði einhvern tíma
þótt saga til næsta bæjar. Þá hefir
blessað veðrið ekki skemmt fyrir
fluginu, en Arnarflug hefir hingað
áætlunarflug alla daga nema laug-
ardaga. Hefir áætlunin því staðist
vel.
Umboðsmaður Arnarflugs hefir
sagt mér að margir hafi notfært
sér flugið og enginn mánuður með
færri en 100 farþega. Þá segir hann
að farangur hafi verið mikill og
áberandi aukning sé á pakkasend-
ingum með fluginu. Við tilkomu
flugstöðvarinnar hafi margt
breyst til bóta bæði öryggi og
STOFNFUNDUR félags íslenskra
nuddara var haldinn 5. október sl.
Stofnfélagar eru 38 talsins. Á fundin-
um voru samþykkt lög félagsins og
kveða þau m.a. á um að féiagið hafí
það markmið að gæta sameiginlegra
hagsmuna íslenskra nuddara, þ.e.
þeirra sem starfa við nudd til hress-
ingar, afslöppunar eða fegrunar, sem
framkvæmt er með eða án læknisum-
sjónar.
í því skyni ætlar félagið að vinna
að því að settir verði lágmarks-
taxtar fyrir nudd, auka framfarir
í nuddfaginu, kynna þær meðal
félagsmanna og standa fyrir nám-
skeiðum og afla stéttinni lögvernd-
ar og viðurkenningar.
Eitt fyrsta verkefni félagsins
verður að koma á fót námskeiðum
fyrir nema og starfandi nuddara
í samvinnu við lækna og aðra sér-
fræðinga. Er þetta vísir að skóla
félagsins og er ætlunin að bóklegt
nám verði tvær annir og viður-
kennir félagið ekki aðra en þá sem
lokið hafa bóklegu námi og stund-
að hafa verklegt nám á viður-
kenndri nuddstofu í tvö ár.
Á fundinum var ólafur Þór
Jónsson kjörinn formaður félags-
ins, Eygló Þorgeirsdóttir ritari og
Sigrún Kristjánsdóttirgjaldkeri.
(Frétutilkynning)
S
Lila Kedrova fínnur lífsgleðina aft-
ur í Leggðu fyrir mig gátu.
I leit að
gömlum
tilfinningum
Kvikmyndír
Árni Þórarinsson
Stjörnubíó: Leggðu fyrir mig gátu
— Tell Me a Riddle ☆☆☆
Bandarísk. Árgerð 1980. Handrit:
Joyce Eliason, Alev Lytle, eftir
smásögu Tillie Olsen. Leikstjóri:
Lee Grant. Aðalhlutverk: Melvyn
Douglas, Lila Kedrova, Brooke
Adams.
Söguhetjur yfir sextugt eru
ekki algengar í kvikmyndum,
síst af öllu bandarískum. Þessi
kvikmynd bandarísku leikkon-
unnar Lee Grant (In the Heat
of the Night, Plaza Suite,
Shampoo) er þeim mun ánægju-
legri. í upphafi hennar eru öldr-
uð hjón, rússneskir innflytjend-
ur að uppruna, í þann veginn að
glutra niður tilfinningasam-
bandi sínu. Hann vill fara í eina
áttina, hún í aðra. Börnin eru
uppkomin. Þau eru sjálf sest í
helgan stein og finna sér engan
stað lengur í lífi hvors annars.
Þegar á daginn kemur að gamla
konan á skammt eftir ólifað
vegna krabbameins fara þau til
San Fransisco og dvelja hjá
ungri konu, barnabarni sínu. Þar
finna þau aftur smátt og smátt
og eftir ýmsar uppákomur til-
ganginn og tilfinningarnar á ný.
Leggðu fyrir mig gátu er ekki
grátklökkt melódrama, heldur
hlýleg viðkynning við venjulegar
manneskjur, með kostum og
göllum, sem lifna með eftir-
minnilegum hætti í túlkun
Melvyn Douglas og Lila Kedr-
ova. Þáttur Kedrova verður æ
stærri eftir því sem líður á
myndina og sú innsýn sem við
fáum í ævi þessarar sérkenni-
legu konu, bæði í tjáningu leik-
konunnar og hnitmiðuðum
afturhvörfum leikstjórans til
fortíðar hennar í Rússlandi, er
sérlega áhrifamikil. Þá stendur
Brooke Adams sig feikivel sem
afkomandi gömlu hjónanna sem
finnur nýjan styrk í að uppgötva
uppruna sinn gegnum þau.
Leggðu fyrir mig gátu er elsku-
leg mynd og mannbætandi.
Myndastyttu-
leikur
Stjörnubíó: India Song ír'ó
Frönsk. Árgerð 1974. Handrit og
leikstjórn: Marguerite Duras. Að-
alhlutverk: Delphine Seyrig, Mich-
el Lonsdale, Mathieu Carriere.
Stundum þakkar maður sínum
sæla fyrir það að formtilraunir í
kvikmyndum verða sjaldnast
annað en tilraunir. Ef kvik-
myndagerðarmenn hafna hefð-
bundinni frásagnartækni þessa
miðils þá verður það sem þeir
velja í staðinn að vera gott ef
það á að lifa. Marguerite Duras,
skáld og kvikmyndagerðarmað-
ur, innleiðir einhvers konar
framúrstefnuskáldsögu upp á
tjald í India Song, og byggir á
eigin ritverkum. Samkvæmt
fyrirliggjandi gögnum tilheyrir
þessi mynd þriggja mynda flokki
um „ástir fólks af nýlenduaðlin-
um í Indlandi á fjórða áratugn-
um“. Það er nú svo. Ein slík til-
raun dugir mér.
