Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 1
64SÍÐUR B OG LESBÓK
STOFNAÐ1913
248. tbl. 72. árg._________________________________LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Holland:
Ákveðið að setja
upp stýriflaugar
Hug, I. nóvember AP.
HOLLENZKA stjórnin ákvað í dag að láta setja upp stýriflaugar í landinu.
í orðsendingu til hollenzka þjóðþingsins frá Ruud Lubbers forsætisráðherra
sagði m.a.: „Stjórnin hefur falið utanríkisráðherranum að ganga frá samn-
ingi við Bandaríkin um að koma upp 48 stýriflaugum á hollenzku landi.“
Holland er síðasta landið, sem
ákveður að setja upp stýriflaugar
í samræmi við áætlun Atlants-
hafsbandalagsins frá 1979 um að
koma nýjum meðaldrægum eld-
flaugum fyrir í 5 löndum Vestur-
Evrópu til þess að vega upp á móti
nýjum meðaldrægum eldflaugum
Sovétmanna. 1 samræmi við þetta
hafa stýriflaugar og meðaldrægar
eldflaugar þegar verið settar upp
í Vestur-Þýzkalandi, Bretlandi,
Ítalíu og Belgíu.
Lubbers sagði í dag, að frestun
á uppsetningu stýriflauganna yrði
misskilin af Sovétstjórninni, eink-
um með tilliti til fyrirhugaðs fund-
ar þeirra Ronalds Reagan Banda-
ríkjaforseta og Mikhails Gorbach-
Yelena
Bonner
fer í lok
nóvember
Moskvu, 1. nóvember. AP.
YELENA Bonner, eiginkona sovézka
eðlisfræðingsins og andófsmannsins
Andreis Sakharov, mun fara frá
Sovétríkjunum síðari hluta nóvem-
bermánaðar og gangast undir skurð-
aðgerð á auga erlendis. Kom þetta
fram í símskeyti, sem hún sendi
einum vina sinna í Moskvu í dag.
Þar var hins vegar ekki greint frá
því nákvæmlega, hvaða dag hún
færi úr landi né heldur, í hvaða landi
augnaðgerðin færi fram.
Yelena, sem er 62 ára gömul, gaf
í skyn, að hún myndi dveljast er-
lendis í marga mánuði og færi
sennilega til Bandaríkjanna, þar
sem börn hennar eru búsett. í
símskeytinu sagði m.a.: „Ég hef
móttekið leyfi til þess að fara og
fer í lok nóvembermánaðar. Ég hef
gert ráðstafanir varðandi Andrei,
svo að hann geti dvalizt einn í
vetur."
Aðrar upplýsingar voru ekki i
símskeytinu en- þær, að móttak-
andi þess var beðinn um að senda
öllum vinum hennar og Sakharovs
beztu kveðjur.
ev, leiðtoga Sovétríkjanna. Lubb-
ers skýrði frá því í gær, að hann
hefði hafnað tilboði Nikolais
Ryzhkov, forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, um að ræða uppsetningu
stýriflauganna. Tilboð Ryzhkovs
var háð því skilyrði, að hollenzka
stjórnin frestaði því að taka
ákvörðun varðandi stýriflaugarn-
ar.
Til mótmælaaðgerða kom víða í
Hollandi í dag. Þannig mættu um
120.000 skólanemendur ekki í skól-
ann. Víða kom til samgöngutrufl-
ana einkum hjá járnbrautarlest-
um. Mótmælaaðgerðirnar voru þó
yfirleitt friðsamlegar.
AP/Símamynd
Óvenjulegur blaðamannafundur fór fram í Hvíta húsinu f Washington á fimmtudagskvöld. Fjórir sovézkir fréttamenn
áttu þá fund með Reagan forseta og spurðu hann í þaula um margvísleg efni. Á þessum fundi skýrði forsetinn m.a.
frá því að hann hefði gengið frá nýjum tillögum um stórfellda fækkun kjarnorkuvopna. Mynd þessi var tekin við
upphaf fréttamannafundarins. Á myndinni eru talið frá vinstri: Genrikh Borovik, fréttamaður við fréttastofuna Nov-
osti, Gennadiy Shishkin, fréttamaöur TASS, þá Reagan forseti en síðan Stanislav Kondrashov, fréttamaður blaðsins
Isvestia og Vsevolod Ovchinnikov, fréttamaður Pravda, málgagns sovézka kommúnistaflokksins.
