Morgunblaðið - 20.10.1985, Page 28

Morgunblaðið - 20.10.1985, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985 plnrgmii! Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 275 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintak- iö. Tilboð um viðreisn Viðreisnartímabilið var gullaldarskeið ís- lenzkra stjórnmála frá sjónarmiði flestra sjálf- stæðismanna og Alþýðu- flokksmanna og kom þar margt til. Festa og agi ríkti við stjórn landsins og í stjórnmálaflokkunum. Sú lausung og upplausn, sem síðar hefur rutt sér til rúms var nánast óþekkt fyrirbæri á þeim tíma. Viðreisnarárin voru að mestu tími nýsköp- unar í atvinnulífi og raunar þjóðlífi öllu. Um leið var síðari hluti þeirra lexía í því, hvernig hægt er að ná þjóðfélaginu upp úr öldudal kreppu og samdráttar á tiltölulega skömmum tíma. Þegar litið er til viðreisn- aráranna þarf engan að undra, þótt formaður Al- þýðuflokksins hvetji nú til samstarfs Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokks um landstjórnina. Til vara hefur Jón Baldvin Hannib- alsson bent á þátttöku Alþýðubandalags í slíku samstarfi og er þá komið nýsköpunarmynstrið, sem miklu fékk áorkað á fyrstu árum eftir lýðveldisstofn- un. Ekki er úr vegi að rifja það upp, úr því að viðreisn- arstjórn hefur komið til umræðu að tilhlutan Al- þýðuflokksins, að þing- meirihluti var til myndunar slíkrar ríkisstjórnar eftir kosningarnar 1978. Alþýðu- flokkurinn var óumdeildur sigurvegari þeirra kosninga og af hálfu Sjálfstæðis- flokksins var það viður- kennt með því að bjóða Alþýðuflokki annað við- reisnarmynstur, þ.e. stjórn- arforystu Alþýðuflokksins. Þessu var algerlega hafnað sumarið 1978 og ástæðan var einfaldlega sú, að Al- þýðuflokkurinn þorði ekki í samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn. Að nokkru leyti var það skiljanlegt vegna hins mikla taps Sjálfstæð- isflokksins í kosningunum þá um sumarið en með til- boði um stjórnarforystu Alþýðuflokks höfðu for- ystumenn Sjálfstæðis- flokks auðvitað komið til móts við þau sjónarmið innan Alþýðuflokksins. Líklega er þessi afstaða Alþýðuflokksins sumarið 1978 einhver afdrifaríkustu pólitísku mistök, sem gerð hafa verið í íslenzkum stjórnmálum hin seinni ár. Talsmenn Alþýðubanda- lagsins hafa gefið til kynna, að þær gætu nú hugsað sér samstarf í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum. Ekki er úr vegi að minna á það, að forystumenn Sjálfstæð- ismanna könnuðu alvarlega möguleika á stjórnarsam- starfi með Alþýðubanda- laginu í desember 1979. Alþýðubandalagsmenn höfðu ekki kjark til þess að taka í framrétta hönd þá en notuðu tækifæri, sem gafst til þess að reyna að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Það er geymt en ekki gleymt. Þegar þessar tvær tilraunir Sjálfstæðisflokks- ins síðustu átta ár til þess að mynda ríkisstjórn án þátttöku Framsóknarflokks eru rifjaðar upp, þarf eng- um að koma á óvart, þótt sjálfstæðismenn muni taka með nokkrum fyrirvara tali bæði Alþýðuflokksmanna og Alþýðubandalagsmanna nú um stjórnarmyndun án aðildar Framsóknarflokks. Báðir þessir flokkar gengu inn í ríkisstjórn með Fram- sóknarflokknum eftir að þeir höfðu hafnað tilboðum Sjálfstæðisflokksins. Það ber að vísu að taka tillit til þess, að Alþýðu- flokkurinn er nú undir nýrri forystu, þannig að sinnaskipti hans geta verið einlæg. En ekki má gleyma því, að eins og staðan er í stjórnmálunum nú getur viðreisnartal formanns Alþýðuflokksins líka verið vel til þess fallið að lokka kjósendur frá Sjálfstæðis- flokknum. Að því þurfa sjálfstæðismenn að huga vel — ekki sízt þeir sem kenna sig við frjálshyggju. Þjóðkjörið þing okkar er komið saman til starfa. Fyrsta