Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 Minning: Sigríður Vilhjálms- dóttir Hánefsstöðum Fædd 25. nóvember 1907 Dáin 24. október 1985 Sigríður Vilhjálmsdóttir fædd- ist að Hánefsstöðum við Seyðis- fjörð 25. nóvember, 1907. Hún var dóttir hjónanna Vilhjálms Árna- sonar og konu hans Bjargar Sig- urðardóttur. Sigga, eins og hún var oftast kölluð, var næstyngst sjö systkina, en þau voru: Sigurður, Arni, Hermann, Þórhallur, Hjálm- ar, Sigríður og Stefanía. Hjálmar og Stefanía eru ein eftir af þessum þróttmikla systkinahópi. Hánefs- staðaheimilið var stórt og umsvif- in mikil. Oft voru um 60 manns með heimafólki en útgerð og land- búnaður fór þar saman. Það má nærri geta að handtökin hafa verið mörg. Vinnumenn og -konur voru allt úrvalsfólk, sem sóttist eftir að vera í vist hjá hjónunum á Hánefsstöðum. Sigga vandist því snemma að taka til hendinni og gekk að öllum störfum af kappi og áhuga. Móðir mín, sem var vinnukona á Hánefsstöðum, giftist Þórhalli bróður Siggu, sagði mér oft margar og skemmtilegar sögur af Siggu, en hún var fjörug og skemmtilegur félagi. Það væri freistandi að segja frá nokkrum þeirra, en ég læt minningarnar og frásagnargleði Siggu sjálfrar nægja, en margt var brallað á stóru búi. Að sögn móður minnar var Sigga einstaklega sporlétt og viljug. A þessum árum var grín og glens ómissandi þáttur í at- höfnum hennar. Hún atti kappi við bræður sína við störf og leiki og tókst það með prýði. Henni lærðist snemma að þykja vænt um það sem fagurt var, enda mjög listræn sjálf, en tónlist, góðar bók- menntir og handvefnaður í háveg- um haft. Með þetta nesti lagði Sigga út í lífið. Hún var við nám og kennslu hjá Sigrúnu Blöndal á Hallorms- staðaskóla árið 1930, en þar að- stoðaði hún við kennslu í vefnaði. Þetta var afdrifaríkt ár fyrir Siggu, því þarna kynntist hún ungum og glæsilegum manni, Einari Stefánssyni frá Mýrum í Skriðdal. Þau gengu í hjónaband árið eftir. Einar lést fyrir sjö árum, má þá segja að lífslöngun Siggu hafi byrjað að dvína. Hún hafði ekki verið heilsuhraust frá því um miðbik ævinnar, en nú fór heilsu hennar hratt hrakandi. Hún var rúmföst sl. 3 ár, en fylgdist með öllu sem fram fór, en líkamleg heilsa farin. Heimili Einars og Siggu var í þjóðbraut, þau voru ein af fyrstu íbúum Egilsstaðakaup- túns, en þar reistu þau fallegt heimili árið 1945. Áður höfðu þau búið að Hafranesi og á Reyðarfirði. Einar var smiður að mennt, en varð byggingafulltrúi austurlands árið 1951. Vinir og frændur voru tíðir gestir hjá þeim hjónum, en alltaf var nægjanlegt pláss fyrir alla. Ég kom ótal sinnum til þeirra, en varla man ég nokkurn tíma til þess að ekki hafi verið þar fleiri manns fyrir. Gestrisni og einlægni þeirra var þeim svo eðlileg að engum fannst hann vera til traf- ala. Gestagangurinn í Laufási, en svo nefndu þau heimili sitt, var gríðarlegur, svo mikill að ekkert heimili hef ég þekkt, sem tók á móti svo mörgum gestum og gang- andi, og alltaf af rausn og myndar- skap. Siggu var það meðfætt að taka á móti fólki á þann hátt að öllum leið vel hjá þeim hjónum. í gestabókunum má finna fjölda nafna sem alþjóð þekkir við hlið Jóns Jónssonar, en að Sigga gerði upp á milli manna var henni eins andstætt og norðrið er suðrinu. Hún hreinlega „fílósóferaði" stundum við mig um þá sem það gera. Titlar og titlatog voru henni mjög á móti skapi, og gat henni orðið heitt í hamsi þegar þessi mál voru rædd. Einar og Sigga eignuðust tvo syni, Vilhjálm, sem er skólameist- ari menntaskólans á Egilsstöðum. Hann er giftur Gerði Unndórs- dóttur og eiga þau sex syni. Stefán, sem er verkfræðingur og býr í Svíþjóð. Hann kvæntist sænskri konu, Birgittu Einarsson og eiga þau þrjá syni. Stefán hafði verið heima á íslandi í viðskiptaerind- um, en daginn sem hann kom til t SIGURÐUR ÞORKELSSON, Bólstaðarhlíö 36. Reykjavík, lést í Landspitalanum 31. október. Fyrlr mina hönd og barna okkar, Sigurbjörg Gísladóttir. m Faöir okkar, tengdafaöir og afi t ALBERT SIGURDSSON, Tunguvegi 38, verður jarösunginn frá Bústaöakirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 13.30. Sigrún 1. A. Clariot, Jose Clariot, Hrefna Albertsdóttir, Helgí Ámundason, Höröur Albertsson, Helga Austmann, Arndís Albertsdóttir, Úlfar Samúelsson, Svanhvít Albertsdóttir, Jón Þorgilsson, Kolbrún Albertsdóttir, Björn Guöbjörnsson, Erlendur Helgason, Hulda Miller og barnabörn. t Innllegar þakkir þeim sem auðsýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur, stjúpfööur, afa og langafa, BRYNJÓLFS MAGNÚSSONAR, og vottuöu minníngu hans viröingu. Sérstakar þakkir færum viö öllu hjúkrunarfólki og læknum á deild 3b á Landakotsspítala. Sigríöur Guómundsdóttir, Helga Brynjólfsdóttir, Birgir Lúðvíksson, Garöar H. Svavarsson, Hulda G. Guójónsdóttir, Hilmar H. Svavarsson, barnabörn og langafabörn. Svíþjóðar aftur fékk hann sím- hringingu frá Vilhjálmi bróður sínum, sem tilkynnti honum and- lát móður þeirra. Auk þessara tveggja sona sinna ólu þau upp til margra ára son undirritaðrar, Baldur Kristjánsson, sem er sál- fræðingur og búsettur í Keflavík. Hann er giftur Svölu Björgvins- dóttur og eiga þau tvö börn. Baldur fór ekki varhluta af elskusemi Siggu og Einars, enda leit Baldur ætíð á þau sem foreldra sina. Þegar litið er yfir farinn veg hrannast minningarnar upp. Samskipti okkar Siggu urðu vissu- lega með öðrum hætti en hjá öllum hinum náfrænkum hennar. Hún var með barnið mitt hjá sér. Það hlýtur oft að hafa verið erfitt fyrir hana, engu síður en mig, vegna þess að hún gaf honum alla þá ást, sem hún gaf sínum eigin sonum, án þess þó að taka hann frá mér. Hún vildi engan særa. Siggu var fátt mannlegt óvið- komandi. Þó held ég að börnin hafi átt hug hennar mestan, enda hændust öll börn að henni. Hún bar einlægan hug til þeirra yngstu. Ýmislegt hefðu kennarar, uppeld- isfræðingar o.fl., sem með börn hafa að gera, getað lært af henni. Hefði hún verið ung kona nú til dags og getað kosið sér lífsstarf, held ég að félagsmál barna hefðu orðið ofarlega á blaði hjá henni. Málefni vangefinna voru henni mjög kær, lét hún þar margt gott af sér leiða. Við sem þekktum hana best ættum að hugleiða það núna og muna eftir því hvað margt af því sem hún sagði um þessi mál fyrir löngu síðan, er hárrétt, sé til þessa dags litið. Hún var framsýn í þessum málum eins og svo mörg- um öðrum. Ekki get ég skilið við þessar fá- tæklegu kveðjulínur án þess að minnast á það góða mál sem hún talaði. Stundum kom hún með skondin orð, eða orðatiltæki, sem ég tæplega skildi og stríddi