Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 33 Afgreiðslubann á vörur frá S-Afríku: Svar við kalli hins kúgaða meirihluta — segir miðstjórn ASÍ MEÐ afgreiðslubanni á suður-afrískar vörur er verið að svara kalli hins kúg- aða meirihluta í Suður-Afríku. Afgreiðslubann og aðrar efnahagslegar þvingan- ir eru taldar eina leiðin til að hafa áhrif á stjórnvöld í Suður-Afríku og koma í veg fyrir blóðbað í landinu. Þetta er samhljóða niðurstaða fundar í miðstjórn Alþýðusambands íslands 31. október. 1 ályktun miðstjórnarinnar segir meðal annars: „Það ofbeldi og sú kúgun, sem hinn réttlausi svarti meirihluti S-Afríku býr við, mætir vaxandi andstöðu meðal siðmennt- aðra þjóða. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa verið samþykktar áskoranir um einangrun S-Afríku. Biskupar Norðurlandanna og nor- rænu verkalýðssamtökin hafa hvatt til aðgerða. Fjölmörg þjóðlönd, s.s. Bandaríkin og Norðurlönd, hafa gripið til viðskiptatakmarkana." Minnt er á áskoranir verkalýðs- samtaka og kaupmanna hér heima og erlendis um að sniðganga vörur frá Suður-Afríku frá miðjum þess- um mánuði og síðan segir: „Að ósk hafnarverkamanna í Sundahöfn samþykkti Verkamannafélagið Dagsbrún 25. októbcr sl. uppskipun- ar- og útskipunarbann gagnvart S-Afríku. Miðstjórn ASÍ lýsir stuðningi sínum við þessa ákvörðun og beinir þeim tilmælum til ann- arra verkalýðsfélaga, að þau geri nauðsynlegar ráðstafanir þessum aðgerðum til stuðnings." Reykhólakirkja fær steinda glugga að gjöf MiAhú.sum. 27. október. FVRIR nokkrum árum gaf Hjörtur lljálmarsson, fyrrverandi skólastjóri á Flateyri, minningargjöf um móður sína, Kristínu Þorsteinsdóttur, Reykhólum, og systur sína, Snjólaugu Hjálmars- dóttur, Ijósmóður á Norðfirði. Hugsun Hjartar var að koma tveim- ur myndskreyttum gluggum í kór Reykhólakirkju. Síðan hafa margir lagt hönd að verki bæði utan og innan héraðs og gefið rausnarlegar gjafir til þess að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð gerði gluggana og eru þeir fagrir á að líta, Olafur Ellertsson, kennari, Reykhólum og ritari sóknarnefndar kom gluggunum fyrir af sinni þekktu smekkvísi og vandvirkni. — Sveinn „Nikkelfjal!ið“, mynd sú er Jakob Magnússon framleiddi í samvinnu við íslenska og bandaríska aðila, hefur verið tekin til sýninga í stærsta kapalsjónvarpskerfi heimsins, HBO í Bandaríkjunum. „Nikkelfjallið“ sýnd í Bandaríkjunum — nú endursýnd í Regnboganum Íslensk-bandaríska kvikmyndin „Nikkelfjallið", sem Jakob Magnús- son framleiddi í fyrra í samvinnu við íslenska og bandaríska kvikmynda- gerðarmenn, var nýlega keypt til sýningar af HBO sjónvarpskerfinu sem er stærsta kapalsjónvarpskerfi í hciminum. Þar hófust sýningar á mynd- inni 6. október sl. og er myndin sýnd daglega í sex vikur fyrír tugmilljón- ir áhorfenda. Myndin, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu John Gardner, fjallar um erfiða að- stöðu sem fólk í afskekktu þorpi lendir í þegar um blóðtengsl fólks af ólíkum stéttum verður um að ræða. Bókin um Nikkelfjallið var lengi vel ein mest selda skáldsaga i Bandarikjunum eftir að hún kom út, en höfundur bókarinnar er nýlátinn. Alls störfuðu ellefu íslendingar við gerð myndarinnar sem tekin var