Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NOVEMBER1985 13 Tillögur Framleiðsluráðs um tHhögun svæðabúmarks: Framleiðslunni skipt eftir búmarki og meðalframleiðslu Klakabrynjaðar kindur í Mýrdalnum. Morgunbitói8/R«ynir Ragnarsson Landinu skipt í 30 svæði FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaðar- ins hefur gert tillðgu til landbúnaðar- ráðherra að fyrirkomulagi svæðabú- marks. Nefnd á vegum ráðsins gerði tillögurnar, sem samþykktar voru í Framleiðsluráði, og hefur nefndinni nú verið falið að gera tillögu að skiptingu framleiðsluréttarins á milli svæða og reglur um skiptingu á milli einstakra bænda. í tillögum Framleiðsluráðs er lagt til að landinu verði skipt í 30 búmarkssvæði, þar sem í meginat- riðum verði farið eftir sýslumörk- um. Sýslum er þó skipt þar sem þannig stendur á mjólkursamlags- svæðum. Gamla búmarkið grunnurinn Lagt er til að búmarki verði skipt á milli svæða á grundvelli þriggja eftirfarandi þátta, er hver umsigvegi V6: 1. Samanlagt jarðabúmark hvers svæðis í hverri búgrein fyrir sig, mjólkurframleiðslu og kinda- kjötsframleiðslu, miðað við árslok 1980. 2. Samanlagt jarðabúmark á sama hátt í október 1985. 3. Meðalframleiðsla hvers svæð- is í hvorri fyrrnefndri framleiðslu- grein verðlagsárin 1982-83,1983-84 og 1984-85, þó að frádreginni fram- leiðslu umfram búmark hjá ein- stökum bændum. Lagt er til að framleiðslurétti á samningstíma búvörusamning- anna verði i aðalatriðum skipt hlutfallslega eftir svæðabúmark- inu. Það verði gert strax á yfir- standandi verðlagsári varðandi mjólkurframleiðsluna en í fyrsta skipti á næsta verðlagsári í sauð- fjárframleiðslunni. Verði uppgjör sláturfjárafurða haustið 1985 því eftir fyrri uppgjörsaðferðum. Gert er ráð fyrir að svæðabú- markið verði endurskoðað á 4 ára fresti, þó fyrst fyrir upphaf verð- lagsárs 1987-88, þegar næstu bú- vörusamningar ríkis og bænda verða væntanlega gerðir. Ekki er heimilt að færa framleiðslurétt á milli svæða þess á milli, og því aðeins þá, að varanleg vöntun telj- ist orðin á að eitthvert svæði fram- leiði það sem því er ætlað. Búmarkssvæöin 30 Búmarkssvæðin verða sem hér segir, ef farið verður að tillögum Framleiðsluráðs: 1. Gullbringusýsla ásamt Grindavík, Keflavík og Njarð- vík. 2. Kjósarsýsla ásamt Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Seltjarnarnesi. 3. Borgarfjarðarsýsla utan Skarðsheiðar og Akranes. 4. Borgarfjarðarsýsla innan Skarðsheiðar. 5. Mýrasýsla. 6. Snæfellsnessýsla sunnan fjalls. 7. Snæfellsnessýsla norðan fjalls. 8. Dalasýsla. 9. Austur-Barðastrandarsýsla. 10. Vestur-Barðastrandarsýsla. 11. Vestur-ísafjarðarsýsla. 12. Norður-fsafjarðarsýsla, ísa- fjörður og Bolungarvík. 13. Strandasýsla. 14. Vestur-Húnavatnssýsla. 15. Austur-Húnavatnssýsla. 16. Skagafjarðarsýsla, Sauðár- krókur og Siglufjörður. 17. Eyjafjarðarsýsla, Akureyri, Dalvík og ólafsfjörður. 18. Suður-Þingeyjarsýsla vestan Ljósavatnsskarðs. 19. Suður-Þingeyjarsýsla austan Ljósavatnsskarðs og Húsavfk. 20. Kelduness-, öxarfjarðar-, Fjalla-, Presthóla- og Raufar- hafnarhreppar í Norður- Þingeyjarsýslu. 21. Aðrir hreppar í Norður- Þingeyjarsýslu. 