þingmálið var að venju frumvarp til fjárlaga fyrir komandi ár. Því fylgdi nú, sem ósjaldan hefur gerzt, frumvarp til lánsfjárlaga, en efni það sem áður hefur birzt sem lánsfjáráætlun er nú hluti af greinargerð með frum- varpinu. Þá fylgir þjóðhagsáætlun fyrir komandi ár og stefnumótandi áætlun fyrir tvö næstu ár. Það er nýjung. Samanlagt gefa þessi gögn, og þær upplýsingar sem þau geyma, betri heild- armynd af ríkisbúskapnum en þing- heimur hefur haft aðgang að áður. Með þessum breytingum og breyttri uppsetningu fjárlaga, sem ákveðin var með lögum á sl. vori, geta bæði þing og þegnar betur áttað sig á heildarsam- hengi ríkisfjármálanna. Jafnframt á ekkert að vera því til fyrirstöðu að af- greiða samtímis fjárlög og lánsfjárlög, sem eðlilegt verður að telja og lengi hefur verið að stefnt í orði, þó fram- kvæmd hafi skort á borði. Þrjú meginmarkmið Sem fyrr segir er það stórt spor til betri vinnubragða að frumvarpi til fjárlaga komandi árs fylgja nú frumvarp til láns- fjárlaga (auk innbyggðrar lánsfjáráætlun- ar) og stefnumótandi efnahagsáætlun til næstu ára. Þingmenn hafa lengi og rétti- lega gert kröfu um bætt vinnulag af þessu tagi. Fáir þeirra, og enginn stjórnarand- stöðuþingmaður, hafa enn sem komið er séð ástæðu til að þakka þessa breytingu til hins betra. Hinsvegar er leitað með logandi ljósi, nánast nótt sem nýtan dag, að því sem neikvætt er. Og það er smátt sem hundstungan finnur ekki, segir mál- tækið. Báðir þingflokkar stjórnarinnar höfðu samþykkt frumvarp það til fjárlaga, sem nú hefur verið lagt fram, eins og það er úr garði gert, en með því nást þrjú megin- markmið, að því er segir í athugasemdum (greinargerð) með því: í fyrsta lagi er erlendum lántökum stillt í hóf. Nýjar erlendar lántökur hins opin- bera eru því sem næst bundnar við af- borganir eidri gengisbundinna lána. Vexti, eða leigu fyrir hið erlenda fjármagn, á að greiða af ríkissjóðstekjum. f annan stað stefnir frumvarpið í jöfnuð gjalda og tekna ríkissjóðs 1986, en gert er ráð fyrir allt að 1.800 m.kr. halla á líðanda ári. Loks er með frumvarpinu stefnt að því að umsvif ríkisbúskaparins verði ívið minni, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, en 1985, þ.e. 27,6% í stað 27,9%. Vöxtur ríkisumsvifa og ríkisútgjalda er þar með stöðvaður. Til þess að ná þessum markmiðum hefur vissulega þurft að halda fast í tauma, bæði um ráðgerðan rekstur og fram- kvæmdir, þó enn megi efalítið betur gera. Fjárlagafrumvarpið einkennist af viðleitni til að draga úr þenslu í þjóðarbúskapnum og sparnaði til að vinna gegn viðskipta- halla og verðbólgu — og til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og hamla gegn vexti opin- berra umsvifa. Tekjuhlið frumvarpsins gerir ráð fyrir nokkurri lækkun tekjuskatts en minni en fyrri áform stóðu til. Það gerir hinsvegar ráð fyrir hækkun neyzluskatta, til að ná jöfnuði milli gjalda og tekna. Ný skatt- heimta þykir hinsvegar ekki góð latína á líðandi stund. Verður nánar vikið að því síðar í þessu bréfi. Breyttar forsendur Breyttar ytri aðstæður, meðal annars gengisþróun gjaldmiðla, sem hafa mikil áhrif á þjóðarbúskap okkar, valda því, að miðstjórn og þingflokkur sjálfstæðis- manna töldu ástæðu til að endurmeta forsendur fjárlagafrumvarpsins. Slíkt endurmat er raunar verksvið fjárveitinga- nefndar og Alþingis, sem endanlega færir ákvarðanir um ríkisbúskap komandi árs í lagaramma eða lagabönd. Efnahagslegar staðreyndir í þjóðarbúskapnum og utanað- komandi gerðu það óhjákvæmilegt, að dómi stjórnarflokkanna, að fara nákvæm- ar ofan í sauma á möguleikum frekari niðurskurðar eða sparnaðar í ríkisumsvif- um og ríkisútgjöldum. "Frumvarpið, eins og það var lagt