Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985 Landsvirkjun tekur 2,5 milljarða kr. lán LANDSVIRKJUN hefur tekið lán til 15 ára aö fjárhæð sextíu milljónir Bandaríkjadollara, eða jafnvirði 2.491 milljón íslenskra króna á núverandi gengi. Var lánssamningurinn milli Landsvirkjunar og Manufactures Hanover Ltd., Daiwa Bank Ltd. og nítján annarra erlendra banka og lánastofnana undirritaöur í London í gær, föstudag. Af hálfu Landsvirkjunnar var lánssamningurinn undirritaður af dr. Jóhannesi Nordal, stjórnarfor- manni Landsvirkjunnar off Hall- dóri Jónatanssyni, forstjóra fyrir- taekisins. Lán þetta er tekið með opinberri skuldabréfaútgáfu í London og er lánstími 15 ár. Landsvirkjun er þó heimilt að greiða lánið upp hvenær sem er að þremur árum liðnum frá undirritun lánssamingsins án aukakostnaðar fyrir Landsvirkj- un, auk þess sem skuldabréfaeig- endur eiga hver fyrir sig rétt á að krefjast endurgreiðslu þegar tólf ár erú liðin af lánstímanum. Að öðru leyti falla skuldabréfin ekki í gjaiddaga fyrr en að 15 ára láns- tímanum liðnum. Sjö ár eftir af samningnum 1 FRÉTT Morgunblaðsins í gær um að húseignirnar Vesturgata 6, 8. 10 og lOa, væru til sölu er sagt að veit- ingamaður Naustsins hafi gert samning um leigu húsnæðisins Vesturgata 6—8 til 15 ára. Geir Zoega, einn af eigendum fasteign- anna hafði samband við blaðið vegna þessa og vildi að fram kæmi að leigusamningurinn hefði verið gerður fyrir þremur árum og til tíu ára, þannig að sjö ár væru nú eftir af honum. Vextir af láninu eru sex mánaða millibankavextir í London eins og þeir eru á hverjum tíma að við- bættu vaxtaálagi sem er %% p.a. f dag eru vextir þessir þannig reiknaðir um 8,4% p.a. Af lánsfjárhæðinni verður um 21 milljón Bandaríkjadollara (872 milljónum króna) varið til fjár- mögnunar virkjanaframkvæmda Landsvirkjunnar í ár og um 39 milljónum Bandaríkjadollara (1619 milljónum króna) til að greiða upp eldri og óhagstæðari lán. Morgunblaðið/Bjarni íbúðarhúsið Hafnarstræti 27 og vélsmiðjuhúsið Hafnarstræti 27b, en á síðarnefnda húsinu og öðru enn verr förnu á lóðinni svo og á gamla lýsistanknum hvíla lán upp á milljónir úr opinberum sjóðum, m.a. Byggðasjóði og Iðnlánasjóði. Flugfiskur Flateyri hf. gjaldþrota: Framkvæmdastjórinn óskaði sjálfur eftir gjaldþrotaskiptum — 6,8 milljóna króna smíðatrygging á gömlum lýsistanki Magnús L. Sveins- son forseti borgarstjórnar ÞAU mistök voru gerð við vinnslu laugardagsblaðsins, að Ingibjörg Rafnar var sögð forseti borgar- stjórnar. Þetta er rangt, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur er Magnús L. Sveinsson. Ingibjörg var varaforseti borgarstjórnar í upphafi kjörtímabilsins. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. SKIPTARÁÐANDINN í fsafjarðar- sýslu, Pétur Kr. Hafstein, sýslumað- ur á Isafirði, hefur kveðið upp gjald- þrotaúrskurð yfir búi fyrirtækisins Fhigfiskur, Flateyri hf., á Flateyri við Önundarfjörð og framkvæmda- stjóra þess. Málið bar aö með þeim hætti að framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins óskaði sjálfur eftir því fyrir skömmu að fyrirtækið og hann sjálf- ur yrðu lýst gjaldþrota. Starfsemi Flugfisks liggur nú niðri og framkvæmdastjórinn er fluttur af staðnum. Fyrirtækið framleiddi ýmsar vörur úr trefja- plasti, meðal annars báta. Eignir búsins hafa verið skrifaðar upp og á næstunni verður auglýst innköll- un til köfuhafa í Lögbirtingablað- inu en