Morgunblaðið - 20.10.1985, Page 9
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985
9
£n sjálf er kirkjan fyrst ogfremst
sá mikli skari leikmanna, er flokk
hennar fyllir. Þess vegna er stí leik-
mannastefna, sem öðrum þrœði er efnt
til á Kirkjuþingi, einn þýðingarmesti
vettvangur kirkjulegrar athafnasemi á
fslandi. “
Kirkjuþing
— eftir séra HEIMI STEINSSON
Þriðjudaginn 22. október kem-
ur saman Kirkjuþing hinnar ís-
lenzku þjóðkirkju. Þingsetning
fer fram í Þingvallakirkju, að
lokinni guðsþjónustu í sama
húsi. Þingið verður síðan háð í
Bústaðakirkju í Reykjavík.
Vel fer á þeirri ákvörðun bisk-
ups íslands að hefja Kirkjuþing
á Þingvöllum við Öxará þessu
sinni. Meðan Alþingi var háð á
Þingvöllum, voru þeir vettvangur
stórviðburða íslenzkrar kirkju-
sögu. Þannig fór biskupskjör
iðulega fram á Alþingi. Biskupar
sóttu þing í föruneyti presta
sinna, sátu í Lögréttu sjálfir, en
efndu jafnframt til Prestastefnu
um alþingistímann. Æviþráður
íslenzku kirkjunnar var samof-
inn sögu Alþingis á Þingvöllum
í 798 ár.
í minni núlifandi manna hafa
úrslitaatburðir í sögu kirkju og
þjóðar enn fléttazt saman á
Þingvöllum. Ber þar hæst stofn-
un lýðveldis 1944, en hún hófst
með guðsþjónustu að Lögbergi.
Þar predikaði þáverandi biskup
íslands, herra Sigurgeir Sigurðs-
son, og talaði til þjóðarinnar úr
„helgasta musteri vors ástkæra
föðurlands", eins og hann komst
að orði.
Þrjátíu árum síðar, á Þjóð-
hátíð á Þingvöllum, mæltist
herra Sigurbirni Einarssyni
biskupi á þessa leið: „Á undan
öllum góðum draumum og björt-
um sýnum, sem ber fyrir jarð-
neska vitund, er faðir og vinur
alls, sem er. Hann átti sinn
draum um landið í norðri, um líf
manns og þjóðar þar. Að tilbiðja
hann er að leita til móts við
drauminn hans, hans eilífu sýn.
Það gjörum vér í dag í musteri
íslands, sem Guð hefur reist á
Þingvelli."
Þannig knýta fyrirmenn ís-
lenzku kirkjunnar á 20. öld kerfi,
þar sem saman koma í einum
stað ráðsályktun Guðs og saga
Þingvalla. Slíkur staður sæmir
vel setningu Kirkjuþings.
Þúsund ára minning
kristnitöku
Þingvellir eiga sér innri sögu,
eins og aðrir kirkjustaðir þessa
lands. Þar hefur staðið kirkja
frá því snemma á 11. öld. Al-
þingiskirkja var hún í einhverj-
umn skilningi, jafnvel Alþingis-
hús. En jafnframt var hún sókn-
arkirkja. Nú á dögum er Þing-
vallakirkja fyrst og fremst sókn-
arkirkja, þótt einnig sé hún þjóð-
arhelgidómur og samkomustað-
ur pílagríma af öllu landi.
Núverandi Þingvallakirkja er
liðlega fimm aldarfjórðunga
gömul. Hún er lítið hús og einfalt
í sniðum, en býr yfir fágætum
þokka og reisn í smæð sinni. Um
hana leikur einnig, innan stokks
og utan, andblær, er ekki verður
metinn til stærðar eða fjár.
Þessu smágerva húsi hæfir lotn-
ingin ein. Þingvallakirkju ber að
varðveita og skila henni
óbreyttri í hendur komandi kyn-
slóðum.
Hitt er jafn ljóst, að þjóð og
kirkja þarfnast rýmri húsakynna
í nágrenni Þingvalla en þar er
nú til að dreifa. Þessi staðreynd
leitar á hugann í dag, þegar
Kirkjuþing skal sett á Þingvöll-
um. En hún verður uppi á teningi
þrásinnis endranær og af marg-
víslegu tilefni.
Vart er um það að villast, að
kristnitakan á Alþingi árið 1000
er sá atburður í sögu þessarar
þjóðar, er mestum sköpum skipti.
Um afleiðingar þeirra tímamóta
segir Björn Þorsteinsson sagn-
fræðingur m.a., að kirkjan lyfti
íslendingum „af stigi hálfsiðun-
ar og ruddi siðmenningunni
braut hér á landi". Síðan bætir
hann við: „Það voru kirkjunnar
menn, sem lögðu grunninn að
íslenzkri hámenningu miðalda."
