Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 51 Virðisaukaskatturinn Ksri Velvakandi. Þá er Steingrímur Hermanns- son líka kominn inn á virðisauka- skattinn, þó hafi aldrei verið færð fyrir því nein rök að hann sé réttl- átari, né á nokkurn hátt betri en söluskatturinn, sem nú gildir. Albert Guðmundsson fyrrver- andi fjármálaráðherra, hafði það oft á orði að söluskatturinn skilaði sér illa, sem sjálfsagt er rétt, og þýðir það einfaldlega að honugi er stolið. En það er bara allt að einu hægt að gera með virðisauka- skattinn. Allir vita að framkvæmd við álagningu virðisaukaskatts er margþætt og flókin og krefst margfalds mannafla á við núver- andi skattakerfi, söluskattinn. En það versta og hættulegasta við virðisaukaskattinn er að þegar hann er einu sinni kominn á er ógerningur að losna við hann aft- ur. Fyrir alllöngu flutti Víglundur Þorsteinsson ræðu á aðalfundi iðnrekenda, þar sem hann taldi að breyting frá söluskatti í virðis- aukaskatt væri allra meina bót fyrir fólk og fyrirtæki og mundi leysa flestan vanda. Skömmu seinna fengu forkólfar iðnrekenda sérfræðing frá Svíþjóð til að halda fyrir þá fyrirlestur um skattamál og virðisaukaskattinn. En þrátt fyrir að manninum væri það ljóst að hann var fenginn hingað til að mæla með virðisaukaskatti, sá hann á honum marga galla og agnúa. Hann var tregur til að mæla með honum, eins og fram kom í Morgunblaðinu, en sagði hins vegar að skattakerfinu í Sví- þjóð yrði ekki breytt í fyrra horf því grundvallarbreyting á skatta- kerfi væri svo kostnaðarsöm að Seljið Salomon svarta í Reykjavík Kæri Velvakandi. í sumar dvaldi ég á Akur- eyri með börnum mínum. Við áttum þar ánægjulega daga og sérstaklega urðu krakk- arnir mínir hrifnir af lakkrís-jógúrt sem fæst fyrir norðan og nefnist „Salomon Svarti“. Ég hef oft undrað mig á því hvers vegna þessi jógúrt- tegund fæst ekki í verslunum sunnanlands. Vegna þessa skora ég á hlutaðeigandi að selja Salomon í Reykjavík því ég er viss um að viðskiptin gengjumjögvel. SEJ. slíkt væri óhugsandi. Rök iðn- rekenda og annarra sem vilja koma á virðisaukaskatti eru í raun þau, að þannig sé hægt að koma sköttum og gjöldum af ýmsum stórgróðafyrirtækjum í iðnaði og verslun yfir í neysluskatta á brauð og mjólk, soðningu og aðrar brýn- ustu nauðsynjar almennings. Þor- steinn Pálsson sagði í útvarpi að ef til vill þyrfti að bæta þeim það upp sem verst væru settir, ef matvæli hækkuðu mjög í verði. Steingrímur hefur líka verið að tala um það sama, að bæta upp eitt og annað, þeim sem verst eru settir, m.a. með skattaívilnunum. En allt er þetta bara mas. Það er Breiðholtsbúi hringdi og hrósaði íslensku gamanþáttunum „Fastir liðir eins og venjulega" sem eru á dagskrá sjónvarpsins annað hvert laugardagskvöld og sagði hann að gjarnan mættu fleiri slíkir gaman- flokkar fylgja í kjölfarið. Einnig vildi hann koma því á Spurt' íslendingar eru öflugir mál- ræktarmenn ef miðað er við tungutak erlendra þjóða, þótt málfræðingar séu oft myrkir í máli og óttist framtíð móður- málsins. En tilefni þessarar hugleið- ingar er orð er Velvakandi barði í fyrsta sinn augum, einmitt á síðum Morgunblaðsins, nánar tiltekið 31. október síðastliðinn. Er þar rætt um afrískan sjúk- dóm, sem sagður er herja á kynvísa. ekki á nokkurs manns færi að finna það út hverjir eru verst settir og heldur ekki hægt að ívilna þeim í sköttum sem enga skatta borga. Ef þeir Þorsteinn og Steingrím- ur eru ákveðnir í því að koma á virðisaukaskatti, verða þeir að færa fyrir því haldbetri rök en gert hefur verið til þessa. Það er mikið fyrirtæki að gera slíkar