henni þá á Seyðisfjarðardönsku. Þá hló hún að mér og lét mig hafa það að við þessi yngri værum að glopra niður góðri og gamalli íslensku. Oft rauk ég í orðabækur, en hún hafði alltaf rétt fyrir sér. Sigga frænka var búin að vera veik og ósjálfbjarga síðustu árin. Nú, sem fyrr, sýndi Vilhjálmur sonur hennar það sérstaka sam- band sem á milli þeirra var. Hann heimsótti móður sína á hverjum degi og oft tvisvar á dag. Hann annaðist hana af elskusemi allan hennar veikindatíma, sem vissu- lega var endurgoldið. Stefán kom til hennar eins oft og hann mögu- lega gat, bæði í fríum og vegna viðskiptaferða hingað. Alltaf hófst ferðin heima hjá mömmu. Baldur tók sig upp sl. sumar og heimsótti hana ásamt litlu Siggu sinni. Það var í síðasta sinn. En hugur hans leitaði oft austur og hann og þau hjón fóru þangað eins oft og þau gátu því við komið. Sigga frænka er dáin. Fari hún í friði og hafi þökk fyrir allt. Samúðarkveðjur til sona hennar, barnabarna, tengdadætra og systkina. Guðbjörg Þórhallsdóttir Hinn 24. október sl. andaðist Sigríður Vilhjálmsdóttir á sjúkra- húsinu á Egilsstöðum. Sigríður frænka mín var fædd á Hánefs- stöðum í Seyðisfirði 25. nóvember 1907. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Björg Sigurðardóttir og Vilhjálm- ur Arnason, bóndi og útgerðar- maður á Hánefsstöðum. Hánefs- staðaheimilið var myndarlegt heimili og mjög fjölmennt. Hvort tveggja var, að systkinin voru fimm bræður og ein systir og fóst- ursonur auk Sigríðar, svo og fjöldi annarra heimilismanna. Á sumrin bjuggu þarna tugir manna og unnu að fjölþættum sveita- og sjávar- verkum. Það var jafnan létt yfir þessu heimili en agi og festa undir niðri. Sigríður átti þess vegna því láni að fagna að alast upp við góðar aðstæður á rammíslensku heimili, sem í senn var sveitaheimili, blandað sterkum áhrifum frá sjáv- arsíðunni og nálægum kaupstað. Haustið 1930 fór Sigríður að Hallormsstað. Þá var húsmæðra- skólinn settur þar í fyrsta sinn. Einar Stefánsson frá Mýrum í + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móöur minnar og tengdamóöur, SIGRÍÐAR GUOMUNDSDÓTTUR Skipholti 18, Kristinn Guömundsson, Hulda Valdimarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda alúö og hluttekningu viö andlát og útför SIGRÍÐAR GUNNARSDÓTTUR OG BJÖRNS SIGURÐSSONAR, Stóru-ökrum. Guö blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eigin- manns míns, fööur okkar, sonar og bróöur, MAGNÚSARJÓNSSONAR byggingameístara, Noröurvangi 48, Hafnarfiröi. Sérstakar þakkir til lækna og sjúkraþjálfara deild A3, A4 og Grens- ásdeildar Borgarspítalans fyrir einstaka umönnun. Einína Einarsdóttir, Ólöf Sæunn Magnúsdóttir, Brynhildur Rósa Magnúsdóttir, Helena Björk Magnúsdóttir, Magnús Magnússon. Skriðdal vann þá við byggingu húsmæðraskólans. Þau felldu hugi saman og giftust árið 1932. Mér er það í barnsminni, þegar Hjálm- ar Vilhjálmsson, föðurbróðir minn og bróðir Sigríðar, gaf þau saman heima á Hánefsstöðum. Þetta voru glæsileg hjón. Einar fríður maður og föngulegur og hvers manns hugljúfi, Sigríður fríðleikskona, full af þrótti og æskufjöri. En það var einmitt þrótturinn og dugnað- urinn, sem einkenndi hana öðru fremur. Hjónaband þeirra var bæði farsælt og hamingjuríkt. Árið eftir hófu þau búskap