Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 29 Sagan af Schevchenko - Grein I Brotíst undan ráðstjórn — eftir Árna Sigurðsson Með þessari grcin hefst hér á síðum Morgunblaðsins stuttur greinaflokkur um sovéska flótta- manninn Arkady N. Schevchenko er flúði til Vesturlanda í apríl 1978. Hann er einn háttsettra Sov- étmanna er flúið hafa heimaland sitt frá lokum heimsstyrjaldar- innar síðari. Schevchenko gegndi ýmsum mikilvægum embættum á tuttugu og tveggja ára löngum ferli, var m.a. varaaðalritari Sam- einuðu þjóðanna um það leyti er hann flúði, árið 1970. Aðeins þrjá- tíu og níu ára að aldri varð hann einn aðalráðunautur og aðstoðar- maður þáverandi utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Andrei Gromyko, er nýverið lét af störf- um utanríkisráðherra eftir nær- fellt þrjátíu ára setu á ráðherra- stóli. Þar gafst Schevchenko ómet- anlegt tækifæri til að kynnast af eigin reynslu innra skipulagi og störfum Æðsta ráðs Sov- étríkjanna. Hann tók við starfi varaaðalrit- ara Sameinuðu þjóðanna árið 1973 með aðsetur í New York, fjörutíu og tveggja ára gamall. Hann virt- ist sigla hraðbyri í æðstu stöður í Moskvu er hann sagði skilið við ráðstjórn Kremlverja, gerðist pólitískur flóttamaður og settist að í Bandaríkjunum, fjörutíu og sjö ára gamall. Hann hefur nú ný- verið sent frá sér merka bók um lífshlaup sitt er hann nefnir „Breaking With Moscow" og hlaut geysigóðar viðtökur í Bandaríkj- unum þar sem hún kom fyrst á markað. Greinaflokkur þessi verður að verulegu leyti byggður á þeirri bók en í henni lýsir Schevchenko reynslu sinni bæði af mönnum og málefnum innan sovéska stjórn- kerfisins og veitir þar með lesand- anum sjaldgæfa innsýn inn í hul- iðsheim æðstu embættis- og ráða- manna Sovétríkjanna. Hann lýsir einnig þeirri valdabaráttu, spill- ingu og ráðabruggi er fram fer að tjaldabaki í skúmaskotum Kreml- arkastala sem flestum er sem lokaður heimur. Fullsaddur af hugmynda- fræði kommúnismans Schevchenko segir svo frá í bók Arkady N. Schevchenko sinni að hann hafi verið búinn að fá sig fullsaddann af hugmynda- fræði kommúnismans og tvöfeldni og hræsni ráðamanna í Krem). Eins og hann segir sjálfur í bók sinni: „Væri Machiavelli á lífi og innan raða hinnar sjálfskipuðu herrastéttar er fer með öll völd í Sovétríkjunum væri hann þar nemandi ekki kennari." Schevchenko njósnaði fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, um tveggja og hálfs árs skeið áður en hann sagði skilið við yfir- boðara sína í Moskvu. Þó er bók hans annað og meira en einhver sannsöguleg njósnasaga. Hún lýs- ir fyrst og fremst innviðum stjórnkerfis Sovétríkjanna auk þess að draga upp mynd af lífi og valdabaráttu æðstu embættis- og ráðamanna í Kreml. í bók sinni kemur hann víða við og fræðir les- andann um ýmislegt er á daga hans hefur drifið. Sem fylgdarmaður Krútsjeffs á leið hans í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna árið 1960 heyrir Schevchenko hinn stæriláta leið- toga Sovétríkjanna tauta í eigin barm hótanir í garð þáverandi að- alritara Sameinuðu þjóðanna, Dag Hammarskjöld, er dó aðeins ári síðar í dularfullu flugslysi í myrkviðum Kongó. í spjalli við samstarfsmann sinn kemst