fram, var að venju byggt á ákveðnum forsendum um þróun launa, verðlags og gengis krón- unnar út næsta ár. Hvort þær forsendur standast, sem Þjóðhagsstofnun gefur sér um framvindu þessara undirstöðuþátta fjárlagagerðar, skal ósagt látið hér. Þar eru þó óvissuþættir, sem verðir eru betri skoðunar. í athugasemdum með frumvarpinu, þar sem fjallað er um verðforsendur þess, stendur: „Áætlun um tekjur og gjöld ríkissjóðs byggir á því að laun hækki í samræmi við kjarasamninga fjármálaráðherra, BSRB og BHM frá því á fyrri hluta ársins 1985 og í samræmi við niðurstöður kjaradóms hjá þeim aðilum, sem taka laun í samræmi við úrskurð kjaradóms. Laun hækka því um 36—37% að jafnaði milli áranna 1984 og 1985 og um 31—33% frá upphafi til loka ársins 1985. Forsenda frumvarpsins um gengisþróun er sú að gengi erlends gjaldsmiðils hækki um 5% frá áætluðu meðalgengi 1984 til ársloka 1985. Vegna gengisbreytinga og erlendra verðhækkana er talið að verðlag almenns vöruinnflutnings verði að jafnaði 6,7% hærra í lok ársins en að meðaltali 1985. Auk þess er í tekjuáætlun frum- varpsins reiknað með 1—2% aukningu á viðskiptaveltu.“ Forsendur fjárlagafrumvarpsins um launa- gengis- og verðlagslagsþróun verða ekki vegnar og metnar hér. Það gerir fjár- veitinganefnd Alþingis með og ásamt því fagliði, sem hún hefur aögang að. Enginn getur alfarið séð fyrir framvindu í þessum efnum hér á landi. Ekki frekar en að rýna í duttlunga íslenzkrar veðráttu fram í tímann. Við eigum brekku eftir í þann stöðugleika í verðlagsþróun og efnahags- lífi, sem gamalgrónar velmegunarþjóðir hafa komið sér upp með árvekni, aðhaldi og ábyrgð. Baráttan vid viðskiptahallann Venjulega er talað um þrjár leiðir sem liggi að því markmiði að minnka viðskipta- halla: Að draga úr einkaneyzlu, almennri eftir- spurn, sem yfirhöfuð segir til sín í rýrnuð- um kaupmætti. Að draga úr ríkisumsvifum og ríkisút- gjöldum, sem þýðir frestun framkvæmda og/eða samdrátt í rekstri, sem bitnað getur á svonefndri samneyzlu. Að stuðla að auknum almennum sparn- aði. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, hefur ítrekað lagt á það áherzlu, að kaupmátt megi ekki rýra frekar en orðið er, þar hafi þegar verið gengið nógu langt. Það verði að færa þungamiðju baráttunnar frá hinum almenna launa- manni og skattgreiðanda yfir á ríkisbú- skapinn sjálfan. Þar verði að draga úr umsvifum, útgjöldum og eftirspurn, meðan við erum að vinna okkur út úr vandanum. Þriðja leiðin, að stuðla að auknum al- mennum sparnaði, hefur þegar gefið góða raun, þó að aðstæður til sparnaðar fólks séu yfir höfuð miður góðar. Bætt ávöxtun- arkjör, sem haldið hafa i við verðbólgu og stundum eilítið betur, hafa hvatt fólk til að leggja fjármuni fyrir. Þetta hefur fólki tekizt með mikilli vinnu, þar með talinni yfirvinnu, ráðdeild og útsjónarsemi. Almennur peningasparnaður er ekki aðeins kjörin leið til að vinna gegn við- skiptahalla. Innlend sparifjármyndun ger- ir þjóðarbúskapinn síður háðan erlendu lánsfjármagni, sem tekur til sín — flytur úr landi — milljarða króna á ári hverju I leigukostnað fyrir erlent fjármagn. Al- mennur sparnaður hefur þann tvíþætta tilgang að minnka viðskiptahalla og brjóta ís að lækkun erlendra skulda, auk þess að tryggja betur fjárhagslegt öryggi viðkom- enda. Það er því mjög mikilvægt að efla alla hvata til slíks sparnaðar. Það verður ekki gert með því að láta slíkan sparnað sæta skattalegum refsingum. Hvers konar skattar á sparifé, viðleitni til peninga- sparnaðar, knýr fólk til að leita nýrra leiða til að vernda fjármuni sína fyrir verð- bólgunni — eða ýtir undir ótímabæra eyðslu. kí............. