Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 25 Simdrung innan OPEC Abu Dhabi, 1. nóvember. AP. FRAMLEIÐSLU- og verðfyrirkomu- lag á olíu hjá olíuframleiðsluríkjun- um innan OPEC er hrunið, vegna samkeppni frá olíuframleiðsluríkjum Irving S. Cooper látinn Naples, Florita, 1. nóvember. AP. Irving S. Cooper, brautryðjandi í heilaskurðlækningum, sem uppgötv- aði lækningaaðferðir sem m.a. eru notaðar við Parkinsons veiki, er lát- inn 63ja ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Cooper er höfundur svonefndra kulskurðlækninga sem byggja á því að sýktum vef er eytt með kælingu. Uppgötvanir hans hafa hjálpað sjúklingum sem þjáðst hafa af Parkinsonsveiki, flogaveiki og heilalömun. Sagt hefur verið um Cooper að hann hafi stuðlað utan OPEC, að sögn Mana Saeed Otabia, olíumálaráðherra Abu Dhabi. Hann sagði að hér eftir væru OPEC— ríkin ekki bundin af sam- að meiri framförum í heilaskurð- lækningum en nokkur annar núlif- andi maður. Cooper fæddist árið 1922. Hann á langan starfsferil að baki, m.a. hjá Mayo sjúkrastofnuninni í Minnesota. Hann vakti fyrst at- hygli 1959 þegar hann fram- kvæmdi uppskurð á ljósmyndara Life—tímaritsins, Margaret Bo- urke—White, sem þjáðist af Park- insons veiki. Heilsufar hennar batnaði til muna og hún lifði allt til ársins 1971. þykktum ÖPEC um framleiðslu og verðlagningu á olíu í samtali við sjón- varpið í Abu Dhabi. Þessi ummæli gefa til kynna að OPEC— ríkin hyggist fara yfir þann framleiðslukvóta sem sam- þykktir OPEC gera ráð fyrir, en aðrar heimildir segja að ekkert bendi til þess að samkomulag sé meðal olíuríkjanna almennt um breytingu á verðlagningu olíu. Þessi ummæli Otabia sýni hins vegar þann ágreining sem upp sé kominn innan OPEC. Sérfræðingur í olíumálum í Los Angeles sagði að Otabia væri augsjáanlega að vísa til nýlegrar ákvörðunar Mexikó um að lækka verð á hráolíu hjá sér um 40 sent tunnuna, jafnframt því að hækka verð á unninni olíu um 60 sent tunnuna, en Mexíkó er ekki innan OPEC. Svíþjóð: Jafnaðarmenn vilja lækka erföafjárskatt Eftir Pétur Pétursson Hinn hái skattur á dánarbúum hér I Svíþjóð, einkum fyrirtækjum og verðbréfum sem skráð eru í kauphallarviðskiptum, er vel þekkt fyrirbæri. Ekkert land sem býr við blandað hagkerfi gengur eins hart að erfingjum að þessu leyti eins og Svíþjóð. Erfðaskatturinn er 70%, en í nágrannalöndunum um 20-30%. Að auki koma til skattar og álögur á það sem eftir er sem oft nemur um 20%. Dæmi eru til um að fólk, sem erft hefur milljónir fari á haus- inn þegar ríkið hefur tekið sitt. Einn ríkasti forstjórinn flýr til Sviss Nýlega lýsti einn ríkasti for- stjórinn hér í Svíþjóð, Fredrik Lundberg, því yfir að hann sæi sér ekki fært að búa lengur í landi sínu. Hann hefur ákveðið að flytja til Sviss þar sem erfðaskatturinn er ekki nema 6% og er hann alls ekki sá fyrsti af sænskum auðkýf- ingum sem flýja land til að losna við skatta. Lundberg hefur þó ekki fyrst og fremst eigin afkomu í huga, heldur vill hann tryggja framtíð fyrirtækja sinna og yfir- ráð fjölskyldu einnar yfir þeim. Hann á m.a. framgangsríkt bygg- ingafyrirtæki sem hefur aukið mjög umsvif sín á alþjóða vett- vangi undanfarinn áratug. Þetta fyrirtæki, sem faðir hans stofnaði fyrir fjörutíu árum og rak í byrj- un frá eldshúsborði fjölskyldunn- ar, vill Lundberg að verði áfram í höndum fjölskyldunnar og hefur hann mikinn hug á að auka umsvif og markaði