skiptafundur verður að líkindum haldinn um miðjan jan- úar. Pétur Kr. Hafstein, sýslumað- ur, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að upplýs- ingar um heildarfjárhæð krafna í búið lægju ekki fyrir fyrr en að loknum tveggja mánaða innköllun- arfresti. Hann sagði þó að yfirlýs- ing framkvæmdastjórans um að hann teldi skuldir sínar og fyrir- tækisins meiri en eignir væri for- senda gjaldþrotaúrskurðarins. Framkvæmdastjórinn hefur stundað nokkra plastframleiðslu á Flateyri undanfarin ár. Fyrr á þessu ári, nánar tiltekið þann fyrsta febrúar, var stofnað hluta- félagið Flugfiskur, Flateyri, sem yfirtók reksturinn. Félagið var skráð 25. júb' í sumar og sam- kvæmt upplýsingum hlutafélaga- skár eru stofnendur fimm: fram- kvæmdastjórinn og eiginkona hans, endiún er stjórnarformaður fyrirtækisins, og þrír einstakling- ar búsettir í Flateyrarhreppi. Til- gangur félagsins er framleiðsla og sala vara úr trefjaplasti, bátasmíði svo og verzlun með alls konar vörur í báta. Félagið var stofnað Velta Atlantshafsflutninga áætluð 1,9 milljarðar kr. í ár ÁÆTLUÐ velta á þessu ári á vöruflotningum Hafskips hf. milli Evrópu og Bandaríkjanna er 1,9 milljarðar ísl. króna, en félagið heldur uppi umfangsmikÚ um siglingum á Norður-Atlantshafinu með fjórum stórum gámaskipum fyrir utan íslandssiglingar. Um helgina (19. og 20. október) fer fram 20 manna fundur Hafskips um Atlantshafssiglingarnar hér í Reykjavík og sitja hann u forstöðu- menn sex svæðaskrifstofa erlendis, en þeir eru allir fslendingar. Gámaskip Hafskips, sem öll eru erlendum umboðsaðilum á þessum leiguskip, taka frá 500 upp i 700 gáma í ferð, en það eru fimm til sex sinnum fleiri gámar en skip félags- ins, sem stunda íslandsflutninga, bera í ferð hvert um sig. Gámafloti Hafskips er nú um 7.500 gámaein- ingar, en þar af eru 5.500 til 6.000 gámar notaðir i flutningum þvert yf- ir N-Atlantshafið. Starfsmenn fé- lagsins á Norður-Atlantshafssviði eru um 130 manns, og þar af eru 72 á umræddum fjórum skipum. Auk þess starfa nokkrir tugir manna hjá vettvangi. Hafskip rekur alls sex skrifstofur erlendis með íslenskum forstöðumönnum og með u.þ.b. 50 starfsmönnum alls. Nú er unnið að því að tölvuvæða A-Atlantshafsstarfsemina og á því verki að ljúka fljótlega á næsta ári. Þá verða skrifstofur félagsins í beinu tölvusambandi að staðaldri og geta þá m.a. sent skipsskjöl og farm- skrár samstundis á milli hafna. Tvisvar á ári eru haldnir sam- ræmingarfundir Hafskips hf. um Atlantshafssiglingar, þar sem farið er yfir starfsemina í heild og fram- tíðaráætlanir markaðar og sam- ræmdar. Fyrri fundurinn á þessu ári fór fram í mars sl. í Köge í Dan- mörku með 40 íslenskum og erlend- um yfirmönnum og umboðsaðilum, en nú á fundinum í Reykjavik voru aðeins íslenskir starfsmenn, af þeim eru 8 starfandi erlendis, en hinir á aöalskrifstofu Hafskips hf. hér heima. Hafskip hf. starfrækir eigin skrif- stofur í Kaupmannahöfn, Varberg, Hamborg, Rotterdam, Ipswich og New York. Auk þess rekur dóttur- fyrirtæki þess, Cosmos Shipping Co., fimm skrifstofur í Bandaríkjunum og eina 1 Rotterdam og í Reykjavtk. (tlr frétt fri HaTskip.) w§mmWBKMiém Morgunblaöiö/Bjarni Gamli lýsistankurinn að Sólbakka á Flateyri þar sem starfsemi Flugfi.sk.s var til húsa. með 1.800 þúsund kr. hlutafé og voru 653 þúsund krónur greiddar við stofnun með yfirtöku eigna eldra fyrirtækisins. Hlutaféð er nú allt orðið kræft. Engin