Morgunblaðið - 20.10.1985, Side 35
T
: MOftGU»BLA.flIÐ, 3DNNUDAGUR20. OKTÓBEjR 1985
35>
v
Opiðmótá Hólmavík
Á laugardaginn verður haldið
á Hólmavík Opið mót í brids. Til
leiks eru boðuð 22—24 pör og
verður spilað eftir Barometer-
fyrirkomulagi. Keppnisstjóri er
Olafur Lárusson.
Þetta verður fyrsta mótið
(Opið) sem haldið hefur verið á
Hólmavík og þar með vonast
heimamenn til þess, að Hólmavík
sé komið á landakort bridsspilar-
ans.
Stofnanakeppni
Stofnanakeppni Bridge-
sambands íslands og Bridgefé-
lags Reykjavíkur, sveitakeppni,
verður haldin eftirtalda daga:
Mánudaginn 11. nóvember í
Domus Medica kl. 19.30
Miðvikudaginn 13. nóvember í
Hreyfils-húsinu kl. 19.30
Mánudaginn 18. nóvember í
Domus Medica kl. 19.30
Fyrirkomulagið verður með
svipuðu sniði og síðasta ár. Spil-
aðar verða 9 umferðir í sveita-
keppni, 3 á kvöldi með 10 spilum
milli sveita, eftir Monrad-fyrir-
komulagi. Hver sveit má vera
skipuð mest 6 spilurum, og öll
frávik frá því háð leyfi keppnis-
stjóra. Aðeins er ætlast til að í
hverri sveit spili saman sam-
starfsfólk, og eru reglur þannig
að viðkomandi þarf að hafa verið
á launaskrá hjá viðkomandi
fyrirtæki/stofnun, á þessu
starfsári. Eru þetta svipaðar
reglur og gilda í firmakeppnum
hjá Skáksambandinu. Þátttöku-
gjald pr. sveit verður kr. 5.000
Síðasta ár tóku upp undir 30
sveitir þátt í Stofnanakeppni og
vakti sú keppni mikla lukku
keppenda, enda um algera nýj-
ung að ræða í bridskeppnum.
Sigurvegari í fyrra varð sveit
Sendibílastöðvarinnar hf.
Skráning í Stofnanakeppni
1985 er hjá Bridgesambandi ís-
lands, Ólafi Lárussyni í s. 18350.
Frestur til að tilkynna þátttöku
rennur út fimmtudaginn 7. nóv-
ember nk. Allar nánari uppl.
verða gefnar á skrifstofu Bridge-
sambandsins.
Hreyfill — Bæjarleiðir
Hafinn er fimm kvölda tví-
menningur með þátttöku 24 para.
Spilað er í tveimur 12 para riðl-
um og er lokið einni umferð.
Staða efstu para:
Árni Halldórsson —
Þorsteinn Sigurðsson 138
Anton Guðjónsson —
Daníel Halldórsson 136
Vignir Aðalsteinsson —
Einar Pálsson 136
Skafti Björnsson —
Jón Sigtryggsson 133
Kristinn Sölvason —
Kristinn Björnsson 133
Guðmundur Ólafsson —
Skjöldur Eyfjörð 130
Meðalárangur 110.
Önnur umferð verður spiluð
nk. mánudagskvöld kl. 19.30 í
Hreyfilshúsinu.
Bridsdeild Breið-
firðinga
Eftir fjórar umferðir af 19 er
staða efstu sveita í aðalsveita-
keppninni þannig:
Sveit:
Ólafs Valgeirssonar 88
Daníels Jónssonar 84
Hans Nielsens 82
Arnar Scheving 76
Gróu Guðnadóttur 76
Alison Dorosh 75
Jóhanns Jóhannssonar 72
IngibjargarHalldórsd. 63
Þórarins Alexanderss. 63
Stjórnandi er ísak örn Sig-
urðsson og er spilað í húsi Hreyf-
ils við Grensásveg.
Athygli er vakin á því að aðal-
fundur félagsins verður haldinn
næsta fimmtudag á undan spila-
mennskunni og hefst fundurinn
kl.18.00.
FUNDIR EINKASAMKVÆMI
Auk hinnar margrómuðu þjónustu, sem ásamt hlýlegu umhverfi og
fjölbreyttum matseðli hafa aflað veitingahúsinu svo mikilla vinsælda, eykur
AmarhóII enn við umsvif sín. Við hinn almenna veitingarekstur hefur
berlega komið í Ijós að margir af viðskiptavinum Amarhóls hafa brýna þörf
fýrir aðstöðu til lokaðra funda og samkvæma. Til þess að koma til móts
við þessar þarfir gesta sinna hafa aðstandendur Amarhóls ákveðið að veita
þessa þjónustu og eins og alltaf þegar Amarhóll er annars vegar situr
Qölbreytnin í fYrirrúmi. Að aflokinni hagræðingu á salarkynnum
veitingastaðarins getur Amarhóll nú boðið Qölbreyttum hópi viðskiptavina
sinna margvíslega þjónustu.
KLÚBBAR FÉLAGASAMTÖK FYRIRTÆKI
AmarhóII býður ykkur aðstöðu til fastra hádegisverðafunda jafnt sem
einstakra og einnig einkasamkvæma.
ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR--
Smærri hópa (frá 10 manns) hádegi og kvöld alla virka daga(í koníakssal).
EINKASAMKVÆMI
Stórar veislur jafnt sem smáar. Sama hvert tilefnið er, brúðkaup, afmæli,
fermingar, próflok, Amarhóll annar öflu.
ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR-
Stærri samkvæmi (allt að 100 manna matarveislur og 200 manna hanastél
til kl. 18.00) hádegi laugardaga og sunnudaga.
Gestir utan af landi -Ópera-Leikhús__________________
Amarhóll tekur á móti hóppöntunum óperu- og leíkhúsgesta utan af landi.
Tirestone
Frábær verð sem engfnn annar
býður.
STÆRÐIR:_________VERÐ KR.:
145x12 ......... 2.647,-
155x12 ......... 2.773,-
135x13 ......... 2.350,-
145x13 ......... 2.588,-
155x13 ......... 2.725,-
165x13...... 2.997,-
165x14 ......... 3.073.-
175x14 ......... 3.532,-
185x14 ......... 3.906.-
135x15 ......... 2.538.-
145x15 ......... 2.877,-
165x15 ......... 3.422,-
HJÓLBARÐAVIÐGERÐ
KÓPAVOGS
SKEMMUVEGI 6, KÓPAVOGI
SÍMI 75135
Föstudaginn 25. og laugardaginn 26. verður
vikingaskipið okkar i Blómasal drekkhlaðið villibráð.
Tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja
prófa eitthvað nýtt.
Við bjóðum upp á:
Hrelndýr - villigæs - önd - rjúpu - sjófugla
- heiðalamb - graflax - silung o.fl.
Borðapantanir í síma 22322 - 22321.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA HÓTEL
salur >
Villibráð
Askriftarsíminn er 83033
4-