Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLADip, FIMMTUDAGIJB 7, NÓVEMBER1985 H-ABKKliw.'m. « (» « Morgunbl&ðið/Gudlaugur Félagsheimiii Týs. Á innfelldu myndinni er formaður félagsins og byggingar- nefnd; Birgir Guðjónsson, Sigursteinn Óskarsson, Gísli Magnússon, Krist- mann Kristmannsson og Þorsteinn Jónsson. Vestmannaeyjar: Félagsheimili Týs tekið í notkun NÝTT félagsheimili Knattspyrnufé- lagsins Týs var vígt og formlega tekið í notkun laugardaginn 2. nóvember. Húsið var reist á framtíðarfélags- svæði Týs sunnan vió íþróttavöllinn við Hástein og í næsta nágrenni viö íþróttamiöstöðina. Á laugardaginn þegar vígsluat- höfnin fór fram voru liðin ná- kvæmlega tvö ár og sjö mánuðir frá því fyrsta skóflustungan var tekin. Húsið er 200 m2 að stærð og auk þess er jafnstór kjallari undir húsinu öllu. Húsið teiknaði og hannaði Páll Zophoníasson tæknifræðingur og gaf hann félag- inu teikningarnar fyrir hönd dótt- ur sinnar, Sigríðar. í húsinu er glæsileg og fullkomin aðstaða til ýmiskonar félagsstarfsemi. Má þar nefna 100 m2 sal sem notaður verður til fundahalda, dansleikja, veisluhalda og annars og þar verð- ur komið upp margvíslegum leik- tækjum, myndbandstæki og sjón- varpi. Þá er á hæðinni fullkomin tvöföld bað- og búningsaðstaða og stjórnarherbergi sem hægt er einnig að nota fyrir smærri fundi. Bikarasafni félagsins og veifusafni hefur verið skemmtilega komið fyrir í glerkössum hátt á veggjum aðalsalarins. Þarna er og lítil verslun og . góð salernisaðstaða. Uppundir rjáfri hefur verið útbúið skemmtilegt svefnloft sem rúmar 20—30 manns í svefnpokaplássi. Það verður að teljast mikið þrekvirki að ekki fjölmennara fé- lag en Týr skuli hafa reist sér svo glæsilegt og velútbúið félagsheim- ili á skömmum tíma. Lögðu fjöl- margir félagar í Tý fram mikla vinnu og fjármuni svo þessi draumur félagsmanna mætti ræt- ast. Við upphaf framkvæmdanna 2. apríl 1983 færðu 130 félagar I Tý félaginu samtals kr. 624.170,00 í gjafaáheitum til félagsheimilis- ins en þetta jafngildir 1,2 milljón- um kr. á núvirði. I byggingarnefnd hússins störfuðu Þorsteinn Jóns- son, Kristmann Kristmansson, Sigursteinn óskarsson, Gísli 8 Magnússon og Grétar Þórarinsson. Um 200 gestir voru viðstaddir er húsið var vigt á laugardaginn en húsvígsluna annaðist sóknar- resturinn í Eyjum, séra Kjartan rn Sigurbjörnsson. Félaginu bár- ust fjölmargar góðar gjafir og heillaóskir víða að. Kvennadeild Týs gaf félaginu nýjan glæsilegan félagsfána og fjölskyldur Krist- manns Magnússonar og Krist- manns Kristmannssonar gáfu Tý forláta fagran útskorinn fundar- hamar. Margar fleiri góðar gjafir bárust félaginu s.s. bikar, myndir, blóm, kertastjakar, klukka og peningagjafir. 3. flokkur kvenna í handbolta gaf félaginu sínu borð- tennisborð. Öllum viðstöddum var boðið upp á kaffi og dýrindis meðlæti sem Týskonur báru fram af rausnar- skap. Um kvöldið var síðan dans- leikur í hinu nýja félagsheimili og flugeldum skotið á loft í tilefni dagsins. Knattspyrnufélagið Týr er stofnað 1. maí 1921 og hefur staðið fyrir þróttmiklu íþrótta- og æskulýðsstarfi í gegnum árin. Formaður Týs er Birgir Guðjóns- son og framkvæmdastjóri félags- ins er ómar Jóhannsson knatt- spyrnukappi. — hkj. ■ * » ii Myndverk á Mokka KATRÍN Thoroddsen opnar sýn- ingu á myndverkum sínum á Mokka við Skólavörðustíg fimmtudaginn 7. þ.m. Myndirnar eru gerðar við þulu eftir ömmu hennar, Theodóru Thoroddsen skáldkonu, sem hún nefndi „Tíu litlar ljúflingsmeyjar". Segir Katrín í formála að bók með þulunum sem hún hefur mynd- skreytt, að Theodóra hafi kallað þetta stælingu á negrastrákun- um hans Muggs. En Muggur (Guðmundur Thorsteinsson) var systursonur Theodóru og kært með þeim. Er Theodóra lést há- öldruð hafði hún gefið dóttur- dóttur sinni handritið og beðið hana að myndskreyta það. Tók hún „Ljúflingsmeyjar" við og við fram og var komin með allt á blað fyrir mörgum árum. Nýlega lét hún svo verða af því að full- gera myndirnar. Fleiri verk eftir Katrínu verða á sýningunni, sem lýkur 20. nóv- ember næstkomandi. Ráðherrafundur EFTA í Reykjavík RÁÐHERRAFUNDUR EFTA var haldinn í Genf dagana 4.—5. nóv- ember. Fulltrúi íslands á fundinum var Geir Hallgrímsson, utanríkisráö- herra. Næsti ráöherrafundur EFTA veröur haldinn í Reykjavík 4.