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 19. október Enn er ótalið það, sem máske skiptir mestu máli, þ.e.a.s., að auka verðmæta- sköpun og útflutning innlendrar fram- leiðslu. Stöðnun, og á sumum sviðum aftur- för, í íslenzku atvinnulífi á gengnum árum verðbólgu og vinstri viðhorfa, hefur ekki aðeins seinkað lífskjarabata fólks um mörg ár, heldur hægt á framvindu atvinnulífsins — verðmætasköpun, m.a. til útflutnings — og nauðsynlegum hagvexti, sem er óhjá- kvæmilegur undanfari raunhæfra kjara- bóta. Hugsum okkur t.d. þann möguleika að Alþýðubandalagið og kvennalistaviðhorf hefðu haft erindi sem erfiði í baráttu gegn álveri og járnblendiverksmiðju, sem skapa — beint — hátt í þúsund ársstörf, auk margfeldisáhrifa í tilurð mörg þúsund þjónustustarfa, markað fyrir orku stór- virkjana okkar, greiða verulega skatta — og leggja til 15—20% útflutningsverðmæta okkar. Hver hefði viðskiptahallinn við umheiminn verið nú og á næstliðnum árum ef útflutningsverðmæti frá álveri og járn- blendiverksmiðju hefðu ekki komið til? Það má og gjarnan leiða hugann að atvinnu og afkomu þess fjölda fólks, sem starfar hjá þessum fyrirtækjum, eða gegnir margs konar þjónustustörfum í tengslum við starfsemi þeirra. Mergurinn málsins hlýtur að vera sá að styrkja og efla hefðbundnar atvinnugrein- ar, skjóta nýjum stoðum undir atvinnu og efnhag landsmanna, stuðla að grósku og framvindu í þjóðarbúskapnum. Það verður ekki gert með vinstri viðhorfum. Þar um talar reynslan skýru og ótvíræðu máli af veru Alþýðubandalagsins í ríkisstjórnum 1971-1974 og 1978-1983. Þá hófst gósen- tíð verðbólgu, viðskiptahalla og erlendra skulda; uppblásturinn í íslenzku atvinnu- lífi. Þá urðu 100 gamalkrónur að einni nýkrónu, sem síðan fetaði hratt troðna slóð kaupmáttarrýrnunar gömlu krónunnar. Nýkrónan var jafningi danskrar krónu þá upp var tekin. Nú er hún ekki fjórðungur hennar. Þannig vóru upphrópanir og slag- orð Alþýðubandalagsins í framkvæmd ráð- herrasósíalismans. Megi sú saga heyra fortíðinni til — um alla framtíð. Hver vill hverfa aftur til ástandsins 1978-1983? Það væri rangt að gera lítið úr þeim vandamálum, margvíslegum, sem við blasa. Þau hafa ekkert breytzt þó að ríkis- stjórnin hafi verið stokkuð upp. Við verð- um hinsvegar að vona að í kjölfar breyting- anna fylgi markvissari vinnubrögð út úr vandamálunum. Jafnrangt og það er að loka augum fyrir margvislegum vanda óleystum er hitt, að vanmeta það sem áunnizt hefur eða sjá ekki til sólar á framtíðarhimni. Margt hefur, satt að segja, miðað til réttrar áttar: Verðbólgan var komin í 130% vöxt á fyrsta ársfjórðungi 1983 og stefndi, að óbreyttu, langleiðina upp annað hundraðið fyrir árslok það ár, sem þýtt hefði fjölda- stöðvun fyrirtækja, einkum í útflutnings- greinum, og vfðtækt atvinnuleysi. Hún hefur náðst niður um nálægt 100 stig. Það munar um minna, þó verðbólga hér á landi sé enn þre- til fjórföld við það sem hún er í helztu viðskipta- og samkeppnislöndum okkar. Betur má því ef duga skal. Innlendur peningasparnaður, sem brot- inn var niður á verðbólguárunum, virðist vera að vaxa úr grasi á ný, sem er mjög mikilvægt, eins og fram kemur fyrr í þessu bréfi. Frjálsræði hefur verið aukið á sviði banka- og peningamála. Minna má á al- menna gjaldeyrisreikninga og rétt aðila, sem afla gjaldeyris, til að geyma hann á sérstökum reikningum. Orkumálin hafa verið tekin nýjum tök- um, frá því sem var á ráðherraárum Hjör- leifs Guttormssonar og arðsemissjónarmið látin ráða ferð í rannsóknum og fram- kvæmdum. Uppstokkun sjóðakerfis, sem hafin er, er grundvallarbreyting, sem á skömmum tíma mun gjörbreyta starfsaðstöðu at- vinnuveganna. Stigið hefur verið fyrsta skrefið, þó stærra hefði mátt