Fækkun kjarnavopna:
Bretar fagna tillög-
um Reagans forseta
»»• _1__..__ I A 11
Washington, I. nóvember AP.
BANDARÍKJAMENN lögðu í dag fram nýjar tillögur í afvopnunarviðræðunum
í Genf. Samþykktu Sovétmenn að framlengja yfirstandandi samningalotu um
eina viku til þess að geta kannað þessar tillögur fyrir fyrirhugaðan fund æðstu
manna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna síðar í þessum mánuði.
I tillögum Bandaríkjamanna er
gert ráð fyrir verulegri fækkun
kjarnorkuvopna. Ekki var hins
vegar skýrt opinberlega frá efni
tillagnanna í einstökum atriðum en
sagt, að í bréfi frá Reagan Banda-
ríkjaforseta, sem afhent hefði verið
Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovét-
ríkjanna, í dag, hefði verði gerð
ítarleg grein fyrir tillögunum.
Reagan forseti skýrði fyrst frá
þessum nýju tillögum á fundi með
fjórum sovézkum fréttamönnum á
fimmtudag. Gert er ráð fyrir, að
sovézka stjórnin svari tillögunum á
sunnudag. Samkvæmt áreiðanleg-
um heimildum í Washington fela
tillögumar í sér, að risaveldin eigi
ekki fleiri en 6.000 kjarnorku-
sprengjur hvort. Þar af verði 4.500
kjarnorkusprengjum komið fyrir í
langdrægum eldflaugum en 1.500 í
stýriflaugum.
Sovézka fréttastofan TASS gagn-
rýndi þessar tillögur i dag fyrir
það, að þær næðu ekki til lang-
drægra sprengjuflugvéla Banda-
ríkjamanna né heldur til meðal-
drægra eldflauga og væru því að
þessu leyti Bandaríkjamönnum í
hag. Þar kom einnig fram, að til-
gangslaust væri að ræða þessar
tillögur nema því aðeins, að komið
yrði jafnframt í veg fyrir fram-
leiðslu geimvopna.
Brezka utanríkisráðuneytið fagn-
aði í dag hinum nýju tillögum
Reagans forseta og skoraði á
sovézku stjórnina að gera sitt til
þess að samkomulag næðist í af-
vopnunarmálum. „Tillögurnar eru
nákvæmlega það, sem við höfum
verið að óska eftir,“ sagði í tilkynn-
ingu brezka utanríkisráðuneytisins,
sem fengið hefur að kynna sér til-
lögurnar gaumgæfilega.
Brú yfir Ermarsund
Mikill áhugi er nú á þvi bæði í Bretlandi og Frakklandi, að brú verði lögð yfir Eirmarsund fyrir bifreið-
ar og járnbrautarlestir. Þessi teikning synir, hvernig slík brú gæti litið át. í gær rann út frestur sá,
sem stjórnir Bretlands og Frakklands höfðu sett til þess að leggja fram tilboð í smíði þessarar risabrúar.
Tollastríö
milli EB og
Bandaríkjanna
Washington. 1. nóveraber AP.
BANDARÍKJASTJÓRN hækkaði í
dag tolla á ítölsku hveitideigi. Var
þetta gert í mótmælaskyni við þá
ákvörðun Evrópubandalagsins (EB)
að setja hindranir í veginn fyrir inn-
flutningi á landbúnaðarvörum frá
Bandaríkjunum. í aðalstöðvum Evr-
ópubandalagsins var brugðizt hart við
og tilkynnt, að tollar á hnetum og
sítrónum frá Bandaríkjunum yrðu
strax hækkaðir.
„Við áttum einskis annars úr-
kosti,“ sagði Willy de Clercq, æðsti
maður EB á sviði utanríkisvið-
skipta. Lýsti hann tollahækkun
Bandaríkjanna sem „tilgangs-
lausri“ og „augljósu broti“ á al-
þjóðlegum verzlunarreglum, sem
yrði ekki til annars en að auka enn
á erfiðleika í heimsversluninni, er
væru þegar miklir fyrir.