Morgunblaðið - 02.11.1985, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 02.11.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 33 Afgreiðslubann á vörur frá S-Afríku: Svar við kalli hins kúgaða meirihluta — segir miðstjórn ASÍ MEÐ afgreiðslubanni á suður-afrískar vörur er verið að svara kalli hins kúg- aða meirihluta í Suður-Afríku. Afgreiðslubann og aðrar efnahagslegar þvingan- ir eru taldar eina leiðin til að hafa áhrif á stjórnvöld í Suður-Afríku og koma í veg fyrir blóðbað í landinu. Þetta er samhljóða niðurstaða fundar í miðstjórn Alþýðusambands íslands 31. október. 1 ályktun miðstjórnarinnar segir meðal annars: „Það ofbeldi og sú kúgun, sem hinn réttlausi svarti meirihluti S-Afríku býr við, mætir vaxandi andstöðu meðal siðmennt- aðra þjóða. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa verið samþykktar áskoranir um einangrun S-Afríku. Biskupar Norðurlandanna og nor- rænu verkalýðssamtökin hafa hvatt til aðgerða. Fjölmörg þjóðlönd, s.s. Bandaríkin og Norðurlönd, hafa gripið til viðskiptatakmarkana." Minnt er á áskoranir verkalýðs- samtaka og kaupmanna hér heima og erlendis um að sniðganga vörur frá Suður-Afríku frá miðjum þess- um mánuði og síðan segir: „Að ósk hafnarverkamanna í Sundahöfn samþykkti Verkamannafélagið Dagsbrún 25. októbcr sl. uppskipun- ar- og útskipunarbann gagnvart S-Afríku. Miðstjórn ASÍ lýsir stuðningi sínum við þessa ákvörðun og beinir þeim tilmælum til ann- arra verkalýðsfélaga, að þau geri nauðsynlegar ráðstafanir þessum aðgerðum til stuðnings." Reykhólakirkja fær steinda glugga að gjöf MiAhú.sum. 27. október. FVRIR nokkrum árum gaf Hjörtur lljálmarsson, fyrrverandi skólastjóri á Flateyri, minningargjöf um móður sína, Kristínu Þorsteinsdóttur, Reykhólum, og systur sína, Snjólaugu Hjálmars- dóttur, Ijósmóður á Norðfirði. Hugsun Hjartar var að koma tveim- ur myndskreyttum gluggum í kór Reykhólakirkju. Síðan hafa margir lagt hönd að verki bæði utan og innan héraðs og gefið rausnarlegar gjafir til þess að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð gerði gluggana og eru þeir fagrir á að líta, Olafur Ellertsson, kennari, Reykhólum og ritari sóknarnefndar kom gluggunum fyrir af sinni þekktu smekkvísi og vandvirkni. — Sveinn „Nikkelfjal!ið“, mynd sú er Jakob Magnússon framleiddi í samvinnu við íslenska og bandaríska aðila, hefur verið tekin til sýninga í stærsta kapalsjónvarpskerfi heimsins, HBO í Bandaríkjunum. „Nikkelfjallið“ sýnd í Bandaríkjunum — nú endursýnd í Regnboganum Íslensk-bandaríska kvikmyndin „Nikkelfjallið", sem Jakob Magnús- son framleiddi í fyrra í samvinnu við íslenska og bandaríska kvikmynda- gerðarmenn, var nýlega keypt til sýningar af HBO sjónvarpskerfinu sem er stærsta kapalsjónvarpskerfi í hciminum. Þar hófust sýningar á mynd- inni 6. október sl. og er myndin sýnd daglega í sex vikur fyrír tugmilljón- ir áhorfenda. Myndin, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu John Gardner, fjallar um erfiða að- stöðu sem fólk í afskekktu þorpi lendir í þegar um blóðtengsl fólks af ólíkum stéttum verður um að ræða. Bókin um Nikkelfjallið var lengi vel ein mest selda skáldsaga i Bandarikjunum eftir að hún kom út, en höfundur bókarinnar er nýlátinn. Alls störfuðu