Schevchenko að því að heit umræða var á fundi Æðsta ráðs Sovétríkjanna þar sem rökrætt var hvort varpa ætti kjarnork- usprengjum á Kína þegar sam- bandið við Kínverja var einna verst. Schevchenko lýsir herferð ráða- manna í Kreml til að ljúka gerð samnings við Bandaríkjamenn er hefði í för með sér eyðileggingu og bann við framleiðslu efna- og sýklavopna, í áróðurslegum til- gangi. Hann segir: „Það er engin spurning um það, að Sovétríkin eru mun betur undir slikan hernað búin en Bandaríkin." Kunningjar Schevchenkos hjá KGB og í miðstjórn Kommúnista- flokksins segja honum frá því að þeirri skoðun ráðamanna að vilja losna við forseta Egyptalands, Anwar Sadat: „ ... á einn eða ann- an hátt“ sé sífellt að vaxa byr und- ir báða vængi. Gagnrýni Schevchenkos Þó svo Schevchenko gagnrýni ráðamenn í Moskvu er ekki laust við að hjá honum gæti virðingar í garð fyrrum yfirmanns hans, Gromykos. Hann ver stefnu Gro- mykos í utanríkis- og alþjóða- málum og telur hann fylgja „dét- ente“-stefnunni. I því kuldakasti er ríkt hefur undanfarin ár í sam- skiptum risaveldanna, Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna, hafa sérfræðingar í málefnum Sovét- ríkjanna ígrundað hvort Gromyko væri aðalharðlínumaðurinn í Kreml og hemill á batnandi sam- skipti risaveldanna. Það álýtur Schevchenko vera tómt rugl. Hann er sannfærður um að Gromyko hafi verið og sé enn (enda ennþá valdamikill áhrifamaður sovéskra utanríkismála þó svo hann sitji ekki lengur á ráðherrastóli), tals- Árni Sigurðsson „Þó er bók hans annað og meira en einhver sannsöguleg njósna- saga, Hún lýsir fyrst og fremst innviðum stjórn- kerfis Sovétríkjanna auk þess að draga upp mynd af lífi og valda- baráttu æðstu embættis- og ráðamanna í Kreml.“ maður détente, þíðu, í samskiptum risaveldanna, sem Schevchenko aðhyllist einnig. í grein II, er mun birtast í næstu viku, verður ferill Schevch- enkos rakinn frá því hann hóf störf sem ungur diplómat þar til hann leikur eitt af lykilhlutverk- unum bakvið tjöldin í undirbún- ingi og framvindu fundar Nixons og Brezhnevs árið 1972. Helstu heimildir: Arkady N. Schevchenko. Breaking With Moscow, A.F. Knops, USA, 1985. Time Magazine, february 11. og 18. Höíundur á sæti í utanríkismála- neínd Sambands ungra sjilístæð- ismanna. Viðskiptahalli við Sovétríkin: Hefur farið minnkandi á liðnum árum og horfur á enn minni halla 1985 11 tanríkisráðherra Sovétríkjanna lýsti því yfir í samræðum sínum við Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra, sl. miðvikudag, að það væri vilji sovéskra stjórnvalda að viðskiptajöfnuöur næðist á milli landanna þegar á næsta ári. Jón Ögmundur Þormóðsson í viðskipta- ráðuneytinu upplýsti blaðamann Morgunblaðsins um að viðskiptahalli íslands við Sovétríkin hefði farið minnkandi á síðustu árum, og horfur væru á að enn drægi úr honum á þessu ári og næstu ef áætlanir stæð- ust. Jón Ögmundur sagði að á síð- astliðnu ári hefðu íslendingar flutt út til Sovétríkjanna fyrir 1844 milljónir, en Sovétmenn hefðu flutt hingað til lands fyrir 2441 milljón króna, þannig að hallinn var rétt tæpar 600 millj- ónir á sl. ári. Jón Ögmundur sagði að hallinn hefði farið minnkandi á síðustu árum, á gildistíma viðskiptasamningsins 1980 til 1985 og viðskiptasamn- ingurinn 1986 til 1990 gerði ráð fyrir enn minnkandi halla. Jón Ógmundur sagði að á árunum 1978 til 1980 hefði útflutningur íslendinga til Sovétríkjanna að meðaltali verið um 43% af út- flutningi Sovétmanna til íslands. 