Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 1
64SÍÐUR B OG LESBÓK STOFNAÐ1913 248. tbl. 72. árg._________________________________LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Holland: Ákveðið að setja upp stýriflaugar Hug, I. nóvember AP. HOLLENZKA stjórnin ákvað í dag að láta setja upp stýriflaugar í landinu. í orðsendingu til hollenzka þjóðþingsins frá Ruud Lubbers forsætisráðherra sagði m.a.: „Stjórnin hefur falið utanríkisráðherranum að ganga frá samn- ingi við Bandaríkin um að koma upp 48 stýriflaugum á hollenzku landi.“ Holland er síðasta landið, sem ákveður að setja upp stýriflaugar í samræmi við áætlun Atlants- hafsbandalagsins frá 1979 um að koma nýjum meðaldrægum eld- flaugum fyrir í 5 löndum Vestur- Evrópu til þess að vega upp á móti nýjum meðaldrægum eldflaugum Sovétmanna. 1 samræmi við þetta hafa stýriflaugar og meðaldrægar eldflaugar þegar verið settar upp í Vestur-Þýzkalandi, Bretlandi, Ítalíu og Belgíu. Lubbers sagði í dag, að frestun á uppsetningu stýriflauganna yrði misskilin af Sovétstjórninni, eink- um með tilliti til fyrirhugaðs fund- ar þeirra Ronalds Reagan Banda- ríkjaforseta og Mikhails Gorbach- Yelena Bonner fer í lok nóvember Moskvu, 1. nóvember. AP. YELENA Bonner, eiginkona sovézka eðlisfræðingsins og andófsmannsins Andreis Sakharov, mun fara frá Sovétríkjunum síðari hluta nóvem- bermánaðar og gangast undir skurð- aðgerð á auga erlendis. Kom þetta fram í símskeyti, sem hún sendi einum vina sinna í Moskvu í dag. Þar var hins vegar ekki greint frá því nákvæmlega, hvaða dag hún færi úr landi né heldur, í hvaða landi augnaðgerðin færi fram. Yelena, sem er 62 ára gömul, gaf í skyn, að hún myndi dveljast er- lendis í marga mánuði og færi sennilega til Bandaríkjanna, þar sem börn hennar eru búsett. í símskeytinu sagði m.a.: „Ég hef móttekið leyfi til þess að fara og fer í lok nóvembermánaðar. Ég hef gert ráðstafanir varðandi Andrei, svo að hann geti dvalizt einn í vetur." Aðrar upplýsingar voru ekki i símskeytinu en- þær, að móttak- andi þess var beðinn um að senda öllum vinum hennar og Sakharovs beztu kveðjur. ev, leiðtoga Sovétríkjanna. Lubb- ers skýrði frá því í gær, að hann hefði hafnað tilboði Nikolais Ryzhkov, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, um að ræða uppsetningu stýriflauganna. Tilboð Ryzhkovs var háð því skilyrði, að hollenzka stjórnin frestaði því að taka ákvörðun varðandi stýriflaugarn- ar. Til mótmælaaðgerða kom víða í Hollandi í dag. Þannig mættu um 120.000 skólanemendur ekki í skól- ann. Víða kom til samgöngutrufl- ana einkum hjá járnbrautarlest- um. Mótmælaaðgerðirnar voru þó yfirleitt friðsamlegar. AP/Símamynd Óvenjulegur blaðamannafundur fór fram í Hvíta húsinu f Washington á fimmtudagskvöld. Fjórir sovézkir fréttamenn áttu þá fund með Reagan forseta og spurðu hann í þaula um margvísleg efni. Á þessum fundi skýrði forsetinn m.a. frá því að hann hefði gengið frá nýjum tillögum um stórfellda fækkun kjarnorkuvopna. Mynd þessi var tekin við upphaf fréttamannafundarins. Á myndinni eru talið frá vinstri: Genrikh Borovik, fréttamaður við fréttastofuna Nov- osti, Gennadiy Shishkin, fréttamaöur TASS, þá Reagan forseti en síðan Stanislav Kondrashov, fréttamaður blaðsins Isvestia og Vsevolod Ovchinnikov, fréttamaður Pravda, málgagns sovézka kommúnistaflokksins. Fækkun kjarnavopna: Bretar fagna tillög- um Reagans forseta »»• _1__..