Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985 >38 Sitt af hverju tagi eða bara kássa gæti verið yfirskriftin á þessum gárupistli. Og þó. Lík- lega öllu heldur „potpourri" ef maður vill vera í stílnum og nota fína útlensku. Á gðngu í miðbænum blasti við að síðasta vígið er fallið. Gamli góði Hressingarskálinn orðinn að Café Hressó, væntanlega framborið af óbrotnum íslend- ingum „kafjé Hressó“ , enda C varla íslenskur stafur. C-in ekki nema hálf blaðsíða í síma- skránni. Gaman að farið var að dubba upp á Hressingarskál- ann. Hann var farinn að verða svolítið lúinn, enda dugað Reyk- víkingum vel og lengi. En var ekki óþarfi að útlenska nafnið og skera alveg á tengslin við fortíðina í vitund gesta og veg- farenda um miðbæinn? I nýju fötunum hefur góði gamli skál- inn líklega átt að verða fínn eins og nýju veitingahúsin með útlendu nöfnunum. Okkur íhaldssömum sálum finnst samt dulítið dapurlegt að týna sögu- legu tengslunum við fortíðina, og söknum góða gamla Hress- ingarskálans. Viðkvæmni fyrir nöfnum má víst ekki keyra úr hófi. Minnir á söguna af menntaskólakenn- aranum, sem kom stórhneyksl- aður á kennarastofu MR, eftir að hafa gengið um miðbæinn. „Hvað haldið þið að ég hafi séð? Komin ný verslun sem heitir „rífill", skrifuð refill upp á ensku." Ritari rektors hafði líka labbað um miðbæinn og skaut inn i: „Er þetta ekki bara hann- yrðaverslunin sem heitir góðu og gegnu íslensku nafni, Ref- ill?“ Utlend nöfn á húsum í miðbæ Reykjavíkur draga fram í hug- ann áletrun á nýsmíðuðu „gömlu húsi“ við Bankastræti. Þar stendur „Konditori" við það sem við köllum stundum brauð- búð og hefði heitið á dönskuár- um Bakarabrekkunnar einfald- lega bakarí. Umm, hægt að setjast og fá sér góðgæti þarna inni, var fyrsta viðbragð. í dönsku alfræðiorðabókinni stendur að heitið Konditori sé komið af latneska orðinu cond- ire, sulta, og skýrt svo: mat- vælaverslun, þar sem á boðstól- um eru kökur og vínarbrauð, ís og súkkulaði og ýmiskonar sætindi og það borið fram á staðnum jafnframt því sem má kaupa það og taka með sér.“ En semsagt í þessu íslenska konditorii eru engin borð til að bera góðgætið á eða stólar til að sitja við. En það er kannski betra að hafa útlent heiti, þótt það tákni ekki neitt. Hvern varðar um merkingu þegar bún- ingurinn er útlendur? Kökuhús- ið við Austurvöll væri líklega nær því að vera konditori, ekki rétt?. Svona geta málin orðið flókin þegar maður vill vera í stílnum og nota útlend nöfn á veitingahús og búðir. Það er víst eðli mannsins að vilja láta blekkja sig svolítið. Það ku létta lífið. Veitir það til dæmis ekki mikla öryggistil- finningu þegar maður skrifar á ávísunina sína númerið, sem enginn annar kann og maður getur einn notfært sér? En hún er fölsk. Þetta númer er ómark. Mörg ár síðan bankarnir út- þurrkuðu þennan öryggisventil. Það mun hafa verið þegar tölv- urnar komu. Það skiptir engu hvaða númer er skrifað á ávís- unina, tólvan les bara prentaða númerið á ávísuninni og tekur út af reikningi þess sem fékk það hefti. Sá öryggisventill sem einu sinni fólst i því að kunna og skrifa rétta ávísananúmerið er löngu fyrir bý. Maður er samt látinn muna númerið og skrifa það. (A ávísanahefti sem ég fékk einhvern tíma frá erlend- um banka var þetta númer líka prentað á blöðin.) Öryggistil- finningin situr eftir. Það er svo notalegt að láta blekkjast. Svona notalega öryggistil- finningu fær maður líka í flug- vélum þegar flugstjóri og flug- freyja byrja að vesenast með að farþeginn sé nú örugglega með spennt beltið. Það er svo gott að láta bera umhyggju fyrir sér. Enda hefur maður títt lesið um það að öryggisbeltin tryggi það að maður kastist ekki fram og brjóti á sér haus- inn ef svo ólíklega vildi til að eitthvað kæmi fyrir flugvélina í flugtaki eða lendingu og hnykkur kæmi á vélina. A undanförnum árum eða síðan farið var að þétta sætin í þeim fróma tilgangi að geta troðið sem flestum í eina vél og lækkað með því fargjöldin hefur nú stundum læðst bros fram í munnvikin yfir alvöru augna- bliksins. Því augljóst er að maður er löngu kominn með ennið fram í bak næsta sætis áður en mittisól getur tekið í. Nema vélin hrapi og maður kippist eins og korktappi beint upp í loftið á milli sætanna. Þá mun beltið taka í og halda manni niðri í sætinu. Við Sig- urður á Kvískerjum, sem er mikill rannsakari og vísinda- maður og tekur ekki það sem honum er sagt án þess að sann- prófa það, dunduðum við að mæla bilið milli sæta og átakið af beltinu á leið milli staða í vor. Frá sætisbaki og fram á næsta sætisbak reyndust 40 sm. Raunar það sama og í flugvél á leið milli erlendra staða í fyrra. Svona getur maður verið vit- laus, að fara að eyðileggja þessa indælu blekkingu. Þetta breytir sjálfsagt ekki miklu ef flugvél á annað borð hlekkist verulega á. En allt vesenið við að tryggja að öryggsbeltið sé á er fjarska notalegt, finnst ykkur það ekki? Margt fleira mætti til tína, en það er ótugtarskapur að vera að eyðileggja notalegar blekk- ingar. Best að taka sér í munn orð hirðskálds Gáruhöfundar (þýðing ABS): Sáerefast um sinn hag, felluráðuren fær hann slag. ÁSTRÍÐUGLÆPIR A KEN RUSSELL FILM KATHLEEN TURNER ANTHONY PF.RKINS A KEN RUSSELL HLM A DONALD P. BORCHERS PRODUCTION KATHLEEN TURNER ANTHÖNY PFRKINS CRIMES OF PASSION JOHN IJVUGHUN KnerolKe Produrrr LARRY THOMPÍ Wuulr by RJCK WAKEMAN (ft-Produrrd by DONALD P. BORCHERS WrlUrn by BARRY S> Produrrd by BARRYSANDLER Dlrrrlfd by KEN RUSSELLBHHHBI^Hi Sýnd kl. 5,7,9og 11. FURA BORG/IR- húsqöqn Hreyfilshúsinu við Grens- ásveg Símar: 686070 og 685944
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.