Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985 23 . Atrifti úr gamaneleiknum og gengur greinilega mikift L Ef farsi er ekki fyndinn... Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Þjóðleikhúsið sýnir: Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney. Þýft- ing: Árni Ibsen. Leikmynd og bún- ingar: Guðrún Sigríður Haralds- dóttir. Lýsing: Kristinn Daníels- son. Leikstjórn: Benedikt Árna- son. Snjallir farsaleikir eiga ekki síður rétt á sér á sviðum virðu- legra leikhúsa en önnur. En far- sinn lýtur ströngum lögmálum sviðs, uppsetningar, leiks og síð- ast en ekki sízt textans. Það er mesti misskilningur að farsi, sem byggir á sem allra mestu klúðri og hamagangi, veki hlát- ur. Líkast til er farsinn sú grein leikbókmennta sem hvað mestar kröfur gerir til þess sem áður var upp talið. Höfundur verður að spinna hæfilega útsmoginn og skipulega ruglingslegan þráð, svo að dugi til að markinu sé náð. Og hláturinn lengir líka líf- ið, stendur þar og góður farsi er á við hressilegan vítamínkúr. Ég las í leikskránni að Ray Co- oney hefði samið fjölda gaman- leikja og farsa, ýmist einn eða með öðrum. Tekið er fram að Með vifið í lúkunum sé langvin- sælasta verk hans til þessa og sé sýnt í mörgum löndum um þess- ar mundir. Einnig er bent á að frumuppfærslan í London gangi þar enn eftir að hafa verið sýnd í þrjú ár. Þetta gefur fyrirheit. Eftirvænting og tilhlökkun hlýt- ur að vera vakin. Aukinheldur hefur sýningin verið flutt víða úti á landi, svo að ástæða var til að ætla að löngu hefðu þurrkast út agnúar ef einhverjir hefðu verið. En hvað sem Ray Cooney er nú frægur í útlöndum fannst mér texti hans hafa einn ókost og hann er ansi stór; hann er ekki fyndinn. Hnyttin tilsvör hér og hvar og ágætar hugmyndir höfundar duga ekki til. Hróp og læti, hlaup og grettur og billeg brögð verða bara þreytandi til lengdar. „Lausnir" Cooneys, þeg- ar varð að losna við nokkrar persónur af sviðinu, einkum Barböru, voru einatt beinlínis hallærislegar. En þrátt fyrir augljósa ann- marka leikritsins sjálfs er þá kannski hugsanlegt að gera úr þessu sýningu, svo að menn brosi og jafnvel hlæi? Og víst skal það tekið fram, að eftir afskaplega þunglamalega byrjun var hlegið í Þjóðleikhúsinu, sérstaklega eftir hlé. Og til þess að hjálpa upp á farsa sem er svona fjarskalegur þunnur, verður að velja leikara sem eru fyndnir fyrirhafnarlaust, mætti ég leyfa mér að segja af svokallaðri guðs- náð. Leikkonurnar Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Anna Kristín Arngrímsdóttir og leikarinn Randver Þorláksson eru ekki farsaleikarar og ég er því ekki sátt við val leikstjóra. Og þess- um leikurum, sem eiga að baki ágæt afrek, er enginn greiði gerður með því að setja þá í þessi hlutverk. Þær Þórunn Magnea og Anna Kristfn hlupu fram og aftur, hrópuðu mikið og vildu án efa gera sitt bezta. Ran- dver sjálfsagt líka. En geifla eða skrækir, hvað þá heldur repl- ikka, verður ekki fyndin ef til- finningar fyrir farsanum eru ekki fyrir hendi. Og hana skorti að mínum dómi. Ég var heldur ekki ánægð með hreyfingar og staðsetningar, oftar þó hjá Þór- unni Magneu. Það hlýtur að skrifast hjá leikstjóra. Farsaleikarar þurfa sem sé ekki að vera æpa eða detta á hausinn til að kalla fram hlátur. Þeir verða að hafa þennan neista, hvort sem það kemur heim við lærðar bækur eða ekki. Það er engin ný speki að segja þetta. Hún sannaðist á föstu- dagskvöldið að minu viti. Sigurð- ur Sigurjónsson er gæddur þess- um hæfileikum og enda hefði sýningin verið þrautameiri ef hann hefði ekki borið hana uppi með þeirri túlkun sem við átti. Og er einkum hann sjálfur, hans kækir og klækir. Hlutverk Stanl- eys/Sigurðar f sýningunni varð og langtum meira áberandi en siálfs John Smith sem örn Arnason fór með. Hann lagði sig greinilega fram og hann hefur sýnt að sem gamanleikari er hann til