ellefu íslendingar við gerð myndarinnar sem tekin var á barmi hinnar illræmdu St. Andreas sprungu f Kaliforníu milli San Fransisco og Los Angel- es. Mánuði eftir að tökum tauk urðu miklir skjálftar á þessu svæði og einn af aðaltökustöðum myndarinnar féll algerlega í rúst, þorpið Coalinga. Leikstjóri myndarinnar er Drew Denbaum, en aðalleikarar eru þeir Michael Cole og Patrick Cassidy. Myndin verður endur- sýnd i Regnboganum i dag og næstu daga. Bókasafnið Mosfellssveit: Síðasta sýningarhelgi Jóhönnu Á bókasafninu í Mosfellssveit, Markholti 2, stendur nú yfir sýning á grafíkmyndum eftir Jóhönnu Bogadóttur. Sýningunni lýkur á sunnu- dagskvöld. Sýningin verður opin um helgina frá kl. 14.00 til 17.00. Kirkjuþing: Stjórn og fulltrúaráð SÍM: Kjarvalsstaðir verða að vera - í stöðugri endurnýjun MorgunblaAinu hefur borizt eftirfarandi greinargerð: Til stjórnar Kjarvalsstaða og fjölmiðla. Stjórn og fulltrúaráð SIM, Sam- f bands íslenskra myndlistamanna, vill koma því á framfæri að myndlistahús eins og Kjarvalsstaðir bæði hlýtur og verður að vera í stöðugri endurskoðun og endurnýjun. Á slíkt jafnt við um ^ rekstrarform, búnað og gerð hússins, svo að það megi sem best þjóna því hlutverki að vera hæfileg umgjörð listar og sé í samræmi við þarfir og kröfur hvers tíma. Enda hafa fjölmargar leiðréttingar og endurbætur verið gerðar á húsa- kynnum Kjarvalsstaða á liðnum árum og væri mögulegt að benda á margvís- leg dæmi þar að lútandi. Vegna síðustu atburða í yfirstandandi deilu milli stjórnar Kjarvalsstaða og arkitekts hússins skal það tekið fram að formað- ur stjórnarinnar, Einar Hákonarson listmálari, er engan veginn eini mynd- listamaðurinn sem telur breytingar á lofti og lýsingu sýningasala Kjarvals- staða æskilegar og nauðsynlegar. Reykjavík, 31. október, 1985, f.h. stjórnar og fulltrúaráðs SÍM -/_. Gunnsteinn Gíslason Stefnt skal að stofnun fræðsludeildar kirkjunnar. KIRKJUÞINGI lauk á fimmtudag og hafði þá afgreitt þau 28 mál sem fyrir þinginu lágu. Fundir þingsins voru haldnir í Bústaðakirkju en setn- ing þess fór fram á Þingvöllum. Biskup íslands er forseti kirkju- þings, en þeir Gunnlaugur Finnsson á Hvilft og sr. Jón Einarsson í Saur- bæ voru kjörnir varaforsetar. í gær voru reikningar Kristni- sjóðs og fjárhagsáætlun samþykkt eftir allmiklar umræður. Skýrsla Álkirkjuráðsins: Skirn, Máltíð drottins og þjónusta, sem almennt gengur undir nafninu Limaskýrsl- an, en hún var samin á fundi í Lima í Perú, hefur verið til um- fjðllunar í islensku kirkjunni sem í öðrum kirkjum heimsins á þessu ári. Hefur verið um hana fjallað i söfnuðum landsins, á prestafund- um og nú síðast á kirkjuþingi, sem afgreiddi svar islensku kirkjunnar við henni, og verður það sent til Alkirkjuráðsins í Genf. Kirkjuráð samþykkti að stefnt skyldi að stofnun fræðsludeildar kirkjunnar og ennfremur var Stykkishólmur: Messað í nýju kirkjunni Stykkishólmi, 1. nóvember. BYGGINGU nýju kirkjunnar í Stykkishólmi hefur miðað talsvert áfram í sumar. Á morgun, sunnu- dag, er fyrirhugað að hafa guðs- þjónustu i byggingunni ef veður leyfir. Annars í gömlu kirkjunni. Á eftir guðsþjónustunni verður kirkjan til sýnis fyrir bæjarbúa ogþáerþessóska. Árni Leiðrétting í viðtölum við