Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 Kveðja: Sigurður S. Magn- ússon prófessor Fæddor 16. aprfl 1927 Dáinn 21.október 1985 SSM er allur. Með honum er genginn góður vinur og hollur hús- bóndi. Það var fyrir rúmum tíu árum að við, þáverandi stúdentar í læknadeild Háskólans, urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá hann fyrir læriföður. Hann sneri þá heim til íslands eftir gifturíkan feril erlendis og tók að sér forstöðu Kvennadeildar Landspítalans, sem prófessor og yfirlæknir. Starfi sem hann gegndi með sóma til hinstu stundar. Með komu hans urðu þáttaskil í kennslu læknastúdenta, ekki bara á kvennadeildinni, heldur í lækna- deildinni allri. Þáttaskil sem um langa framtíð eiga eftir að hafa áhrif til góðs á heilbrigðismál okkar íslendinga. Með honum komu nýir straumar sem lækna- stúdentar höfðu ekki kynnst áður. Áhugi hans fyrir kennslu, rann- sóknum og framgangi deildarinnar var brennandi. Þar mátti engan tíma missa. Hjá honum runnu því saman í eitt nótt og dagur. Starfs- gleði hans og óþrjótandi vilji virt- ust engin takmörk sett. Ég kynntist SSM þó ekki náið fyrir rúmum fimm árum er hann hvatti mig til að leggja stund á kvensjúkdóma og fæðingarfræði og veitti mér námsstöðu á kvenna- deildinni. Það var með hálfgerðum kvíða að ég hóf störf hjá honum. Hann, sem alltaf vann og aldrei unni sér hvíldar, hlaut að vera harður og strangur húsbóndi sem gerði kröfur en bak við harðneskj- una leyndist hlý og tilfinningarík sál sem hafði næmt tímaskyn fyrir veikleika lítilmagnans. Mér verða ógleymanlegar allar þær stundir og vökunætur sem við áttum saman, tveir eða fleiri, þar sem kennslu- og deildarmálin voru krufin ofan í kjölinn, nýjar leiðir ræddar og hugmyndir færðar í raunverulegan búning. Þar fór SSM á kostum. Ekki verða mér síður ógleymanlegar allar þær gleðistundir sem ég átti á heimili hans og hans góðu konu Audrey. Þangað var ég alltaf jafn velkom- inn sem væri ég þeirra eigin sonur. Á gleðistundum deildarinnar var SSM hrókur alls fagnaðar svo ekki sé minnst á þegar ég var honum samferða á ráðstefnum erlendis. Þá nutu sfn aðrir góðir hæfileikar hans því hann var í senn bæði snjall píanisti og ágætur leikari og eftirherma. Þrátt fyrir alla góða kosti var SSM ekki yfir gagnrýni hafinn frekar en aðrir menn. Það vissi hann vel sjálfur enda opinn fyrir gagnrýni. Hann hélt vikulega kvöldfundi með læknum deildar- innar þar sem allir höfðu tillögu- rétt og fengu að gagnrýna og ræða opinskátt um það sem þeim fannst miður fara. Á þessum fundum voru oft heitar umræður sem á eftir styrktu tengsl milli læknanna og bættu rekstur og þjónustu kvenna- deildarinnar. Ég á SSM mikið að þakka. Ég kveð góðan vin með söknuði og hlýjum endurminningum. Ég og fjölskylda mín sendum Audrey og börnunum einlægar samúðar- kveðjur. Lundi, Svíþjóð, Benedikt O. Sveinsson. Aðalheiður íris Jóns- dóttir - Minning Fædd 5. ágúst 1982 Dáin 29. október 1985 „Nú leggégaugunaftur ó Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (sálmurnr. 510) Guð gaf og guð tók: Þessi orð komu upp í huga mér þegar litla frænka mín, Aðalheiður fris, var kvödd burt úr þessum heimi aðeins 3ja ára gömul. Ég spurði sjálfa mig, af hverju? Þetta er ekki rétt- látt. Hún sem var svo kát og glöð og það geislaði af henni. Þegar þessi litli sólargeisli fæddist þá átti hún hug minn og hjarta. Eg hef haft gott tækifæri til að fylgj- ast með henni og sjá hana dafna og þroskast. Og af því að hún var hjá mér um tíma sl. sumar fann ég hversu mikið líf var í henni og hún dugleg að bjarga sér, þrátt fyrir það að hún hafði mjög takmarkaða sjón. En skyndilega var hún hrifin í burtu. Það var eins og brugðið hefði birtu, geislinn var horfinn. Svo snöggt varð þetta, að ég sit hálf lömuð eftir og horfi út í sort- ann. Þegar fram líða stundir mun minningin um litla geislann eflaust eiga eftir að ylja mér. Og þó íris litla hafi verið tekin burtu úr þessum heimi er hún áreiðan- lega í góðum höndum núna. Elsku Kolla mín og Nonni, guð gefi ykkur styrk ykkar miklu sorg. Við Ari og drengirnir biðjum ykkur blessunar guðs um leið og ég fel honum litlu frænku mína í hendur. Helga frænka Lítil frænka mín, Aðalheiður íris lést á gjörgæsludeild Land- spítalans að morgni þriðjudagsins 29. október sl. aðeins 3ja ára gömul. Varla getur það talist löng ævi og kannski þess vegna setur mann hljóðan, þess vegna verður maður svo vanmáttugur og úr- ræðalaus. Einhvern veginn er það svo fjarlægt í hugum okkar að lítið barn, sem annars var svo fullt af lífsþrótti og fjöri skuli svo fljótt falla fyrir hinum mikla sláttu- manni. Aðalheiður litla hafði allt frá fæðingu litið út fyrir að vera heil- brigð og hraust ef undan er skilið að hún var með skerta sjón, sem einhvern veginn virtist ekki há henni eins mikið og búast hefði mátt við. Hún var glaðlynd og fjörug og ósjálfrátt smitaðist maður af gáska hennar og kæti. Það var svo sannarlega stutt í brosiðhjáhenni. En nú síðla hausts fór hún að kenna sér meins, sem á örskömm- um tíma dró hana til dauða. Hvernig hægt er að sætta sig við svo snöggan endi, veit ég ekki, en sagt er að tíminn lækni öll sár. Hitt er víst að lítill sólargeisli hefur horfið fjölskyldunni og eftir sitjum við harmi slegin og skiln- ingsvana. Sárastur er þó missirinn for- eldrunum, sem lögðu sig fram um að hjálpa henni til þroska og vöktu yfir hverju fótmáli hennar. Ein- mitt vegna þess hversu skert sjón hennar var vildu þau tryggja að hún yrði, sem best undir lífið búin. Hvíl, litla frænka mín í friði og megi allar góðar vættir fylgja henni yfir móðuna miklu. Bróður mínum, mágkonu og Helgu Valdísi systur hennar bið ég blessunar hins æðsta og huggunar í miklum harmi þeirra. Björn Spielberq MAÐUR FYLGIST VEL MEÐ ER SÍFELLT EITTHVAÐ HRESSILEGT AÐ GERAST A TJALDINU. SVMb|31/10 Sýnd í Austurbæjarbíói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.