margs góðs vís. Þarna var hann fjarri að vera í essinu sfnu. Sigurður Skúlason lék Troughton lögregluforingja og átti góðar senur, mimik hans í sfðari hlutanum var vel unnið verk. Pálmi Gestsson stillti f hóf aulaskap Porterhouse lögreglu- foringja og náði þvi fram sem efni stóðu til. Þorgrímur Ein- arsson er í örlitlu hlutverki ljósmyndara. Leikmynd Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur virðist vera vel af hendi leyst. Búningar voru ekki eftirtektarverðir, hvort sem það var stefna eða tilviljun. Þýðing Árna Ibsens er eitt af því tiltölu- lega fáa sem mér fannst til fyrirmyndar. Um leikstjórn Benedikts Árnasonar hefur þeg- ar verið fjallað. En hann er held- ur ekki of sæll af þvi að hafa þennan texta höfundar til að vinna úr. Sjálfsagt er að geta þess að eftir erfiða byrjun sem áður er minnzt á, var stundum hlegið á frumsýningunni. Jean-Pierre Jacquillat Ólöf Kolbrún Harftardóttir Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Mozart...Forleikur „Cosi fan tutte“ Alban Berg___________JSjö æskuljóft Schubert_________Níunda sinfónían Einsöngvari: Ólöf Kolbrún Harftardóttir Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Forleikurinn af „Cosi fan tutte" er einkennileg en elskuleg tónsmíð. Það sem er einkennilegt við tón- smíðina er, hversu Mozart notar einfalt lagferli og fá hljómskipti til að leikurinn með hraðann njóti sfn sem best. I uppfærslu Jacquill- at var hraðinn ekki nægilega mikill, til þess að sú spenna, sem fylgir því að tefla á tæpasta vaðið, næðist fram. Þess vegna var leikur hljómsveitarinnar án áhættu og í staðinn fyrir háskann fengu áheyrendur að heyra fallega leik- inn Mozart. Sjö æskuljóð eftir Alban Berg eru sérstæðar tón- smíðar og þykir mörgum þær fullt eins fallegar með pfanóundirleik. f hljómsveitargerð þessara við- kvæmu tónsmíða þarf næstum hver hljóðfæraleikari að leggja sig eftir þvf að kanna sérstaklega tón- mál Bergs. Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir söng ljóðin af glæsileik og af öryggi, sem vel má taka fram, þvf auk þess sem túlkun verkanna er erfið er tónskipan þeirra einnig erfiðari er gerist og gengur. Leikur hljómsveitarinnar var allt of sterkur, því í þessum verkum á að leika með mjög viðkvæm blæ- brigði, sem oft á tíðum reyna mjög á tónmyndunartækni hljóðfæra- leikaranna. Bæði mættu hljóm- sveitin vita gjörla um hvað var fjallað í ljóðunum og hljómsveitar- stjórinn að vinna þessi blæbrigði út frá þeirri vitneskju. Tónleikunum lauk með stóru C-dúr sinfóníunni eftir Schubert. Það kom sama upp á teninginn og í Mozart, að hraðanum var í hóf stillt og lítið gert úr „drama“ verksins. Það var eftirtektarvert hversu tréblásararnir voru mjúkir og léku mjög fallega. Hið hættu- lega upphaf, þar sem valdhornin leika ein, var mjög fallega leikið, mjúkt og tandurhreint. Þá áttu básúnurnar fallegan leik i fyrsta þætti. Eitt það sérkennilegasta við þessa sinfóníu er að Schubert notar strengjasveitina næstum því eingöngu til undirleiks við blásara- sveitina. f öðrum þætti var óbó einleikurinn og samspil klarin- ettsins stórkostlega fallegt og trú- lega var flutningur sveitarinnar á öðrum þætti hápunktur tónleik- anna. Það vantaði bæði skerpu og nákvæmni f Schersóið, þ.e.a.s., það sem í danstónlist er kallað „drive“ og á köflum var ekki nóg gert úr „stakkató“ forskriftinni frá hendi tónskáldsins. Að öðru leyti var leikurinn í heild áferðafallegur en án þeirrar áhættu, sem Jacquillat hefur svo oft stefnt hljómsveitinni í og oftlega með góðum árangri. „Ólöf Kolbrún Hardar- dóttir söng Ijóóin af glæsileik og af öryggi.“ „í öðrum þætti var óbó-einleikurinn og samspil klarinettsins stórkostlega fallegt og trúlega var flutningur sveitarinnar á öðrum þættinum hápunktur tónleikanna.“ Ordsending! til þeirra sem vilja mikið fyrir lítið:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.