nokkra fulltrúa á kirkjuþingi sem birtust i blaðinu í gær, láðist að geta þess að sr. Einar Þór Þorsteinsson, sóknar- prestur á Eiðum, var meðflutn- ingsmaður að tveimur tillögum sem skýrt var frá, þ.e. um stofnun fræðsludeildar íslensku þjóðkirkj- unnar og um bibliulestur i sjón- varpi. ályktað um endurskoðun á skóla- starfi í Skálholti, með tilliti til þess skorts sem er á menntuðu starfsfólki i söfnuðum landsins, sérstaklega meðal barna og aldr- aðra. Innheimtuþóknun á sóknar- gjöldum og kirkjugarðsgjöldum er mishá hérlendis, sums staðar 6%, anars staðar 1%. Kirkjuþing samþykkti tillögu Halldórs Finns- sonar að samið yrði við innheimtu- menn ríkissjóðs að þóknunin yrði alls staðar hin sama. Breytingar á lögum um kirkju- garða lágu fyrir kirkjuþingi. Voru þær all ítarlegar og margþættar. M.a. er lagt til að komið verði á jöfnunarsjóði kirkjugarða í hverju prófastsdæmi, en tekjur garðanna eru afar misjafnar, sem stundum má sjá á umhirðu þeirra. Var kirkjuráði falið að vinna áfram að þessu máli. Þetta kirkjuþing var hið 16. í röðinni. Hófust þingin 1958 og voru þá haldin í 14 daga annað hvert ár. Með lagabreytingu 1982 hefur þingið síðan verið haldið árlega en styttri tíma í senn. Þetta kirkju- þing, sem nú er lokið, er hið síðasta á þessu kjörtímabili og hafa verið afgreidd 150 mál á því kjörtíma- bili. HÚSMÆDRAFÉLAG Reykjavíkur hcldur árlegan basar sinn að Hall- veigarstöðum sunnudaginn 3. nóv- ember. Húsmæðrafélagið er eitt af elstu félögum borgarinnar, sem um árabil hefur lagt áherslu á margs konar fræðslu fyrir húsmæður. Félagið rekur eigið félagsheimil að Baldursgötu 9 og er þar opið Á næsta ári verður nýtt kirkju- þing kjörið og eru hinir 22 þing- menn kjörnir úr hópi sóknarnefnd- armanna, safnaðarfulltrúa og presta, auk þess sem guðfræðideild og prestar í sérþjónustu kjósa og sína fulltrúa. Er forseti þingsins sleit þinginu gat hann þess að þeir Hermann Þorsteinsson, sem setið hefði á kirkjuþingi í 16 ár og sr. Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup, sem fyrst kom inn á kirkju- þing 1960, myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs, og þakkaði mikil störf þeirra á þinginu. Biskup flutti og sérstakar þakkir til Al- berts Guðmundssonar, fyrrum fjármálaráðherra, fyrir mikinn og*^ drengilegan stuðning við kirkjuna og til Jóns Helgasonar, kirkju- málaráðherra, fyrir einstaka sam- vinnu og uppörvun. Biskup gat þess að lokum að hann teldi þetta þing árangursrík- ara en mörg önnur og hefði það vakið jákvæða og uppörvandi at- hygli almennings. Að lokum ræddi biskup starf kirkjunnar, starfið í von. „Það er göfugs manns ein- kenni að vona lengi. Kristnir menn hafa ástæðu til að vona lengur en nokkrir aðrir meðan Jesús Kristur lifir í brjóstum þeirra, sem er upprisan og lífið. Og hann lifir.“ hús hvern mánudag. Hittast fé- lagskonur þar með handavinnu sína og vinna saman að gerð basar- muna. Á basarnum á morgun verður margt muna, en einnig verða seldir lukkupokar. Einnig verður flóamarkaður. Ágóði renn- r — ur til góðgerðarstarfsemi félags- ins. Nokkrar félagskonur með basarmunina, sem seldir verða á morgun, sunnu- dag 3. nóvember. Basar Húsmæðrafélagsins á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.