Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÖVEMBER1985 Morgunblaðid/Bjarni Vid nýja röntgentækið, f.v.: Benedikt Blöndal, formaður RKÍ, Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, Gunnlaugur Snædal, formaður Krabbameinsfélags íslands, Ólafur Ólafsson, landlæknir, og Páll Sigurðs- son, læknir, ráðuneytisstjóri i heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. RKÍ færir Krabbameinsfélaginu fullkomin tæki að gjöf: Tækin auka möguleika á að greina brjóstakrabba- mein á byrjunarstigi RAUÐI kross íslands hefur í tilefni 60 ára afmælis síns í desember 1984 fært Krabbameinsfélagi íslands að gjöf fullkomið röntgentæki til myndatöku af brjóstum, ásamt nýj- um, fullkomnum búnaði til töku frumusýna. Með þessum tækjum aukast möguleikar á að greina brjós- takrabbamein á byrjunarstigi. Tækin voru formlega afhent í húsi Krabbameinsfélagsins í gær að viðstöddum heilbrigðismála- ráðherra, Ragnhildi Helgadóttur, og fleiri gestum. Benedikt Blöndal, formaður RKÍ, ávarpaði gesti og kvað það afar ánægjulegt að geta haldið upp á 60 ára afmælið með því að færa Krabbameinsfélaginu og þar með íslensku þjóðinni þessi tæki að gjöf. Yrðu þau vonandi til þess að fækka dauðsföllum af völd- um krabbameins. Sagðist Benedikt Shultz hittir ráð- herra í Reykjavík GEORGE Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og að minnsta kosti tveir aðrir háttsettir embættismenn Reagan-stjórnarinnar, koma til Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið og staldra hér við í tæpan sólarhring, skv. upplýsingum utan- ríkisráðuneytisins. Bandaríski utanríkisráðherrann kemur hingað frá Moskvu, þar sem hann heldur nú lokafund með starfs- bróður sínum, Eduard Shevardnadze, til undirbúnings fyrirhuguðum fundi Reagans Bandaríkjaforseta og Mik- hails Gorbachevs leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins í Genf síðar í þessum mánuði. Með Shultz í förinni verða meðal annarra Robert McFar- lane, öryggismálaráðgjafi Banda- ríkjaforseta, og Rosalynn Ridgeway, aðstoðarutanríkisráðherra fyrir Evrópu, auk um tuttugu blaöa- og fréttamanna og hóps öryggisvarða. Reiknað er með að bandarísku emb- ættismennirnir muni halda stuttan fréttamannafund í Reykjavík á mið- vikudaginn en á leiðinni frá Moskvu heldur Shultz fund með bandarísku fréttamönnunum skv. upplýsingum frá Upplýsingaþjónustu Bandaríkj- annaíReykjavík. Hópurinn mun búa á Loftleiðahót- elinu í Reykjavík. Árdegis á miðviku- dag verður haldinn fundur banda- rísku embættismannanna og ís- lenskra ráðherra í Ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu. Ekki er talið ólíklegt, að bandaríski utanrfkisráð- herrann reyni að nota tækifærið til að reyna Vesturbæjarsundlaugina eftirþann fund. Shultz hefur viðdvöl hér að eigin ósk, enda er Island ákjósanlegur áningarstaður á leið milli höfuð- borga stórveldanna tveggja. Ekki er endanlega ákveðið, að sögn Ólafs Egilssonar, skrifstofustjóra í utan- rfkisráðuneytinu, hvert verður um- ræðuefnið á fundinum í Ráðherrabú- staðnum. Þó má reikna með að þar verði heimsmálin reifuð, skýrð við- horf stjórna landanna til fyrirhugaðs leiðtogafundar og rædd tvíhliða mál, til dæmis um sjóflutninga til varnar- liðsins á Keflavfkurflugvelli. Öryggis bandarísku gestanna verð- ur gætt vandlega, eins og venja er við heimsóknir svo hátt settra manna. Um þetta atriði fengust engar upplýsingar í utanríkisráöu- neytinu í gær en íslenskir lögreglu- menn munu væntanlegan taka þátt í þeirri öryggisgæslu. Ljóð námu land — Ný Ijóðabók eftir Sigurð Pálsson Út er komin Ijóðabókin „Ljóð námu