22. Skeggjastaða- og Vopnafjarð- arhreppar í Norður-Múlasýslu. 23. Norður-Múlasýsla að öðru leyti og Seyðisfjörður. 24. Hreppar í Suður-Múlasýslu á Héraði, ásamt Helgastaða-, Reyðarfjarðar- og Fáskrúðs- fjarðarhreppum og Eskifirði. 25. Norðfjörður. 26. Stöðvarfjörður, Breiðdalur, Berunes-, Búlands- og Geit- hellnahreppar í Suður-Múla- sýslu. 27. Austur-Skaftafellssýsla. 28. Vestur-Skaftafellssýsla. 29. Rangárvallasýsla. 30. Árnessýsla. Verri útkoma hjá stærri hér- uðunum. Ekki hefur verið gengið endan- lega frá skiptingu framleiðslurétt- arins á milli svæðanna, en þó mun ljóst að miklu munar hvernig út- koman er eftir svæðum. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum dugar búvörusamningurinn fyrir 75,2% af búmarkinu reiknuðu samkvæmt ofangreindum reglum i mjólkinni og 65,4% í kindakjötinu. Sam- drátturinn mun yfirleitt koma verr við þau svæði sem notað hafa framleiðslurétt sinn samkvæmt gamla kvótakerfinu, það er, betri landbúnaðarhéruðin, svo sem Suð- urland allt, Eyjafjörður og Skaga- fjörður. Á öðrum svæðum er útlit fyrir minni samdrátt, og á einu svæði a.m.k., Gullbringusýslu, gætu menn hafið stórbúskap, svo rúmur mun kvóti þess svæðis vera. Verstunaiboigin Amsterdam þar sem tískufötin fást Jafnvel þeim sem hata aö versla finnst það þolanlegt í Amsterdam. Fyrir þá sem hafa gaman af því er þetta sannkölluö draumaborg. í Amsterdam eru mörg versl- unarhverfi og hvert þeirra hefur sinn sjarma. Þau liggja hins vegar nokkuð þétt sam- an og þaö er nóg af litlum krám og kaffihúsum til að hvíla sig á, þannig að leið- angurinn verður ekki þreyt- andi. Frægasta verslunarhverfið er í miðborginni, milli Nieu- wendijk og Rembrandt-torgs. Þar er meðal annars Kalver- straat sem er líklega vinsæl- asta göngugata í Amster- dam enda er þar verslun í nánast hverju húsi. í Kalverstraat og raunar líka við Nieuwendijk er hver tískuverslunin við aðra og þar er nýjasti tískufatnaður- Inn í boði á mjög hagstæðu verði. Við P.C. Hooftstraat eru dýrari verslanir en þar eru líka vörur frá frægustu og fínustu tískuhúsum heims- ins. í verslunarhverfunum eru til stórar verslunarhallir en langmest er þó um minni sérverslanir sem selja allt milli himins og jarðar. í Amster- dam eru líka margir stór- skemmtilegir markaðir sem versla með allt frá þottum og pönnum upp í dýrmætar antikvörur. Svo má auðvitað ekki gleyma því að fríhöfnin á Schiphol er sú ódýrasta í heimi og hefur á boðstólum yfir 50.000 vörutegundir. Athugið að Arnarflug getur útvegað bæði fyrsta flokks hótel og bílaleigubíla á miklu lægra verði en einstakl- ingar geta fengið. Nánari upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum og á söluskrifstofu Arnarflugs. Ókeypis rútu- ferð - meira pláss í vélinni Á fimmtudögum og laugar- dögum býðst farþegum Arnar- flugs ókeypis rútuferð frá flug- velll á hótelin: Pulitzer, Vlctoria Apollo, Owl, Novhotel og á Crest hótelln: Rembrandt, Carlton. Schlller, Ooelen og Car- ansa. Nú höfum við fækkað saetum I vélinni svo farþegar hafa meira pláss. I , ARNARFLUG ■ Lágmjla 7, simi 8*47?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.