á barmi hinnar illræmdu St. Andreas sprungu f Kaliforníu milli San Fransisco og Los Angel- es. Mánuði eftir að tökum tauk urðu miklir skjálftar á þessu svæði og einn af aðaltökustöðum myndarinnar féll algerlega í rúst, þorpið Coalinga. Leikstjóri myndarinnar er Drew Denbaum, en aðalleikarar eru þeir Michael Cole og Patrick Cassidy. Myndin verður endur- sýnd i Regnboganum i dag og næstu daga. Bókasafnið Mosfellssveit: Síðasta sýningarhelgi Jóhönnu Á bókasafninu í Mosfellssveit, Markholti 2, stendur nú yfir sýning á grafíkmyndum eftir Jóhönnu Bogadóttur. Sýningunni lýkur á sunnu- dagskvöld. Sýningin verður opin um helgina frá kl. 14.00 til 17.00. Kirkjuþing: Stjórn og fulltrúaráð SÍM: Kjarvalsstaðir verða að vera - í stöðugri endurnýjun MorgunblaAinu hefur borizt eftirfarandi greinargerð: Til stjórnar Kjarvalsstaða og fjölmiðla. Stjórn og fulltrúaráð SIM, Sam- f bands íslenskra myndlistamanna, vill koma því á framfæri að myndlistahús eins og Kjarvalsstaðir bæði hlýtur og verður að vera í stöðugri endurskoðun og endurnýjun. Á slíkt jafnt við um ^ rekstrarform, búnað og gerð hússins, svo að það megi sem best þjóna því hlutverki að vera hæfileg umgjörð listar og sé í samræmi við þarfir og kröfur hvers tíma. Enda hafa fjölmargar leiðréttingar og endurbætur verið gerðar á húsa- kynnum Kjarvalsstaða á liðnum árum og væri mögulegt að benda á margvís- leg dæmi þar að lútandi. Vegna síðustu atburða í yfirstandandi deilu milli stjórnar Kjarvalsstaða og arkitekts hússins skal það tekið fram að formað- ur stjórnarinnar, Einar Hákonarson listmálari, er engan veginn eini mynd- listamaðurinn sem telur breytingar á lofti og lýsingu sýningasala Kjarvals- staða æskilegar og nauðsynlegar. Reykjavík, 31. október, 1985, f.h. stjórnar og fulltrúaráðs SÍM -/_. Gunnsteinn Gíslason Stefnt skal að stofnun fræðsludeildar kirkjunnar. KIRKJUÞINGI lauk á fimmtudag og hafði þá afgreitt þau 28 mál sem fyrir þinginu lágu. Fundir þingsins voru haldnir í Bústaðakirkju en setn- ing þess fór fram á Þingvöllum. Biskup íslands er forseti kirkju- þings, en þeir Gunnlaugur Finnsson á Hvilft og sr. Jón Einarsson í Saur- bæ voru kjörnir varaforsetar. í gær voru reikningar Kristni- sjóðs og fjárhagsáætlun samþykkt eftir allmiklar umræður. Skýrsla Álkirkjuráðsins: Skirn, Máltíð drottins og þjónusta, sem almennt gengur undir nafninu Limaskýrsl- an, en hún var samin á fundi í Lima í Perú, hefur verið til um- fjðllunar í islensku kirkjunni sem í öðrum kirkjum heimsins á þessu ári. Hefur verið um hana fjallað i söfnuðum landsins, á prestafund- um og nú síðast á kirkjuþingi, sem afgreiddi svar islensku kirkjunnar við henni, og verður það sent til Alkirkjuráðsins í Genf. Kirkjuráð samþykkti að stefnt skyldi að stofnun fræðsludeildar kirkjunnar og ennfremur var Stykkishólmur: Messað í nýju kirkjunni Stykkishólmi, 1. nóvember. BYGGINGU nýju kirkjunnar í Stykkishólmi hefur miðað talsvert áfram í sumar. Á morgun, sunnu- dag, er fyrirhugað að hafa guðs- þjónustu i byggingunni ef veður leyfir. Annars í gömlu kirkjunni. Á eftir guðsþjónustunni verður kirkjan til sýnis fyrir bæjarbúa ogþáerþessóska. Árni Leiðrétting í viðtölum við nokkra fulltrúa á kirkjuþingi