þess enn meir. „Þegar ég fell frá,“ sagði hann í blaðaviðtali, „og það gæti gerst á morgun, að ég fengi múrstein í höfuðið, tvístrast fyrirtæki mín og örn mín missa þar með tæki- færið til þess að reka þau áfram í nafni fjölskyldunnar". Lundberg mun reka fyrirtæki sín í Svíþjóð áfram frá Sviss, en hann segist munu snúa aftur til heimalands síns jafnskjótt og erfðaskatturinn verði lækkaður vegna þess að hann vilji hvergi annars staðar eiga heima í raun og veru. En eftir fimm ár getur hann fengið svissneskan ríkis- borgararétt. Allar líkur eru á því að honum takist að halda lífi og heilsu þangað til, ekki nema 34 ára og mikill skíðagarpur. Jafnadarmenn endur- skoöa afstöðu sína Lundberg gekk fyrir fjármála- ráðherrann í stjórn jafnaðar- manna, Kjell Olofs Fledts, og til- kynnti honum formlega ákvörðun sína. Hann vill vekja upp umræð- ur um erfðaskattinn og álögur ríkisins á dánarbúin og það hefur tekist. Fjármálaráðherrann hefur lýst því yfir, að hann skilji ástæð- ur Lundbergs og liti alvarlegum augum á málið. Segir hann, að lög og reglugerðir þessu lútandi verði endurskoðuð og bendir á, að hann hafi þegar lagt fram tillögur í þá átt. Hinn nýi samgöngumálaráð- herra, Sven Hulterström frá Gautaborg, sem þekktur er fyrir Fredrik Lundberg, sænski auðkýf- ingurinn, sem flýði erfðafjárskatt- inn. jákvæð viðhorf sín í garð kapítal- ista, hefur margoft bent á, að Svíþjóð geti ekki leyft sér að hrekja þennan hóp manna úr landi, á meðan ekki séu aðrir til- búnir og betur til þess hæfir að reka fyrirtækin. Hann vill, að erfðaskatturinn í Svíþjóð verði lækkaður til móts við það sem gerist í hinum skandinavísku löndum. Ritstjóri stærsta dag- blaðs jafnaðarmanna, Arbetet, hefur tekið eindregið undir þessi sjónarmið. Pétur Pétursson er fréttaritari Mbl. í Lundi, Svíþjóð. Kasparov: Reyndi ekki að vinna Skák Margeir Pétursson Kasparov gerði enga tilraun til að vinna tuttugustu og fyrstu ein- vígisskákina sem tefld var áfram í Moskvu í gærdag. Skákin fór í bið eftir 41 leik á fimmtudaginn í betri stöðu fyrir áskorandann. Biðskákin var aðeins tefld áfram í fjóra leiki, þá hafði Karpov tekist að ná þráskák með riddara og ekki um annað að ræða en að semja jafntefli. Það voru flestir á því máli að Kasparov hefði getað teflt bið- stöðuna til vinnings, en hann tók alls enga áhættu, enda ekki ástæða til, þar sem aðeins þrjár skákir eru eftir af einvíginu. Staðan er nú ll'/i—9>/2 Kasparov í vil. Hann þarf aðeins tvö jafntefli til viðbótar til að verða næsti heimsmeistari. 21. skákin tefldist þannig áfram eftir bið: Svart: Anatoly Karpov Hvítt: Gary Kasparovs 41. -b6 Biðleikur Karpovs, leikið eftir 20 mínútna umhugsun. 42. b4 Hyggst Kasparov tefla til vinnings í þessari stöðu verður hann fyrr eða síðar að leika e4—e5. Eins og málin æxlast í framhaldinu fær hann ekki möguleika til þess og því er lítt skiljanlegt hvers vegna hann greip ekki tækifærið nú. 42. — Ba6, 43. Rg4 — Rb5!, 44. Kd3 - Ra3+ Hér var samið jafntefli, því 45. Ke3? gengur ekki vegna Rc2+ og eftir 45. Kd2 — Rb5 kemur sama staðan upp aftur. Karpov heldur því enn í veika von um að hann nái að jafna í þremur síðustu skákunum. í ‘ þessari skák var þó allan tímann á brattann að sækja fyrir hann og hann verður að tefla hvassar til að eiga möguleika á að vinna. FAfÖTA Skrásett vörumerki Coca Cola OCTAVO 20.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.