Morgunblaðið - 20.10.1985, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985
t
Samtal við
Hallstein Sigurðsson,
myndhöggvara
„Ég var einu sinni í heimsókn hjá Gesti Olafssyni arkitekt
í Unuhúsinu gamla og þar voru fleiri listamenn staddir.
Einnig voru þarna tvær konur sem spurðu mig hvort ég væri
líka listamaður. Og jú — ég varð að játa það. Þá urðu þær
forvitnar og fóru að spyrja mig nánar um lífshlaup mitt. Ég
sagði þeim svona undan og ofan af mínum högum og sá strax
að þeim þótti ekki mikið til koma, ekki síst með hliðsjón af
ýmsum kollegum mínum sem voru og eru miklir ævintýra-
menn. Önnur þeirra fullyrti, sjálfsagt meira í gamni en al-
vöru, að ég hlyti að vera einhver litlausasti myndhöggvarinn á
landinu og hin sagði: „Þú átt engan lausaleikskrakka og ekki
hefurðu farið í meðferð hjá SÁÁ!“ Ég varð þá að bæta því við
að sennilega væri ég ekki einu sinni almennilegur sérvitring-
Hallsteinn Sigurðsson
hlær oft meðan hann
segir mér þessa sögu
en hláturinn er hvorki
drýgindalegur né sjálfumglaður;
þvert á móti allt að því feimnisleg-
ur. Ég fæ það á tilfinninguna að
Hallsteini sé ekki mjög um það
gefið að tala um sjálfan sig. Hann
hefur líka hirt lítið um að trana
sér fram í sviðsljósið en unnið að
list sinni af því meiri alúð og ein-
lægni. Hann er kátur þegar hann
sýnir mér vinnustofu sína sem er í
björtu og rúmgóðu stálgrindahúsi
í Breiðholtinu; húsi sem hann
reisti sjálfur með dyggri aðstoð
föður síns. Vinnustofan er stór og
það kemur mér á óvart hversu þar
er snyrtilegt; líkastil hafði ég
ímyndað mér að flestir listamenn
væru næsta kærulausir um um-
hverfi sitt og óduglegir við tiltekt-
ir. Garðurinn er stór og þar hefur
Hallsteinn komið fyrir fjölda
höggmynda sinna svo að helst lík-
ist dálitlu listasafni — þarna má
sjá flókin víravirki, hvít eða svört;
þung plötuverk rauðmáluð; nokk-
ur ábúðamikil goð úr norrænni
goðafræði; Mann og konu steypt í
ál ...
„Fimm mánuði að
steypa eitt verk
Ég vinn yfirleitt með að
minnsta kosti tvö þema,“ segir
Hallsteinn, „ekki kannski samtím-
is en svona jafnhliða. Nú hef ég
hins vegar fengist við það eitt í
heil þrjú ár að steypa fáein eldri
verka minna í ál og járnið hefur
setið á hakanum á meðan. Fólk
spyr mig hvort ég sé búinn að
leggja járnið alveg á hilluna en
það er fjarri þvi. Álsteypan er
bara svo tímafrek að ég hef ekki
tóm til neins annars. Verkið þarna
úti á flötinni, Maður og kona —
sem Sigurður A. Magnússon vill
raunar kalla Konuna með karlinn
í greip sinni! — það tók mig fimm
mánuði að steypa það upp.“
Og Hallsteinn sýnir mér steypu-
mót á gólfi vinnustofunnar og út-
skýrir fyrir mér aðferð sína sem
ég botna ekkert í. Mér verður litið
út um gluggann; handan grasflat-
arinnar er barnaskóli og ofan við
hann má sjá Breiðholtsblokkirnar
alræmdu. Eg spyr hvort þetta um-
hverfi sé heillavænlegt fyrir lista-
mann.
„Já, ég get ekki sagt annað. Að
vísu hristu sumir kunningjar mín-
ir höfuðíð þegar þeir fréttu að ég
væri búinn að fá lóð í Breiðholtinu
og Magnús Tómasson sagði við
mig; „Hallsteinn, farðu aldrei í
Breiðholtið!“ En meðan ég var að
byggja húsið var hverfið í mjög
örri mótun, hér voru moldarhaug-
ar hvarvetna og allt óuppgrætt, og
ég er ekki frá því að þetta hafi
haft örvandi áhrif á mig.“
Húsið kláraði Hallsteinn árið
1978 og þar hefur hann búið allar
götur síðan, nú síðustu árin ásamt
voldugum flekkóttum ketti sem
Ég kann ekki að fara
með meitil og hamar
en handleik logsuðutæki ágætlega
hann segir mér að heiti ýmist Pál-
ína eða Páll eða Linus Pauling.
