Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 37
MORG.UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
stofnana og vekur spurningu um,
hvort ekki sé rétt að auka vægi
þeirra, bæði til að auka á almennt
verðskyn í þessari þjónustu — og
til að henda betur reiður á þjón-
ustu einnar stofnunar við aðra.
Stjórn ríkisspítala hefur gert all-
nokkrar breytingar á rekstrarlegri
uppbyggingu þeirra, m.a. til þess
að auka hvata til hagræðingar, þ.e.
að einstakir rekstrarþættir, sem
árangri ná í hagræðingu og sparn-
aði, fái að njóta árangursins, t.d. í
bættri rekstrarlegri aðstöðu. Þessi
breyting hefur þegar skilað
árangri.
Annar flötur á þessu máli er sá
að fjárveitingavaldið hefur þrengt,
jafnvel um of, að einstökum rekstr-
arþáttum heilbrigðismála, svo
þjónustan, sem í boði er, svarar
ekki þörf eða eftirspurn.
Nokkur atgervisflótti virðist og
úr einstökum heilbrigðisstéttum.
Ekki hefur t.d. reynzt unnt að opna
til fulls nokkrar deildir ríkisspítala
(eftir lokun í sumarorlofi) vegna
skorts á hjúkrunarfræðingum.
Heilbrigöiskerfið og
þjóðarbúskapurinn
Samkvæmt frumvarpi til fjár-
laga fyrir komandi ár, 1986, er
kostnaður heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytis áætlaður tæpir tólf
milljarðar króna, þ.e. trygginga-
bætur, framkvæmdir heilbrigðis-
kerfis og rekstur. Þar af taka al-
mannatryggingar tæpa sjö millj-
arða en heilbrigðismál tæpa fimm.
Ráðgerð hækkun þessara tveggja
stóru útgjaldaþátta frá líðandi ári,
1985, er 1.865 m.kr. eða 18,5%.
Þessi hækkun, í krónum mæld,
verður að skoðast í ljósi líklegra
verðlagsbreytinga milli þessara
ára.
Áætluð heildarútgjöld ríkissjóðs
1986, samkvæmt fjárlagafrum-
varpinu, eru nálægt 33,5 milljarðir
króna. Þar af eru útgjöld þessa
eina ráðuneytis tæpir 12 milljarðar
eða góður þriðjungur. Heilbrigð-
ismálin ein og sér taka sem fyrr
segir 5 milljarða.
Það er stundum sagt að menning
hverrar þjóðar komi gleggst fram f
því, hvern veg hún býr að hinum
öldruðu, sem skilað hafa langri
starfsævi í þjóðarbúið. Hvergi hef-
ur það komið fram, að ég hygg, að
ofgert sé í því efni hérlendis. Þvert
á móti.
Heilsugæzlan hefur skilað
árangri á marga lund. Ungbarna-
dauði er hér hverfandi og meðalævi
fólks lengri en annars staðar á
byggðu bóli, með einni undantekn-
ingu, Japan. Ef hægt er að mæla
arðsemi heilbrigðiskerfisins í fleiri
vinnudögum eða starfsárum hvers
einstaklings er hún allnokkur.
Mestu máli skiptir þó mannleg vel-
ferð, en hún er að stærstum hluta
undir heilsufari fólks komin.
Við eigum, tvímælalaust, vel
menntaðar og starfshæfar heil-
brigðisstéttir. Hinsvegar skortir
enn verulega á, að menntun þeirra
hafi verið fylgt eftir með tækni-
búnaði og starfsaðstöðu, hliðstæðu
því sem bezt þekkist annarsstaðar.
Hinsvegar förum við fetið í því
efni — og miðar áleiðis.
Efnahagslegar kringumstæður í
þjóðarbúskapnum ráða ferð. Öll
lífskjör okkar, hverrar tegundar
sem eru, þarf að sækja til þeirra
verðmæta sem verða til í þjóðar-
búskapnum, eftir að kostnaður við
tilurð þeirra hefur verið greiddur.
Þessvegna er mál málanna að efla
framleiðni og hagvöxt í undirstöðu-
greinum, auka þjóðartekjurnar.
Samdráttur í þjóðarframleiðslu og
þjóöartekjum, að ekki sé talað um
þá milljarða sem fara í leigu fyrir
erlent lánsfjármagn, kalla hinsveg-
ar á aðhald og niðurskurð.