grundvallarbreytingar á skatta- kefinu og trúað gæti ég þvi að fyrsta verk þeirrar ríkisstjórnar sem asnaðist út í slíkt yrði að flýja af hólmi. framfæri við sjónvarpið að sýndar yrðu fleiri sænskar sakamála- myndir í stíl við spennusögur Per Wahlö og Maj Sjövall, en í sumar sýndi sjónvarpið myndina „Maður- inn á þakinu" er gerð var eftir sögu þessara höfunda. Svar: Þar sem Velvakandi fann þetta nýyrði ekki í nýjustu út- gáfu orðabókar Menningarsjóðs, sneri hann sér til erlendu deild- ar Morgunblaðsins og varð Guðmundur Magnússon fyrir svörum. „Orðið kynvísi er tekið upp úr ensk-íslenskri orðabók Arnar og örlygs og er þýðing á enska orðinu „heterosexual“. Orðið vísar s.s. til þeirra, sem hafa kynhneigð til einstaklings af gagnstæðu kyni.“ H3. Góðir fastir liðir spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Kynvfs Hártoppar — hártoppar Bylting í gerö hártoppa fyrir herra. Villi rakari og Trendman Toupees kynna Nýjan hártopp um helgina 2. og 3. nóvember. Vinsamlegast pantið tíma. Hárgreiðslu- og rakarastofa á heimsmælikvarða! ABjSfÚKBATIl Slóumúla 23 Slmi 687960 Nýgalvi HS 300 Unnt er að spara ómældar upphæðir með því að fyrirbyggja eða stöðva tær- ingu. NÝGALVi HS 300 frá KEMITURA t Danmörku er nýtt ryðvarnarefni á ís- lenskum markaði. • Nýgalvi er hreinn sinkmálmur I sérstöku upptausnarefni. Sinklnu er smurt á ryöhvarfaö (oxtderaö) stálundirlagiö og brennist fullkomlega vlö þaö. 0 Sinkið botnfellur auöveldlega og getur pví verlö erfitt aö hrœra upp i dósunum fyrst í staö Qott er þá aö nota handborvól meö hrærispaöa. • Ekkl þart aö sandblása eöa gljáslipa undirlagiö. Sandskolun undir háþrýstingi eöa virburstun er fullnægjandi. • Fjarlægiö alla gamla málningu, laust ryö og skánir. þerriö flötinn og máliö meö nýgalva. • Nýgalvl fyrirbyggir tærlngu og stöövar frekari ryömyndun, tyrirbyggir bakteríu- gróöur og þörungagróöur. Sketflsk festlr ekki viö flötinn. • Nýgalvl er tilbúinn til notkunar i dósum eöa fötum, hefur ótakmarkaö geymsluþol á lager, borinn á meö pensll eöa úöasprautu. • Hvert kg þekur 5—6 m1 sé boriö á meö pensti og 6—7 m* ef sprautaö er. • Venjulega er fullnægjandi aö bera á tvö lög at nýgalva. Þegar málaö er á rakt yfirborö eöa i mjög röku loftl. t.d. útl a sjó, er ráölagt aö mála 3 yfirteröir Látiö liöa tvær stundir milli yfirferöa. • Hltasviö nýgalva er *40”C til 120°C. • Nýgalvi er ekki eitraöur og er skrásettur af framleiöslueftlrlitlnu og vlnnueftirlltinu i Danmörku. • Gaivanhúö meö nýgalva e. jafnvel ennþá betrl og þolnari heldur en venjuleg heitgalvanhúöun. • Hentar alls staðar þar sem ryð er vandamál: turnar, geymar. stálvlrki. sklp. bétar, bilar, pipur, möstur, giröingar, málmþök, toftnet. verktakavélar, landbunaðarvétar og vegagrlndur Smásala LiTURINN Síöumuli 15, 105 Reykjavik. Siml 84533. ELLINGSEN HF„ Grandagaröi 2, 101 Reyklavik. Siml 28855. mAlningar- VERSLUN PÉTURS HJALTESTED Suöurlandsbraut 12, 105 Reykjavik. Siml 82150 Verktakar STÁLTAK Borgartúni 25, 105 Reykjavik. Sfmi 28933 SELVERK SF„ Súöarvogi 14, 104 Reykjavfk. Sími 687566 Umboð á Islandi og heildsala SKANIS HF„ Norraen vlöskiptl, Laugavegi 11, 101 Reykjavflt. Siml 21800. Kennsla hefst 8. janúar. Innritun á sama tíma. Hringið og fáið sendan upplýsingabækling í síma 05-62 50 88 eða sendið úrklippuna til: HORSENS TEKNISKE SKOLE Slotsgade 11 — 8700 Horsens Vinsamlegast sendið mér upplýsingabækl- inginn í landmælingum Nafn: ----------------------------------—____ Heimilitfang: ------------------------------- Póatnr. -------------------- Borg ___________ 4C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.