land“ eftir Sigurð Pálsson. Það er Forlagið, sem gefur bókina út. Ljóðunum er skipt í átta flokka og eru heiti þeirra: „Ljóðnámu- land, Ratsjá vongleðinnar, Vor- kvöld í Reykjavík, Draumorð, Færeyjar, Nær og fjær, Miðbærinn í Reykjavíkurborg og Þáframskil- dagi. Bókin er 88 blaðsíður. Sigurður Pálsson hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Ljóð vega salt (1975), Ljóð vega menn (1980) og Ljóð vega gerð (1982). Ennfremur hefur hann skrifað leikritin Hvað er í kokinu á hvaln- vona að þetta yrði fyrsta skrefið til frekara samstarfs milli félag- anna. Gunnlaugur Snædal, for- maður Krabbameinsfélagsins, þakkaði því næst hina höfðinglegu gjöf fyrir hönd félagsins. Þá skýrði Baldur Sigfússon, yfir- læknir á röntgendeild Krabba- meinsfélagsins, frá kostum nýju tækjanna. Röntgentækið, sem er franskt að gerð, er m.a. búið hreyf- anlegri geislasíu til að útiloka svonefnda dreifigeislun og því fylgir búnaður til að taka myndir af litlum svæðum, með beinni stækkun og auknum myndgæðum. Hitt tækið, sem hannað er í Sví- þjóð, tengist röntgentækinu beint og er það ætlað til töku frumusýna frá grunsamlegum breytingum, einkum þeim sem sést hafa á brjóstamyndum en eru ekki áþreif- anlegar. 1 frétt frá Krabbameinsfélaginu segir að hin myndarlega gjöf RKl og aukin þekking á þessu sviði muni væntanlega leiða til bættrar greiningar krabbameins í brjóst- um, þannig að sjúkdómurinn greinist fyrr og í færri tilvikum en ella þurfi að taka skurðsýni. Muni þetta einkum koma að gagni þegar hafin verði skipuleg leit að brjóstakrabbameini með almennri röntgenmyndatöku kvenna í ákveðnum aldurshópum um land allt, en stefnt sé að því að slík leit hefjist innan tveggja ára. Sigurður Pálsson um, Undir suðvesturhimni, Hlaup- vídd sex og Miðjarðarför (eða innan og utan við þröskuldinn). Stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins: Skilyrði fyrir áfram- haldandi stjórnar- aðild að árangur ná- ist í efnahagsmálum EFTIRFARANDI stjórnmálaálvktun var samþykkt á fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var í gær fóstudag: Flokksráð Sjálfstæðisflokksins ítrekar þá samþykkt landsfundar, að það sé skilyrði fyrir áfram- haldandi stjórnaraðild flokksins að árangur náist í efnahagsmálum. Flokksráðið staðfestir niðurstöðu sameiginlegs fundar miðstjórnar og þingflokks í Stykkishólmi 28. og 29. september sl. þess efnis, að utanríkisviðskipti verði hallalaus og skuldasöfnun erlendis verði stöðvuð. Jafnframt er þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar fagn- að að miða efnahagsstefnuna við þessi markmið. Eigi árangur að nást í þessum efnum verða umbætur að halda áfram í peningamálum og opin- berum fjármálum. Sparnaður verður að eflast svo að ekki þurfi að leita aukinna lána erlendis. Vextir verða að hvetja til sparnað- ar, sem ekki er skattlagður. Opin- ber rekstur verður að miðast við eðlilega og hagkvæma þjónustu. Hann verður að treysta undirstöð- ur almennrar velferðar án þess að skerða úr hófi fjárráð einstaklinga og heimila. Rekstrarhalli og er- lendar lántökur mega ekki verða uppspretta þenslu og launaskriðs. Kjarasamningar eiga að taka mið af verðmætasköpun þjóðarbúsins og nauðsyn þess að treysta kaup- mátt og tryggja hag þeirra, sem verst eru settir. Mestu varðar að verðbólga lækki aftur, atvinnulíf dafni og lífskjör þjóðarinnar geti þess vegna batnað á komandi árum. Flokksráðið staðfestir niður- stöður nýafstaðinnar ráðstefnu Sjálfstæðisflokksins um sveitar- stjórnarmál. Þeim tilmælum er beint til þingmanna flokksins, að Alþingi afgreiði frumvarp til