Það sem ekki
má nefna
í erindi Láru M. Ragnarsdóttur,
sem fyrr er vitnað til, segir:
„í dag þekkja hvorki neytandi né
seljandi heilbrigðisþjónustunnar
til hlítar þann kostnað, sem
ákvarðanir þeirra um meðferð hafa
í för með sér. Á slíkum markaði,
þar sem kröfur um heilbrigði verða
æ meiri og hluti tækninnar eykst
stöðugt, getur þróunin ekki orðið
nema á einn veg: síaukinn kostnað-
ur og stöðugt verri nýting fjár-
muna og mannafla."
Hún nefnir ýmsar leiðir til úr-
bóta, sem hingað til hefur varla
mátt nefna, án meiriháttar umróts
og ásakana. Hér verða aðeins tí-
undaðar þrjár af hugmyndum
hennar:
• Hlutfallsgreiðslu sjúklings vegna
kostnaðar heilbrigðisþjónustu, inn-
an og utan sjúkrahúsa, sem að
sjálfsögðu gæti verið breytileg og
yrði innan hófsemdarmarka.
• Kanadíska leiðin, þ.e. að gefa
skattgreiðendum upp á skattseðli
þann kostnað, sem greiddur hefur
verið vegna heilbrigðisþjónustu
fyrir þá á undangengnu ári.
• Umbun til heilbrigðisstofnunar
fyrir hagkvæmni í rekstri. Til
dæmis í því formi að stofnun fái að
ráðstafa sparnaði, máske að hluta,
‘til bættrar starfsaðstöðu, svo sem
tæknibúnaðar.
Mergurinn málsins er, hvort
hægt sé að nýta fjármagn betur en
nú er gert, án þess að skerða að
ráði veitta þjónustu.
1 þessu efni þarf hinsvegar að
ganga fram með gát og búa þannig
um hnúta, að heilbrigðiskerfið,
bæði forvarnarstarf og lækningar,
veiti alltaf sem bezta þjónustu, eft-
ir því sem aðstæður, þar með talin
fjárhagsgeta samfélagsins, frekast
leyfa.
Frá dagvist barna
á einkaheimilum
Nú í lok október veröur hætt leyfisveitingum
fyrir dagmæöur á þessu ári. Viö brýnum fyrir
konum sem hafa hugsaö sér aö taka börn til
dagvistar á heimili sínu aö sækja um leyfi fyrir
næstu mánaðamót. Viö viljum einnig leggja
áherslu á aö vöntun á dagvist fyrir börn innan
2ja ára er sérstaklega tilfinnanleg.
Umsjónarfóstrur Njálsgötu 9.
Áskriftarsíminn er 83033
37
Auglýst
eftir framboðum
til prófkjörs
í Reykjavík
Ákveöíö hefur veriö aö prófkjör um val frambjóöenda Sjálfstæöisflokksins
viö næstu borgarstjórnarkosningar fari fram dagana 24. og 25. nóvember
1985. Val frambjóðenda fer fram meö tvennum hætti:
a) Gerð skal tillaga um frambjóðendur til yfirkjörstjórnar innan ákveöins frests sem yfirkjör-
stjórn setur. Tillagan er því aöeins gild aö hún sé bundin viö einn flokksmann og getur
enginn flokksmaöur staöiö aö fleiri tillögum en 8. Tillagan skal borin fram af 20 flokks-
mönnum búsettum í Reykjavík.
b) Kjörnefnd er heimilt aö tilnefna prófkjörsframbjóöendur til viðbótar frambjóöendum skv.
a-lið, eftir því sem þurfa þykir, enda skal þess gætt aö ekki veröi tilnefndir fleiri en þarf til
aö frambjóöendur veröi 40.
Hér meö er auglýst eftir framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hór að ofan. Skal framboð vera
bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann
gefi kost á sór til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu borgarstjórnar-
kosningum. 20 flokksbundnir sjólfstæðismenn búsettir í Reykjavík skulu standa að hverju
framboði og enginn flokksmaður getur staðið aö fleiri framboðum en 8.
Framboðum þessum ber aö skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi, til yfirkjör-
stjórnar á skrifstofu Fulltrúaráös sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi
síöar en kl. 17.30 mánudaginn 28. október 1985.
Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
ARGERÐ 1986
MITSUBISHI
GALANT
Framhjóladrifiö
listaverk
MARGFALDUR
VERÐLAUNAHAFI
FYRIR:
Háþróaða
vélfræðitækni
Nýtt og áður óþekkt
svið mýktar og jafnvægis
Útlit og eiginleika sem
ekki eiga sinn líka
MITSUBISHI
GALANT
er ríkulega búinn
aukahlutum
Verö frá kr.
523.000,-