fasteign er þinglesin eign hlutafélagsins, en þrjár fasteignir á Flateyri eru þinglýstar eignir framkvæmdastjórans, íbúðarhúsið Hafnarstræti 27, vélsmiðjuhús að Hafnarstræti 27b og iðnaðarhús- næði að Sólbakka. Iðnaðarhús- næðið er innréttað í gömlum lýs- istanki, steyptum. Vélsmiðjan er talin illa farin, meðal annars þaklaus að hluta. Fasteignamat húsanna er innan við þrjár millj- ónir og brunabótamat þeirra rúm- ar þrjár milljónir. Lýsistankurinn er þó ekki metinn í brunabótamati og hefur eigandinn tryggt hann með svokallaðri smíðatryggingu fyrir rúmar 6,8 milljónir og „við- byggingu" við vélsmiðjuhúsið fyrir 1,4 milljónir. Þá eru vélar í iðnað- arhúsnæðinu tryggðar fyrir rúmar 500 þúsund krónur. Á þessum fasteignum hvíla veð- skuldir að fjárhæð um það bil 5,5 milljónir króna. Stærsta þinglýsta skuldin er við Byggðasjóð, 7 lán frá árunum 1980 til 1985, samtals að fjárhæð 2.570 þúsund kr., þar af tvær milljónir samkvæmt skuldabréfi útgefnu 31. júlí í sumar. Aðrar skuldir eru meðal annars við Útvegsbankann, Iðn- lánasjóð (7 lán, samtals 650 þús- und kr.) og Sparisjóð Þingeyrar. ítrekað er að þetta eru þinglýstar skuldir og segir því ekkert um raunverulegar eftirstöðvar þess- ara lána né annarra skulda búsins. Morgunblaðinu er kunnugt um skuldir við sýslumannsembættið vegna söluskatts og fleira að fjár- hæð 6-700 þúsund krónur. Einnig er vitað um skuldir við einstakl- inga og fyrirtæki á Flateyri og að einstaklingar þar og víðar eru í ábyrgð fyrir lánum. Að loknum innköllunarfresti mun skiptaráðandi semja frum- varp að úthlutunarskrá, sem hann leggur fyrir skiptafund. Kröfuhaf- ar eiga seturétt á skiptafundi og ræður fundurinn frekari meðferð málefna búsins. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins er ljóst að eignir búsins hrþkkva ekki fyrir skuldum, ekki sfst þar sem ekki er vitað hvers virði eignirnar eru, enda mjög erfitt að selja fasteignir á Flateyri eins og víðar, en það ætti að skýrast á skiptafundi hve miklu kröfuhafar tapa við gjald- þrotauppgjörið. Engin gengisfelling en gengið látið síga Segir Tómas Árnason, seðlabankastjóri Frá Hafskipsfundinum. Morgunblaðiö/Árni Sæborg GENGISFELLING er ekki inni í myndinni í þeim skilningi, að gengið lækki um mörg prósent í einu stökki,“ sagði Tómas Árnason, Seðlabankastjóri í samtali við Morgunblaðið. Meðalgengi erlendra gjaldmiðla hefur það sem af er árinu hækkað um tæp 13%. Þar af hefur sterlingspundið hækkað um 25%og dollar aðeins um 21/2% „Ég mótmæli því ekki, að til greina kemur að gengi krónunnar sigi á næstu vikum og mánuðum með auknum tilkostnaði atvinnu- veganna vegna nýgerðra kjara- samninga og breytinga, sem kunna að verða á gjaídeyrismörkuðum. Við leggjum áherslu á að fyllsta aðhalds verði gætt en ég vil ítreka, að gengisfelling kemur ekki til greina," sagði Tómas Árnason. Að sðgn Tómasar eru heildar- innlán með áætluðum vöxtum nú 36.122 milljónir króna, en útlán 35.577 milljónir. Um áramót voru útlán rúmum fjórum milljörðum hærri en innlán, sem hafa með áætluðum vöxtum hækkað um 40% frá áramótum á sama tíma og útlán hafa aukist um 19,7%. Staða ríkissjóðs við Seðlabank- ann er á viðskiptareikningi nei- kvæð um 2,3 milljarða króna og skuldabréf um 2,3 milljarða. Staða ríkissjóðs við Seðlabankann er samtals neikvæð um 4,6 milljarða króna og hefur versnað verulega á undangengnum misserum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.