-5. júní 1985. Námskeið í öryggismálum NÁMSKEIÐ um öryggismál fyrir- tækja og stofnana veröur haldiö föstudaginn 8. nóvember á Hótel Esju og hefst klukkan 20.30. Skráning þátttakenda fer fram hjá Verkefnastjórnun og Sambandi íslenzkra sveitarfélaga. Aðaltilgangur námskeiðsins er að miðla upplýsingum um mat áhættu á sviði öryggismála. Tekin eru fyrir atriði um eldsvoðahættu, innbrotshættu, vatnsleka, rekstr- artruflanir vegna rafmagns- og vatnsleysis, skemmdarverk, hermdarverk, rán, árásir á veg- farendur, öryggisbúnað, farand- gæslu o.fl. Námskeiðinu stjórna Bengt-Áke Printz, rekstrarráðgjafi á sviði öryggismála. Printz Várdeservice AB. Bengt-Áke hefur i mörg ár unnið fyrir fyrirtæki, verslanir, bæjarfélög eins og Stokkhólms- borg og einnig ríkislögreglu Sví- þjóðar við endurskoðun á öryggis- málum viðkomandi aðila. Tarnús sýnir í Hafnarfirði LISTAMAÐURINN Tarnús opnar á laugardag myndlistarsýningu ( Hafnarborg við Strandgötu í Hafn- arfírði. Sýningin verður opnuð kl. 15, en verður síöan opin kl. 14.00—19.00 alla daga, þar til henni lýknr, sunnudaginn 17. þessa Á sýningunnj eru 48 myndir, unnar með blandaðri tækni; blý- antsteikningar, túss-myndir, myndir málaðar með olíulitum og vaxkrít. Þetta er 11. einkasýning lista- mannsins, en hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum. Lista- maðurinn starfar sem kennari og myndlistarmaður. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Meðfylgjandi er ein myndanoa á sýningunni. í frétt frá viðskiptaráðuneytinu segir: „Á fundinum í Genf var samþykkt umsókn Finnlands um fulla aðild að Fríverslunarsamtök- um Evrópu, en Finnland hefur hingað til verið aukaaðili að sam- tökunum. Tekur þetta gildi 1. jan- úar nk., en frá sama tíma gengur Portúgal úr samktökunum og ger- ist aðili að Evrópubandalaginu. Þetta mun ekki fela í sér neinar verulegar breytingar á viðskiptum EFTA-ríkjanna við Portúgal. Spánn gengur einnig I Evrópu- bandalagið um næstu áramót. Þegar eru hafnir samningar í Brússel um þær breytingar, sem gera þarf á fríverslunarsamning- um EFTA-ríkjanna við Evrópu- bandalagið, vegna inngöngu þess- ara landa ( bandalagið. I því sambandi lögðu ráðherrarnir áherslu á að EFTA-ríkin njóti sömu aðstöðu til viðskipta með þær vörur, sem falla undir fríversl- unarsamningana, og Evrópu- bandalagið. Með þessu nær frí- verslunarsamstarf Evrópu til 18 landa, með samtals um 360 millj- ónir íbúa. Fundurinn fjallaði ennfremur um aukið samstarf við Evrópu- bandalagið á viðskiptasviði með það fyrir augum að auðvelda slík samskipti milli ríkja Vestur- Evrópu. EFTA-ráðherrarnir lýstu ein- dregnum stuðningi við nýjar samningaviðræður á vegum GATT til að greiða fyrir og efla alþjóða- viðskipti." Leiðrétting f FRÉTT í Morgunblaóinu nýlega um u framkvæmdir á vegum Skíöafélags Dalvíkur, uröu missagnir, sem nauö- synlegt er aö leiðrétta og biöjast vel- viröingará. Hið rétta er að hin nýja skíða- lyfta er 720 metra diskalyfta af Leightner-gerð. Fyrir er 465 metra löng diskalyfta. Þá var ranghermt að unnið hafi verið við byggingu á möstrum, unnið var við undirstöð- ur. Þá mun ekki afráðið enn hvort hlutur Skíðafélagsins í hinni nýju lyftu verði greiddur með vinnu. Kristilegar samkom- ur í Hafnarfirði KRISTILKG samkoma veröur haldin ( húsi KFUM og K, á Hverfisgötu 15, Hafnarfiröi, í kvöld og hjefst hún kl. 20.30.. Meðal dagskrárliða eru mynda- sýningar frá kristniboðastarfi í Kenya og Eþíópíu og Benedikt Arnkelsson, guðfræðingur, talar. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu sem Mbl. hefur borist og þar segir einnig að „stórsamkoma" verði haldin í Hafnarfjarðarkirkju næstkomandi laugardagskvöld. Það er félagsskapur sem nefnir sig Kristniboðosvinirnir sem stendur að áðurgreindum sam- komum og stefna félagarnir að þvi að safna 300.000 krúnum til kristniboðsstarfs i nóvembermán- uði, en auk kaffisölu á samkomun- um er tekið á móti framlögum á sparisjóðsbók nr. 38441 í Spari- sjóði Hafnarfjarðar. 5 % hækkun á svínakjöti VERÐ á svínakjöti hækkaði um 5% þann 1. nóvember sl. Dýr- asti verðflokkurinn (I A) hækk- aði til framleiðenda úr 193,73 í 203,42 kr. kílóið. Sv(n I B hækkaði úr 184,50 í 193,73. Það er félagsráð Svínaræktarfélags ísiands sem ákveður verðið til framleiðenda, en heild- og smá- söluverðið er frjálst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.