á Hafranesi við Reyðarfjörð. Ég var þar hjá þeim ógleymanlegan sum- arpart 1934. Þau áttu þegar vist- legt og myndarlegt heimili á Hafranesi, þar sem þau bjuggu góðu búi í fjögur ár. Vegna þess að þau fengu ekki jörðina keypta, nema gegn staðgreiðslu, brugðu þau búi 1937 og fluttu til Reyðar- fjarðar. Éinar vann við smíðar og fleiri störf hjá Kaupfélagi Héraðs- búa, en Sigríður veitti gistihúsi kaupfélagsins forstöðu um tíma. Síðan lá leiðin upp á Fljótsdals- hérað, þar sem Einar vann við smíðar og byggingarstörf, en Sig- ríður var m.a. ráðskona á Eiðum. Einar varð svo byggingarfulltrúi fyrir Múlasýslur og A-Skaftafells- sýslu. Árið 1945 byggðu þau íbúð- arhús, þar sem nú er Egilsstaða- kauptún. Þau fluttu í hús sitt, sem þau skírðu Laufás, 1. desember og bjuggu þar æ síðan, en Einar lést 7. september 1978. Laufás var eitt af alfyrstu húsum nýrrar byggðar, sem sennilega verður fjölmenn- asta byggð á Austurlandi. Þau voru því í hópi frumbyggja Egils- staðakauptúns. Laufásheimilið var á margan hátt sérstætt. Það var rammíslenskt, fallegt og hlýlegt. Þar var alla tíð ákaflega gest- kvæmt, enda rómað fyrir gestrisni og myndarskap. Sigríður var ann- áluð dugnaðarkona og að sama skapi myndarleg húsmóðir. Ég minnist óteljandi heimsókna á þingmannsárum mínum. Einar sótti mig alltaf á flugvöllinn. Síðan beint heim í Laufás, en þar beið hlaðið veisluborð hjá Sigríði. En ég var ekki einn um þetta. Víðfræg gestrisni þeirra hjóna veitti öllum, sem að garði bar, allt það besta, sem hægt var að veita. Mjög mikill gestagangur var á heimilinu. Ég dvaldi þar um skemmri og lengri tíma og minnist varla máltíðar án einhverra annarra gesta. Auk mikils gestagangs rak Sigríður greiðasölu um nokkur ár. Þegar á þufti að halda leituðu margir næturgistingar í Laufási. Þau Sigríður og Einar eignuðust tvo syni, Vilhjálm skólameistara á Egilsstöðum, heimsfrægan íþróttamann á sínum tíma, og Stefán verkfræðing, sem er búsett- ur í Gautaborg. Kona Vilhjálms er Gerður Unndórsdóttir og eiga þau sex myndarlega syni. Einn þeirra, Einar, er einnig heims- frægur íþróttamaður. Stefán er kvæntur sænskri konu, Birgittu, og eiga þau þrjá mannvænlega syni. Fóstursonur Sigríðar og Einars er Baldur Kristjánsson, sálfræðingur í Keflavík, sonur Guðbjargar dóttur Þórhalls heit- ins bróður Sigríðar. Kona hans er Svala Björgvinsdóttir og eiga þau saman eina dóttur, Sigríði. Sigríður var félagslega sinnuð, vann mikið starf fyrir Slysavarna- félagið og var virkur meðlimur kvenfélagsins svo dæmi séu nefnd. Þá vann hún mikið að saumaskap og hafði á seinni árum yndi af að gera myndir úr íslensku grjóti. Hún var hugmyndarík og sýnt um margs konar hagræðingu og var að ýmsu leyti á undan sinni samtíð. Seinustu árin átti Sigríður við mikla vanheilsu að stríða. Segja má þó, að hún hafi lengst af verið andlega ern, þótt líkamskraftar væru að þrotum komnir. Þegar nú Sigríður frænka mín er öll er mér og öllum ættmönnum hennar, og fjölskyldum þeirra, efst í huga þakklæti fyrir elsku og vinsemd hennar og allar þær ótelj- andi samverustundir, sem við nutum með henni og þeim báðum. Þær minningar allar eru dýrmæt- ar og ógleymanlegar. Blessuð sé minning hennar. Tómas Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.