Morgunblaðið - 20.10.1985, Side 54
MORGUíÍBLAÐIÐ, SÍTNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985
^4
Himalayaleiöangurinn — Fyrri grein
í BYRJUN sumars tóku tveir íslendingar þátt í brezkum Himalayaleiðangri,
þeir Helgi Benediktsson og Snævarr Guðmundsson. Helgi kleif fjallið Diran,
sem er 7.273 metrar á hæð og er það hæsta fjall sem íslendingur hefur klifið.
Snævarr þurfti að snúa við vegna veikinda. Helgi mun lýsa leiðangrinum í
tveimur greinum sem Morgunblaðið mun birta, ásamt myndum, sem hann
tók. Helgi er 29 ára Reykvíkingur og hefur stundað fjallgöngur í 15 ár og
starfar nú í Skátabúðinni.
Heimili og farartæki leiðangursins
frá Karachi til Islamabad, sem tók
3 sólarhringa.
Draumur flestra fjalla-
manna er að fá tækifæri
til að kljást við hina
stórkostlegu tinda Him-
alayafjalla. Því tókum
við Snævarr Guð-
mundsson tveim hönd-
um boði um þátttöku í breskum fjall-
gönguleiðangri undir stjórn eins reynd-
asta Himalayafara sem uppi er í dag,
Doug Scott. í leiðangrinum voru alls 20
manns, þar af 11 fjallamenn. Aðrir þátt-
takendur voru göngufólk, konur og bðrn.
Mikil breyting hefur átt sér stað á síð-
ustu árum í Himalayaleiðöngrum. Fyrir
nokkrum árum notuðu allir leiðangrar
Isúrefnistæki til háfjallagangna. Leiðangr-
ar voru því afar kostnaðarsamir, þungir í
vöfum og tóku langan tíma. Stærsta skref-
ið fólst í breytingu á fjallgöngutækni, i
stað margra vikna fjallgöngu, var fjallið
tekið í nokkurra daga áhlaupi, i svokölluð-
um alpastíl. Aukin þekking var svo til þess
að smám saman dró úr notkun súrefnis-
tækja. Hámarkinu var náð 1978 þegar Ev-
erest, hæsta fjall heims (8.848 m.), var
klifið án súrefnistækja. Eru þvi fjall-
göngumenn að mestu hættir að njóta góðs
af súrefnistækjum, heldur beina þeir aug-
um að því að sigra fjöllin með sem minnst
af útbúnaði milli sín og fjallsins. 1 dag eru
leiðangrarnir yfirleitt léttir, hraðir, og
ódýrari en áður var. Ekki spillir það að
með því að hafa konur og börn með léttist
andrúmsloftið í aðalbúðum, ferðir upp í
fjöllin eru stuttar og biðin því ekki löng.
Leiðangurinn fékk nafnið „Rakaposhi-
Nanga Parbat Expedition" eftir tveim
Okkur gafst tækifaerí til að klífa í góóu bergi í Vatnahéruðum Englands, en þar er oft þröng á þingi, þar sem klifur er vinsæl íþrótt
í Englandi.
Hiti, snjóflóö og veikindi
gerðu okkur lifið leitt
hæstu fjöllunum er við höfðum uppgöngu-
leyfi á. Einnig var ætlunin að klífa nokkra
lægri tinda áður til að aðlagast þunnu loft-
inu, en vegna minnkandi loftþrýstings er
ofar dregur, er súrefnið í 7—8000 m. hæð,
um það bil 'A af því sem það er við sjávar-
mál.
Aðeins tvær vikur i undirbúning
Fjöll þau er við stefndum á eru nyrst í
Pakistan, ekki langt frá landamærum
Kína og Afganistan. Þar kallast Hima-
layafjöllin, Karakorum. Þar eð við komum
inn í leiðangurinn á síðustu stund aðeins 2
vikum fyrir brottför, var í mörgu að snú-
ast áður en farið var. Við þurftum að út-
vega okkur ýmsan sérútbúnað auk venju-
Norðurhlfð fjallsins Rakaposhi f
Pakistan. Frá ánni Indus, þar sem
myndin er tekin, og upp á tind eru
6 þúsund metrar.