__ I A 11 Washington, I. nóvember AP. BANDARÍKJAMENN lögðu í dag fram nýjar tillögur í afvopnunarviðræðunum í Genf. Samþykktu Sovétmenn að framlengja yfirstandandi samningalotu um eina viku til þess að geta kannað þessar tillögur fyrir fyrirhugaðan fund æðstu manna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna síðar í þessum mánuði. I tillögum Bandaríkjamanna er gert ráð fyrir verulegri fækkun kjarnorkuvopna. Ekki var hins vegar skýrt opinberlega frá efni tillagnanna í einstökum atriðum en sagt, að í bréfi frá Reagan Banda- ríkjaforseta, sem afhent hefði verið Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovét- ríkjanna, í dag, hefði verði gerð ítarleg grein fyrir tillögunum. Reagan forseti skýrði fyrst frá þessum nýju tillögum á fundi með fjórum sovézkum fréttamönnum á fimmtudag. Gert er ráð fyrir, að sovézka stjórnin svari tillögunum á sunnudag. Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum í Washington fela tillögumar í sér, að risaveldin eigi ekki fleiri en 6.000 kjarnorku- sprengjur hvort. Þar af verði 4.500 kjarnorkusprengjum komið fyrir í langdrægum eldflaugum en 1.500 í stýriflaugum. Sovézka fréttastofan TASS gagn- rýndi þessar tillögur i dag fyrir það, að þær næðu ekki til lang- drægra sprengjuflugvéla Banda- ríkjamanna né heldur til meðal- drægra eldflauga og væru því að þessu leyti Bandaríkjamönnum í hag. Þar kom einnig fram, að til- gangslaust væri að ræða þessar tillögur nema því aðeins, að komið yrði jafnframt í veg fyrir fram- leiðslu geimvopna. Brezka utanríkisráðuneytið fagn- aði í dag hinum nýju tillögum Reagans forseta og skoraði á sovézku stjórnina að gera sitt til þess að samkomulag næðist í af- vopnunarmálum. „Tillögurnar eru nákvæmlega það, sem við höfum verið að óska eftir,“ sagði í tilkynn- ingu brezka utanríkisráðuneytisins, sem fengið hefur að kynna sér til- lögurnar gaumgæfilega. Brú yfir Ermarsund Mikill áhugi er nú á þvi bæði í Bretlandi og Frakklandi, að brú verði lögð yfir Eirmarsund fyrir bifreið- ar og járnbrautarlestir. Þessi teikning synir, hvernig slík brú gæti litið át. í gær rann út frestur sá, sem stjórnir Bretlands og Frakklands höfðu sett til þess að leggja fram tilboð í smíði þessarar risabrúar. Tollastríö milli EB og Bandaríkjanna Washington. 1. nóveraber AP. BANDARÍKJASTJÓRN hækkaði í dag tolla á ítölsku hveitideigi. Var þetta gert í mótmælaskyni við þá ákvörðun Evrópubandalagsins (EB) að setja hindranir í veginn fyrir inn- flutningi á landbúnaðarvörum frá Bandaríkjunum. í aðalstöðvum Evr- ópubandalagsins var brugðizt hart við og tilkynnt, að tollar á hnetum og sítrónum frá Bandaríkjunum yrðu strax hækkaðir. „Við áttum einskis annars úr- kosti,“ sagði Willy de Clercq, æðsti maður EB á sviði utanríkisvið- skipta. Lýsti hann tollahækkun Bandaríkjanna sem „tilgangs- lausri“ og „augljósu broti“ á al- þjóðlegum verzlunarreglum, sem yrði ekki til annars en að auka enn á erfiðleika í heimsversluninni, er væru þegar miklir fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.