„Þér er alveg óhætt að klappa
honurn," segir Hallsteinn þegar ég
fer 'að gefa mig að kettinum,
„hann bítur ekkert að heitið geti“.
Páll fylgir okkur hins vegar fast
eftir upp á efri hæð hússins og
fylgist grannt með húsbónda sín-
um meðan við spjöllum saman og
stundum skerst hann í leikinn
með háværu mjálmi þegar honum
þykir sér ekki nógsamlega sinnt.
Þá tekur Hallsteinn hann í kjöltu
sér og klappar honum vinalega
þar til kisi verður ánægður.
Tilvfsanir í sögur
og bókmenntir
Ég kveðst hafa haft spurnir af
því að Hallsteinn hafi verið beðinn
að gera minnismerki um Sturlu
sagnaritara Þórðarson.
„Já, hann hreyfði því við mig,
hann Matthías Morgunblaðsrit-
stjóri þegar hann kom hingað að
færa mér bókina sína sem fjallar
meðal annars um Sturlu, og
kannski ég byrji á því að gagnrýna
Matthías úr þvi ég á að koma i
Morgunblaðið," svarar Hallsteinn
og hlær. „Matthías talaði um
eitthvað þjóðlegt og rammíslenskt
og ég var næstum því farinn að
segja við hann að það væri einmitt
svo algengt meðal íslendinga að
Maður og kona,
fri 1968 en stækkuð og
steypt í ál 1984.
nálgast höggmyndir einhvern veg-
inn i gegnum bókmenntir. Við
þurfum helst alltaf tilvitnanir í
bókmenntir eða sögu til þess að
skilja höggmyndir og þegar við er-
um búin að fá slíkar tilvitnanir
þykjumst við skilja myndina. En
svo stenst hún kannski alls ekki
myndrænt. íslendingar eru ekki
almennilega læsir á myndmálið
svo það sem skiptir máli fer oft
fyrir ofan garð og neðan hjá þeim.
Myndmálið er það sem skiptir
öllu; form og línur og litir. Mynd-
list er tungumál forma og Itna og
lita og allar þessar tilvitnanir
flækjast bara fyrir. Hitt er svo
annað mál að Sturla Þórðarson
hefur auðvitað verið feikilegur
hæfileikamaður og hann á fylli-
lega skilið að fá yfir sig minnis-
varða. Hvort ég get gert slíkan
minnisvarða veit ég ekki en hann
verður þá alla vega ekki fígúratíf-
ur, ekkert í líkingu við myndina af
Snorra í Reykholti."
Hvernig vinnurðu þá, ef ekki út
frá tilvísunum í bókmenntir eða
sögu eða eitthvað ámóta?
„Kannski ég útskýri þetta að-
eins nánar. Hversu ólíkir sem þeir
annars voru, Einar Jónsson og
Ásmundur, þá voru þeir báðir allt-
af að gera myndir út frá sögum.
Sigurjón var í rauninni fyrsti ís-
lenski myndhöggvarinn sem gerði
ekki ... ja, svona táknræna
hluti.“
Hann bendir mér á hvítu víra-
virkin sín úti á grasflötinni.
„Mér er ómögulegt að taka þess-
ar myndir sem tákn fyrir eitthvað;
þetta eru fyrst og fremst linur og
ryþmi; þetta eru, ef svo má segja,
þrívíðar línuteikningar en ekki
massíf form. Það er erfitt að svara
því hvernig þessar myndir hafa
orðið til, ein myndin vex af ann-
arri.“
Ásmundur frændi
Þú minntist á að íslendingar
væru illa læsir á myndmál. En
hvernig á að lesa þessar járn-
myndir?
„Það get ég auðvitað ekki út-
skýrt á fullnægjandi hátt. Hvern-
ig hlustar maður á tónlist? Hvern-
ig á maður að hlusta á níundu sin-
fóníu Beethovens? Hvernig mynd-
ir þú svara því ef einhver spyrði
þig?“
Ég kem alveg af fjöllum.
„Já, einmitt. Myndmálið er
ákveðið tungumál. Ég hugsa að
hvorugur okkar skilji til dæmis
kínversku og því myndum við
hneigjast til þess að álíta það
tungumál bölvaða vitleysu. Undir
eins og við erum orðnir læsir á.,i
kinversku horfir málið öðruvísi
við. Ég held að besta leiðin til þess
að verða læs á myndmál sé hrein-
lega að teikna sjálfur. Mynd-
höggvarar teikna í efni sitt þegar j