Efnið sem sýningarskrá Kvik-
myndahátíðar kvenna lýsir með
tilvitnuðum hætti fer langleið-
ina með að hverfa og kafna í til-
raun höfundar með kvikmynda-
formið. Duras slítur hefðbundið
samband myndar og hljóðrásar;
það sem við sjáum á tjaldinu fær
aðeins takmarkaða samsvörun í
því sem við heyrum. Við sjáum
mestan part frönsku sendiherra-
frúna í Kalkútta og ýmsa karl-
menn svermandi í kringum ha-
na; þau stilla sér upp í stáss-
stofuboði í sendiráðinu, mjög
elegant og smart, hreyfa sig, af-
ar hægt og yfirvegað, inn í
myndramma, út úr myndramma,
snertast ívið spennt og varfærn-
islega, reykja, dansa. Við heyr-
um á hinn bóginn ótilgreindar
raddir, sumar tilheyra reyndar
persónunum sem við sjáum —
með brotakenndar athugasemdir
og frásagnir í kringum þetta
myndefni. Mikið er líka masað
um Indland og holdsveiki, m.a.
„holdsveiki hjartans". Og við
heyrum tónlist, einkum þó und-
urfallegt lag sem myndin heitir
eftir.
Interessant? Ojæja. Duras
tekst stöku sinnum að kalla
fram þunglyndisleg hughrif, t.d.
þegar Michel Lonsdale sem frið-
laus, ástsjúkur varakonsúll tjáir
sendiherrafrúnni og gestum
hennar tilfinningar sínar með
því að spangóla lengi og sárt
utan myndar. En India Song er í
heild langur og leiðinlegur
myndastyttuleikur, þar sem
form eru í fyrirrúmi en ekki fólk.
Friðartáknið
tyggjó
Stjörnubíó: Piparmintufriður —
Peppermint Frieden ☆☆
Vestur-þýsk. Árgerð 1983. Handrit
og leikstjórn: Marianne S. W. Rosen-
baum. Aðalhlutverk: Saskia Tyroller,
Peter Fonda.
Heimsstyrjöldin síðari er með
alveg sérstökum hætti ágengt
yrkisefni þýskra leikstjóra.
Áhrif hennar á einstaklinga og
þjóðfélag hefur til dæmis fengið
persónulega túlkun höfunda eins
og Fassbinders og Helma Sand-
er-Brahms í Þýskaland náföla
móðir. Marianne S. W. Rosen-
baum yrkir eins og Sanders-
Brahms um þetta efni frá sjónar-
hóli konu og sýnir það gegnum
augu lítillar stúlku. Hún heitir
Marianne, eins og leikstjórinn,
og Piparmintufriður er mynda-
mósaik frá æsku hennar á þess-
um tíma, svart-hvítt með ívafi
drauma og hugsana í lit.
Marianne er sex ára og flyst
eftir stríðið ásamt móður sinni
til yfirráðasvæðis bandaríska
„frelsishersins" þar sem faðir
hennar starfar. Þar upplifir hún
hin ýmsu tilbrigði mannlegra
kcnnda, bælingu og breyskleika,
ógnir ofbeldisins og tortímingar-
innar, — og friðarins sem er jafn
falskur og hverfull og pipar-
mintubragðið af tyggjóinu frá
hinum brosgleiða, hvíttennta
bandaríska offiséra sem Peter
Fonda leikur.
Piparmintufriður er á ýmsan
hátt athyglisverð mynd, en dálít-
ið grautarleg í öllum sínum
symbólisma, stílblöndun og skír-
skotunum. Hún býður upp á all-
marga snjalla kafla og einatt
ágætan leik. En þar er eins og
höfundi liggi of mikið á hjarta
til að myndin komi öll heim og
saman.
Þroskasaga frá eftirstríðsárunum
— Piparmintufriður eftir Marianne
S. W. Rosenbaum.
Sarah Boyd sem yngri stúlkan í Nógu
gömul er einhver skemmtilegasta
leikkona sem sést hefur í kvikmynd í
mörg ár.
Tvær stúlkur í
stórborginni
Stjörnubíó: Nógu gömul — Old En-
ough ☆☆☆
Bandarísk: Árgerð 1984. Handrit og
leikstjórn: Marisa Silver. Aðalhlut-
verk: Sarah Boyd, Rainbow Harvest,
Neill Barry, Danny Aielle.
Það var mikið að maður fær að
sjá imeríska unglingamynd sem
stendur undir nafni. Nógu gömul er
feiki frískleg mynd um það að vera
ekki alveg barn og ekki alveg full-
orðinn, um vináttu og um það að
búa í New York. Höfundurinn,
Marisa Silver sem komin er af
kvikmyndagerðarmönnum í báðar
ættir, segir þessa sögu tveggja
vinstúlkna af miklu öryggi og án
nokkurra þeirra stöðluðu lausna og
leikflétta sem einkenna hefðina.
Þær eru á ólíkum aldri, 12 og 14
ára og búa við ólík kjör sú yngri við
allsnægtir, sú eldri á efnaminna og
óheflaðra heimili. En saman eyða
þær býsna viðburðaríku sumri í
stórborginni og verða reynslunni
ríkari. Báðar persónurnar eru ekki
aðeins skýrt mótaðar af höfundi,
heldur ákaflega vel túlkaðar af
tveimur ungum leikkonum. Sama
er að segja um aukapersónurnar,
og myndin er fallega tekin af
Michael Ballhaus, kvikmyndara
Fassbinders sem einnig tók m.a.
Algert óráð von Trotta.
Nógu gömul er mynd sem allir
eru nógu gamlir til að sjá og njóta.