1981 til 1984 hefði þetta hlutfall batnað þannig að útflutningur íslendinga til Sovétríkjanna hefði að meðaltali verið 67% af útflutningi Sovétmanna til ís- lands. Á síðasta ári hefði þetta hlutfall verið 76% af innflutn- ingi frá Sovétríkjunum. Jón Ögmundur sagði að síðasti viðskiptasamningur við Sovét- ríkin gerði ráð fyrir aukinni sölu á saltsíld og freðfiski, og því mætti gera ráð fyrir að hallinn minnkaði enn, svo fremi sem takist að standa við þá samninga. Hveragerði: Ljósaskoðun á að vera lokið LJÓSASKOÐUN bifreiða á nú að vera lokið. Síðasti dagur var á fímmtudag en þá var meðfylgjandi mynd tekin á einu af bifreiðaverk- stæðum Reykjavíkur. í árlegri skoðun ökuljósa eru öll ljós yfirfarin, en algengt er að stilling þeirra fari úr skorðum af ýmsum orsökum og þau verði þar af leiðandi hættuleg öðrum vegfarendum. Nú fer í hönd dimmasti tími ársins og er því ástæða til að hvetja ökumenn og aðra vegfarendur að vera „vel upplýstir" eins og segir í frétt frá Umferðarráði. Hlýjasti októ- ber í tíu ár NÝLIÐINN októbermánuður var hinn hlýjasti í tíu ár. Meðalhiti í Reykjavík í mánuðinum er 6,5 gráður og á Akureyri heldur kaldara, 6,0 gráður. Fyrir tíu árum 1975, var meðal- hitinn i Reykjavík einni gráðu meiri í október en nú er, eða 6,6. Fyrir tuttugu árum, 1965, var októbermánuður í Reykjavík enn hlýrri, 7,2 gráður, og árið 1959 var meðalhiti mánaðarins 7,7 gráður. Trausti Jónsson, veðurfræðing- ur, sagði í samtali við blaðamann að október nú hefði skipst í tvennt. Fyrstu tíu dagarnir voru tiltölu- lega kaldir en síðan hafa veri? hlýindi. „Ekkert er þó hægt a? ,- spá um komandi vetur þrátt fyrir hlýindi nú. T.d. var veturinn 1959—1960 mjög hlýr eftir hlýjan október, en hinsvegar var veturinn 1965—1966 mjög kaldur þrátt fyrir háan meðalhita í október það ár,“ sagði Trausti. Úthlutað til ferðamannaþjónustu ALLS hefur verið úthlutað um 30 þúsund fermetrum af lóðum að undanfórnu undir atvinnurekstur í Hveragerði tengdan ferðamanna þjónustu. Samkvæmt samtali við Hafstein Kristinsson oddvita er hér um að ræða 17.000 fermetra lóð til Helga Þ. Jónssonar undir hótel, sem verður með 32 gistiherbergjum og veitingasal, en framkvæmdir eru þegar hafnar og er ráðgert að taka hluta byggingarinnar í notkun næsta vor. Hótelið verður 2.700 fermetrar að gólffleti, að hluta til á tveimur hæðum. Þá hefur Tómasi Tómassyni og fleirum verið úthlutað lóð fyrir veitingastað í líkingu við þann stað sem sömu aðilar eru að opna um þessar mundir við gamla Fáks- heimilið, en ráðgert er að taka hinn nýja veitingastað í notkun nk. vor. Einnig eru fyrirhugaðar stór- framkvæmdir á 10 þúsund fer- metra lóð sem tívolíið í Hveragerði hefur fengið og verður bæði unnið að fjölgun skemmtitækja og frá- gangi stærri hluta lóðarinnar. Eden er að stækka um þessar mundir um 300 fermetra, bæði veitingasal og eldhús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.