Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 27 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir WOODROW WYATT Suöur-Afríka: Efnahagsþvinganir bera vott um hræsni HINAR takmörkuðu efnahagsþvinganir gegn Sudur-Afríku, sem frú Thatcher tókst aö sannfæra samveldisríkin að sættast á, munu ekki skaða neinn, síst af öllu Suður-Afríku. Þær efnahagsþvinganir sem öfga- mennirnir kröfðust hefðu sennilega orðið fyrsta skrefíð til að lama efnahagskerfí Suður-Afríku. Afríska þjóðarráðið (ANC) trúir á ofbeldi og hefur hvatt til þess að Suður-Afríka verði beitt efnahagsþvingunum. Hræsni margra leiðtoga sam- veldisríkjanna er augljós, þeirra sem kröfðust róttækra efnahagsþvingana. Kanada, Ástr- alía og Nýja-Sjáland, sem hafa hverfandi viðskipti við Suður- Afríku, er auðvelt um vik að krefjast fórna af öðrum. Indland, þar sem milljónir hinna ósnert- anlegu teijast fimmta flokks þjóð- félagsþegnar, hefur engin við- skipti við Suður-Afríku. Fimm afrísk svört samveldisríki eru í nánd við Suður-Afríku. Þau höfðu ekki hugrekki til að segja að raunverulegar efnahagsþvinganir myndu leiða af sér hörmungar fyrir þau, eins og hefði verið raunin til dæmis með Mosam- bique. Þessi ríki hljóta að hafa verið Thatcher þakklát. Þýskaland og Japan eru stærstu viðskiptalönd Suður-Afríku. Þriðja stærsta eru ríki svörtu Suður-Afríku. Bretland og Banda- ríkin eru í fjórða og fimmta sæti. Að hætta viðskiptum við Suður- Afríku myndi kosta 250 þúsund Breta vinnuna. Fyrir suma ná- granna Suður-Afríku myndi það þýða gjaldþrot. Það er mikil hræsni í því fólgin að endurtaka vígorð Katós: „Kar- þagó verður að leggja í eyði." Það vígorð er í tísku og erfitt fyrir þá að standast, sem vilja teljast frjálslyndir og andsnúnir kyn- þáttastefnu. Samt sem áður getur aðeins eitt samveldisríkjanna í Afríku talist hliðhollt lýðræði. í hinum ríkir annaðhvort alræði eins flokks eða stefnt er að eins- flokksræði. Hver viljum við að þróunin verði? Hver viljum við að verði þróun- in í Suður-Afríku? Ef megin- markmiðið er afnám kynþátta- stefnunnar, þá hefur þrýstingur á stjórnvöld innanlands, sem styðst við alþjóðlega fordæmingu kyn- þáttastefnunnar, borið mikinn árangur. Hvað atvinnu snertir hafa orðið miklar breytingar. Sú er ætlunin á næsta þingi, að gera það ólöglegt að takmarka störf við hvíta menn, jafnvel í námum. Stöðuhækkanir í samræmi við hæfileika aukast stöðugt. Nú eru svartir eftirlitsmenn í námunum og virðing svartra verkamanna vex. Ekki er lengur nauðsynlegt að verkalýðsfélögum sé skipt eftir kynþáttum. í janúar á næsta ári mun Botha forseti standa fyrir þingsályktunartillögu þess efnis að vegabréfakerfið verði afnumið. Blökkumenn í leit að vinnu munu ekki lengur þurfa að fá sérstakt leyfi til að flytjast á milli svæða í landinu. Botha ætlar sér að setja á lagg- irnar á nýjan leik suður-afrískan ríkisborgararétt, sem tekinn var af blökkumönnum í heimalöndun- um. Allir — blakkir, litaðir og hvítir — munu hafa einn og sama ríkisborgararétt. Þegar eru 80 lit- aðir og 40 meðlimir af indversk- um uppruna á þingi, þó þeir sitji í sérstakri þingdeild og einn frá hvorum í stjórninni. Þeir sanna þar að þeir eru ekki handbendi stjórnarinnar. Kynlíf og hjónabönd eru nú lögleg milli kynþáttanna. Afnám aðskilnaðar í sambandi við