Morgunblaðið - 20.10.1985, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985
7
„Við lærum hvor af öðrum
«
— segja þeir Marc Tardue og Szymon
Kuran sem halda sameiginlega tónleika
Tónleikar verða haldnir í Norræna húsinu annað kvöld, minudagskvöld,
og hefjast þeir kl. 20.30. Þar leika Marc Tardue á píanó og Szymon Kuran
i fiðlu. Þeir eru báðir góðkunnir í íslensku tóniistarlífi. Blaöamaður Morgun-
blaðsins ræddi við þi um veruna hér i landi og um tónlistarhTið.
Marc er frá Bandaríkjunum.
Hann sagðist hafa verið á íslandi
meira eða minna siðan árið 1982,
en nú væri hann á förum þar sem
honum hefði verið boðin tónlistar-
stjórastaða við „The Ensemble
Instrumental de Grenoble" í
Frakklandi. „Sl. þrjú ár hef ég
unnið með íslensku óperunni og
líkað það ágætlega og fór ég m.a.
með í ferðalag um landsbyggðina
og var Sinfóníuhljómsveitin með i
þeirri för. Einnig hef ég unnið
nokkuð með Íslensku hljómsveit-
inni og mun ég leika með henni
nk. fimmtudag á tónleikum í Lang-
holtskirkju.
Szymon er frá Póllandi, kom
hingað fyrir ári eftir nokkra við-
dvöl í Englandi. Hann er ráðinn
hjá Sinfóníuhljómsveit íslands.
„Eg mun örugglega verða hér á
landi a.m.k. næsta ár en síðan hef
ég ekki hugsað lengra fram í tím-
ann,“ sagði Szymon. „Ástandið í
Póllandi er slæmt eins og er, en
þó vildi ég gjarnan fara að heim-
sækja mitt fólk þar. Vegabréfið
mitt er að renna út og hef ég notið
mikils stuðnings frá íslenskum
stjórnvöldum hvað því viðvíkur.
Það versta er að ekkert pólskt
sendiráð skuli vera hér.“
Þeir félagar kynntust fyrst er
þeir unnu báðir að uppsetningu
„Carmen“ sl. vetur f óperunni.
„Okkur hefur komið mjög vel
saman og eigum auðvelt með að
spila saman svo við ákváðum að
hittast af og til til að leika og búa
til tónlist sem góðir vinir frekar
en listamenn," sagði Marc.
Szymon samdi þrjú tónverk, sem
flutt voru hér á Islandi í fyrravet-
ur. Sinfóníuhljómsveit íslands
flutti verk hans „Elegía" (memory
of victims of Marshal Law in Po-
land few years ago). Þá flutti
Kammersveit Reykjavíkur „Quart-
et Square" síðasta vor, og Szymon
lék sjálfur einleik á fiðlu á Musica
Nova-tónleikum sl. vor.
Á tónleikunum í Norræna hús-
inu annað kvöld mun Szymon leika
einleik á fiðlu verk eftir Bach,
Partita, d-moll. Þá leikur Marc
sónötu í d-moll eftir Beethoven og
síðast munu þeir félagar leika
saman sónötu i d-moll eftir
Brahms og sónötu eftir Finn Torfa
Stefánsson.
Þeir Szymon og Marc voru
sammála um það að mikið væri
um gott tónlistarfólk hér á landi
miðað við fólksfjölda. Hinsvegar
fannst þeim nokkur hætta á að
þetta fólk einangraðist hér sökum
fámennis. „Sumt af þessu góða
tónlistarfólki er „heimsfrægt" á
íslandi þó enginn þekki það er-
lendis. Gott tónlistarfólk þarf að
vera sjálfsgagnrýnið. Sinfóníu-
hljómsveitin er að leita að nýjum
stjórnanda. Hljómsveitin þarf
verulega á góðum stjórnanda að
halda sem tilbúinn er til að vera
hér áfram, sem getur verið hljóð-
færaleikurunum góður kennari
auk þess sem hann verður að geta
töfrað persónuleika hljómsveitar-
innar fram, því ekki skortir á
hæfileika fólksins þar,“ sagði
Marc.
Marc Tardue við píanóið og Szymon Kuran, fíðluleikari.
Morgunblaðið/Júlíus
Akranes:
Nýr kjarasamningur starfs-
mannafélags og bæjarstjórnar
Akranesi, 17. okliber.
