Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985
Basar Kven-
félagsins
Heimaeyjar
Kvenfélagið Heimaey heldur ár-
legan bazar sinn laugardaginn 2.
nóvember að Hallveigarstöðum
klukkan 14. Selt verður margt
góðra muna, segir í frétt frá félag-
inu, kökur, j ólaskraut o.f 1.
Rokkhá-
tíð í MH
3. nóvember heidur Tónlistar-
félag MH fjölbragðarokkhátíðina
„Velkomin um borð“. Þar munu
koma fram breski gítarleikarinn
Fred Frith ásamt hijómsveit
sinni, Skeleton Crew, bandaríski
blásarinn og söngvarinn Leo
Smith ásamt hljómsveit sinni,
New Dalta Ahkri, hljómsveitin
Vonbrigði og skáldin Jóhamar,
Sjón og Þór Eldon. Einar Melax
mun leika undir á hljómborð.
Þetta verður í fyrsta sinn á
þessu ári sem hljómsveitin
Vonbrigði lætur í sér heyra.
Pred Frith er kunnur af gít-
ar- og fiðluleik með hljómsveit-
unum Henry Cow, Residents og
Art Bears.
Fjölbragðarokkhátíðin „Vel-
komin um borð“ hefst stundvís-
lega kl. hálf níu í hátíðarsal
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Hátíðin er öllum opin. Forsala
aðgöngumiða er í hljómplötu-
verslunum og í MH.
Hljómsveitin Skeleton Crew.
Basar til styrktar
mosaíkmynd á kór-
vegg Háteigskirkju
Á MORGUN sunnudag 3. nóvember
klukkan 15 heldur Kvenfélag Há-
teigssóknar basar íTónabæ.
I frétt frá sóknarpresti Háteigs-
kirkju, séra Arngrími Jónssyni,
segist hann vilja vekja athygli
allra velunnara Háteigskirkju á
basarnum, þar sem á boðstólum
verði margir ágætir munir, vefn-
aðarvara, handavinna, kökur o.fl.
Auk þess verður selt kaffi með
vfiflnm.
Basarinn er til styrktar væntan-
legri altaristöflu í Háteigskirkju,
en í sumar hefur verið unnið öt.ul-
lega að undirbúningi gerðar altar-
istöflu og hafa þrír listamenn verið
fengnir til að gera tillögur að
myndverki í mósaík. Ljóst er að
slík tafla mun kosta mikið fé.
Kvenfélagið hefir tekizt það verk
á hendur að kosta töfluna, sem
prýða mun kórvegg kirkjunnar.
Konur fjölmenntu í Egilsbúð
Kröfuganga kvenna á Neskaupstað
Nesk»upst«ð 25. oktiber.
ÞRÁTT fyrir storm og sjórok
fjölmenntu konur í Neskaups-
stað í kröfugöngu á kvennafrí-
daginn. Hófst hún klukkan 14
við loðnubræðsluna og endaði
í Eglisbúð þar sem konur stóðu
fyrir opnu húsi.
Láta mun nærri að um 300
konur hafi komið í Egilsbúð,
hlustað á ræður og sungið
baráttusöngva yfir kaffiboll-
um.
Mjög margar konur tóku
sér frí frá vinnu þennan dag
og voru ýmsar verzlanir og
stofnanir annað hvort lokað-
ar eða haldið opnum af fá-
mennu karlaliði.
Morgunblaðið/Sigurbjðrg
— Sigurbjörg. Gísli Haraldsson, kaupfélagsstjóri í Fram, hafði nóg að gera við afgreiðsluna.
Handavinnupokinn
Hér koma hugmyndir að snotrum litlum gjöfum og föndri, sem
alltaf má stinga með í jólapakkana. Og eins og ég hef áður bent á,
þá notið eigið hugmyndaflug við val á litum og efni.
„Buddur“ fyrir
pappírsþurrkur
Fyrst hugmynd
að litlum „budd-
um“ fyrir papp-
írsþurrkur. Alls-
konar efnaaf-
gangar duga.
Efni: bómullar-
efni, flauel, slétt
eða rifflað, mislit
leggingabönd,
blúnduafgangar
og skábönd.
Klippið stykki
14x16 sm og 28 sm
af skábandi. Sau-
mið leggingabönd
eða blúndu á
stykkið, annað hvort beint eða á ská. Bryddið styttri hliðarnar (14
sm) með skábandinu. Brjótið stykkið saman, rétt móti réttu, látið
skáböndin standast á. Saumið saman í hliðunum. Snúið réttunni út
í gegnum skábandsopið og fyllið með pappírsþurrkum.
Fallegir og fljótgerðir munnþurrkuhringir
Efni eftir smekk, flíselín og
mjóar blúndur, fatalím („hobby-
lím“). Sníðið efni 8x16 sentí-
metra. Strauið flíselín (þykkt) á
rönguna. Saumið stykkið saman
á röngunni. Snúið við og búið til
hring, brjótið efni inn að röng-
unni svo það verði 5 sm breitt
og notið fatalím til að líma efnið
niður að innanverðu. Bryddið
með blúndu.
Með þessum hringjum getið þið
haft pappírsservíettur í litum,
sem fara vel við. Sæt, lítil gjöf.
Stórar áberandi hálsfestar
eru mikið í tísku. Ég hef áður
gefi ykkur hugmynd að heima-
gerðu hálsbandi, sem mér var
sagt að hefði komið vel út. Hér
er önnur hugmynd sem kostar
ekki mikið en þjónar sínum til-
gangi.
Notið grófa silkisnúru (mikið
úrval í Uppsetningabúðinni við
Hverfisgötu) og þræðið upp á
hana gyllta eða litaða hringi
(fást í tómstundabúðum), sbr.
mynd. Þið getið átt eina hálsfesti
með hverri peysu!
Og að lokum í dag
er hér hugmynd fyrir þá sem safna korktöppum. Þessu er sérstaklega
beint til Heiðu á Neskaupstað. Ég veit að hún hefur verið iðin við
söfnunina!
Búið til „mottur“ til að hafa undir heit föt, skálar eða potta á
matborinu. Raðið töppunum saman í lengjur og límið þá saman, eða
skerið þá í tvennt, stillið upp í lengjur og límið saman. Þið fáið
varla betri einangrun fyrir borðið.
Tappana má einnig kaupa í apótekinu og svo má mála motturinar
í viðeigandi litum.
Góða skemmtun!.