þjón- ustu við almenning er nær fulllok- ið. I helstu borgum eru mörg hótel opin öllum kynþáttum án tillits til litarháttar. Frá því í júní í ár hef- ur verið hætt við nauðungarflutn- ing svartra til heimalandanna. Réttindi svartra til eignar hafa verið útvíkkuð talsvert. Þeir sem hafa viðbjóð á aðskiln- aðarstefnunni, eins og ég hef, ættu að minnsta kosti að viður- kenna þau framfaraskref sem rík- isstjórn Suður-Afríku hefur stað- ið fyrir og hvetja jafnframt til þess að áfram verði haldið á sömu braut. En það hentar ekki afríska þjóðarráðinu, sem horfir fram til þess tíma að geta komið á fót rík- isstjórn trotskyista einhverrar tegundar, né fjölmiðlunum. Einhæfur fréttaflutningur 142 viðurkenndir erlendir fréttaritarar dveljast í Suður- Afríku að staðaldri. Þeir fá að fara frjálsir ferða sinna um land- ið og segja frá því sem fyrir augu ber. Slíkt myndi þeim bannað í ríkjum blökkumanna í Afríku. BBC hefur hóp sjónvarpsmanna í Jóhannesarborg að staðaldri, þann eina fyrir utan þann sem er í Washington. Einu fréttamenn- irnir aðrir sem BBC hefur í Suð- ur-Afríku að staðaldri er útvarps- fréttamaður í Nairobi. ITV hefur einnig hóp sjónvarpsfréttamanna í Suður-Afríku, en ekki neins staðar annars staðar. Þar sem sjónvarpsstöðvarnar hljóta að reyna að réttlæta veru frétta- manna sinna þar, þá er mikilvægt að segja frá þvingunaraðgerðum stjórnarinnar, fremur en að segja frá uppbyggilegri atburðum, sem ekki eru jafn fréttnæmir. Ein af kröfum samveldisríkj- anna var að neyðarástandinu sem lýst var yfir í ár í Suður-Afríku í 30 af 260 umdæmum yrði aflýst, þó að neyðarástandslög hafi verið í gildi í Zimbabwe frá árinu 1960. Umbætur í Suður-Afríku eru hafnar. Suður-afríski forsetinn hefur boðist til að ræða framtíð- ina við sérhvern leiðtoga blökku- manna sem hafnar ofbeldi. Að semja við þá sem vilja ríkið feigt, er eins og að semja við IRA eða þær deildir PLO sem stunda hryðjuverk. Styðjum umbætur en berjumst gegn ofbeldi Það er í tísku að hallmæla Gatsha Buthelezi, leiðtoga Kwaz- ulu-þjóðflokksins Hann er líka al- gerlega andstæður aðskilnaðar- stefnunni, en vill ekki efnahags- þvinganir eða byltingu. Hann tel- ur að sér fylgi að málum um sex milljónir Zulu-blökkumanna á sama tíma og ANC hefur innan sinna vébanda 2 þúsund manns í Suður-Afríku og níu þúsund er- lendis. Samtök Buthelezi telja um eina milljón félaga og er lýðræð- isiega stjórnað. Hvaða sjúkdómur er það sem veldur þvi að við styðjum blóð- þyrsta minnihlutahópa gegn skynsamlegum vilja meirihlutans. Afríska þjóðarráðið (ANC) er ekki fulltrúi 23 milljóna svartra Suður-Afríkubúa, sem skiptast eftir kynþáttum og landsvæðum, né 1,5 milljóna litaðra og einnar milljónar íbúa af indverskum uppruna. Höldum uppi þrýstingn- um á Suður-Afríku, en gerum það án hræsni. Viðurkennum að með því að skaða efnahag Suður- Afríku alvarlega, sköðum við Afr- íku, Vesturlönd og hina nýju Suður-Afríku, sem sjá má við sjóndeildarhring. (Þýtt og endursagt: HJ) Woodrow Wyatt er dálkahöfundur hjá The Times. AP/Símamynd Frá fundi samveldisríkjanna í Nassau á Bahamaeyjum. Á myndinni má meðal annarra sjá Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands. I • • * Spríte Skrásett vörumerki Coca Cola OCTAVO 20.16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.