sem birtust i blaðinu í gær, láðist að geta þess að sr. Einar Þór Þorsteinsson, sóknar- prestur á Eiðum, var meðflutn- ingsmaður að tveimur tillögum sem skýrt var frá, þ.e. um stofnun fræðsludeildar íslensku þjóðkirkj- unnar og um bibliulestur i sjón- varpi. ályktað um endurskoðun á skóla- starfi í Skálholti, með tilliti til þess skorts sem er á menntuðu starfsfólki i söfnuðum landsins, sérstaklega meðal barna og aldr- aðra. Innheimtuþóknun á sóknar- gjöldum og kirkjugarðsgjöldum er mishá hérlendis, sums staðar 6%, anars staðar 1%. Kirkjuþing samþykkti tillögu Halldórs Finns- sonar að samið yrði við innheimtu- menn ríkissjóðs að þóknunin yrði alls staðar hin sama. Breytingar á lögum um kirkju- garða lágu fyrir kirkjuþingi. Voru þær all ítarlegar og margþættar. M.a. er lagt til að komið verði á jöfnunarsjóði kirkjugarða í hverju prófastsdæmi, en tekjur garðanna eru afar misjafnar, sem stundum má sjá á umhirðu þeirra. Var kirkjuráði falið að vinna áfram að þessu máli. Þetta kirkjuþing var hið 16. í röðinni. Hófust þingin 1958 og voru þá haldin í 14 daga annað hvert ár. Með lagabreytingu 1982 hefur þingið síðan verið haldið árlega en styttri tíma í senn. Þetta kirkju- þing, sem nú er lokið, er hið síðasta á þessu kjörtímabili og hafa verið afgreidd 150 mál á því kjörtíma- bili. HÚSMÆDRAFÉLAG Reykjavíkur hcldur árlegan basar sinn að Hall- veigarstöðum sunnudaginn 3. nóv- ember. Húsmæðrafélagið er eitt af elstu félögum borgarinnar, sem um árabil hefur lagt áherslu á margs konar fræðslu fyrir húsmæður. Félagið rekur eigið félagsheimil að Baldursgötu 9 og er þar opið Á næsta ári verður nýtt kirkju- þing kjörið og eru hinir 22 þing- menn kjörnir úr hópi sóknarnefnd- armanna, safnaðarfulltrúa og presta, auk þess sem guðfræðideild og prestar í sérþjónustu kjósa og sína fulltrúa. Er forseti þingsins sleit þinginu gat hann þess að þeir Hermann Þorsteinsson, sem setið hefði á kirkjuþingi í 16 ár og sr. Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup, sem fyrst kom inn á kirkju- þing 1960, myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs, og þakkaði mikil störf þeirra á þinginu. Biskup flutti og sérstakar þakkir til Al- berts Guðmundssonar, fyrrum fjármálaráðherra, fyrir mikinn og*^ drengilegan stuðning við kirkjuna og til Jóns Helgasonar, kirkju- málaráðherra, fyrir einstaka sam- vinnu og uppörvun. Biskup gat þess að lokum að hann teldi þetta þing árangursrík- ara en mörg önnur og hefði það vakið jákvæða og uppörvandi at- hygli almennings. Að lokum ræddi biskup starf kirkjunnar, starfið í von. „Það er göfugs manns ein- kenni að vona lengi. Kristnir menn hafa ástæðu til að vona lengur en nokkrir aðrir meðan Jesús Kristur lifir í brjóstum þeirra, sem er upprisan og lífið. Og hann lifir.“ hús hvern mánudag. Hittast fé- lagskonur þar með handavinnu sína og vinna saman að gerð basar- muna. Á basarnum á morgun verður margt muna, en einnig verða seldir lukkupokar. Einnig verður flóamarkaður. Ágóði renn- r — ur til góðgerðarstarfsemi félags- ins. Nokkrar félagskonur með basarmunina, sem seldir verða á morgun, sunnu- dag 3. nóvember. Basar Húsmæðrafélagsins á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.