vera, að nýsköpun at- vinnulífsins. Útvarpið hefur verið gefið frjálst, sem er jafnsjálfsagt og prent- og fundafrelsi í landinu, eins og Halldór Blöndal, alþingis- maður, komst að orði i viðtali við vikublað- ið íslending. Hér er fátt eitt nefnt, en nóg til að sýna, að miðað hefur til réttrar áttar um margt. Hinsvegar hefði ferð okkar út úr vanda- málunum mátt ganga greiðlegar. Við get- um bollalagt og deilt um það hvort aka mátti hraðar á þeirri torfæruleið. En um hitt verður ekki deilt, að rangt væri að snúa við blaði og hverfa aftur til stjórnar- stefnu og þjóðmálaástands, sem hér hófst 1971—1978, og bar blómstur verðbólgu, viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnun- ar 1978—1983, þegar ráðherrasósíalisminn var og hét, sællar minningar. Helztu ádeiluefnin Helzti stjórnarandstöðuflokkurinn, Al- þýðubandalagið, þrástagast á nokkrum málaflokkum, sem tíundaðir eru ríkis- stjórninni til áfellis: Húsnæðismálin. Þar hefur sitt hvað farið úrskeiðis. Höfuðástæða þess er máske sú, að húsnæðislánakerfið hefur ekki borið sitt barr síðan Svavar Gestsson, þáverandi húsnæðismálaráðherra, og Ragnar Arn- alds, þáverandi fjármálaráðherra, sviptu það helzta tekjustofni sínum, launaskattin- um. Það má og vel hafa í huga að misgengi launa og vaxta kom ekki fyrst fram í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það var Alþýðu- bandalagið, sem innleiddi lánskjaravísi- töluna — með stuðningi Alþýðuflokksins. Rýrnun kaupmáttar. Sú kaupmáttarrýrn- un, sem orðið hefur síðan í sólstöðusamn- ingum 1977, var að meginefni komin fram áður en Alþýðubandalagið hrökklaðist úr rikisstjórn 1983 og skildi við þjóðarbúskap- inn í rjúkandi rúst. Kaupmáttur íslenzkrar gamalkrónu hrapaði niður í nánast ekki neitt á valdaárum Alþýðubandalagsins. Nýkrónan fór langleiðina I fótspor þeirrar gömlu á valdaárum þess. Hvað gerðizt í nýsköpun atvinnulífs í ráð- herrasósíalisma? Minna en ekki neitt. Það vantaði ekki að eytt var umfram efni, samanber viðskiptahalla og erlenda skuldasöfnun, en verðmætasköpunin í þjóðarbúskapnum jókst ekki að neinu ráði, þvert á móti. Hagvöxtur, sem er forsenda raunhæfs kjarabata, kaupauka, sem ekki fer beina leið út í verðlagið, virðist eitur í beinum róttækra, vinstri manna. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, lagði áherzlu á það í útvarps- umræðu um stefnu stjórnarinnar, að vand- inn væri ærinn, en mest væri um vert, að missa aldrei trúna á það, að við gætum unnið okkur út úr vandamálunum ef við stæðum saman að lausn þeirra. Það er gott að vera íslendingur, sagði hann efnislega, en við getum gert það enn betra með raunsæi, bjartsýni og samátaki. Við getum einnig sokkið í sama verðbólgu- farið og 1978—1983, ef við klúðrum málum á sama hátt og þá var gert. Við eigum völina og kvölina. Við getum orðið eigin gæfu smiðir. Við höfum efnivið- inn og erum reynslunni ríkari. Mikilvægast er að láta ekki mýrarljós innbyrðis átaka eta upp þor okkar og þrótt. Alþýðubandalagið má, að ósekju, ástunda innbyrðis átök. Þjóðin þarf hins- vegar að standa saman um sameiginleg hagsmunamál, mótun sameiginlegrar framtíðar. „Almennur sparnaður hef- ur þann tví- þætta tilgang að færa niður viðskiptahalla og brjóta ís að lækkun er- lendra skulda, auk þess að tryggja betur «■» fjárhagslegt öryggi viðkom- enda. Það er því mjög mik- ilvægt að efla alla hvata til sparnaðar. Það verður ekki gert með því að láta slíkan sparnað sæta skattalegum refsingum. **'• Hverskonar skattar á spar- ifé knýr fólk til að leita nýrra leiða til að vernda fjár- muni sína fyrir verðbólgunni - eða ýtir undir ótímabæra eyðslu.“ c

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.