Eftir 15 ár minnast íslending-
ar þessara tímamóta. Það verður
bezt gjört með því að hefja á
loft til frambúðar nokkur þau
merki þjóðmenningar, þjóðþings
og þjóðlegrar kristni, er hæst bar
á öldunum eftir kristnitöku.
Alþingi íslendinga á þar ieik
i tafli. Kristnitakan er öðru
fremur stórbrotnasti þátturinn í
sögu Alþingis í hálfa elleftu öld.
Vænta ber forystu Alþingis um
alhliða vakningu í tilefni af því
minningarári, er óðum nálgast.
Forystumenn íslenzkrar
kristni eru kvaddir til sama leiks.
Vel færi á því, að landsmenn eigi
síðar en árið 2000 gætu safnazt
saman til helgihalds og annarrar
menningarástundunar í nýju
musteri í námunda við Þingvelli.
Eðlilegt væri að tengja það
musteri hvoru tveggja, Alþingi
íslendinga og almennri fræðslu
um þann „helgistað allra lands-
manna“, sem Þingvellir eru í
vitund þjóðarinnar og sam-
kvæmt orðfæri gildandi laga.
Þjóðkirkjan er tekin að huga
að þessu máli, eins og setning
Kirkjuþings á Þingvöllum vitnar
um. Kveðið hefur við hliðstæðan
tón í sölum Alþingis. Aðgjörðir
Þingvallanefndar á síðast liðnu
vori benda að sínu leyti fram á
veginn, til breyttra hátta. Góðs
er að vænta.
Almennur
prestdómur
Kirkjuþing er nú háð ár hvert.
Verkefni þingsins og vegur hafa
vaxið á margá lund. Athafna
þess sér staði, beint og óbeint,
innan kirkju og utan.
Kirkjuþing er samkoma þar til
kjörinna leikmanna og presta af
öllu landi. Fyrr á þessu ári fjall-
aði ég í sunnudagshugleiðingu
um Prestastefnu og sérleik henn-
ar. Nú er þess kostur að ítreka
efni, sem að var vikið því sinni:
Kirkjan er söfnuður allra
kristinna manna, er skírn hafa
tekið og leggja með nokkrum
hætti rækt við trú sína. Vígðir
menn eru örlítill hluti kirkjunn-
ar oghafa með höndum sérstaka
þjónustu.
En sjálf er kirkjan fyrst og
fremst sá mikli skari leikmanna,
er flokk hennar fyllir. Þess vegna
er sú leikmannastefna, sem öðr-
um þræði er efnt til á Kirkju-
þingi, einn þýðingarmesti vett-
vangur kirkjulegrar athafnasemi
á íslandi.
Þessar staðreyndir eru mönn-
um eigi ávallt svo ljósar sem
skyldi. Margur lítu ' þannig á, að
kirkjulegt starf sé verkefni
presta og komi öðrum ekki við
nema í undantekningartilvikum.
Afstaða manna einkennist oft af
vinsamlegu hlutleysi í garð
kirkju og kristins dóms, þótt
fæstir telji sig fá án þessara
verðmæta verið og vilji geta tekið
til þeirra, þegar þeim hentar.
Marteinn Lúther og kirkjur
þær, er kenna sig við hann, hafa
alla tíð haldið fast við hug-
myndina um það, sem nefnt
hefur verið „almennur prest-
dómur". Samkvæmt þeirri hug-
mynd eru allir skírðir menn
prestar og gegna sama hlutverki,
bera sömu ábyrgð gagnvart Guði
og náunga sínum. Vinsamlegt
hlutleysi er þannig engan veginn
fullnægjandi afstaða kristins
manns. Þú, sem ekki ert „vígður
maður" í hefðbundinni merkingu
þeirra orða, hefur reyndar í
skírninni þegið þá vígslu, sem ein
ræður úrslitum og gjörir þig
fullgildan borgara í ríki Guðs,
með öllum þeim réttindum og
skyldum, er þar til heyra.
Lýður Guðs
í dag er 20. sunnudagur eftir
Þrenningarhátíð. Einn af pistl-
um dagsins er að finna í Hebrea-
bréfinu. Þar greinir frá því, að
„vér höfum mikinn prest yfir
húsi Guðs“. Sá prestur er Jesús
Kristur, hann sem einn gekk inn
í helgidóm himnanna, fram fyrir
Guð, með þá fórn, sem er einhlít
til að afmá að eilífu syndir
þeirra, sem trúa. Sérhver guðs-
þjónusta skírðra manna á jörðu
er eftirmynd og endurskin þess-
arar einu, algildu helgiþjónustu
Drottins Krists á himnum. Við
iðkun þeirrar eftirbreytni eru
allir kristnir menn jafnir. Þeir
eru „útvalin kynslóð, konunglegt
prestafélag, heilög þjóð, eignar-
lýður“, eins og segir í fyrra Pét-
ursbréfi. Umfram allt eru þeir
jafnir andspænis Guði og hinum
eina æðstapresti, Jesú Kristi.