NÝR kjarasamningur milli Starfsmannafélags Akraness og bæjarstjórnar hefur
verið undirritaður. Samningurinn gildir frá 1. júní síðastliðinn til næstu ára-
móta. Honum hefur þegar verið sagt upp með venjulegum fyrirvara og er því
að líkindum stutt í næstu samningagerð. Þessi kjarasamningur er gerður eftir
nýju launakerfi, færður úr því formi sem áður var, í svipað form og hjá ríkis-
starfsmönnum.
Hækkanir frá því sem áður voru,
koma því jafnar niður á alla starfs-
menn, enda sérkjarasamningar ekki
iausir. Þessi samningur gefur rösk
11% frá 1. júní síðastliðnum, síðan
2.4% frá 1. ágúst og 4.5% hækkun
frá 1. október. Helgi Andrésson,
formaður samninganefndar starfs-
mannafélags Akraness, sagði að
þessi samningur væri gerður í fram-
haldi af samningum annarra, og
mesti tíminn við gerð hans hefði
orsakast af þeim veigamiklu breyt-
ingum, sem nýtt launakerfi væri.
»Ég er alls ekki ánægður með
þennan samning, því ýmsar breyt-
ingar skapa ekki hagræði en við átt-
um engra kosta völ og því sættum
við okkur við hann til skamms tíma.
Forsendur fyrir þessari breyttu
samningagerð tel ég að hafi brostið
þegar fjármálaráðherra synjaði
BSRB um 5% hækkun launa þann
1. júlí síðastliðinn, en þá urðu launa-
stigar aftur tveir, sagði Helgi. Og
ennfremur er ég þeirrar skoðunar
að tilkoma launanefndar sveitarfé-
laga hafi tafið alla samningsgerð
þar sem bæjarstjórn hefur afsalað
sér samningsrétti til nefndarinnar
við gerð aðalkjarasamnings." Að-
spurður um 3% hækkunina sem
aðrir launþegar hafa fengið sagði
Helgi að hún kæmi til viðbótar
þessum nýja samningi.
Ingimundur Sigurpálsson, bæjar-
stjóri á Akranesi, sagði að þessi nýji
kjarasamningur þýddi um 3.8 millj-
ón króna útgjaldaaukningu fyrir
bæjarsjóð. Og væri 3% hækkunin
þá ekki meðtalin. Aðspurður hvers
vegna ekki væri farin sú leið, að
semja til lengri tíma þegar svo stutt
væri í að samningar væru að nýju
lausir, sagði Ingimundur, að aðilar
hefðu verið sammála um að fara
sömu leið og ríkisvaldið og flest
bæjarfélögin sem öll miða nýja
samninga við næstu áramót.
— J.G.
ÍVETUR
Nú eykur Samvinnuferöir-Landsýn fjölbreytnina í ferðavali
vetrarins og býður upp á vetrarferðir til hinnar gullfallegu eyju
Möltu og sögulandsins mikla, Israels.
MALTA
Sólrík og hlý, jafnvel yfir vetrarmánuð-
ina. Sérkennilegt mannlíf og rnjög
góður aðbúnaður fyrir ferðamenn.
ÍSRAEL
Israelsferð er öllum ógleymanleg -
Jerúsalem, Betlehem, Dauðahafið og
aðrir sögustaðir sjá fyrir bví. Og svo
eru bar fyrsta flokks sólarstrendur og
gististaðir.
Brottför alla mánudaga
Við fljúgum um Kaupmannahöfn og gistum þar eina nótt, bæði
í upphafi og lok ferðar. Á Möltu velur þú um gistingu í
sumarhúsum eða íbúðum og í ísrael er gist á hótelum í þeim
verðflokki sem hver og einn óskar.
Vetrarferð til Möltu eða ísrael er spennandi ævintýri fyrir
sóldýrkendur á öllum aldri.
7
MALTA
Verð1) frá kr.
21.250 (1 vika)
23.280 (2 vikur)
24.870 (3 vikur)
Innlfallð:
Flug, Keflavík - Kaupmannahöfn - Malta/lsrael - Kaupmannahöfri - Keflavlk,
gisting og fararstjórn.
Athugiö að gisting í Kaupmannahöfn er ekki innifalin, en sölufólk okkar er að
sjálfsögðu reiðubúið að aðstoða við val og pöntun.
ÍSRAEL
Verð1) frá kr.
27.810 (1 vika)
31.900 (2 vikur)
35.050 (3 vikur)
1) Miðað við gengi 10. október.
Samvinnuferóir - Landsýn
AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SlMAR 21400 A 23727
Munlö elnnlg Kanaríklúbblnnl
Hann er auðvitað á sínum stað í vetur, og fer nú hver að verða
síðastur að tryggja sér miða!