laga um sveitarstjórnir með þeirri breytingu m.a. að kaflinn um hér- aðsnefndir, sem yrði þriðja stjórn- sýslustigið verði felldur úr frum- varpinu. Sjálfstæði sveitarfélag- anna þarf að auka og tryggja og þar með áhrif einstaklinga á þau mál, sem snerta þá sjálfa, fjöl- skyldur þeirra og nánasta um- hverfi. Markmiðið er að einfalda stjórnkerfið, færa verkefni frá ríkinu og samræma tekju- og verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Undirbúningur sveitarstjórnar- kosninga næsta vor er mikilvægt verkefni Sjálfstæðisflokksins á þessum vetri. Flokksráðið hvetur sjálfstæðismenn um land allt til að hefja nú þegar öfluga baráttu til að tryggja flokknum sigur í kosningunum. Flokksráðið leggur áherslu á, að einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi er forsenda efnalegra framfara og grundvöllur ábyrgðar, mannúðar og umburðarlyndis í samskiptum fólks. Frá þessari frjálsræðis- stefnu mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki hvika. Ungir sjálfstæðis- menn leggja til 2500 millj. króna lækkun ríkisútgjalda Á flokksráðsfundi Sjálfstæöisflokksins sem haldinn var á föstudag kynnti Vilhjálmur Egilsson, formaður Kambands ungra sjálfstæðismanna tillögur stjórnar SUS um ráðdeild í ríkisrekstri. Tillögur ungra sjálfstæðismanna gera ráð fyrir 2500 milljón króna lækkun ríkisútgjalda, eða um 4 til 5% af ráðstöfunartekjum heimilanna. I greinargerð með tillögum stjórnar SUS segir að í fjárlaga- frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi sé gert ráð fyrir að tekju- skattur einstaklinga á næsta ári nemi um 3800 milljónum króna. Með því að nýta alia fjárhæðina sem sparast, nái tillögurnar fram að ganga, til að lækka tekjuskatt stæðu aðeins eftir 1000 milljónir króna. Og í greinargerð segir að þá myndi tekjuskattur einvörð- ungu leggjast á hátekjufólk. Jafn- framt er bent á: „Enn má geta þess að 2500 milljónir króna er fjárhæð sem svarar um 5 sölu- skattsstigum. Lækkun söluskatts myndi lækka vöruverð og hækka kaupmátt og reyndar væri unnt að lækka söluskattshlutfallið um nokkuð meira en 5% vegna þess að ríkið greiðir sjálfu sér söluskatt í mörgum tilfellum." Eins og áður segir gera tillög- urnar ráð fyrir að lækka megi ríkisútgjöldin um 2500 milljónir króna. Meðal þess sem lagt er til að fellt verði niður í fjárlagafrum- varpinu eru framlög vegna afleys- ingaþjónustu bænda (20 m.kr.), búfjárræktar (21,6 m.kr.), vatns- veita (8 m.kr.), blaðastyrkja (13 m.kr.), lífeyrissjóðs bænda (32 m.kr.). Þá er einnig lagt til að ýmis verkefni sem nú eru í höndum opinberra stofnana eða annarra aðila er fá beina fjárstyrki frá ríkinu verði færð til einkaaðila. Þannig væri hægt að spara vegna húsameistara ríkisins 2,6 m.kr., vegna Búnaðarfélags íslands 33,5 m.kr., vegna Fiskifélags Islands 20,5 m.kr., vegna Bifreiðaeftirlits- ins 40 m.kr. og vegna ýmisskonar starfsemi stofnana sem heyra undir samgönguráðuneytið 186 m.kr. Einnig leggja ungir sjálf- stæðismenn til að framlög til ýmissa liða fjárlagafrumvarpsins verði lækkaðir verulega. Sparnað- ur sem af þessu næst er áætlaður um 1.800 milljónir króna. Og að lokum vilja þeir auka sértekjur stofnana og lækka útgjöld ríkisins með þeim hætti um 136 milljónir króna. Hafskip hf.; Eignatjón — ekki rekstrartap VEGNA fréttar i Morgunblaðinu í gær, sem byggð var á ummælum stjórnarformanns Hafskips skal tekið fram, að þegar rætt var um 250—300 milljóna króna tap var átt við eignatjón m.a. vegna verð- falls á skipum, en ekki að rekstr- artap nemi þessari upphæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.