Orðið „leikmaður" hefur fengið
yfirfærða og um margt alranga
merkingu í daglegu tali. Það er
hins vegar í öndverðu af erlend-
um uppruna og táknar mann,
sem heyrir til þeim „lýð Guðs“
eða „eignarlýð", er nú var nefnd-
ur. Slíkur maður er ekki að-
gjörðalaus áhorfandi að hjálp-
ræðisverki Drottins, heldur virk-
ur þiggjandi, er sýnir þakklæti
sitt í tilbeiðslu og góðum verkum.
Guð gefi, að öllum Islending-
um verði ljós þessi merking og
að þeir þar með skilji þá heilögu
stöðu, sem þeim hefur hlotnazt
í skirninni. Af þeim skilningi
gæti hún sprottið sú kristna
vakning, sem ein er að fullu
samboðin þúsund ára afmæli
íslenzku kirkjunnar.
r
SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 21. OKT. 1985
Spaösbrtolnl, happdiœttlslan og raiðbiot Veislnildabiil - rerðtiyggð
SöluoMigl AvOxtun- Dagaflöidl Lánst Nafn- Sölugangl m.v.
Ar-flokkur pr. kr 100 •rlcrata tll Irml.d. 2 afb vaxdr mlam. ávOxtunar-
23.78230 21 590.22 áárl HLV krOlu
1972-1 7.50% 94 d 12% 14% 16%
1972-2 17.186,51 Innlv. 1 Seðtab. 15.0945 1 ár 4% 95 93 92
1973-1 12.514,96 kmlv. I Saötab 154946 2ár 4% 91 90 88
1973-2 11.963,70 7,50% 94 d 3ár 5% 90 87 85
1974-1 7.564,97 Innlv I Saðtab. 15.0945 4ár 5% 88 84 82
1975-1 6.334,45 740% 79 d 5ár 5% 85 62 78
1975-2 4.887,07 740% 94 d 6ár 5% 83 79 76
1978-1 4.206,90 7,50% 139 d 7 ár 5% 81 77 73
1976-2 3 488,28 740% 94 d 8 ár 5% 79 75 71
1977-1 3.006,52 740% 154 d 9ár 5% 78 73 68
1977-2 2.00631 kmiv. I Saðtab 10.0945 lOár 5% 78 71 66
1978-2 1.664,34 kmlv. I S*ðtab 10.09.85
1979-1 1979-2 1 40Z69 1.066,03 740% 124 d. kmlv. I Sefttab. 154946 VeðshuldabiM - óreiðtryggð
1980-1 967,05 7,50% 174 d Sölugangl m.v.
1900-2 760,42 Lármt 1 afb. ááh 2afb.*ár1
1981-1 7,50% 94 d.
20% 28% 20% 28%
47142 444.46 740% 7,50%
1982-1 130 d 1 ár 79 84 85 09
1902-2 332.09 kmtv 1 Saðtab 1.10.85 2 ár 66 73 73 79
1903-1 256,22 740% 130 d 3ár 56 63 63 70
1903-2 164,04 7,50% 1 ár 10 d. 4ár 49 57 55 64
1984-1 150,74 7,50% 1 ár 100 d 5ár 44 52 50 59
1904-2 151,64 7,50% 1 ár 319 d.
1964-3 14646 740% 2ár 21 d
1985-1 131,66 740% 2 ár 79 d I|arabr«i VeiðbiMasjódslns
1975-G 197841 348647 340044 6,00% 6,00% 40 d 156 d
19784 2.703,08 6,00% 6,00% 8,00% 1 ár 39 d Qangl pr. 10710 -1,260
1977-J 1981-10- 51546 1 ár 100 d 190 d Natnvarft Söiuvarð
1905-1 IB 86,06 11,00% 10 ár, 1 afb 4 irl ■0 000 62.900
1905-2IB 89,03 10,00% 5 *r, 1 atb. 4 árl
1906-3IB 00,42 10,00% 5 Ar, 1 afb. á ári
Orðsending til eigenda
Spariskírteina Rúdssjóðs:
Nú er enn komið að innlausn Spariskirieina
10. og 15. sept..-l. og 25. okt.
Við bendum á tvo góða ávöxtunarkosti
sem gefa 13 - 18% vexti umfram verðtryggingu.
Kjarabrél Verðbréfasjóðsins
og verðtryggð veðskuldabréf.
Vcrðbréfaniarkaðiir
Fjárfcstingarfclagsiris
Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7.
101 Reykjavík, sími 28566.